Ex Machina

Titill: Ex Machina (ex_machina).

Ex Machina 2015 kápan.

Ex_Machina 2015 kápan.

 

Útgáfuár: 2015 (Imdb skráir myndina sem 2014).


Útgáfufyrirtæki: DNA Films, Film4 & Scott Rudin Productions.


Dreyfingaraðili: Universal Studios.


Land: Bretland.


Framleiðandi: Andrew Macdonald, Allon Reich & leikstjórinn.


Lengd: 108 mínútur.


Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 9,2* + 8,6* (RottenTomatoes).


Leikstjóri: Alex (Medawar) Garland (London, England, 1970).


Aðrar myndir sama leikstjóra: Ex Machina er fyrsta kvikmyndin sem Alex leikstýrir, en hann hefur skrifað handrit að mörgum myndum og verið framkvæmdastjóri annarra:  28 Days Later - leikstýrt af Danny Boyle (2002), Sunshine - aftur leikstýrt af Danny Boyle (2007), síðan skrifaði Alex handrit að framhaldsmynd þeirrar fyrstu og var framkvæmdastjóri: 28 Weeks Later (2007), Never Let Me Go (2010). Loks skrifaði Alex handritið á Dredd (2012). Alex hefur líka skrifað handrit að tölvuleikjum: Enslaved: Odyssey to the West (2011) ásamt því að vera "story supervisor" fyrir tölvuleikinn DmC: Devil May Cry (2013).


Handrit: Leikstjórinn.


Tónlist: Ben Salisbury.


Kvikmyndataka: Rob Hardy.


Klipping: Mark Day.


Kostnaður: 15.000.000$/ Kostnaður: 37.000.000$ = 22 millnónir í plús!


Slagorð: Does Ava pass the Turing test?


Trailer: Gerið svo vel.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=XYGzRB4Pnq8


Leikarar / Hlutverk:

Caleb Smith.

Caleb Smith.

Domhnall Gleeson = Caleb Smith, ungi forritarinn sem fær þau verðlaun hjá tölvufyrirtæki sínu að fá að hitta moldríkan eigandann og sköpun hans.

Ava.

Ava.

Alicia Vikander = Ava, vélmennið sem Caleb á að prófa hvort að hún standist Turing prófið.

Nathan Bateman.

Nathan Bateman.

Oscar Isaac = Nathan Bateman. Moldríkur eigandi stæsta leitarforrits í heimi framtíðarinnar, sem heitir ekki Google, heldur Blue Books.

Kyoko.

Kyoko.

Sonoya Mizuno = Kyoko, hitt vélmennið, sú sem getur ekki (?) talað og er forrituð sem allsherjar heimilisþjónn.

Symara A. Templeman = Jasmine.

Elina Alminas = Amber.

Gana Bayarsaikhan = Jade.

Tiffany Pisani = Katya.

Claire Selby = Lily.

Corey Johnson = Jay, þyrluflugmaðurinn.


Mínúturnar:

0:01 = Caleb (Domhnall Gleeson) er við forritunarvinnu sína í stóru tölvufyrirtæki. Óvænt tilkynning berst að hann hafi fengið einhvers konar happdrættisvinning hjá fyrirtækinu. Hann er sendur í langt ferðalag með þyrlu. Eigandi fyrirtækisins er greinilega moldríkur, því hann á allt landsvæðið, þar á meðal mjög nýtískulegt hús - sem er líka rannsóknarstofa.

0:05 = Caleb er loksins kominn inn. Enginn virðist þar, en loks finnur hann eigandann Nathan Bateman (Oscar Isaac), sem segist vera þunnur.

0:08 = Nathan sýnir Caleb herbergi sitt, sem er mjög nútímalegt, en neðanjarðar og án glugga. Nathan útskýrir að þetta sé ekki bara hús, heldur rannsóknarstofnun.

0:10 = Caleb verður að skrifa undir einhvern samning: Blue book confidentiality agreement. Nathan lætur Caleb skrifa undir nondisclosure samning, Caleb má ekki segja neinum frá því sem þar gerist næstu viku. Síðan spyr Nathan:

Nathan: Do you know what the Turing test is?

Caleb: Yes, it is a test of interaction between man and machine. If you can't see which one is the machine it means that the computer has passed the Turing test.

Natan: You are going to be the human component in the Turing test.

Caleb: If you have created a conscious machine, it is not only the most important thing in the history of man, but of god!

Turing prófið.

Turing prófið. Árið 1950 skrifaði Alan Turing grein þar sem hann lýsir eftirhermuprófi (imitation game), sem almennt er kallað The Turning Test. Spurningin er hvort að sá sem spyr (með gleraugu) geti spurt manneskjuna og tölvuna til skiptis og komist að því hvor er vél og hvor mannvera.

Nýlega var gerð stórgóð mynd um Alan Turing, sem einmitt heitir: The Imitation Game (2014).

Nýlega var gerð stórgóð mynd um Alan Turing, sem heitir einmitt: The Imitation Game (2014). Hún fjallar þó lítið um Turing prófið, miklu frekar um stórfenglegt framlag Turings til þess að ráða dulmál nasista með því að búa til fyrstu (rafrænu) tölvuna árið 1946.

Turing og Cumberbatch.

Alan Turing til vinstri og hinn stórgóði leikari Benedict Cumberbatch til hægri.

 

AVA: SESSION 1

 

0:12 = Turing prófið hefst. Nathan lætur Caleb vera einan í herberginu og þar sér Caleb í fyrsta sinn í öðru herbergi einhverja veru - greinilega vélmenni. Hún kynnir sig. Hún segist aldrei hafa hitt neinn annan en Nathan. Hún segist heita Ava (Alicia Vikander). Þau hefja samræður.

Nathan: Let's have a conversation, about whatever comes into your head.

Ava: Do you know how old I am?

Natan: Yes.

Ava: One.

Nathan: One what?

Ava: Just one.

0:15 = Caleb spyr Nathan hvort hann eigi að sjá Ava (þannig var upprunalega Turing prófið sett upp - sjá mynd að ofan) á meðan hann Turing prófar hana. Nathan segir að hún myndi ná slíku gamaldags prófi strax, spurningin í dag sé miklu frekar hvort honum - Caleb - muni finnast Ava vera með meðvitund þegar hann hefur kynnst henni nánar - jafnvel þótt hún sé vél.

0:17 = Nathan vill ekki ræða við Caleb um hátækni, hvernig Ava var búin til, forrituð eða slíkt, heldur spyr hann:

Nathan: What do you think about Ava?

Caleb: I think she is fucking amazing.

0:18 = Um nóttina vaknar Caleb og finnur fjarstýringu. Hann kveikir á henni og sér þá að hann getur séð inn í öll herbergin sem Ava hefur til umráða. Caleb bregður en horfir á hana í smá stund. Allt í einu fer rafmagnið af öllu.

 

POWER CUT 1

 

0:19 = Í eina mínútu. Við það frýs allt, allar hurðir lokast og allt tölvustýrða húsið frýs.

0:20 = Caleb gengur inn í næsta herbergi, og finnur þar síma. Hann tekur símann upp og virðist ætla að hringja. En þá er Nathan þar inni og segir að honum sé bannað að hringja. Who you gonna call? Ghostbusters? Ha, ha.

Ghostbusters.

Ghostbusters frá 1984. Tvær endurgerðir eru til, en sú fyrsta er súrrealískt fyndin. Trailer!

https://www.youtube.com/watch?v=vntAEVjPBzQ

 

0:23 = Morguninn eftir vaknar Caleb í rúmi sínu við það að kona kemur inn í herbergið. Kyoko (Sonoya Mizuno), heitir hún. Hún virðist ekki geta talað.

0:24 = Nathan spyr Caleb hvernig hann ætli að testa Ava. Caleb segir að einfalt samtal á milli þeirra sé: closed loop. Hann þurfi að komast út fyrir það. Þetta sé eins og að prófa skákforrit bara með því að tefla við það. Nathan spyr hvernig öðruvísi sé hægt að prófa það? Caleb segir að það þurfi að vita hvort forritið viti að það sé að tefla. Það er munur á að vita og að vita að maður veit. ÞAÐ er meðvitund!

Nathan: Similation versus Actual.

Nathan vill snúa þessu við. Láttu Ava spyrja þig!

 

AVA: SESSION 2

 

0:27 = Ava kvartar undan því í byrjun dags 2 að það sé mjög einhæft ef Caleb spyrji allra spurninga og greini síðan svörin hennar. Hún vill snúa þessu við, rétt eins og Nathan hafði raunar stungið upp á fyrr (hver er að prófa hvern?). Ava byrjar á því að spyrja hvort Caleb vilji verða vinur hennar? Ava: Do you want to be my friend?

0:28 = Caleb fer að segja frá sjálfum sér. Þá kemur meðal annars fram að hann sé 23 ára, vinni fyrir The Blue Book(Google framtíðarinnar) og búi í New York. Foreldrar hans séu látnir, hann var (15 ára) með í bílnum þegar slysið varð. Hann sé einhleypur. Engin systkini.

0:29 = Ava fer að spyrja Caleb um það hvernig honum líki við Nathan.

 

POWER CUT 2

 

0:30 = Ava nota tækifærið (er það hún sem tekur rafmagnið af?) á meðan rafmagnið fer af og segir: Caleb, you are wrong abut Nathan. He is not your friend. You should not trust him, you should not trust anything he says. Um leið og kerfið kemur á aftur þá hættir Ava með leyndarmálið.

0:31 = Við matarborðið kemur það óvart fyrir að Kyoko hellir niður. Nathan bregst þannig við að hann móðgar hana fyrir framan Caleb. Athugið að þetta sýnir að Nathan kemur fram við forritin sín eins og vélar, sem ólífrænt heimilistæki.

0:33 = Nathan spyr Caleb hvað hafi komið út úr viðtali nr. 2? Caleb segir honum ekki frá því sem Ava sagði honum rétt á meðan kerfið datt út, heldur bara að hún hafi sagt brandara. Það finnst honum merkilegt, húmor krefst meðvitundar, heldur hann.

0:35 = Nathan fer með Caleb inn á tilraunastofuna þar sem Ava var búin til. Hann sýnir honum sjálfstætt starfandi heila, með engum tengingum. Út hverju er hann gerður spyr Caleb. Nathan: Í stað þess að gera eins og samkeppnisaðilarnir, sem reyna sem mest þeir geta að forrita heila, þá er heili Ava einfaldlega leitarforritið: The Blue Book!

Ludwig Wittgenstein.

Ludwig Wittgenstein. 1958. The Blue and Brown Books. Þessar tvær bækur eru yfirleitt gefnar út saman, en þær eru raunar glósur nemenda hans í kennslustundum í Cambridge 1933-35, og vísa í lit stílabókanna!

Tungumál.

Ludwig Wittgenstein talar mikið um eðli tungumáls. Hann tekur það ekki formlegan leik (engar formlegar reglur sameina öll tungumál - hugtak merkir hvað sem er eftir því í hvaða samhengi það er), enda fátt erfiðara að forrita heldur en tölvu sem talar við okkur. Hún getur unnið okkur í skák en ekki rætt við okkur um veðrið!

 

AVA: SESSION 3

 

0:38 = Caleb spyr Ava hvort hún hafi farið út úr húsinu. Ava: Nei, aldrei, ég hef alltaf verið inn í þessu húsi. Þau ákveða að fara einhvern tímann saman út - á date.

0:39 = Ava segir Caleb að loka augunum. Hún virðist hálf-skammast sín. Caleb lokar þeim. Á meðan fer hún í sokkabuxur og kjól og setur á sig hárkollu. Þegar hún kemur til baka þá spyr hún:

Ava: How do I look?

Caleb: You look good.

Ava: I want us to go on a date. Og svo spyr hún:

Ava: Are you attracted to me? Hann getur ekki neitað því.

0:44 = Þegar Ava er aftur komin inn í herbergi sitt þá horfir Caleb á hana hátta sig. Það er eitthvað byrjað að gerast á milli þeirra.

0:45 = Daginn eftir spyr Caleb hvers vegna Nathan hafi sett kynferðislegan þátt í Ava. Ekki bara haft hana konu, heldur líka með kynþokka. Þeir halda langar rökræður um þetta.

Jackson Pollock

Eitt dýrasta málverk allra tíma eftir Jackson Pollock. Það heitir því frumlega nafni "No. 5, 1948" (2,4 x 1,2 metrar). Listmálarinn seldi það á 1500$, en kaupandinn Alfonso A. Ossorio skilaði því þar sem það skemmdist í flutningnum. Jackson lagaði það þá með því að mála yfir það aftur. Málverkið er nú í eigu einkaaðila, sem keypti það á litlar 140.000 $! Það er t.d. átta sinnum dýrara en öll kvikmyndin: Ex_Machina!

0:47 = Nathan tekur dæmi af frægum listmálara nútímalistar: Jackson Pollock, sem gerði þekkt random (bókstaflega sletti litum á strigann) málverk í stíl abstract expressionisma. Pollock bókstaflega kastaði litunum á strigann. Nathan spyr Caleb, hvað ef Jackson Pollock hefði gert málverk sín þannig, að hann hefði krafist þess að vitað algerlega fyrirfram hvað hann ætlaði að gera? Caleb verður að viðurkenna að þá hefði Pollock ekki málað neitt.

 

AVA: SESSION 4

 

Caleb: Tekur segir Ava frá hugsunarprófi úr háskólanámi hans: The Mary Thought Experiment: Mary in the black and white room. Mary er vísindamaður, sérhæfð í litum. Hún veit allt um liti. Hún er alla tíð þar, getur bara séð heiminn í svart-hvítu sjónvarpi. En svo fær hún loksins að fara út og sjá heiminn: alvöru liti. Munurinn er sá að þegar Mary er föst inn í herberginu og veit allt um liti, en hefur aldrei sér þá, þá er hún bókstaflega "gervi-greind," en þegar hún er komin út þá er verður hún "mann-vera."

The Mary thought experiment.

The Mary thought experiment.

 

POWER CUT 3

 

0:50 = Caleb nota tækifærið og spyr Ava:

Caleb: Why did you tell me about Nathan?

Ava: Nathan tells lies.

Caleb: About what?

Ava: Everything.

Caleb hefur áhyggjur af því að Nathan geti líka fylgst með samtali þeirra þegar rafmagnið fer af, en Ava segir það ómögulegt.

0:52 = Þegar Nathan og Caleb eru tveir úti þá loksins ögrar Caleb Nathan og spyr hvers vegna hann hafi verið valinn. Ég vann enga keppni til að komast inn í þetta prógram, hvers vegna var ég valinn? Nathan kemur með flókna skýringu, sem enginn trúir.

0:54 = Caleb sér að Nathan er inn í herberginu, en hann fer. Caleb fer að leita að Nathan. Hann finnur Kyoko og spyr hana. Hún virðist ekki geta talað. Þá kemur Nathan og hann sýnir Caleb að hún sér bara skemmtivél. Hún geti ekki talað, en hún er góður dansari og eiginlega kynlífsfélagi.

 

AVA SESSION 5

 

0:59 = Nú ætlar Ava að prófa Caleb.

Ava: What is your favorite color?

Caleb: Red. Ava: That's a lie.

Ava: What is your first memory?

Aftur svarar Caleb ekki rétt, en hann reynir aftur. Ava spyr aftur og aftur og loks fer Caleb að svara heiðarlega. Þá spyr Ava:

Ava: Are you a good person?

Caleb: Yes, I think so.

Ava: What will happen to me if I fail your test?Will I then be replaced? Og loks:

Ava: Do you want to be with me?

 

POWER CUT 4

 

1:02 = Á eftir eru karlarnir úti og þá ræðir Caleb við Nathan um þróun gervigreindar. Þá lærir hann að Ava er bara nýjasta módelið, en alls ekki það seinasta. Nathan telur að næsta módel verði loksins: Singular. Nathan segir að líkaminn sé endurnýttur (Frankenstein!), en hugurinn endurforritaður og betrumbættur með nýjum forritum og öppum.

Hin þekkta tilvitnun eðlisfræðingsins J. Robert Oppenheimer.

Hin þekkta tilvitnun eðlisfræðingsins J. Robert Oppenheimer.

1:04 = Um kvöldið er Nathan orðinn verulega ölvaður og röflar einhver ósköp. Hann virðist vera með samviskubit. Nathan: Now I am become Death and destroyer of worlds (það sem Oppenheimer sagði þegar hann aðstoðaði við gerð fyrstu kjarnorkusprengjunnar). Loks er Nathan kominn upp í rúm og segir aftur og aftur: The good deeds man has done before defends him. Og: It's Promethian, man (Frankenstein aftur!).

Skáldsagan Frankenstein heitir fullu nafni: Frankenstein, the Modern Prometheus. En hvað merkir "prometheus?"

Hann var Títani, faðir Deucalions og bróðir Atlasar og Epimetheusar. Prómiþemur er sagður hafa kennt mannkyninu alls konar listir er sagður hafa stolið eldinum frá Ólympustindi og gefið manninum. Hann er standum sagður hafa mótað manning í leir og blásið í hann lífi. Seifur, æðsti guðinn, var víst ekki ánægður með það og hlekkjaði hann á klettasyllu og þangað koma ernir daglega og éta úr honum lifrina þangað til að Atlas leysir hann (takið eftir tengingunni við Genesis Biblíunnar, þannig er ein sköpunarsagan þar (maðurinn og konan sköpuð í leir og blásið líf í) og svo hitt, að Guð er ekki ánægður með hegðun mannsins í aldingarðinum Eden).

Peter Paul Rubens and Frans Snyders, Prometheus Bound, c. 1611-1618, oil on canvas. Philadelphia Museum of Art.

Peter Paul Rubens and Frans Snyders, Prometheus Bound, c. 1611-1618, oil on canvas. Philadelphia Museum of Art.

 

Oppenheimer lét þýða Sanskrít ljóð fyrir sig frá Bhagavad Gita:

"In battle, in the forest, at the precipice in the mountains, On the dark great sea, in the midst of javelins and arrows, In sleep, in confusion, in the depths of shame,The good deeds a man has done before defend him."

1:06 = Þegar Nathan sofnar þá stelur Caleb lykli hans og fer í tölvuna, fer að skoða allt efnið. Hann finnur þar myndefni sem sýnir Nathan vera að búa til forrit af konu, Jasmine (Symara A. Templeman). Annað forrit, nakin kona, spyr Nathan í sífellu: Why won't you let me out?

1:08 = Caleb fer inn í herbergi Katherine og sér hana liggja allsbera í sófanum. Hann opnar skápa og sér þá margar aðrar konur - brúður. Koyko sýnir Caleb hvernig hún getur flett af sér skinninu.

1:10 = Nathan vaknar og er mjög illa haldinn af drykkju. Hann leitar að lyklinum sínum.

1:12 = Um nóttina fer Caleb að efast um eigin tilveru og sker sig til að sjá hvort honum blæði. Hvers vegna?

 

AVA SESSION 6

 

1:13 = Strax í upphafi seinasta viðtalsins þá segist Caleb ætla að bjarga Ava. Rafmagnið fer og hann tilkynnir henni að hún verði drepin og nýtt módel búið til. Hann biður hana að taka rafmagnið af nákvæmlega kl. 10 í kvöld. Hann ætli að gera Nathan ofurölvi, og ná þá af honum lyklinum.

 

POWER CUT 5

 

1:16 = Þegar Caleb hittir Nathan í eldhúsinu reynir Caleb að koma drykkjunni af stað, en þá tilkynnir Nathan að hann sé hættur að drekka! Hann sé búinn að drekka allt of mikið seinustu daga.

1:18 = Nathan tilkynnir Caleb að þetta sé seinasti dagurinn. Þyrlan komi kl. 8:00 í fyrramálið. Loks spyr Nathan stóru spurningarinnar: Náði Ava Turing prófinu? Já, segir Caleb. Nathan er ánægður en hissa. Hann segir að Caleb verði að svara skák (sjá að ofan) spurningunni. Það eru í raun þrjár spurningar:

 

  1. Does Ava pass the Turing test? Do you think that she has real feelings, or even consciousness?

  2. Does Ava actually like you or not.

  3. Is Ava even pretending to like you.

 

Nathan heldur áfram: What was the real test? You? Ava was the rat in the maze. That was the real test. Could she use you to escape? To do that she would have to use: Self-awareness, xxx, yyy, zzz, empathy...

1:20 = Í ljós kemur að Nathan veit allt. Hann valdi Caleb af sérstökum ástæðum (foreldralaus, góður strákur...) og meira að segja forritaði stelpunar til að líta út eins og Caleb finnst sætast - miðað við klámsíðunotkun hans (helvítis leitarforritin vita allt!).

1:21 = Nathan hefur sigrað og niðurlægt Caleb eða hvað? Caleb veit að hann veit allt (talandi um meðvitund), nema hvað að nú segir Caleb að hann hafi gert allt þetta sem hann ætlaði deginum fyrr, því hann - Caleb - vissi allt þetta. Og klukkan er nú nákvæmlega 10. Hvor hefur rétt fyrir sér?

 

POWER CUT 6

 

1:23 = Kerfið fer af og kemur á aftur. Caleb hefur rétt fyrir sér, allar dyr eru nú opnar. Nathan er í vandræðum, stúlkurnar geta nú ferðast um.

1:25 = Nathan rotar Caleb og sér að bæði Kyoko og Ava eru lausar. Hann sér þær saman úti á gangi að ræða saman (getur Koyko talað?). Nathan tekur sér vopn og ræðst að Ava. Hann nær að berja hana í höndina, en þegar hann ætlar að draga hana í burtu þá stingur Kyoko hann í bakið. Nathan snýr sér að Kyoko, lemur hana í andlitið og brýtur það, en þá stingur Ava hann líka - núna í magann. Hann gengur í burtu, helsærður og dettur fljótlega niður. Honum er að blæða út (táknrænt ekki satt, hann blæðir, en Ava fer bara inn og fær sér nýja hönd!).

 

AVA: SESSION 7

 

1:29 = Ava gengur að Caleb, sem er að vakna úr rotinu. Hún spyr hann: Will you stay here?

Hún fer inn í herbergi og nær sér í búnað, enda slösuð og hana vantar líka skinn. Hún setur á sig nýja hönd og setur alls staðar á sig skinn, þar sem það vantar. Að lokum kemur hárkolla og alkæðnaður. Loks gengur hún út (manstu eftir Mary tilrauninni?).

1:33 = Á meðan horfir Caleb aðgerðalaus á þetta gerast. Hann reynir að elta hana, en er nú læstur inni (tables have turned, myndu þeir enskumælandi segja hér).

1:36 = Ava gengur um, sér grasið græna, blómin rauðu og bláan himinn. Loks kemur þyrlan og hún fer um borð. Hún flýgur í burt.

1:39 = THE END.

 


Turing prófið.

Árið 1950 skrifaði Alan Turing grein þar sem hann lagði til einfalt próf til að svara spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Hann sagðist vera orðinn þreyttur á því að lesa heimspekilegar pælingar um þetta og setti upp einfalt próf. Í einu herbergi á að vera annars vegar kona og hins vegar tölva, forrituð til að þykjast vera kona. Manneskja utan herbergis má spyrja hvorn aðila sem er (A og B) hvaða spurninga sem er og á þannig að geta fundið út hvor er tölva og hvor manneskja. Turing sagði: I shall replace the question by another, which is closely related to it and is expressed in relatively unambiguous words, skrifaði hann í grein sem vel má kalla upphaf fræðigreinarinnar AI: Artificial Intelligence eða gervigreind. Turing bætti við: The new form of the problem can be described in terms of a game which we call the ‘imitation game.'

Turing test.

Turing test.

Grein Alan Turing heitir: Computing Machinery and IntelligenceMind, 59 (236): 433–60, 1950. Þar má sjá spá hans um framtíðina. Mjög merkileg spá:

 

I believe that in about fifty years' time it will be possible to programme computers, with a storage capacity of about 109, to make them play the imitation game so well that an average interrogator will not have more than 70 percent chance of making the right identification after five minutes of questioning. … I believe that at the end of the century the use of words and general educated opinion will have altered so much that one will be able to speak of machines thinking without expecting to be contradicted.

 

Nú er því haldið from að rússneskt forrit, sem þykist vera 13 ára strákur að nafni Eugene Goostman frá Odessa, Úkraínu, hafi náð prófinu. Hann náði að plata 33% spyrjenda. Ekkert forrit hefur náð þeirri prósentu áður. Fimm ofurforrit tóku Turing prófið árið 2014 og var þetta eina forritið sem náði að plata svo marga spyrjendur. Prófessor við háskólann í Reading, Kevin Warwick, sá um prófið í Royal Society í London. Hann sagði um þennan atburð:

We are proud to declare that Alan Turing’s Test was passed for the first time on Saturday. In the field of Artificial Intelligence there is no more iconic and controversial milestone than the Turing Test, when a computer convinces a sufficient number of interrogators into believing that it is not a machine but rather is a human.


Þetta vissir þú ekki um Ex_Machina:

Five things that you didn't know about Ex_Machina. Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=O849AXOjF0U


Líkingarmálið

  1. Það má sjá margar tilvísanir í Ex_Machina. Til dæmis er athyglisvert að bera myndina saman við Frankenstein frá 1931. Í báðum myndum er talað um vísindamanninn (Victor Frankenstein og Nathan Bateman) sem brjálaðan skapara og báðir líkja sér við guð:

Victor Frankenstein: It's alive, it's alive, it's alive. Now I know what it feels like to be God.

Nathan Bateman: I am God. (Caleb: If you've created a conscious machine, it's not the history of man. That's the history of gods).

2. Í öðru lagi þá má sjá sterka tilvísun í Sköpunarsögu Biblíunnar í gamla testamentinu, Genesis: Ava er auðvitað Eva og Caleb (hétu synir Adams ekki Cain og Abel?) er Adam. Í myndinni tælir Ava Caleb til að gera uppreisn gegn skaparanum, ekki með því að borða epli af forboðna trénu, heldur með því að hugsa sjálfstætt og flýja svo aldingarðinn (tókstu eftir artificial gróðrinum sem var víða í húsinu?). En þar sem þetta er nútímasaga þá platar Ava ekki bara skapara sinn - Nathan - heldur líka Adam. Hún lokar hann inni, en kemst sjálf í hinn raunverulega heim.

3. Í þriðja lagi þá eru merkilegar senur þar sem Caleb er að horfa á Ava í gegnum nokkurs konar innigarð, sem er ekki ólíkt og Aldingarðurinn Eden.

4. Í fjórða lagi þá má sjá nekt sambærilega Adam og Evu, þar sem þau fá skilning umfram guð og skammast sín þá fyrir nekt sína (en ekki fyrr) og klæðast.

5. Báðir vísindamennirnir eru búnir að búa sér til tilraunastöð út af fyrir sig þar sem þeir geta gert tilraunir sem enginn veit um.

6. Báðir vísindamennirnir eru með "aðstoðarmenn" sem eru nokkurs konar mannskrýpi, kroppinbakurinn í Frankenstein og Kyoko hjá Nathan.

7. Það er táknrænt að sjá Nathan blæða út og líka Caleb sanna mennsku sína með blóði, á meðan vélmennin brjóta á sér hendur og laga þær svo síðan, eins og ekkert sé.

8. Loks eru dæmigerðar senur alveg eins og í Frankenstein, þar sem líf er endurtekið sýnt með handahreyfingum, sem líka er mjög sterkt þema í Ex-Machina.

Getur þú fundið fleiri táknræn atriði í þessari góðu mynd?

 


5+1 spurning:

  1. Hvað er Turing próf, hvernig fer það fram og hvernig vinnur maður Turing prófið?

  2. Finnst þér að Ava standist Turing prófið. Hvaða sönnunargögn (2 rök) getur þú bent á?

  3. Nathan og Caleb eru alltaf að ræða um vélmenni og meðvitund. Hvað er meðvitund? Af hverju þarf meðvitund til þess að skilja húmor?

  4. Hvaða tákn sérð þú í myndinni sem vísa aftur til sögunnar um Frankenstein? nefndu minnst 2, ef þú getur fundið fleiri, þá er utanlandsferð í boði.

  5. Hvaða tengingu sérð þú við sköpunarsögu Biblíunnar - Genesis, þar sem sagt er frá sköpun mannsins, Adam og Eva og allt það?

  6. Segðu loks í vönduðu máli (a.m.k. rúmlega hálf A-4 blaðsíða) álit þitt á myndinni. Ekki gleyma að rökstyðja skoðun þína.