Jekyll & Hyde

Bókin: Robert Louis Stevenson. 1886. Hið undarlega mál Jekylls og Hydes

Í því sem hér fylgir skulum við greina þessa merku bók - sem var að koma út í nýrri íslenskri þýðingu - úr frá sálfræðilegu sjónarmiði. Hvaða vísbendingar gefur bókin um geðveilu Jekyll og Hyde?

download.jpg

Allar kaflar bókarinnar

  1. Sagan af dyrunum (7-16): Hér segir frá því þegar Enfield er í gönguferð með vini sínum Utterson og þegar þeir ganga fram hjá ákveðnu húsi og bakdyrnar blasa við þeim, þá segir Enfield vini sínum þá sögu þegar hann sá þar einhvern Hyde, sem rakst á unga stúlku á götuhorni og lamdi hana, eins og óður væri. Enfield segist hafa náð í hnakkadrambið á þessum Hyde, og kemst þá að því að þessi Hyde er með lykil að þessum dyrum - bakdyrum að húsi mjög virts læknis og logfræðings að nafni Henry Jekyll.

  2. Leitin að Hyde (17-29): Hér segir frá því hve forvitinn Utterson verður - eftir þessa frásögn um þennan Hyde - Utterson langar að berja hann augum. Utterson eykur komu sína að dyrunum og dag einn sér hann svo Hyde við dyrnar og reynir að ná tali af honum. Það gengur ekki beint vel, en Utterson er sleginn af óhugnanlegu útliti mannsins.

  3. Jekyll hinn rólegasti (31-34): Hér segir frá því þegar Utterson vill ræða við vin sinn Jekyll um erfðaskrá þess síðarnefnda, þar sem Jekyll eftirlætur Hyde þessum allt, ef Jekyll deyr eða hverfur í þrjá mánuði. Jekyll gerir lítið úr þessu og Utterson - sem er sérlegur lögmaður hans - grunar að Hyde hafi eitthvað á Jekyll og sé að nota það gegn honum með fjárkúgun.

  4. Carew-morðmálið (35-41): Hér segir frá því að ári síðar verður saklaus þjónustustúlka vitni að því að Hyde, sem hún þekkir ekki nema í útliti, mætir eldri manni út á götu og Hyde lemur hann til dauða - án sýnilegs tilefnis - með göngustaf sínum (sem síðar reynist vera göngustafur Jekylls). Hinn myrti reyndist vera virtur þingmaður: Sir Danver Carew lávarður. Utterson yfirheyrir stúlkuna og fær það staðfest að morðinginn er enginn annar en Hyde.

  5. Bréfið dularfulla (43-50): Hér segir frá því þegar Utterson heimsækir vin sinn Jekyll, sem tekur á móti honum bakdyramegin. Utterson sér að Jekyll er fárveikur. Utterson vill ræða morðið á Carew og spyr um tengingu Jekylls við Hyde. Er Jekyll á einhvern hátt tengdur við þetta ódæði? Jekyll fullvissar Utterson um að hann muni aldrei hitta Hyde aftur og að það muni enginn annar gera heldur - en segir Utterson ekki hvernig hann getur verið svo viss um það. Jekyll vill aftur á móti afhenda Utterson póstsent bréf til varðveislu. Það er undirritað af Hyde, sem segist ekkert lengur hafa með Jekyll að gera og muni láta sig hverfa. Utterson er mjög ánægður með þetta fyrir hönd Jekylls, en á leiðinni út spyr hann yfirþjóninn Poole, hver hafi komið með bréfið og Utterson til mikillar furðu, að ekkert slíkt bréf hafi borist þannig. Utterson spyr sig þá: Skrifaði Jekyll sjálfur bréfið?

  6. Lanyon læknir sætir furðu (51-57): Ekkert sést til Hyde eftir morðið, en fleiri sögur um illvirki hans koma fram. Hyde er hrofinn! Jekyll tekur upp fyrra líf, blandar geði við vini sína að nýju og virðist allt annar maður. En þegar Utterson heimsækir vin sinn, Lanyon, þá er hann orðinn mjög veikur, raunar dauðvona. Þeir ræða Jekyll, en þá bregst Lanyon mjög illa við, segist ekki geta sagt Utterson hvers vegna, en skilur þó eftir bréf til Uttersons, sem hann á að lesa að Lanyon látnum. En þegar Utterson opnar innsiglað bréfið þá er annað innsiglað bréf inn í því, sem bannar Utterson að opna það fyrr en Henry Jekyll er líka dáinn! Utterson reynir nú að ná sambandi við Jekyll, en kemur alltaf að lokuðum dyrunum.

  7. Atvikið við gluggann (59-61): Hér segir frá þegar Utterson er á gangi með vini sínum Enfield, enn og aftur við bakdyrnar að húsi Jekylls. Hyde er auðvitað hvergi að sjá, en þeir sjá Jekyll í glugganum og kalla til hans. Jekyll svarar, segist veikur og ekki vilja þá inn til sín. Jekyll leggur til að þeir tali saman, hann í glugganum og þeir niðri, en þegar þeir jánka því, þá lokar Jekyll mjög snögglega glugganum á sama augnabliki og hann virðist breytast. Vinunum er mjög brugðið.

  8. Síðasta kvöldið (63-82): Hér segir frá því þegar yfirþjónn Jekylls kemur óvænt í heimsókn til Uttersons og segir hann verða að koma, það sé eitthvað mikið að húsbónda hans. Lögmaðurinn ákveður að koma með honum, því Poole gefur í skyn að kannski sé Hyde búin að læsa sig inni og hugsanlega drepið Jekyll. Þeir brjóta upp hurðina þegar þeir þykjast heyra rödd Hydes inni fyrir. Þeir heyra veru ganga fram og aftur í læstu herberginu og þeir eru ekki frá því að hún gráti. Loks brjóta þeir upp hurðina, en þeir eru of seinir. Veran liggur í dauðateigjunum á gólfinu, en þeim sýnist þetta ekki vera Jekyll, heldur Edward Hyde.

  9. Frásögn Lanyons (83-94): Hér segir frá því þegar Lanyon fær bréf frá Jekyll, þar sem farið er fram á að Lanyon drífi sig og heimsæki hús Jekylls til þess að opna eina skúffu, þar sem finna má eitthvað dularfullt duft. Lanyon heldur að Jekyll sé genginn af göflunum, en fer með lásasmið og opnar einkaherbergi Jekylls. Því fylgir lítil stílabók þar sem segir frá skömmtum, einföldum og tvöföldum, með dagsetningum sem ná meira en ár aftur í tímann. Lanyon tekur duftið eins og Jekyll biður um og fer með það heim. Þangað kemur ekki Jekyll, heldur Hyde og segist vilja fá efnið. Lanyon getur ekki annað en látið hann fá efnið og sér hann taka það inn. Lanyon sér þá miklar breytingar gerast og getur ekki gert annað en hrópað: Guð minn góður!

  10. Fullnaðarvitnisburður Henrys Jekyll í málinu (95-121): Hér segir Henry Jekyll frá því í smáatriðum sem gerst hefur, frá þeim tíma er hann bjó á tilraunastofu sinni til eitthvað efni, sem gat breytt honum svona mikið. Þetta er allt sagt í bréfaformi, sem lesast skal eftir andlát Jekylls. Þetta er mikil lesning og nauðsynleg fyrir alla þá sem þykjast vilja skilja sálfræðina í þessu máli og hver tengslin eru á milli Jekyll og Hyde.

Allar persónur bókarinnar í þeirri röð sem þær birtast

  1. Gabriel Utterson lögmaður og persónulegur vinur Henry Jekylls (bls. 7).

  2. Richard Enfield, sérlegur vinur Uttersons og þekkir líka Jekyll, þótt hann sé ekki lengur hrifinn af vísindalegu “rugli” hans (sbls. 8).

  3. Henry Jekyll, virtur læknir og lögfræðingur sem býr í fínu hverfi í London (bls. 17.)

  4. Edward Hyde, önnur hlið á persónuleikanum. Býr í Soho hverfinu í London og hefur aðgang (lykil) að bakdyrum að heimili Dr. Henry Jekyll (bls. 15).

  5. Hastie Lanyon læknir. Einn elsti vinur Jekylls. Lanyon fer að forðast Jekyll af sömu ástæðu og Enfield gerði: Það eru rúmlega tíu ár síðan Henry Jekyll varð of skrýtinn í kollinum fyrir mig. Það fór að slá út í fyrir honum (bls. 18-19).

  6. Sir Danvers Carew, þingmaðurinn sem Hyde myrðir í vitna viðurvist (bls. 37).

  7. Poole, yfirþjónn Henry Jekyll, sá sem fer til Uttersons og biður hann um hjálp, því að Hyde er kannski búinn að drepa Jekyll (bls. 27).

  8. Þjónustustúlkan sem varð vitni að morði Hyde á Sir Danwers Carew (bls. 36).

  9. Newcomen, lögreglumaðurinn sem rannsakar morðið á Sir Danvers Carew (37).

  10. Gömul þjónustukona hjá Hyde í Soho húsi hans (bls. 39).

  11. Guest, aðalritari Uttersons, sérlega klár í að greina í sundir ólíkar undirskriftir (bls. 47).

  12. Bradshaw, einn af þjónum Jekylls (bls. 74).

Tákna nöfnin eitthvað?

Margir hafa velt fyrir sér nöfnum bókarinnar og hvort þau tákni eitthvað. Byrjum á Jekyll sjálfum.

  1. Dr. Henry Jekyll: Áður en við gögnum of langt í táknfræðinni má benda á að Jekyll var á þessum tíma og stað (sérstaklega í York- og Linconskíri) frekar algengt nafn (P. H. Reaney. 19xx. A Dictionary of British Surnames). Uppruni orðsins er sagður franskur og Jekyll er dregið af orðinu Ivichelis og merkir þá “bardagi” og “gjafmildur maður.” Báðar þær merkingar eru viðeigandi. Rithöfundurinn Vladimir Nabokov telur orðið aftur á móti komið úr dönsku: Jökulle í merkingunni icicle - á íslensku Jökull (V. Nabokov. 1885. The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Í Fredson Bowers (ritstj.). 1980. Lecures on Literature. Hew York: Harcourt Brace jovanovic, bls. 179-205).

  2. Edward Hyde: Fyrrnefndur Reany telur að hide sé mælieining fyrir land. Augljósar og meira upplýsandi merkingar orðsins eru margar. Í fyrsta lagi vísar orðið beint til Hyde park, sem er ekki langt fá þeim stað þar sem Jekyll býr. Í öðru lagi þá vísar orðið með einföldu (e. hide). T.d. segir Utterson (þegar hann fer að forvitnast um Hyde eftir frásagnir Lanyons af honum) á einum stað í bókinni: If he be Mr. Hyde, … I shall be Mr. Seek. Þetta kemur ekki vel fram í íslensku þýðingunni: “Ekki er svo fólgið að ei verði fundið,” (bls. 22). Í þriðja lagi þá vísar orðið til hyde í merkingunni feldur (undir feldi, eða að fela sig). í fjórða lagi þá bendir fyrrnefndur Nabokov aftur til dönsku, en þar þýðir hide höfn eða himnaríki. Sérkennileg tilviljun er líka það eftir að Stevenson flutti til Hawaii, þá réðst maður nokkur tilefnislaust á starfandi prest, sem Stevenson hélt mikið upp á. Stevenson skrifaði þá opið bréf prestinum til varnar, en árásarmaðurinn hét einmitt C. M. Hyde og ekki nóg með það, hann var læknir að mennt.

Doktor Henry Jekyll, læknir og lögfræðingur

Herra Jekyll er virtur og vellaugðugur maður í London árið 18-eitthvað (Stevenson skrifar öll ártöl bókarinnar svona: 18—). Jekyll er ekki kvæntur og nánast engar konur koma fyrir í allri bókinni. T.d. engin kærasta, sem þó eru settar inn í nær allar (og þær eru margar) kvikmyndaútgáfur af sögunni - og spila þar oftast stóra rullu. Jekyll er bæði lögfræðingur og læknir, sem stundar dularfullar tilraunir í kjallara hússins sem hann á í London. Þar er hann með helling af þjónustufólki, en við kynnumst aðeins einum þeirra: yfirþjóninum Poole.

6 (7) helstu persónur bókarinnar.

6 (7) helstu persónur bókarinnar.

Ágætis yfirlit helstu persóna bókarinnar og hvert hlutverk þeirra er.

Ágætis yfirlit helstu persóna bókarinnar og hvert hlutverk þeirra er.

Viðbótarpersónur

Óþarfi er að greina nánar fleiri persónur, því þær koma lítið fyrir. Hér nægir að nefna þær:

8. Herra Guest, undirmaður Uttersons lögfræðings, sem svo heppilega vill til að er góður í að lesa undirskrift - og sér lítinn sem engan mun á skrift Jekylls og Hydes.

9. Ónefnd þjónustukona Hyde, sú sem Utterson og Newcomen lögregluþjónn talar við þegar þeir brjótast inn í íbúð Hydes í Soho eftir morðið á Carew þingmanni.

10. Önnur ónefnd kona, líka þjónustukona, sú sem varð vitni að morði Hyde á Carew þingmanni.

Takið sérstaklega eftir því hve konur almennt gegna litlu hlutverki í þessari skáldsögu.

CHARACTER-DIAGRAM.jpg

Erfðaskráin

Erfðaskrá Jekylls læknis og lögmanns var í vörslu lögfræðinsins og vinar: Utterson. Þar segir að: Skyldu allar eigur hans falla til vinar hans og velgjörðamanns Edwards Hyde (bls. 17). Og því bætt við að ef: Brotthvarf eða óútskýrða fjarveru Jekylls í meira en þrjá almanaksmánuði … Hyde feta í fótspor Henry Jekyll (bls.. 18).

Utterson var ekki hrifinn af þessari erfðaskrá, sérstaklega eftir að hann frétti af Hyde. Hann segir: Ég hélt að þetta væri geðveiki … og nú fer ég að óttast að þetta sé svívirða (bls. 18).

Hvernig leit Hyde út?

  1. Enfield: Lágvaxinn maður … rakst á 8-10 ára stúlku á götuhorni … tróð sallarólegur á barninu … viðurstyggilegt ásýndar … andskotans vítisvél (bls. 11).

  2. Enfield: Ég hafði fyllst andúð á manninum við fyrstu sýn … í hvert sinn sem læknirinn (sem leið eins og Enfield) leit á fanga minn (Enfield og læknir þessi höfðu stöðvað Hyde þegar hann óð yfir stúlkuna) sá ég að hann hvítnaði í framan að lögun til að drepa hann (þ.e. bæði Enfield og þessi læknir fylltust löngun til að drepa Hyde, þegar þeir sáu hann fyrst!) (bls. 11).

  3. Enfield: Og þarna stóð maðurinn í honum (hring: Hyde var umkringdur af fólki sem hneykslaðist á ofbeldi hans gagnvart stúlkunni) miðjum, ískyggilega kaldur og sposkur á svipinn - að vísu hræddur líka, það sá ég - en bar það vel … eiginlega eins og Satan sjálfur (bls. 12).

  4. Enfield: Reglulegt úrþvætti (13).

  5. Enfield: Það er ekki auðvelt að lýsa honum. Eitthvað er bogið við útlit hans, eitthvað ógeðfellt, eitthvað beinlínis viðbjóðslegt. Ég hef aldrei séð mann sem mér féll jafnilla við, og samt veit ég varla hvers vegna. Hann hlýtur að vera afskræmdur einhversstaðar, hann ber sterklega með sér einhvers konar vansköpun, enda þótt ég geti ekki bent nákvæmlega á hana. Hann er óvengjulegur í útliti og samt get ég ekki nefnt neitt sérstakt sem er afbrigðilegt (bls. 15).

  6. Utterson: Þessi vítisvél í mannsmynd tróð barnið undir (bls. 21).

  7. Eftir að Utterson heyrði þessa sögu af ofbeldi Hydes gagnvart stúlkunni þá varð hann forvitinn og vildi endilega vita hvernig Hyde þessi liti út (bls. 22). Hann fór endurtekið að bakdyrunum þar sem Enfield hafði fyrst séð Hyde og sá loks Hyde. Utterson lýsir honum svona: Hann var lágvaxinn, ákaflega hversdagslega klæddur og meira að segja í þessari fjarlægð kom útlit hans á einhvern hátt sérlega illa við áhorfandann (bls. 23).

  8. Utterson kynnti sig og vildi sjá andlit hans. Hyde vildi helst ekki tala við hann, en þegar Utterson sagði þá eiga sameiginlegan vin: Jekyll, þá gaf Hyde upp heimilisfang sitt í Soho (bls. 25). Síðan rak hann: Upp villimannslegan hlátur. Og andartaki síðar lauk hann í mikilli skyndingu upp dyrunum og hvarf inn í húsið (bls. 25).

  9. Þegar Hyde var horfinn lýsti Utterson útliti hans svona: Hyde var fölur og smávaxinn. Hann leit út eins og hann væri vanskaðaður án þess hægt væri að nefna nein líkamslýti. Hann brosti andstyggilega. Framkoma hans við lögmanninn einkenndist í senn af varfærni og dirfsku. Og hann talaði hásri, hvíslandi og hálfbrostinni röddu. Allt mælti þetta gegn honum, en skýrði þó ekki þá ókennilegu óbeit, andstyggð og hræðslu sem Utterson fann til við að horfa á hann (bls. 26).

  10. Utterson heldur áfram og bætir þessari athygsliverðu lýsingu við, að maðurinn sé: Varla mennskur! Eins og hann líkist fremur hellisbúa! eða gæti það verið gamla sagan um Fell lækni eða er það einber útgeislun illrar sálar sem þannig streymir um og afskræmir líkamshulstur sitt? Já, það held ég helst, ó minn veslings gamli Henry Jekyll, því að hafi ég nokkurn tíma lesið fangamark Satans á andliti, þá var það á þessum nýja vini þínum! (bls. 26).

  11. Að lokum má geta þess að í fyrri útgáfum handritsins - áður en bókin er gefin út - þá er vitað að Stevenson lýsir viðurstyggilegri hegðun Hydes aðeins nánar. Hann segir á einum stað: xxx (xxx, bls. x í xxx).

  12. Einnig segir Stevenson í bréfi, þar sem hann er að svara ritdómi bókar sinnar, að: zzz (xxx, bls. x í xxx).

Lýsingin á slæmri hegðun Hydes

Stevenson segir aldrei nákvæmlega hvað það var sem Jekyll gerði slæmt sem Hyde, fyrir utan þessi 2 tilvik þar sem hann annars vegar beytir stúllku ofbeldi bara af því að hún rakst í hann á gangstétt og hins vegar morðið á Carew lávarði. Hegðun Hyde er annars oft lýst, en bara með þessum almennu orðum:

  1. Fyrsta lýsingin er svona: Lágvaxinn maður sem þrammaði allgreitt í austurátt og hin á að giska átta eða tíu ára gömul stúlka sem hljóp eins hratt og hún gat eftir hliðargötu. Nema hvað, þau hlupu einfaldlega í fasið hvort á öðru á horninu. Og þá koma að hryllingnum í þessu öllu saman, því að maðurinn tróð barnið undir sallarólegur og skildi það eftir æpandi á jörðinni. Þetta er kannski ekki merkilegt áheyrnar, en það var viðurstyggilegt ásýndar. Þetta var ekki eins og maður, þetta var eins og eivher andskotans vítisvél - (á ensku “Juggernaut” í merkingunni þungur og óstöðvandi kraftur) (bls. 10-11).

  2. Þjónustustúlkan sem varð vitni að morðinu á Carew lýsir atvikinu svona. Hyde, segir hún: Hélt á þungum staf sem hann rjálaði við. En ekki svaraði hann einu orði (af því sem Carew var að segja við hann) og virtist hlusta af hamslausu óþoli. Og skyndilega gaus upp í honum bræðin, hann stappaði niður fótunum, sveiflaði stafnum og lét (að sögn þjónustustúlkunnar) eins og brjálæðingur. Gamli maðurinn hörfaði eitt skref aftur á bak eins og hann væri steinhissa og ögn móðgaður og þá missti Hyde alveg stjórn á sér og lamdi hann í götuna. Og því næst trampaði hann á fórnarlambi sínu af dýrslegri heift og lét höggin dynja á honum svo að heyra mátti bein brotna og líkaminn lamdist við götuna (bls. 36).

Hvaða geðröskun er Stevenson að lýsa?

Það er ekki auðvelt - sérstaklega þegar þess er gætt að Stevenson segir aldrei nákvæmlega hvað það var sem Hyde er að gera af sér, sem að hann sem Jekyll þykir svo hneykslanlegt. Þó má draga ýmsar ályktanir. Þessar eru helstar:

  1. Einfaldasta kenningin er sú að Jekyll hafi verið dópisti - (virkur fíkniefnaneytandi). Þetta liggur beint við, þar sem að Jekyll er jú að búa til lyf, sem hann tekur svo inn.

  2. Önnur og sambærileg kenning er alkóhólismi. Siðprúður lögfræðingur og læknir sem drekkur með yfirstéttarvinum sínum sherry, fer síðan á kvöldin á blindafyllerí og skandaliserar þar sem herra Hyde. Það sem styður þessa kenningu er sú vísbending komin frá sögubókum að Stevenson sjálfur hafi verið alkóhólisti.

  3. Kannski er þessi “geðveiki” sem sést í þessum tvöfalda karakter ekki annað en tvöfeldni þess sem lifir á yfirborðinu siðprúðu lífi - að vera tvöfaldur í roðinu, en á sér svo aðra hlið, sem almenningur veit ekki um. Það kemur allavega fram víða í bókinni að Jekyll er mjög umhugað um álit samborgara sinna, sérstaklega yfirstéttarinnar á honum.

  4. Túlkun sem er tengd þessu og tengist kannski þeirri staðreynd að bókin er öll um karlmenn á Viktoríutímabilinu er að Stevenson sé að lýsa samkynhneigð, sem á þessum tíma var flokkuð sem geðsjúkdómur og raunar glæpur líka.

  5. Alvarlegri kenning er Geðklofi (eitthvað afbrigði Geðklofarófsröskunar), að Jekyll læknir sé ekki tveir persónuleikar, heldur miklu frekar að hann heyri raddir og upplifi sig sem tvær aðskildar persónur.

  6. Sambærileg túlkun er Rofinn persónuleiki, sem í dag heitir Hugrofssjálfsmyndarröskun. Í slíkum tilvikum er oftast um fleiri en tvo persónuleika að ræða, en kannski eru þeir í myndun, nema hvað í þessu tilviki þá náði röskunin ekki að þróast lengra.

  7. Geðhvarfasýki, líka kallað Tvíhverflyndi kemur líka til greina. Þá upplifir viðkomandi til skiptis tvö tímabil, annars vegar þunglyndis- og hins vegar geðhæðartímabil og er svo eðlilegur inn á milli.

  8. Siðblinda er líka möguleg, því það eru einmitt oft persónuleikar sem lifa algerlega tvenns konar lífi, þar sem önnur birtingarmyndin er með öllu jákvæð, en viðkomandi á sér aðra og mun dekkri hlið, sem kemur einstaka sinnum fram. Ted Bundy, Jeffrey Dahmer og Dennis Rader koma strax í hugann.

  9. Tengt þessu, en ekki alveg það sama er sadismi, það Kynfrávik að hafa unun af því að niðurlægja aðra, pynta og jafnvel drepa.