Se7en

Se7en (Seven).

Titill: Se7en.

Se7en kápan.

Se7en kápan.

 

Útgáfuár: 1995.

 

Útgáfufyrirtæki: New Line Cinema.

 

Dreyfingaraðili: New Line Cinema.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Arnold Kopelson & Phyllis Carlyle.

 

Lengd: 2:07 mín.

 

 Stjörnur: 8,6* (Imdb) og 8,0 + 9,5* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: David Fincher.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Alien 3 (1992), Se7en (1995), The Game (1997), Fight Club (1999), Panic Room (2002), Zodiac (2007), The Curious Case of Benjamin Button (2008), The Social Network (2010), The Girl with the Dragon Tattoo (2011), Gone Girl (2014), Hitchcock / Truffaut (2015), World War Z 2 (2019). Fincher hefur á seinustu árum snúið sér meira að leikstjórn sjónvarpsþátta og þeir eru ekki af verri gerðinni: House of Cards (frá 2013- ) og Mindhunter (frá 2017- ).

 

Handrit: Andrew Kevin Walker.

 

Tónlist: Howard Shore.

 

Kvikmyndataka: Darius Khondji.

 

Klipping: Richard Francis-Bruce.

 

Kostnaður / tekjur: 33.000.000$ / 327.300.00$ = Nærri 300.000.000$ í plús!.

 

Slagorð: He is two murders away from completing his masterpiece.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Se7en trailer.

 

Flokkun: Neo-noir drama.


LEIKARAR HLUTVERK:

David Mills, rannsóknarlögreglumaður.

Brad Pitt = David Mills, ungur rannsóknarlögreglumaður nýbyrjaður á þessari morðdeild eftir 5 ára starf í lögreglunni.

 

Morgan Freeman = William Somerset, eldri rannsóknarlögreglumaðurinn - sjö (7!) daga frá eftirlaunum!

 

image.png

Kevin Spacey = Nafnlausi morðinginn, kallaður John Doe. Mikil leynd var yfir framlagi hans til myndarinnar, hann kemur ekki einu sinni fyrir í trailernum. Spacey er heldur ekki nefndur í upphafi myndarinnar með hinum leikurunum. Það er kannski íronískt að nú er hann persona non grata af öðrum ástæðum.

 

Gwyneth Paltrow = Tracy Mills, eiginkona David Mills. Ekki ánægð með lífið í nýju borginni.

 

Lögreglustórinn.

R. Lee Ermey = Lögreglustjórinn.

 

John C. McGinley = Leiðtogi SWAT liðsins (víkingasveitarinnar).

 

Richard Roundtree = Martin Talbot, saksóknarinn.

 

Richard Schiff = Mark Swarr.

 

Julie Araskog = Frú Gould.

 

Mark Boone Junior = "Greasy" FBI maðurinn.

 

John Cassini = Davis lögreglumaður.

 

Reg E. Cathney = Krufningarmaðurinn.

 

Peter Crombie = Dr. O'Neill.

 

Hawthorne James = George.

 

Michael Massee = Maðurinn á nuddstofunni.

 

Leland Orser = Brjálaður maður á nuddstofunni.

 

Richard Portnow = Dr. Beardsley.

 

Daniel Zacapa = Talyor rannsóknarlögreglumaður.

 

Alfonso Freeman = Fingrafara tæknimaðurinn. Athyglisvert er að Alfonso er sonur aðalleikarans, Morgan Freeman. Hann lék einnig tveimur frægum myndum föðursins, The Shawshank Redemption (1994) og The Bucket List (2007).

 

Harris Savides = 911 starfsmaðurinn.

 

Andrew Kevin Walker = Dauði maðurinn, eða þannig.

 

Richard Arquette = Sendillinn, í lokaatriði myndarinnar.


MÍNÚTURNAR:

0:01 = William Somerset (Morgan Freeman) er á leiðinni í vinnuna, hann á aðeins viku, þ.e. 7 (sjö!) daga í eftirlaun, orðinn nokkuð þreyttur. Hann hittir alveg nýjan - óþreyttan - starfsmann, David Mills (Brad Pitt) sem ólmur vill vinna á þessari morðdeild, með 5 ára reynslu annars staðar.

0:05 = Textinn (allir leikarar nefndir nema Kevin Spacey - af hverju ekki?).

 

DAGUR 1: MÁNUDAGUR

 

0:07 = Mills fer á fætur og síminn hringir. Mills svarar mjög snöggt: nýtt morð. Mills kveður konu sína, sem spyr hvort þau hafi ekki verið að flytja til að hafa það rólegra.

0:08 = Somerset og Mills fara á morðstaðinn, mjög feitur maður virðist hafa fengið hjartaáfall, en fljótlega sjá þeir að maðurinn er hlekkjaður við eldhúsborðið.

Dauðasynd nr. x: Gluttony: Græðgi.

Dauðasynd nr. 1: GLUTTONY: (Matar)græðgi.

 

0:10 = Somerset sendir Mills út til að spyrja nágrannana. Mills móðgast við þetta og telur Somerset niðurlægja sig. Þetta er starf fyrir undirmenn, ekki rannsóknarlögreglumann eins og hann.

0:11 = Seinna finnur Somerset (eldri lögreglumaðurinn) bak við ískápinn skrifað á blað: GLUTTONY: Matargræðgi.

0:12 = Krufningarlæknirinn segir að fórnarlambið hafi étið yfir sig. Morðinginn með byssu stóð yfir honum í 12 tíma og þvingaði hann til að éta, sem sagt þvingað ofát. Lét hann svo æla í fötu á milli. Þegar feiti maðurinn missti loks meðvitund, sparkaði morðinginn í fullan magann á honum og sprengdi hann. Daginn eftir finna þeir litlar plastræmur sem sá feiti var þvingaður til að borða.

 

DAGUR 2: ÞRIÐJUDAGUR

 

0:15 = Mills mætir á staðinn þar sem búið er að drepa þekktan - alræmdan - lögfræðing, sem sérhæfði sig í að verja glæpamenn. Þegar Mills mætir þá sér hann skrifað með blóði: GREED á gólfið. Somerset mætir í vinnuna og yfirmaður hans - lögreglustjórinn (R. Lee Ermey) stríðir honum um eftirlaunin. Hann gaukar að Somerset plastræmunum, því hann veit að þá mun Somerset vilja skoða málið betur. Somerset fer aftur inn í eldhúsið og finnur á gólfinu hjá ísskápnum skrapað gólfið fyrir flísar. Somerset finnur svo á bak við ísskapinn orðið GLUTTONY og lítinn miða sem segir "Löng er sú leið ... upp til ljóssins." Somerset er fljótur að átta sig á höfundinum: Milton úr Paradise lost.

John Milton (1608-1674) er enskt stórskáld sem gaf út ljóðabókina Paradísarmissi árið 1667. Sjö (!) árum seinna endurgaf hann bókina út og fjölgaði köflunum úr 10 í 12 (líklega í anda Vigils úr stórvirki hans, Aneasarkviða (Anead) - sem aftur á móti hermir á eftir kviðum Hómers). Ljóðabók Miltons fjallar um samband Guðs og manna.

image.png

Dauðasynd nr. 2: GREED: Græðgi/Ágirnd.

 

0:16 = Mills mætir í vinnuna mjög reiður, þar sem hann var tekinn af málinu. Búið er að fremja morð nr. 2 og skrifa með blóði GREED - græðgi/ágirnd - á gólfið.

0:25 = Somerset fer á bókasafnið og byrjar að lesa Milton og Dante, þar sem svo virðist sem að morðinginn sé að drepa í anda Dauðasyndanna 7. Hann skilur ekki næturverðina á bókasafninu, þeir hafa allar þessar bækur fyrir framan sig, en spila svo bara póker! Somerset leitar að miðaldabókum sem vísa til höfuðsyndanna 7. Milton, Geoffrey Chaucer (The Canterbury Tales) og loks Dante. Dante virðist passa best.

Dauðasyndirnar 7.

Dauðasyndirnar 7.

 

0:30 = Tracy Mills (Gwyneth Paltrow) hringir á rannsóknardeildina og biður Mills að láta Somerset fá símann. Hún býður honum í kvöldmat.

0:32 = Somerset kemur í kvöldmat til Mills hjónanna.

0:35 = Tracy spyr Somerset af hverju hann sé ekki giftur, Somerset spyr á móti hvernig þeim líki borgin. Í miðri samræðu byrjar öll íbúðin að hristast, Somerset léttir á augnablikinu með góðum hlátri. Seinna um kvöldið fara þeir að vinna að málinu saman. Þeir komast að því að morðin virðast eiga að kenna okkur rétta hegðun, rétt eins og Dauðasyndirnar 7 áttu að hræða fólk til réttrar breytni. En Mills bendir á að morðin komi ekki í réttri röð, SLOTH - leti - átti að koma fyrst.

0:37 = Eftir matinn fara Mills og Somerset að tala saman um málið. Þeir skiptast á myndum og vitna meðal annars í Shakespeare: Kaupmaðurinn í Feneyjum: One pound of flesh ...

Einföld en skemmtileg útskýring á orðatiltæki Shakespeare: "A pound of flesh."

 

DAGUR 3: MIÐVIKUDAGUR

 

0:42 = Somerset og Mills yfirheyra eiginkonu myrta lögfræðingsins og spyrja hana hvort að ljósmyndir af heimilinu sýni eitthvað öðru vísi en venjulega. Hún bendir á að eitt málverk sé á hvolfi. Þeir skoða málverkið, en finna ekkert. Somerset gefst ekki upp, hann finnur fingraför á bak við málverkið, fingraför sem segja: HELP ME. Þeir setja fingraförin í leitartækin og bíða. Þeir sofna á ganginum.

 

DAGUR 4: FIMMTUDAGUR

 

0:45 = Yfirmaður Somerset og Mills vekur þá og segir að fingrafaraleitin hafi skilað nafni. Allt fer í gang, einhver Victor (heitir í raun: Theodore Allen), geðsjúkur dópisti með sakaskrá. Somerset finnst þetta ólíklegur morðingi. Í bílnum á leiðinni ræða Mills og Somerset um hvort þeir hafi notað byssu í vinnunni, skotið einhvern. Þeir eru með litla reynslu.

0:49 = SWAT liðið brýst inn í íbúðina og finna þennan Victor. Hann liggur - að því er virðist -  löngu dauður í rúmi sínu. Þeir rífast um það hvort þeir eigi að hringja á sjúkrabíl eða líkbíl, en þegar þeir skoða líkið nánar þá virðist hann hafa legið þarna í nákvæmlega 1 ár! Þeir skoða "líkið" nánar, en þá hreyfist það!

Dauðasynd nr. 3: SLOTH = Leti.

 

0:52 = Þegar Mills og Somerset standa fyrir utan íbúð þriðja fórnarlambsins, kemur blaðamaður (?) og tekur ljósmynd af Mills. Mills brjálast og rekur hann í burtu. Hver var þetta eiginlega og hvernig komast blaðamenn svona fjótt að því hvar morð hafa verið framin? Tókstu eftir því hver þetta var?

0:54 = Tracy hringir - ekki í manninn sinn - heldur í Somerset, sem skilur ekki af hverju hún er að hringja í hann. Henni leiðist, hún þekkir engan, þarf að tala við einhvern.

 

DAGUR 5: FÖSTUDAGUR

 

0:55 = Somerset hittir Tracy á kaffihúsi. Þau ræða saman, hann segir henni frá spurningunni hvort maður eigi að ala upp börn í svona vondu samfélagi. Hann segist sjá eftir því á hverjum degi að hafa ekki gert það. Tracy tilkynnir honum að hún sé ólétt. Hún segir Somerset fréttirnar, en ekki manni sínum (ekki strax, allavega).

1:00 = Somerset og Mills bíða eftir næsta morði og ræða saman. Mills segir morðingjann geðveikan, en Somerset segir hann aftur á móti nákvæman og menntaðan. Mjög mikilvæg umræða. Hvenær er hryllilegur morðingi geðveikur og hvenær ekki? Öðru vísi orðað, hlýtur slíkur maður að vera geðveikur - eða er geðveiki eitthvað allt annað? Mills telur svo vera, en Somerset ekki. Hugsaðu t.d. um það hve mikið "vit" hann þarf að hafa til að halda manni "lifandi" í rúmi í heilt ár! Ha, segir Mills: Líklega með bókasafnskort, segir hann! Já bókasafnskort.

1:04 = Somerset kemst með krókaleiðum að því að morðinginn er með bókasafnskort. Takið eftir því að Somerset og Mills "brjóta lög" til skiptis. FBI safnar listum yfir þá sem taka út bækur, en getur ekki notað það beint. Þeir fara heim til bókakortseigandans, en hann er ekki heima, en þegar þeir banka þá kemur hann aftan að þeim eftir ganginum og hefur skothríð á þá.

1:06 = Mikill eltingaleikur, sem endar með því að Mills nær morðingjanum - næstum því. Mills tapar þó byssu sinni og morðinginn miðar á hausinn á honum, en ákveður sleppa honum. Ekki hluti af Dauðasyndunum? Morðinginn sleppur.

1:13 = Lögreglumennirnir tveir fara aftur upp í íbúðina. Somerset vill ekki brjótast inn, þar sem þeir eru ekki með leitarheimild. Mills er særður og of æstur til að bíða eftir því. Nú er það Mills sem "brýtur lög." Hann sparkar upp hurðina og lætur svo vændiskonu ljúga í lögguna til að gefa þeim það sem kallað er probable cause. Ekki beinlínis löglegt, en ef hann hefði ekki haft probable cause, þá væru öll gögn sem þeir finna í íbúðinni óhæf sem sönnunargögn.

1:15 = Íbúðin er full af alls konar drasli, þeir finna m.a. myndir af Mills sem sanna að morðinginn var blaðamaðurinn sem Mills rak í burtu frá vettvangi daginn áður. Á meðan Mills skoðar íbúðina les Somerset af handahófi úr stílabókum morðingjans. Þær fjalla um hve heimskar og löðurmannlegar mannverur almennt séu og að það þurfi að kenna þeim rétta hegðun.

1:18 = Allt í einu byrjar sími að hringja, Mills nær að finna hann í ruslinu. Það er morðinginn sem vill bara óska lögreglumönnunum tveimur til hamingju með að finna íbúðina. Svo leggur hann á.

 

DAGUR 6: LAUGARDAGUR

 

1:19 = Lögreglumennirnir finna ljósmynd af vændiskonu og geta rakið kvittun til manns sem gerði tækið óhugnanlega, sem myndin að neðan sýnir.

Höfuðsynd 4: LUST: Losti.

 

1:20 = Lögreglumennirnir eru kallaðir á skemmtistað. Þeir yfirheyra mann sem er gjörsamlega á taugum og eiganda staðarins. Sá taugaveiklaði segir svo frá að morðinginn hafi bundið hníf á hann og þvingað hann til að hafa þannig mök við vændiskonu. Sá taugaveiklaði segir morðingjann hafa beint að sér byssu allan tímann á meðan vændiskonunni blæddi til dauða.

1:25 = Lögreglumennirnir rífast á bar eftirá - enda í áfalli vegna málsins. Samræðan er athyglisverð og lýsir ólíku sjónarmiði þeirra. Mills er orðinn sammála að morðinginn sé ekki algerlega geðveikur, hann vilji frekar kenna okkur. Somerset setur fram þá kenningu að auðvelt sé að fremja Dauðasyndirnar 7, auðvelt að vera gráðugur, latur..., en Mills er ósammála því. Hann telur að hið góða í heiminum muni sigra.

 

DAGUR 6: SUNNUDAGUR

 

1:26 = Morðinginn hringir í lögregluna, segist hafa gert það aftur. Lögreglumennirnir mæta á staðinn. Þar sjá þeir konu sem fékk val um að taka svefntöflur og deyja eða lifa áfram, en vera ekki lengur ung og fallleg, heldur afskræmd í framan eftir morðingjann. Hún velur fyrri kostinn.

Dauðasynd nr. 5: PRIDE: Stolt.

 

1:27 = Nýjasta morðið er PRIDE = Stolt. Kona er skorin og afmynduð í framan og stolt kemur í veg fyrir að hún vilji lifa áfram.

John Doe gefur sig fram eftir 5 morð. Hvað með dauðasyndirnar 2 sem eftir eru: Öfund og Heifarreiði?

John Doe gefur sig fram eftir 5 morð. Hvað með dauðasyndirnar 2 sem eftir eru: Öfund og Heifarreiði?

 

1:29 = Þegar þeir labba inn á lögreglustoðina þá kemur alblóðugur maður inn og gefur sig fram. Þeir finna strax að hann er ekki með fingaför, þeir vita bara að hann er ríkur, vel menntaður og totally insane.

1:30 = Lögreglumennirnir tveir skilja ekkert í þessu af því að 2 morð - 2 Dauðasyndir eru eftir. Morðinginn biður um lögfræðing, sem tilkynnir þeim að 2 fórnarlömb séu eftir - sem eru látnir. Hann vill að lögreglumennirnir 2 komi með sér og finni þau. Ef þeir geri það muni hann strax játa á sig öll morðin og ekki fara fram á geðveikivörnina. Þeir ákveða að gera það, enda verður fullt af lögreglumönnum með í ferðinni.

1:35 = Þeir leggja af stað í bíl og þyrlur fylgjast með þeim. Í bílferðinni þá spyrja lögreglumennirnir "John" eða það kalla þeir hann, "John Doe," hver hann sé. John Doe segist ekki vera merkilegur, alls ekki. En verk hans eru það. When it is finished it will be ... it is really gonna be something. People will not comprehend it, but they cannot deny it.

Mills segir láttu mig vita þegar þetta gerist, þá brosir John Doe og segir: Don't worry, you won't - you won't miss it - you won't miss a thing. Hvað meinar hann eiginlega?

When a person is insane…

 

Mills spyr hvort að maður svo augljóslega geðveikur viti að hann sé geðveikur. John: It is more comfortable for you to label me insane ... The fact is that I was chosen. Somerset: En er það samt ekki rétt að þú hefur ánægju af þessu? John Doe svarar því að hann hafi ekki meiri ánægju af því sem hann hefur gert heldur en hverju öðru. Hann heldur áfram og segir fórnarlömbin sek í þessari merkingu:

 

  1. Mánudagur. Ofát: Feitur maður: A man so fat that you would make fun of him on the street.

  2. Þriðjudagur. Græðgi: Lögfræðingur sem gerði ekki annað en að ljúga: Making money by lying for a living.

  3. Fimmtudagur. Leti: Viktor eiturlyfjasali og fýkill: A drug dealer.

  4. Laugardagur. Losti: Vændiskona: A disease spreading hore.A woman so ugly on the inside, but…

  5. Sunnudagsmorgunn. Stolt: Falleg kona: A woman so ugly on the inside, but…

  6. Sunnudagskvöld. Öfund: John Doe öfundar Mills af lífi hans og eiginkonu.

  7. Sunnudagskvöld. Heiftarreiði: Mills er svo reiður að hann heldur ekki aftur af sér og drepur John Doe.

 

Mikilmennskubrjálæði, segir Mills. John Doe segir að Mills eigi eftir að verða frægur út af þessu máli. Hvað meinar hann? We tolerate it because it is common. Well not anymore. I have set an example. What I have done is now gonna be ... and studied and followed forever.

Somerset segir lítið en hugsar þeim mun meira. Hann grunar greinilega eitthvað, en skilur ekki enn hvað er á seiði.

Svo virðist sem að John Doe sé sérstaklega að æsa Mills upp. Hvers vegna?

1:45 = Þeir keyra út úr borginni og Jon Doe segir þeim að keyra að rafmagnsstaurum þar sem ekkert virðist um að vera. Þeir fara úr bílnum.

1:46 = John Doe spyr Somerset hvað klukkan sé. Somerset segir að hún sé 7:00. It's close, segir John Doe þá. Strax á eftir sjá þeir sendiferðarbíl koma í áttina að þeim. Somerset hleypur að bílnum og stoppar hann. Sendillinn (Richard Arquette) segir honum að hann sé bara að koma með pakka handa einhverjum David Mills rannsóknarlögreglumanni. Á meðan stendur Mills yfir John Doe og beinir að honum byssunni.

1:50 = Somerset lætur sendilinn hlaupa í burtu og opnar svo kassann. Á meðan stendur Mills afsíðis og miðar á John Doe. Mills vill fá að vita hvað er í kassanum, en John Doe segist bera mikla virðingu fyrir Mills.

Dauðasynd nr. 6: Envy: Öfund.

Dauðasynd nr. 6: ENVY: Öfund.

 

1:52 = Somerset opnar kassann og þá er honum allt ljóst. Hann hleypur eins og hann getur að Mills og John Doe og kallar í sífellu til Mills að láta frá sér byssuna. John Doe segist öfunda Mills fyrir líf hans og konu, sem hafi meira að segja verið ólétt. Þetta vissi Mills greinilega ekki.

1:55 = Eina höfuðsyndin sem eftir er er WRATH = Heiftarreiði. Somerset segir: Ef þú drepur John Doe, þá vinnur hann. Hvað gerir Mills?

image.png

Dauðasynd 7: WRATH: Heiftarreiði.

 

The world is a great place and worth fighting for.

2:00 = THE END.


 

Dauðasyndirnar sjö

Eftirfarandi höfuðrit eru nefnd:

Dante Alighieri (Flórens á Ítalíu, 1265-1321): Hinn guðdómlegi gleðileikur (La Divina Commedia).

Dante Alighieri (1265-1321) er upphóf tungumálið ítölsku með því að aðgreina það frá latínu með skrifum sínum, sérstaklega Hinum guðdómlega gleðileik (Divine Comedy). Það er þrískipt verk, í Inferno = Helvíti (Hell), Purgatory = Hreinsunareldinn (Pu…

Dante Alighieri (1265-1321) er upphóf tungumálið ítölsku með því að aðgreina það frá latínu með skrifum sínum, sérstaklega Hinum guðdómlega gleðileik (Divine Comedy). Það er þrískipt verk, í Inferno = Helvíti (Hell), Purgatory = Hreinsunareldinn (Purgatory) og Paradiso = Himnaríki (Heaven). Dante er oft kallaður faðir ítölsku og hann hefur einnig haft gríðarleg áhrif á kristni og alla list. Til vinstri má má sjöskipta (7!) leið hans upp í gengum hreinsunareldinn inn í himnaríki. Þó er bók hans um Helvíti mest lesin!

 

John Milton (London, England, 1608-1674): Paradísarmissir (Paradise Lost).

Paradísarmissir eftir John Milton (1608-1674) segir frá brottrekstri Adams og Evu úr himnaríki. Sagan hefst er Djöfullinn er að jafna sig á ósigri og brottrekstri úr himnaríki - hinn fallni engill. Hann fer til Helvítis þar sem synir hans, Synd og D…

Paradísarmissir eftir John Milton (1608-1674) segir frá brottrekstri Adams og Evu úr himnaríki. Sagan hefst er Djöfullinn er að jafna sig á ósigri og brottrekstri úr himnaríki - hinn fallni engill. Hann fer til Helvítis þar sem synir hans, Synd og Dauði, opna fyrir honum. Djöfullinn heyrir svo Adam og Evu í aldingarðinum Eden og hann - í formi snáks - tælir, fyrst Evu, og svo Adam til að borða epli af forboðna trénu. Eins og sést á myndinni fyrir ofan, þá ákveður guð í framhaldi af því að reka þau úr aldingarðinum.

Það rit sem myndin byggir helst á er Gleðileikur Dantes. Þar er Dauðasyndunum lýst á mjög grafískan máta og hverri synd er lýst í smáatriðum þannig að refsingin í helvíti sé sem réttust miðað við höfuðsyndina. Tilgangurinn með þessari lýsingu er að láta almenning fá að vita hvað muni gerast ef hann hagar sér ekki vel. Kynning á Dauðasyndunum er til að kenna okkur rétt og dyggðugt líferni. Í raun hræðsluáróður.

 

Biblían telur ekki beinlínis upp sjö syndir og hvergi er þar talað um 7 dauðasyndir. Seinni tíma menn, hafa sett þær fram á grundvelli kristninnar. Hinar 7 kristnu höfuðsyndir, eða Dauðasyndirnar 7 eru eftirtaldar (þótt íslenskan á þeim sé mjög mismunandi):

  1. Hroki / Dramb (Pride).

  2. Öfund (Envy).

  3. Reiði / Heiftarreiði (Wrath).

  4. Leti / Þunglyndi (Sloth).

  5. Ágirnd / Græðgi (Greed).

  6. Ofát / Matargræðgi (Gluttony).

  7. Munúðlífi / Losti (Lust).

 

Það sem kemur þó næst því er úr Book of Proverbs (6:16-19):

  1. A proud look - vísar í Pride.

  2. A lying tounge - ?

  3. Hands that shed innocent blood - vísar í Reiði.

  4. A heart that devises wicked plots - ?

  5. Feet that are swift to run into mischief - ?

  6. A deceitful witness that uttereth lies - ?

  7. Him that soweth discord among brethren - ?

 

Annars staðar Epistle to the Galatians (5.19-21) eru taldar upp fleiri syndir, þar á meðal Dauðasyndirnar 7:

  1. Adultery.

  2. Fornication.

  3. Uncleanness.

  4. Lasciviousness.

  5. Idolatry.

  6. Sorcery.

  7. Hatred.

  8. Variance.

  9. Emulations.

  10. Wrath.

  11. Strife.

  12. Sedations.

  13. Heresies.

  14. Envyings.

  15. Murders.

  16. Drunkenness.

  17. Revelings.

  18. And such like ...

 

Páll postuli heldur því svo fram að þeir sem stundi þessar syndir muni ekki erfa guðsríki. Hér höfum við því það sem kemst næst því í biblíunni að vera dauðasyndir.

 

Dauðasyndirnar 7 kallast seven deadly sinscapital vices, cardinal sins eða jafnvel demon actions. Dauðasyndirnar 7 byggja á gamalli kirkjuhefð. Lútheranar (sem vildu einungis byggja á Biblíunni) hafa ekki gert mikið með þær, en rómvesk-kaþólskir heldur meira. Góð leið til að skilja höfuðsyndirnar er að gá að andstæðu hverrar þeirra. Segja má að andstæða hverrar höfuðsyndar sé höfuðdyggð, sem menn ættu (eftir kenningu kaþólskra) að temja sér.

 

Góð leið til að skilja Dauðasyndirnar 7 er sú að bera þær saman við andstæðu sína:

Höfuðdyggðirnar, sem eru:

  1. LUST (excessive sexual appetites) > CHASTITY (purity).

  2. GLUTTONY (over-indulgence) > TEMPERANCE (self-restraint).

  3. GREED (avarice) > CHARITY (giving).

  4. SLOTH (laziness / idleness) > DILIGENCE (zeal / integrity / labor).

  5. WRATH (anger) > FORGIVENESS (composure).

  6. ENVY (jealousy) = KINDNESS (admiration).

  7. PRIDE (vanity) = HUMILITY (humbleness).

 

  1. LOSTI > HREINLÍFI.

  2. MATGRÆÐGI > HÓFSEMI.

  3. GRÆÐGI > GJAFMILDI.

  4. LETI > ÁRVEKNI.

  5. REIÐI > ÞOLINMÆÐI.

  6. ÖFUND > NÁUNGAKÆRLEIKUR.

  7. STOLT (dramb) > HÓGVÆRÐ.

Fyrir Dante þá er syndunum svo raðað eftir mikilvægi. Sú efsta er því verst og sú neðsta minnst alvarleg.


4+1 SPURNING:

  1. Hvernig flokkar þú þessa mynd? Nefndu 4 flokka (sjá blogg um Tegundir kvikmynda).

  2. Tókstu eftir því hvaða meginpersóna Se7en sést alls ekki í trailernum? Hann ekki einu sinni nefndur þegar leikarar eru nefndir í upphafi myndarinnar. Hver er ekki nefndur?

  3. Stóra spurningin er hvort þessi maður sé geðveikur. Hvað er geðveikur?

  4. Rifjaðu, upp í einni setningu, hver eru rök Mills í myndinni að John Doe (Keven Spacey) er geðveikur. Sama spurning, en núna út frá Somerset - að John Doe (Keven Spacey) er ekki geðveikur. Aukaspurning: Af hverju set ég nafnið á leikaranum Keven Spacey inn hér að ofan?

  5. Mundu að segja svo - rökstutt - álit þitt á myndinni í lokin.


AUKAverkefni

  1. Útskýrðu hvernig John Doe birtir hverja höfuðsynd. Lýstu því hvernig viðkomandi glæpur er ein dauðasyndanna og útskýrðu hvernig jákvæða útgáfan væri. Hvað ætti hinn myrti / morðinginn þá frekar að gera til að tjá sambærilega höfuðdyggð? Byrjaðu á morði nr. 1

  2. Sama spurning með morð nr. 2.

  3. Sama spurning með morð nr. 3.

  4. Sama spurning með morð nr. 4.

  5. Sama spurning með morð nr. 5.

  6. Sama spurning með morð nr. 6.

  7. Sama spurning með morð nr. 7.

  8. Smellpassar þetta allt saman, eða gengur þetta ekki upp? Hvaða glæpur/morð passar best við viðkomandi dauðasynd?

  9. Smellpassar þetta allt saman, eða gengur þetta ekki upp? Hvaða glæpur/morð passar best við viðkomandi dauðasynd?