Vertigo

Vertigo

Vertigo

Vertigo kápan.

 

Vertigo kápan.

Vertigo.

Leikstjóri = Alfred Hitchcock.

Helstu leikarar:

James Steward = John „Scottie“ Fergusson. Lögreglumaður, í veikindaleyfi vegna lofthræðslu.

Kim Novak = Madeleine Elster. Eiginkona Gavins.

Tom Helmore = Gavin Elster.

Kim Novak = Judy Barton. Ung stúlka frá Kansas, nýkomin til stórborgarinnar San Francisco.

Barbara Bel Geddes = Marjorine „Midge” Wood. Vinkona Scottie og áður kærasta hans. Hún er greinilega enn skotin í honum. Midge er listamaður.

Henry Jones = “Coroner”, sá sem stjórnar rannsókninni á andláti eiginkonunnar, Madeleine, til að fá úr því skorið hvort þetta hafi verið slys eða eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Raymond Bailey = Læknir Scottie.

Mínúturnar:

005 = John „Scottie“ Ferguson (James Steward) er lögreglumaður í eltingaleik við bófa, er að detta af húsþaki, bjargar sér, en annar lögreglumaður fellur af þakinu og deyr. Scottie fær vertigo í framhaldi af þessu, þ.e. ofsa-lofthræðslu.

Cop: Give me your hand. Give me your hand.

010 = Leikstjórinn sjálfur, Alfred Hitchcock labbar framhjá, sem áhorfandi. Þetta gerði hann í flestum myndum sínum. Nú algengt meðal leikstjóra, callað cameo appearance.

Hitchcock cameo appearance. Leikstjórinn sýnir sig alltaf í sekúndubrot í myndum sínum. Hann var frægur fyrir þetta og nú hermar margir leikstjórar þetta eftir honum.

011 = Scottie er beðinn að koma í viðtal til gamals skólafélaga, Gavin Elster (Tom Helmore). Gavin vill að Scottie elti konuna hans, ekki vegna mögulegs framhjáhalds, heldur af mjög dularfullri ástæðu. Hún virðist upptekinn af dauðri manneskju.

Gavin Elster, gamall skólafélagi Scotties vill ráða hann til að njósna um konu sína. Scottie neitar í fyrstu.

013 = Scottie neitar þessu verkefni, eiginkona sem eltir dauðann. Þú ættir frekar að ráða sálfræðingi eða geðlækni.

015 = Gavin útskýrir málið betur og fær Scottie til að sjá eiginkonuna. Scottie ákveður að vera á veitingastaðnum sem hjónin borða á um kvöldið.

018 = Scottie heillast að konunni, sem heitir Madeleine (Kim Novak) og hann ákveður að taka málið að sér og elta hana.

Scottie vill ekki taka málið að sér en fer og njónsar um þau hjónin. Hann hrífst strax að henni. Takið eftir sjónarhorninu.

020 = Madeleine kaupir blómvönd, alveg eins og er á málverkinu, sem hún sest hjá á eftir.

022 = Madeleine fer í kirkju.

024 = Madeleine er sem í leiðslu og fer að gröf spænsk ættuðu konunnar, Charlotta Valdés.

025 = Madeleine fer sem í leiðslu á listasafn og sest niður hjá málverki af Carlottu. Situr þar og starir á það.

Eiginkonan situr og starir á málverk eins og í leiðslu. Hún veit ekki að hún er skyld konunni á myndinni.

027 = Scottie eltir Madeleine áfram, þegar hún loks yfirgefur málverkið og listasafnið. Hún keyrir til MacGottick hótelsins. Scottie kemst að því að Madeleine er skráð inn á spænska nafninu C. Valdes (eins og á málverkinu). Konan sem vinnur á hótelinu segir að hún komi reglulega, 2svar í viku á hótelið. Hún virðist þó ekki vera þar inni núna.

031 = Scottie fer til vinkonu sinnar Midge, sem vísar honum á bóksala sem veit allt um alla.

032 = Argossy book shop. Þar sem Scottie fer með vinkonu sinni, Midge, og fær upplýsingar um persónuna Carlotte Valdés. Maður tók einstæðing að sér – flóttakonu frá Spáni – Carlottu að sér, en vísaði henni svo frá sér þegar hún hafði eignast með honum barn. Hann hélt barninu. Carlotta þoldi ekki þessa höfnum, varð  geðveik og framdi sjálfsmorð.

036 = Scottie hittir Gavin Elster, eiginmanninn og ræðir þessar upplýsingar um eiginkonuna Madeleine og þráhyggju hennar um hina látnu Valdés.

037 = Eiginmaðurinn útskýrir þá að Valdés var langamma konu hans. Það var hún sem framdi sjálfsmorð. Eiginmaðurinn útskýrir að Madeleine viti ekkert um ætt sína og samt sé hún heilluð af málverkinu.

038 = Aftur á safninu, Scottie eltir Madeleine þangað og líka þegar hún yfirgefur safnið.

041 = Madeleine fer að hinni frægu Golden Gate brú, heldir þar blómum útí og snögglega reynir sjálfsmorð, hoppar út í. Scottie bjargar henni.

Hin fræga Golden Gate brú við San Fransisco.

042 = Scottie fer með Madeleine rennblauta heim til sín. Hún rankar við sér þar, en virðist ekki vita neitt hvað gerðist. Scottie verður að útskýra allt fyrir henni.

050 = Gavin Elster hringir í Scottie, sem verður að útskýra fyrir honum stöðu mála. Elster bendur honum á að Carlotta hafi framið sjálfsmorð 26 ára, sem er einmitt aldur eiginkonunnar núna.

051 = Vinkona Scottie, Midge, njósnar um þau.

052 = Scottie eltir Madeleine enn einu sinni. Hún keyrir um allt og endar með bréf heima hjá Scottie, vildi þakka honum fyrir. Scottie þykist þá að vera að koma heim.

055 = Eftir stutt spjall fer Madeleine og Scottie spyr þá hvert hún sé að fara. Þau ákveða að ferðast saman. Þau fara að skoða elstu tré í heimi, 2000 ára gömul. Þegar þau skoða aldurshringa trjánna verður Madeleine allt í einu utan við sig og virðist ekki sjá hann.

060 = Þau keyra annað – að sjónum og Madeleine ákveður að segja Scottie frá máli sínu. Hún segist sjá sig deyja og segir frá turni með bjöllum.

062 = Madeleine hleypur að sjónum og spyr í örvæntingu: Er ég geðveik?

063 = Scottie heimsækir vinkonu sína, Midge. Hún hefur málað sambærilegt málverk af sér og gerir grín að málinu öllu.

066 = Madeleine heimsækir Scottie óvænt. Hún rifja aftur upp drauma sína – hún lýsir stað sem hún segist ekki hafa séð. San Betiste heitir staður fyrir utan San Fransisco, í spænskum byggingarstíl. Scottie segir að nú skilji hann málið, sem er það að hún hefur oft farið þangað, þegar hún er annars hugar og heldur svo að hana sé að dreyma þetta. Hann telur sig nú geta læknað hana með því að keyra beint þangað.

068 = Scottie er orðinn sálfræðingurinn hennar, Freudískur sálfræðingur.

069 = Scottie keyrir Madeleine til Batrsk og til að fá hana til að rifja upp.

072 = Scottie kyssir Madeleine. Þau segjast elska hvort annað, en hún bætir við að hann verði að skilja að þótt hún muni hverfa á braut þá muni hún alltaf elska hann.

Madeleine: And if you lose me, then you'll know I, I loved you. And I wanted to go on loving you

073 = Madeleine flýr inn í kirkjuna og Scottie eltir hana upp. Hann kemst þó bara hálfa leið vegna lofthræðslunnar og sér hana svo hrapa niður efst úr turninum.

Hin fræga vertigo sena. Hitchcock lætur myndavél og fókus færast saman. Nú gera þetta allir til að sýna lofthræðslu.

Vertigo.

076 = Madeleine er dáin. Handinn er fundur um málið og Fergusson er sýknaður af öllum ákærum vegna lofthræðslu sinnar, en fær þó að heyra að bæði lögreglumaður og kona eru dáin, án þess að hann hafi ekki gert neitt í málinu. Hann meira að segja segist hafa fengið mental blackout og yfirgaf slysstað og keyrði heim án þess að tala við nokkurn.

079 = Eiginmaðurinn segir Scottie að þetta sé líka sér að kenna. Hann ætlar sjálfur að yfirgefa landið og fara til Evrópu.

080 = Draumaatriðið – mjög litríkt.

Hið litríka draumaatriði. Nú fara litir að skipta öllu máli í myndinni, fyrst rautt og svo sérstaklega grænt.

Draumasenan.

082 = Vinkonan spilar Mozart fyrir Scottie á geðdeildinni, en hann svarar engu, algerlega niðurbrotinn maður.

084 = Geðlæknirinn sjúkdómsgreinir Scottie með acute melancolia togeather with a guilt complex. Það er: Verulegt þunglyndi með sektarkennd.

087 = Scottie heimsækir alla gömlu staðina aftur, finnst hann alltaf vera að sjá Madeleine.

088 = Scottie sér allt í einu konu, klædda í GRÆN föt, með annan háralit, en er þó mjög lík Madeleine. Er hann að verða geðveikur?

Scottie sér konu sem líkist Madeleine. Þetta verður að vera hún.

090 = Scottie eltir þessa konu inn á Hotel Empire.

092 = Þessi kona þekkir hann alls ekki neitt. Hún heitir Judy Barton (Kim Novak) og er frá Kansas. Hún meira að segja sannar mál sitt með ökuskýrteini.

093 = Judy sér að Scottie er miður sín og áttar sig á því að þessi kona sem hún líkist er látin. Hann jafnar sig og bíður henni í kvöldmat.

094 = Eftir að Scottie fer þá sjáum við hvað í raun og veru gerðist. Eiginmaðurinn var að nota Scottie til að drepa eiginkonu sína. Hann henti henni fram af turninum og fékk þessa Judy til þess að leika hana. Planið snerist um að þau vissu að Scottie kæmist ekki upp turninn vegna lofthræðslunnar. Athugið að Hitchcock þurfti ekki hér að láta okkur vita hvað gerðist í raun og veru. Hann ákveður að byggja upp spennu með því að láta okkur vita það sem aðal persóna myndarinnar veit ekki.

Allt í einu útskýrir Hitchcock allt plottið fyrir okkur. Af hverju? Hvernig byggir hann þá spennu?

096 = Judy útskýrir allt plottið í bréfi og viðurkennir að það eina sem fór úrskeiðis er að hún fór að elska Scottie. Hún rífur bréfið. Takið eftir að Hitchcock er núna búinn að sýna okkur það sem raunverulega gerðist, þvert á þrönga sjónarhorn Taxi Driver. Við vitum sem sagt meira en söguhetjan, en erum ekki lengur með þröngt sjónarhorn hans.

Judy áttar sig á því að hún elskar Scottie og vill ekki svíkja hann aftur, eða hvað?

098 = Judy ákveður að fara samt út með Scottie. Scottie fylgir henni heim og er ákveðinn í að vilja sjá hana aftur – strax í fyrramálið. Takið eftir að héðan í frá þá koma mjög sterkir litir inn í myndina, t.d. gluggar og speglar. Hvaða litur er það sérstaklega? Og hvaða merkingu hefur þessi litur?

103 = Scottie kaupir föt á Judy, vill greinilega klæða hana upp eins og Madeleine.

Scottie er sálsjúkur. Hann veit að þetta er Judy, en ekki Magdelene, en heimtar þó að klæða hana alveg eins. Hann lætur hana meira að segja lita hárið hvítt.

107 = Judy fær nýjan háralit að áeggjan Scotties.

110 = Judy er alveg eins – ALVEG EINS – og Madeleine var.

111 = Scottie kyssir Judy.

Merkileg sena. Áðan rautt en nú grænt. Hvað er að gerast?

112 = Scottie og Judy eru sátt og allt er orðið gott, eða hvað?

Draumurinn rætist. Madeleine er komin aftur!

Alveg eins. Allt gerist tvisvar.

Getur það verið?

114 = Scorrie sér hálsmenið! Allt í einu sér hann í gegnum málið. Scottie segir: There is one thing I have to do, then I will be free of the past.

Lykilsenan. Scottie sér allt í einu - þegar allt virðist vera loksins í lagi - að hún er með hálsmenið frá málverkinu.

116 = Scottie ákveður að leysa málið strax og keyrir Judy strax að kirkjunni. Farðu upp, segir hann, ég elti. You are my second chance.

118 = Judy fer upp og Scottie reynir að elta hana.

120 = Scottie leiðir hana upp og fattar allt saman á leiðinni upp. Hann segir: I made it.

Madeleine sér eitthvað svart og hrekkur aftur á bak og dettur.

Scottie reynir að bregðast við en er of seinn. Allt gerist tvisvar!

121 =Lokaatriðið: Munið að Hitchcock kemur alltaf á óvart. Þess vegna má ég ekkert segja núna, annað en: I heard voices.

THE END.