When Nietzsche Wept

When Nietzsche Wept

Titill: When Nietzsche Wept

Útgáfuár: 2007.

Útgáfufyrirtæki: First Look International.

Lengd: 105 mín.

Stjörnur: 6,1* (Imdb) og 6,1* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Pinchas Perry.

Handrit: Leikstjórinn, byggt á samnefndri bók eftir Irvin D. Yalom.

Framleiðandi: Leikstjórinn.

Trailer:

http://www.youtube.com/watch?v=aEFJRjTDQvg

 

Helstu leikarar / Hlutverk:

Ben Cross / Joseph Breuer. Austurískur læknir og fyrsti samstarfsmaður Sigmund Freuds. Þeir urðu þekktir (þó aðallega Freud) fyrir grein sem þeir skrifuðu saman um Önnu O. Fyrsta tilfelli sálgreiningar. Mjög umdeilt í dag.

Armand Assante / Nietzsche. Neitzsche er orðinn frægur heimspekingur en er að missa geðheilsu. Hann er líka líkamlega veikur, þ. á m. vegna mígrenis - og síðar sífilis, sem á endanum veldur alvarlegum heilaskaða.

Joanna Pacula / Mathilda.

Michal Yannai / Bertha (sem Michal Yanai?).

Hamie Elman / Sigmund Freud.

Andreas Beckett / Zarathustra.

Katherlyn Winnick / Lou Salome.

Meginþema: Bókin og myndin eru skáldverk, en Breuer (og Freud) og Nietzsche voru samtímamenn. Þetta hefði sem sagt geta gerst! Breuer er fenginn til að lækna hann, en Nietzsche færist undan. Freud leggur þá til við Breuer að þeir skipti með sér verkum, að Breuer lækni Nietzsche af líkamlegum kvillum ef Nietzsche taki að sér að lækna Breuer af sálfræðilegum:  Breuer leggur til: For one month I will act as a physician to your body, if you will act as a physician to my mind. M.ö.o. leggur sálgreinandinn Breuer til að heimspekingurinn Nietzsche lækni Breuer andlega á meðan Breuer læknar Nietzsche líkamlega. Athyglisverð hugmynd, gagnkvæm samtalsmeðferð í anda sálgreiningar, en við megum reikna með að Nietzsche leggi meiri áherslu á heimspeki og tilfinningar á meðan Breuer leggir meiri áherslu á rökfræði. Sjáum hvað gerist!

 

Mínútur / Atvik:

001 = Textar.

00x = x.

00x= x.

00x= x.

013 = Sýnt aftur í tímann um Zarathustra, hann predikaði um ofurmanninn líka, en var á undan sinni samtíð, eins og Nietzsche sjálfur líka.

015 = Nietzsche kemur í fyrsta meðferðartímann til Breuers. Breuer er opinberlega að lækna Nietzsche af mígreni en í raun af sálfræðilegum kvilla. Nietzsche spyr í sífellum af hverju hann sé spurður um konur og kyníf. Breuer segist þurfa að minnka kvíða hans. Breuer býður honum að koma á stofnun í mánuð ókeypis. Hver er ástæðan, segir Nietzsche og grunar hann um græsku. Breuer gefur það ekki upp og Nietzsche strunsar út.

017 = Breuer í leikriti, þar sem hann afhjúpar ást sína á sjúklingi. Allir hlæja að honum, en allt var bara draumur.

023 = Nietzsche er uppí rúmi með konu og öskrar allt í einu og tekur um höfuð sér. Hann gengur að speglinum og lemur hausnum í. Honum blæðir, og það líður yfir hann.

025 = Breuer kemur er úti að ganga með konu sinn og dettu rþá allt í einu niður um gat! Halló.

026 = Breuer kemur til Nietzsche þar sem hann er meðvitunarlaus. Þegar Breuer sinnir honum hvíslar Nietzsche: Help me!

027 = Breuer ráðfærir sig aftur við Freud. Hann er að missa af Nietzsche, en Freud leggur til að meðferð þeirra verði gagnkvæm.

030 = Breuer ákveður að fara að ráðum Freuds og gerir Nietzsche tilboð: I proopose a if you will act ac as phi. Nietzsche færist undan, en lætur undan vegna þess að Breuer bjargaði lífi hans.

032 = Breuer ráðfærir sig enn við Freud. Freud minnir hann á að tilgangur meðferðar sé: integration of the unconscious with the conscious.

033 = Breuer hittir Nietzsche aftur. Nietzsche sálgreinir Breuer. Breuer viðurkennir meðal annars að hann sé ekki lengur ástfanginn að konu sinni.

036 = Breuer segir frá Önnu O. Hún var móðursjúk, hysterical. Breuer var með hana í meðferð og varð hrifinn af henni. Anna þekkti konu Breuers og fékk þar móðursýkiskast, hún segist vera með barni Breuers. Breuer verður þá að vísa þessum sjúklingi frá sér. Hún segist elska hann. Breuer sér mikið eftir þessu.

040 = Breuer og Nietzsche ræða mikið saman, sumar senurnar eru mjög draumkenndar.

042 = Nietzsche sálgreinir Breuer, dáleiðir hann og Breuer segir frá tilfinningum sínum. Freud segist hafa lesið Nietzsche og telur hann jafnvel mesta sálfræðing allra tíma. Láttu hann halda áfram að sálgreina þig, ráðleggur Freud. Er hér verið að halda fram að Nietzsche eigi þátt í því að koma sálgreiningu af stað?

046 = Breuer segir konu sinni að hann komi fljótlega í rumið, en dreymir svo að hún hafi dáið í bruna.

048 = Nietzsche heldur áfram að sálgreina Breuer. Breuer er fræddur við dauðann, en Nietzsche segir: ...say yes to every minute of your life. Be an übermench.

050 = Sú rússneska kemur til Breuers, sem tefur hana eins lengi og hann getur. Hún vill fá að vita hvernig meðferðin gangi, en Breuer neitar.

056 = Nietzsche dáleiðir Breuer enn, sem er enn ástfanginn af Berthu. Hann lætur Breuer öskra á ímyndaða Berthu: I hate you!

060 = Nietzsche segir Breuer að þeir þurfi að ræða saman um Bertu. Breuer getur ekki gert annað en tjá ást sína á Bertu.

067 = Breuer viðurkennir fyrir Freud að Nietzsche sé að lækna sig miklu meira en að Breuer sé að lækna hann á móti.

069 = Löng sena Nietzsche með Wagner tónlist. Hann stjórnar tónlistinni einn í herbergi. Orðinn sálsjúkur.

071 = Nietzsche kemst að því að Bertha var líka nafn móður hans. Your mother, the real Bertha. Breuer áttar sig á sambandinu og sér að hann saknar bara móður sinnar svo mikið. Nietzsche leggur til að hann gefi honum hugmynd: hugmyndina um eilífa endurtekningu. Breuer tekur þessari lækningu ekki vel. Hann telur Nietzsche vera að segja sér að hann, Breuer lifi endalaust sem þræll. Vertu frjáls! Beruer sleppir fuglunum sínum frjálsum! Nú vill hann skilja við eiginkonuma og börnin þeirra þrjú. Vera frjáls! Breuer: Ég verð fyrst að vera ég, áður en ég er við!

080 =