1935

Dr. Jekyll og Mr. Hyde.

Titill: DR. JEKYLL AND MR. HYDE.

Dr. Jekyll and Mr. Hyde 1931 kápan.

Dr. Jekyll and Mr. Hyde 1931 kápan.

Önnur útgáfa af kápu myndarinnar.

Önnur útgáfa af kápu myndarinnar.

 

Útgáfuár: 1931, stundum sagt vera árið 1932, enda myndin frumsýnd 31. desember 1931.

Útgáfufyrirtæki: Paramount Pictures.

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Leikstjórinn.

Lengd: 98 mínútur.

Stjörnur: 7,6* (Imdb) og 9,0 + 8,0* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Robert Mamoulian (1897-1987). Fæddur í Tbilisi, Gerorgíu - en foreldrar voru þó bandarískir. Mamoulian flutti til Englands og starfaði sem leikstjóri í leikhúsum til 1922. Ári síðar flutti hann til Bandaríkjanna, fyrst sem listakennari (Eastman School of Music) og leikstýrði síðan þar ýmsum leikritum og söngleikjum.

Aðrar myndir sama leikstjóraApplause (1929), sem var ein af fyrstu talmyndunum. Síðan kom mynd okkar Dr. Jekyll and Mr. Hyde (1931). Þar á eftir leikstýrði hann síðustu mynd Gretu Garbo: Queen Christina (1933) og Becky Sharp (1935) og söngvamyndinni: High, Wide, and Handsome (1940). Hann hélt áfram að leikstýra myndum, aðallega söngvamyndum.

Handrit: Samuel Hoffenstein og Percy Heath. Þessi útgáfa myndarinnar byggir meira en aðrar útgáfur á upprunaleögu sögu Robert Louis Stevenson, en bætir þó við - eins og nánast allar aðrar gera líka - kvenpersónu - kærustu Jekylls læknis, en engin slík persóna er í upprunalegu sögunni - konur koma yfirleitt ekki fyrir í bókinni!

Tónlist: Johann Sebastian Bach spiluð af Herman Hand.

Kvikmyndataka: Karl Struss.

Klipping: William Shea.

Kostnaður / Tekjur: Kostnaður: 535.000$ / Tekjur: 1.300.000$. Mismundur: 500.000$ í plús

Slagorð: It'd.

Trailer: Gerið svo vel.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=sjNtluvxZBI

Leikarar / Hlutverk:

Fredric March: Dr. Henry Jekyll, virðulegur læknir í London. Til hliðar glittir í Poole, dyggan þjón hans.

Fredric March: Dr. Henry Jekyll, virðulegur læknir í London. Til hliðar glittir í Poole, dyggan þjón hans.

Miriam Hopkins = Ivy Person kærasta Jelylls læknis. Aftur á móti er engin slík kvenpersóna er í bókinni.

Miriam Hopkins = Ivy Person kærasta Jelylls læknis. Aftur á móti er engin slík kvenpersóna er í bókinni.

download-1.jpg

Rose Hobart = Muriel Carew.

1931_jekyll_hyde_013_holmes_herbert.jpg

Holmes Herbert = Dr. Lanion, lögfræðingur, einn af tryggum vinum Jekylls læknis.

Dr_Jekyll-Mr_Hyde-1931-04728.jpg

Halliwell Hobbes = Brigadier-General Carew.


download.jpg

Edgar Norton = Poole, sérlegur þjónn Jekylls læknis.



download-1.jpg

Temple Pigott = Mr. Hawkins, sést hér tala við Ivy.

unnamed.jpg

Arnold Lucy = Utterson, enn einn lögfræðingurinn og vinur Jekyulls. Utterson er sá fyrsti sem grenslast fyrir um einkennilegt samband læknisins og herra Hyde.

 

Mínúturnar:

0:01 = Jarðarförtað.

0:04 = Tveir menn eru íum duðum heila.

0:07 = Prófessor í lækn

0:07 = Fritz bíður fyrstaðinn.

0:09 = Elizabet

0:11 = Elizrunalegai vísinkjum og vísindaskáldsögum - alltaf eftir þessari fyrir.

0:14 = Henr er vísindamaðurinn eiginlega að bralla?

0:15 = Henry og Fritz skoal.

0:17 = Dr. Wa.

0:20 = Henry læturskoða samí sé ekkert líf.

0:22 = Henry ð það verði flæti. Loks draga þeir það niður aftur.

 0:24 = Hann ogetta sé allt úófreskju!). Hann veit ekki betur.

026 = e) bæ hanaunum og gifti sig.

0:28 = Henry torinn. Prófessorinn

0:30 = Henryrnumrra.

0:32 = Henry læí það. Henry slekkur ljósið og Ófreskjan sest

0:33 = Á sama auger er þá ófreskjan?).

0:34 = Henrreskjan allan mátt og rotast.

0:36 = Á þessu augnabliki afsíðis.

0:37 = Kærastan Elizabeth og Baronnni.

0:40 = Henskjan í hann með anna (höndin einu sinni enn) og kyrkir hann. Hann flýr út.

0:42 = Henry er með kærustunni og sér nú vitleysu sína. Ég var fastur í þessukyssast.

0:43 = Giftinhann gefur öllum bjór. Mikil veisla.

0:46 = Ófreskjan er úti í sk var að gera.

0:50 = Giftingin er fregir hún.

0:52 = Þau gera sér grittræðir hana, en flýr svo.

0:54 = Á sama tína dóttur sína, Maria hefur delta bóndann.

0:55 = Þau að Ófreskjan hafi drekkt Mariu. Hann lofar hefndum.

0:57 = Henry yar. Hóparnir fara af stað með leitarhunda.

0:59 = Einn r ófre og rotar hann.

1:02 = Ófre hvað - var ekki gerð framha.

1:05 = Þjónusminu.

1:10 = THE END.

 


Allar Dr. Jekyll og Mr. Hyde kvikmyndir - mest endurtekna þema allrar kvikmyndasögunnar:

1908. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Otis Turner. Ha: George F. Fish & Luella Forepaugh, byggt á sögu Robert Louis Stevenson. Le: Hobart Bosworth & Betty Harte. 16 mín, 5,9*. Teg: Stuttmynd & Hrollur. Fyrsta kvikmyndin sem byggir á sögu Robert Louis Stevenson frá 1886. Lítið er vitað um þessa fyrstu kvikmynd um þetta þema, ekkert eintak hefur varðveist.

440px-Dr_Jekyll_and_Mr_Hyde_1908_newspaper.jpg

 1909. A Modern Dr. Jekyll. La: Bandaríkin. Ls: ?. Ha: ?. Le: ? & ?. ? mín. ?*. Teg: Stuttmynd, Drama & Hrollur. Lýs: Ekkert eintak er til af þessari mynd.

 1910. The Duality of Man. La: Bretland. Ls: Harry Brodribb Irving. Ha: ?. Le: ? & ?. 5 mín. 4,4*. Stuttmynd. Elsta kvikmyndaútgáfan frá Stóra-Bretlandi.

 1910. Der Skæbnesvangre Opfindelse (e. Dr. Jekyll and Mr. Hyde). La: Danmörk. Ls: August Blom. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Alwin Neuss, Oda Alstrup & August Blom. 17 mín. 3,2*. Tegund: Stuttmynd & Hrollur. Því miður er ekkert eintak er til af myndinni.

1912. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Lucius Henderson. Ha: George F. Fish & Luella Forepaugh, byggt á bók Robert Louis Stevenson. Le: James Cruze, Florence La Badie & Marie Eline. 12 mín. 5,9*. Teg: Stuttmynd, Drama & Hrollur. Lýs: Dr. Jekyll gerir vísindalegar tilraunir sem kalla fram leynda og dimma hlið innra með honum.

 1913. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Herbert Brenon. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: King Baggot, Jane Gail & Matt Snyder. 26 mín. 5,2*. Teg: Stuttmynd, Drama & Hrollur. Lýs: Dr. Jekyll gerir vísindalegar tilraunir sem kalla fram leynda og dimma hlið innra með honum.

 1913. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: ?. Ls: Frank E. Wods. Ha: Robert Louis Stevenson. Le: King Murdock MacQuarrie. Teg: Stuttmynd & Drama. ? mín. ?*.

 1913. A Modern Jekyll and Hyde. La: Bandaríkin. Ls: ?. Ha: Robert Louis Stevenson. Le: Robert Broderick, Irene Boyle & William R. Dunn. ? mín. 4,1*. Teg: Svart-hvít, Þögul, Stuttmynd & Hrollur. Lýs: Herra Jethro er álitinn ábyggilegur maður, en á sér aðra hlit, því sem herra Hykes stjórnar hann glæpagengi.

 1914. Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Done to a Frazzle. La: Bandaríkin. Ls: Joseph A. Golden. Ha: xx. Le: Charles De Forrest. 10 mín. x,0*. Teg: Þögul, Stuttmynd & Kómedía. Stutt satíra Jekyll mýtunnar.

 1914. Ein Seltsamer Fall (e. A Strange Case). La: Þýskaland. Ls: Max Mack. Ha: xx. Le: Alwin Neuss, Hanni Weisse & Lotte Neumann. 50 mín. 5,2*. Teg: Hrollur. Lýs: Heiðvirður lávarður þróar lyf sem breytir honum í persónu sem virðir ekki félagsleg viðmið.

 1920. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: John S. Robertson. Ha: Clara Beranger & Thomas Russell, byggt á bók Robert Louis Stevenson. Le: John Barrymore, Martha Mansfield & Brandon Hurst. 1,09 mín. 7,0*. Teg: Drama, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Þetta er fræga þögla og svart-hvíta myndin, sem er vel þekkt. Í þessu handriti er blandað við þema úr sögu Oscar Wilde: The Picture of Dorian Gray, sem eins og allir vita, samdi við djöfulinn um að mega endalaust sukka þannig að ólifnaður hans kemur bara fram í málverki sem Gray felur heima hjá sér.

 1920. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: J. Charles Haydon. Ha: Leikstjórinn, byggt á Sögu Robert L. Stevenson. Le: Sheldon Lewis, Alex Shannon & Dora Mills Adams. 40 mín. 5,4*. Teg: Stuttmynd, Drama & Hrollur. Lýs: Dr. Jelyll gerir vísindalegar tilraunir til að losa um morðingjann, sem er inni í honum.

 1920. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: xx. Ha: xx. Le: Hank Mann & xx. xx mín. x,0*. Teg: Stuttmynd & Kómedía. Stutt satíra með engum öðrum en: The Keystone Cops.

 1920. Der Januskkopf (e. The Head of Janus). La: Þýskaland. Ls: F. W. Murnau. Ha: Jams Jampwotz. byggt á sögu Robert L. Stevenson . Le: Conrad Veidt, Magnus Stifter & Margarete Schlegel. 1,47 mín. 7,1*. Teg: Hrollur. Lýs: Janus vísar til gríska guðsins sem er með tvö andlit. Þessi mynd notar Jekyll-Hyde handritið, en viðurkennir það ekki með því einu að breyta nafni þeirra í Warren og O’Connor. Kannski gerir það ekkert til, því að ekkert eintak er heldur eftir af þessari mynd.

1924. Dr. Pyckle and Mr. Pryde. La: Bandaríkin. Ls: Percy Pembroke. Ha: xx. Le: Stan Laurel &. 21 mín. 6,4*. Teg: Stuttmynd, Kómedía & Hrollur. Lýs: Svart-hvít grínmynd þar sem Laurel leikur einn, án vinar síns: Hardy (sbr. Laurel og Hardy = Gö og Gokke).

 1931. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Rouben Mamoulian. Ha: Samuel Hoffenstein & Percey Heath, byggt á sögu Robert Louis Stevenson. Le: Fredric March & Rose Hobart. 1,38 mín. 7,6*. Teg: Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Önnur vel þekkt útgáfa. March fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Myndin þykur mjög góð fyrir sinn tíma og er sérstaklega bent á leik, kvikmyndastílinn og tæknibrellurnar.

51pPM7AzjUL._AC_.jpg

 1932. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: William Vance. Ha: Robert Louis Stevenson. Le: Leikstjórinn. 10 mín. 6,3*. Teg: Stuttmynd. Lýs: Dr. Jekyll finnur lyf sem losar um morðingjann sem er inni í honum.

 1934. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: ?. Ha: ?. Le: Sheldon Lewis. 10 mín. ?*. Teg: Stuttmynd, hrollvekja. Lýs: Sheldon Lewis endurtekur leikinn, en hann lék líka í sömu mynd 20 árum áður.

 1941. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Viktor Fleming. Ha: John Lee Mahlin, byggt á handriti Percey Heath fyrir myndina 1931, sem svo er byggt á bókinni eftir Robert Louis Stevenson. Le: Spencer Tracy, Ingrid Bergman & Lana Turner. 1,53 mín. 6,8*. Teg: Drama, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Endurgerð á myndinni frá 1931 með stórleikurum, en nær ekki alveg sömu hæðum og fyrri myndin - samt vel gerð.

1947. Dr. Jekyll and Mr. Mouse. La: Bandaríkin. Ls: Joseph Barbera & William Hanna. Ha: Robert Louis Stevenson. Le: William Hanna (rödd). 8 mín. 7,9*. Teg: Teiknimynd, Stuttmynd & Kómedía. Lýs: Tomma og Jenna teiknimynd.

1950. The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bretland. Ls: ?. Ha: John Keir Cross, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Alan Judd, Desmond Llewelyn & Jack Livesey. 1,09 mín. 6,8*. Teg: Drama, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Sjónvarpsmynd, ekki langt frá upprunalega handritinu.

1950. Motor Mania. La: Bandaríkin. Ls: Jack Kinney. Ha: Leikstjórinn & Milt Schaffer. Le: Jack Bachus & Pinto Colvig (raddir). 7 mín. 7,6*. Teg: Teiknimynd, Stuttmynd & Kómedía. Goofy er rofinn persónuleiki í anda Jekyll og Hyde.

 1951. The Prize Pest. La: Bandaríkin. Ls: Robert McKimson. Ha: Tedd Pierce. Le: Mel Blanc & Tedd Pierce (raddir). 7 mín. 7,2*. Teg: Teiknimynd, Fjölskylda & Kómedía. Lýs: Porky Pig vinnur Daffy Duck í verðlaun. Svíninu líkar það ekki vel og hendir honum út, en þá gerir öndin sér upp rofinn persónuleiki í anda Jekyll og Hyde.

1951. The Son of Dr. Jekyll. La: Bandaríkin. Ls: Seymour Friedman. Ha: Mortimer Braus, Jack Pollexfen & Edward Huebsch. Le: Louis Hayward, Jody Lawrance & Alexander Knox. 1,18 mín. 4,9*. Teg: Glæpir, Hrollur & Rómantík. Lýs: Óskilgetinn sonur læknisins reynir að bjarga heiðri föðursins með því að enduruppgötva efnafræði formúluna.

 1953. Abbott and Costello Meet Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Charles Lamont. Ha: Lee Loeb, John Grant & Sid Fields. Le: Bud Abbott, Lou Costello & Boris Karloff. 1,16 mín. 6,5*. Teg: Kómedía, Hrollur & Mistería. Lýs: Létt grínmynd með Frankenstein leikaranum Karloff í aðalhlutverki með grínistunum tveimur sem gerðu margar svona myndir, þar sem þeir hittu múmmíuna, Frankenstein og fleiri góðmenni.

1954. Dr. Jekyll´s Hide. La: Bandaríkin. Ls: Friz Freleng. Ha: Warren Foster. Le: Mel Blanc & Stan Freberg (raddir). 7 mín. 7,3*. Teg: Teiknimynd, Stuttmynd & Kómedía. Lýs: Sylvester, Alfie og Chester teiknimynd úr Looney Tunes seríunni.

1955. Hyde and Hare. La: Bandaríkin. Ls: Fritz Freleng. Ha: Warren Foster. Le: Mel Blanc (rödd). 7 mín. 7,4*. Teg: Fjölskylda, Teiknimynd & Stuttmynd. Lýs: Bugs Bunny teiknimynd úr Looney Tunes seríunni. Bugs Bunny er ættleiddur af góðum manni sem gefur honum mikið af gulrótum, sem breytist þó snögglega í Hyde.

1956-. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bretland. Ls: ?. Ha: ?. Dennis Price, Renee Goddard & Oliver Johnson. 30 mín. 4,6*. Teg: Drama & Hrollur. Sjónvarpsería, sem hætt var við eftir eitt ár.

 1957. The Daughter of Dr. Jekyll. La: Bandaríkin. Ls: Edgar G. Ulmer. Ha: Jack Pollexfen. Le: John Agar, Gloria Talbott & Arthur Shields. 1,11 mín. 5,4*. Teg: Fantasía og Hrollur. Lýs: Enn ein vitleysan, hér kemst ung kona að því að hún er dóttir læknisins, en handritið ruglar svo öllu saman með því að gera Mr. Hyde að varúlfi (!) og það er aðeins hægt að drepa hann að hætti vampíra (með stungu í hjartað)!

 1959. The Ugly Duckling. La: Bretland. Ls: Lance Comfort. Ha: Sid Colin. Le: Bernard Bresslaw, Jon Pertwee & Reginald Beckwith. 1,24 mín. 5,5*. Teg: Kómedía & Glæpir. Lýs: Fyrsta Hammer myndin um Jekyll þemað, en titill myndarinnar er óskiljanlegur, því enginn andarungi (hvorki ljótur, né annars vegar) er í myndinni!

MV5BMmFjYjA4NmItODliNy00OTZmLWE2Y2UtNTliODMyZDhiOTNlXkEyXkFqcGdeQXVyMjIyNjE2NA@@._V1_.jpg

1960. Experiment in Evil (upprunalegur titill: The Testament of Dr. Cordelier). La: Frakkland. Ls: Francois Chamberland. Ha: Claude Lambert. Le: Jean-Louis Barrault, Teddy Bilis & Michel Bitold. 1,35 mín. 6,7*. Teg: Drama, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Herra Joly, lögfræðingur doktors Cordeliers, er hissa á því að lesa erfðaskrá skjólstæðings síns og vinar, þar sem hann eftirlætur sadískum glæpamanni, Opale, allar eigur sínar.

 1960. The Two Faces of Dr. Jekyll. La: Bretland. Ls: Terence Fisher. Ha: Wolf Mankowitz, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Paul Massie, David Addams & Christopher Lee. 1,28 mín. 6,3*. Teg: Hrollur. Lýs: Myndin er endurútgefin í Bandaríkjunum undir nöfnunum House of Fright og Jekyll’s Inferno. Hér er Jekyll þemað tengt Hreinsunareldi Dantes með grófum senum með snákum, ópíumneyslu, morðum og nauðgunum og líkum sem hrapa í gegnum glerþök!

MV5BOTE2NTQyYjItZTMyOC00NWI2LTk2MjItMGE4NzM5NjczZGJhXkEyXkFqcGdeQXVyMTQxNzMzNDI@._V1_-1.jpg

1960. Hyde and Go Tweet. La: Bandaríkin. Ls: Fritz Freleng. Ha: Michael Maltese, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Mel Blanc (rödd). 6 mín. 7,5*. Teg: Teiknimynd, Fjölskylda & Stuttmynd. Teiknimynd með Sylvester og litla fuglingum Tweety, sem er nú tvískipur persónuleiki.

1961. Two Faced Wolf. La: Bandaríkin. Ls: Joseph Barbera & William Hanna. Ha: Warren Foster. Le: Daws Butler, Hal Smith & Don Messick (raddir). 7 mín. 5,9*. Teg: Fjölskylda, Teiknimynd & Stuttmynd. Lýs: ?.

 1963. The Nutty Professor. La: Bandaríkin. Ls: Jerry Lewis. Ha: Leikstjórinn og Bill Richmond. Le: Jerry Lewis, Stella Stevens & Del Moore. 1,47 mín. 6,7*. Teg: Kómedía, Rómantík & Sci-Fi. Lýs: Góð “screwball” kómedía hjá grínistanum Jerry Lewis sem bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið. Handritið snýr tvöfalda persónuleikanum (meðlyfi eins og áður) frá aumingja upp í töffarann: Dr. Love. Mjög fyndin mynd.

f35e918a8af93dbb773c02d5f65bc514.jpg

1966-70. Dark Shadows. La: Bandaríkin. Ls: Dan Curtis. Ha: Leikstjórinn. Le: Jonathan Frid, Grayson Hall & Alexandra Isles. 30 mín. 8,0*. Teg: Drama, Fantasía, Hrollur & Sjónvarpssería. Lýs: Hér eru Jekyll og Hyde gerðir að tvíburum.

 1967. Karutha Rathrikal (e. Dark Nights). La: Indland. Ls: Mahesh. Ha: Nagavally R. S. Kurup byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Madhu, T. K. Balachandran & N. Govindankutty. ? mín. 6,2*. Teg: x. Lýs: Fyrsta vísindaskáldsagan kvikmynduð á tungumálinu Malayalam.

1968. The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Kanada. Ls: Charles Jarrott. Ha: Ian McLellan Hunter, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Jack Palance, Denholm Elliott & Leo Genn. 1,59 mín. 6,8*. Teg: Sci-Fi, Hrollur & Drama. Lýs: Kanadísk sjónvarpsmynd, útnefnd til margra Emmy verðlauna.

1969-70. Scooby Doo, Where Are You! Nowhere to Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Joseph Barbara & William Hanna. Ha: Larz Bourne, Tom Dagenais & Bill Lutz. Le: Nicole Jaffe, Casey Kasem & Don Messick (raddir). 21 mín. 8,3*. Teg: Teiknimynd, Ævintýri og Kómedía.

 1971. Dr. Jekyll and Sister Hyde. La: Bretland. Ls: Roy Ward Baker. Ha: Brian Clemens, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Ralph Bates, Martine Beswick & Gerald Sim. 1,37 mín. 6,6*. Teg: Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Dr. Jekyll breytist nú í fallega konu! - fyrsta en ekki seinasta myndin með því þema. Jekyll sjálfur er n.k. góðviljaður Jack the Ripper. Sannsögulegu morðingjarnir (líksalar raunar) Burke og Hare koma líka við sögu.

 1971. I, Monster. La: Bretland. Ls: Stephen Weeks. Ha: Minton Subotsky, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Christopher Lee & Peter Cushing. 1,15 mín. 5,8*. Teg: Hrollur. Lýs: Þessi breska Hammer framleiðsla heldur sig nálægt upprunalegu útgáfunni, nema hvað að Dr. Jekyll breytist yfir í freudískan sálgreinanda - mjög athyglisvert!

 1971. The Jekyll and Hyde Portfolio. La: Bandaríkin. Ls: Eric Jeffrey Haims. Ha: Donn Greer, Bonnie Jean Parker, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Sebastian Brook, mady Maguire & Donn Greer. 1,21 mín. 4,1*. Teg: Hrollvekja & Mistería. Lýs: Maður fremur morð vegna tvískipts persónuleika og stjörnumerkis!

 1972. Dr. Jekyll el Hombre Lobo (e. Dr. Jekyll versus the Werewolf). La: Spánn. Ls: León Klimovsky. Ha: Paul Naschy. Le: Paul Naschy, Shirley Corrigan & Jack Taylor. 1,36 mín. 5,5*. Teg: Hrollur. Lýs. Enn ein myndin sem blandar varúlfum inn í málið.

1972. The Adult Version of Jekyll and Hyde. Líka titlað: Adventures of Dr. Jekyll. La: Bandaríkin. Ls: Lee Raymond. Ha: Robert Birch, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Laurie Rose, Rene Bond & Jane Tsentas. 1,32 mín. 3,7*. Teg: Sci-Fi & Hrollur. “Underground” klámmynd með nöfnum á við Dr. Leeder og Miss Hyde.

MV5BYjM5ZDEzNDAtYWIyZS00YWFkLWI0MzAtZmMzOGEyMzY4Mzc2XkEyXkFqcGdeQXVyNzc5MjA3OA@@._V1_-1.jpg

1973. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: David Winters. Ha: Sherman Yellen, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Kirk Douglas, Susan George & Susan Hampshire. 1,18 mín. 5,1*. Teg: Sjónvarpsmynd, Hrollur, Sci-Fi & Söngleikur. Lýs: Lögin samin af þeim sama og gerði Oliver!.

 1976. Dr. Black, Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: William Crain. Ha: Larry LeBron & Lawrence Woolner. Le: Bernie Casey, Rosalind Cash & Marie O´Henry. 1,27 mín. 5,2*. Teg: Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Það hlaut að koma að því Jekyll af afrískum uppruna - blaxploitation (sbr. Frankenstein myndina: Blackenstein!).

1980. Dr. Heckyl and Mr. Hype. La: Bretland. Ls: Charles B. Griffith. Ha: Leikstjórinn & Roger Corman. Le: Oliver Reed, Sunny Johnson & Maia Danziger. 1,39 mín. 4,1*. Teg: Kómedía, Drama & Hrollur. Lýs: Bresk mynd um góðan lækni sem breytist með efnaformúlu í kynþokkafullt illmenni.

1977-80. Futatsu no kao n Rupan (e. Lupin the 3rd). La: Japan. Ls: Kyosuke Mikuriya. Ha: Monkey Punch. Le: Yasuo Yamada, Kiyoshi Kobayashi & Eiko Masuyama (raddir). 24 mín. 6,8*. Teg: Teiknimynd, Hasar & Ævintýri. Lýs: Japönsk teiknimynd byggð á sögum um Arséne Lupin III, einn þáttur er sérstaklega í Jekyll-Hyde þemanu.

1980. Dottor Jekyll e Gentile Signora (e. Doctor Jekyll likes Them Hot). La: Ítalía. Ls: Steno. Ha: Franco Castellano & Guiseppe Moccia, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Paolo Villaggio, Edwige Fenech & Gianrico Tedeschi. 1,47 mín. 5,2*. Teg: Kómedía. Lýs: Kynþokkafull kona reynir við Dr. Jekyll (líklega mistök).

p1jf4t.jpg

1980. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bretland. Ls: Alastair Reid. Ha: Gerald Savory, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: David Hemmings, Lisa Harrow & Ian Bannen. 1,55 mín. 5,9*. Teg: Hrollur, Sci-Fi & Spenna. Lýs: Hér er hlutverkunum snúið við og Hyde lítur eðlilega út, en Jekyll ekki. Í lokasenuni deyr Jekyll, en Hyde lifir áfram.

 1981. Docteur Jekyll et les Femmes (e. The Strange Case of Dr. Jekyll and Miss Osbourne). La: Frakkland. Ls: Walerian Borowczyk. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Udo Kier, Maria Pierro & Parrick Magee. 1,31 mín. 6,2*. Ted: Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Kynóður maður læðir sér inn í trúlofunarveislu Dr. Jekyll og Miss Fanny Osbourne.

1981. Chehre Pe Chehra (e. A Face over a Face). La: Indland. Ls: Raj Tilak. Ha: Byggt á sögu Robert Stevenson. Le: Sanjeev Kumar, Rekha & Vinod Mehra. 2,20 mín. 6,1*. Teg: Drama, Hrollur & Rómantík. Lýs: Dr. Wilson er virt persóna í litlu þorpi á Indlandi, en tilraunir hans gerbreyta honum.

 1982. Jekyll and Hyde… Together Again. La: Bandaríkin. Ls: Jerry Belson. Ha: Monica Mcgowan Johnson, Harvey Miller & Jerry Belson. Le: Mark Blankfield, Bess Armstrong & Krista Erickson. 1,29 mín. 6,2*. Teg: Sci-Fi, Kómedía & Söngleikur. Lýs: Kómedía þar sem búið er til lyf sem á að koma í stað allra skurðaðgerða, en óvænt efni er sett í formúluna.

1986. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Ástralía. Ls: Ms. Ha: Marcia Hatfield, bytt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Max Medlum, David Netheim & John Ewart (raddir). 50 mín. 6,5*. Lýs: Teiknimynd, Drama & Hrollur. Lýs: Góður læknir reynir að losna við hið illa í heiminum, en býr í staðinn til Herra Hyde.

1988. Kabala svyatosh (e. ?s). La: Rússland. Ls: Adolf Shapiro. Ha: Mikhail A. Bulgakov. Le: Oleg Efremov, Natalya Tenyakova & Innokenty Smoktunovsky. 2,20 mín. ?*. Teg: Drama. Lýs: ?.

1988. Jikiru hakase no homa ga toki (e. Dr. Jekyll and Mr. Hyde). La: Japan. Ls: ?. Ha: ?. Le: ?. Teg: Tölvuleikur. ? mín. 2,0*. Teg: Hasar & Fjölskylda. Lýs: Góður læknir (með annan persónuleika líka) verður að ferðast um stræti Lundúna að næturlagi og hittir þá ýmsa misjafna.

 1989. Nightmare Classics - The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Michael Lindsay-Hogg. Ha: J. Michael Straczynski, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Anthony Andrews, Laure Dern & Nicholas Guest. 60 mín. 6,2*. Teg: Sjónvarpssería, Drama, Dantasía & Hrollur. Lýs: Í þriðja hluta fyrstu seríunnar (S1.E3) er Jekyll-Hyde mýtan tekin fyrir.

 1989. Edge of Sanity. La: Bretland & Ungverjaland. Ls: Gérard Kikoine. Ha: J. P. Félix, Ron Raley & Edward Simons. Le: Anthony Perkins, Glynis Barber & Sarah Maur Thorp. 1,25 mín. 5,2*. Teg: Hrollur & Spenna. Lýs: Ódýr mynd þar sem galdralyfið er orðið að kókaíni (!) og Jekyll breytist í Jack the Ripper.

MV5BY2UzYjI0YWQtOTQxMy00OGFjLTgzYjktNTcyMmQwNzk4OTdjXkEyXkFqcGdeQXVyMTQxNzMzNDI@._V1_.jpg

1990. Jekyll and Hyde. La: Bandaríkin. Ls: David Wickes. Ha: Leikstjórinn, byggir mjög á upprunalegu sögu Robert L. Stevenson. Le: Michael Cane, Cheryl Ladd & Hoss Ackland. 1,36 mín. 6,2*. Teg: Hrollur & Spenna. Lýs: Athyglisverð sjónvarpsmynd með stórleikaranum Michael Cane í aðalhlutverki. Hér er mágkona Jekylls læknis mætt til sögunnar. Henni er nauðgað af Hyde.

1994. The Pagemaster. La: Bandaríkin. Ls: Charlie Kellner. Ha: David Casci, Ernie Contreras & David Kirschner. Le: Tim Allen, Dewey Anderson & Chich Arnold. Leonard Nimoy talar inn á teiknaða hlutann. 1,20 mín. 6,1*. Teg: Ævintýri, Fantasía & Mistería. Lýs: Teiknuð og leikin mynd þar sem hræddur strákur fer inn í ævintýraheim og hittir þar Dr. Jekyll.

 1995. Dr. Jekyll and Ms. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: David Price. Ha: Leikstjórinn, Tim John & Oliver Butcher. Le: Sean Young, Tim Daly & Lysette Anthony. 1,40 mín. 4,5*. Teg: Kómedía, Rómantík & Sci-Fi. Lýs: Afkomandi Dr. Jekyll býr til afbrigði af efnaformúlunni, sem breytir honum í konu.

511DKDG9E5L.jpg

 1995-98. Julia Jekyll and Harriet Hyde. La: Bretland. Ls: Jeremy Swan. Ha: Leikstjórinn. Le: Olivia Hallinan, John Asquith & Simon Green. 15 mín. 7,4*. Teg: Fjölskylda. Lýs: Bresk sjónvarpssería á BBC One fyrir börn.

1995. Dr. Jekyll and Ms. Hyde. La: Bretland, Bandaríkin & Kanada. Ls: David Price. Ha: Leikstjórinn, Tim John & Oliver Butcher. Le: Sean Young, Tim Daly & Lysette Anthony. 1,40 mín. 4,5*. Teg: Kómedía, Rómantík & Vísindaskáldsaga. Lýs: Vísindamaður (sem er barnabarn Jekylls) sem sérhæfir sig í gerð ilmvatna finnur gömlu formúluna hans afa.

1996. The Nutty Professor. La: Bandaríkin. Ls: Tom Shadyac. Ha: Eddie Murphy, Jada Pinkett Smith & James Coburn. Le: Eddie Murphy, Kada Pinkett Smith & James Coburn. 1,35 mín. 5,6*. Teg: Kómedía, Rómantík & Sci-Fi. Lýs: Stórgóð grínmynd, sem er í raun endurgerð á sömu mynd með Jerry Lewis frá 1963. Eddie Murphy leikur fjöldan allan af hlutverkum.

f88bfd8a-fe64-40e7-9c16-dc2e28f559a0_1.c7fb0d510ed7b7cb36668d863b119ee6.jpg

 1996. Mary Reilly. La: Bandaríkin & Bretland. Ls: Stephen Frears. Ha: Christopher Hampton, byggt á skáldsögu (með sama nafni) eftir Valerie Martin. Le: Julia Roberts, John Malkovich & George Cole. 1,48 mín. 5,8*. Teg: Drama, Hrollur & Rómantík. Lýs: Þessi útgáfa sögunnar er með stórleikurum og byggir á samnefndri skáldsögu Valerie Martin.

MARY-REILLY-1996-ORIGINAL-CINEMA-POSTER__17738.1544065686.jpg

  1996. Dr. Jekyll and Mr. Hyde: A Legacy of Fear. La: Bandaríkin. Ls: ?. Ha: Paul Wisepape. Le: Robert Mandan. ? mín. 6,8*. Teg: Sjónvarpsmynd & Spenna. Lýs: ?.

 1999. Dr. Jekyll i Mr. Hyde wedkyg Wytwórni A´YoY. (e. ?). La: Pólland. Ls: Wladyslaw Sikora & Jaroslaw Stypa. Ha: Wladislaw Sikkora. Le: Arthur Andrus, Anna Bucwinska & Miroslaw Gancarz. ? mín. ?*. Teg: Kómedía. Lýs: ?.

2000. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Colin Budds. Ha: Peter M. Lenkov, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Adam Baldwin, Steve Bastoni & Anthony Brandon Wong. 1,45 mín. 4,5*. Teg: Hasar, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Skelfilega rugluð mynd, sem þó er framleidd af Francis Ford Coppola! Kínversk slagsmál leika stórt hlutverk í þessari lélegu mynd.

2000. Nutty Professor: The Klumps. La: Bandaríkin. Ls: Peter Segal. Ha: Jerry Lewis, Steve Oedekerk & Barry Blaustein. Le: Eddie Murphy, Janet Jackson & Larry Miller. 1,46 mín. 4,4*. Teg: Kómedía, Rómantík & Sci-Fi. Lýs: Framhald grínmyndarinnar The Nutty Proressor frá 1996, en heldur ekki alveg dampi. Eddie Murphy leikur aftur fjöldan allan af hlutverkum.

 2001. Jekyll and Hyde: The Musical. La: Bandaríkin. Ls: Don Roy King & Robin Phillips. Ha: Steve Cuden & Leslie Bricusse, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: David Hasselhoff, Coleen Sexton & Andrea Ricette. 2,15 mín. 6,5*. Teg: Hrollur, Söngleikur & Sci-Fi. Lýs: Jekyll og Hyde orðinn sögnleikur!

MV5BMTQxOTkwMTk4M15BMl5BanBnXkFtZTcwNDA2NzczMQ@@._V1_.jpg

2002. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Mark Redfield. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Leikstjórinn, Ellie Torrez & Kosha Engler. 1,49 mín. 5,7*. Teg: Sjónvarpsmynd, Drama, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Þessi mynd er mjög nálægt upprunalegu sögunni.

2003. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bretland. Ls: Maurice Phillips. Ha: Martyn Hesford, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: John Hannah, David Warner & Gerard Horan. 1,38 mín. 5,6*. Teg: Sjónvarpsmynd, Sci-Fi og Spenna. Lýs: Hér reynir leikarinn Hannah að tjá bæði Jekyll og Hyde með látbragði einu, en engum útlitsbreytingum eða annarri förðum. Athyglisvert.

  2003. Dr. Jekyll and Mistress Hyde. La: Bandaríkin. Ls: Vince Clarke. Ha: Leikstjóri. Le: Andy Bell, Vince Clarke & Dean Bright. Teg: .Drama, Horror & Sci-Fi. 1,28 mín. 4,8*. Teg: Stutt- og Grínmynd. Lýs: Dr. Jackie er þerapisti sem býr til lyf sem aðgreinir hið eðlilega frá erótísku geðrofi (hvað sem það nú er).

 2004. Dr. Jekyll and Mr. Hyde: The True Story. La: Bandaríkin. Ls: Christopher Rowley. Ha: Mike Sheehan. Le: Ben Hohnson, Jack Fortune & Mike Lummis. 50 mín. 7,0*. Teg: Sjónvarps- & Heimildamynd. Lýs: Robert L. Stevenson sjálfur var tvískiptur eins og skapnaður hans - Jekyll, með óeðlilega mikinn áhuga á William Deacon Brodie, alræmdum skoskum siðblindingja.

 2004. Dr. Jekyll and Mr. Hyde: The Making of. La: Bandaríkin. Ls: D. J. Summitt. Ha: ?. Le: Carl Randolph & Mark Redfield. ? mín. ?,?*. Teg: Stuttmynd & Heimildamynd. Lýs: ?.

2005. Jacqueline Hyde. La: ?. Ls: Rolfe Kanefsky. Ha: Leikstjórinn. Le: Gabriella Hall, Blythe Metz & Rebekah Ellis. 1,34 mín. 4,3*. Teg: Kómedía, Hrollur & Spenna. Lýs: Erótísk mynd um hina eðlilegu Jackie Hide, sem breytist í hina erótísku Jacqueline Hyde.

2006. The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: John Varl Buechler. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Tony Dodd & Tracy Scoggins & Vernon Wells. 1,29 mín. ?*. Teg: Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Endurgerð sögunnar, en færð til nútímans (í stað Viktoríutímabilsins).

2006. Jekyll + Hyde. La: Bandaríkin & Kanada. Ls: Stuart Beattle. Ha: Stuart Beattle. Le: Brian Fisher & Bree Turner. 1,32 mín, ?*. Teg: Hrollur, Sci-Fi & Spenna. Lýs: Tveir læknanemar reyna að búa til þetta lyf sem Jekyll notaði í umbreytinguna út frá ecstasy töflum.

2007. Ian Rankin: Investigates Dr Jekyll and Mr Hyde. La: Skotland. Ls: Richard Downes. Ha: Leikstjórinn. Le: Ewin Bremner, Boris Karloff & Richard Kaye. 57 mín, ?*. Teg: Heimildamynd. Lýs: Mjög athyglisverð greining stórgóðs rithöfundar á Robert Louis Stevenson. Rankin greinir m.a. frá því að Stevenson hafi sem barn fengið martraðir út af sannsögulegu skosku máli: Major Thomas Weir. Þetta er athyglisvert því Stevenson hefur viðurkennt að Jekyll-Hyde sagan birtist honum fyrst í draumi.

2007. Jekyll. La: Bretland. Ls: Steven Moffat. Ha: Leikstjórinn. Le: James Nesbitt, Gina Bellman & Denis Lawson. 3,34 mín. 8,1*. Teg: Glæpir, Hrollur & Sci-Fi. Lýs: Stórgóðir sjónvarpsþættir (6 þættir) með írska stórleikaranum James Nesbitt. Hann leikur karakterinn Tom Jackman í nútíma London og kemst smám saman að því að hann er afkomandi Dr. Jekyll - eh - raunar Hyde, því að Jekyll var hreinn sveinn. Mjög góðir þættir.

2008. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Kanada. Ls: Paolo Barzman. Ha: Paul B. Margolis, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Dougray Scott, Krista Bridges & Tom Skerritt. 1,29 mín. 4,7*. Teg: Sjónvarpsmynd, Hrollur, Sci-Fi & Spenna. Lýs: Hér vill Jekyll losna undan því að breytast í Hyde með því að láta lögfræðing sinn flýta réttarhöldunum og láta þar dæma sig til dauða.

2008. Igor. La: Bandaríkin & Frakkland. Ls: Stuart Beattle. Ha: Stuart Beattle. Le: Jaclyn (?) Jennifer Coolidge & Eddie Izzard (sem Dr. Schadenfreude!). 1,27 mín. 5,1*. Teg: Teiknimynd, Kómedía & Fjöskylda. Lýs: Teiknimynd um kroppinbak, sem reynir að verða vísindamaður.

2009. Dr. Jekyll and Mr. Hyde: A Fine Bogey Tale by Robert Louis Stevenson. La: ?. Ls: Mark Jowett. Ha: Robert Louis Stevenson. Le: ?. 3 mín. ?*. Teg: Teiknimynd, Stuttmynd & Kómedía.

2010. Sin City Blue - SI: Crime Scene Investigation - (S10-E11). La: Bandaríkin. Ls: Louis Shaw Milito. Ha: Anthony E. Zuiker, David Rambo & Jacqueline Hoyt. Le: Laurence Fishburn, Marg Hegelbergar & George Eads. 60 mín. 7,5*. Teg: Glæpir, Drama & Mistería.

2010. Meat Jekyll - CSI: Crime Scene Investigation - (S10-E23). La: Bandaríkin. Ls: Alec Smight. Ha: Anthony E. Zuiker, Evan Dunsky & Naren Shankar. Le: Laurence Fishburn, Marg Hegelbergar & George Eads. 60 mín. 7,9*. Teg: Glæpir, Drama & Mystery.

2012. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: ?. Ls: Ulf Kjell Gúr. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Joel Backman. 21 mín. 7,8*. Teg: Stuttmynd & Drama. Herra Hyde birtist í fangelsi til að hrella fangana yfir jólin.

2012. Dr. Jekyll, Mr. Hyde. La: ?. Ls: Ryan Blackstock. Ha: ?. Le: Anders M. Johansen. ? mín. ?,?*. Teg: Fantasía. Stuttmynd.

2013. Do No Harm. La: Bandaríkin. Ls: David Schulner. Ha: Leikstjórinn. Le: Steven Pasquale, Alana De La Garza & Michael Esper. 60 mín. 6,9*. Sjónvarpssería þar sem segir frá lækni sem er: Twice the man you think he is (get it?).

2014. I, Frankenstein. La: Bandaríkin & Ástralía. Ls: Stuart Beattle. Ha: Stuart Beattle. Le: Stuart Beattle & Aaron Eckhart & Bill Nighy. 1,32 mín. 5,1*. Teg: Hasar, Fantasía & Sci-Fi. Lýs: Ófreskja Frankensteins blandast inn í deilur tveggja ódauðlegra hópa,

2015. Jekyll and Hyde. La: Bretland. Ls: Charles Higson. Ha: Leikstjórinn. Le: Tom Bateman, Donald Sumpter & Stephanie Hyam. 46 mín. 7,9*. Teg: Hasar, Ævintýri & Drama. Lýs: Bresk sjóvarpssería (10 þættir) í anda ofurhetjumynda, sem snýst um barnabarn Jekylls, Robert Jekyll, sem árið 1930 getur haldið Hyde í skefjum (framan af) með pillum. Svo koma ofurhetjur til sögunnar og þá ...

aZxe642qnGUvHCNHvr10vrWjx3b.jpg

2015. Dr. Jekyll and Mr. Hyde: The Game - The Movie. Bandaríkin. Ls: James Rolfe. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Bradley Kristian Wrenn, Jenna Horton & Tara Demmy. 4 mín. 8,1*. Teg: Stuttmynd & Kómedía. Lýs: Tölvuleik er breytt í kvikmynd, þar sem Jekyll berst við allt og alla.

2015. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Bandaríkin. Ls: J. Con. Ha: xx. Le: Gianni Capaldi, Shaun Piccinino & Mickey Rooney í sinni seinustu mynd. xx mín. x,0*.

2015. Haideu, Jikil, Na (e. Hyde, Jekyll, Me). Suður-Kórea. Ls: Park Shin Woo. Ha: ?. Le: Hyun Bin, Han Ji-min & Hee-Sung Kwak. 58 mín. 7,0*. Teg: Kómedía, Drama & Rómantík. Lýs: Kóreisk sjónvarpssería (20 þættir) um Jekyll og Hyde þemað, nema hvað nú heita þeir Seo-jin og Robin. Í þessari seríu er Hyde aðal karakterinn og Jekyll verður óvart til.

2017. Madame Hyde. La: Frakkland & Belgía. Ls: Serge Bozon. Ha: Leikstjórinn & Axelle Ropert, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Isabelle Huppert, Romain Duris & Joeé Garcia, 1,35 mín, 5,2*. Teg: Kómedía, Drama og Sci-Fi. Lýs: Huppert leikur báðar persónurnar, sem nú eru kvenkyns og heita Marie Géquil og Madame Hyde.

poster_es_big.jpg

2017. Making a Monster: The Story Behind Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Bandaríkin. Ls: B. Luciano Barsuglia. Ha: Leikstjórinn. Le: Zan Alda, B. Luciano Barsuglia & Sierra Barsuglia, 34 mín, ?*. Teg: Sjónvarps- & Heimildamynd. Lýs: Þessi heimildamynd lýsir því langa ferli sem það var að skapa The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde.

2017. Dr. Jekyll and Mr. Hyde. La: Ítalía. Ls: Luciano Barsuglia. Ha: Leikstjórinn, byggt á sögu Robert L. Stevenson. Le: Gianni Capaldi, Shaun Paul Piccinino & David Beattt. 1,23 mín, 6,4*. Teg: Hrollur & Sci-Fi. Ágætis útgáfa á sögunni, sem byggir á baráttunni á milli góðs og ills. Lítið breytt út af upprunalegu sögunni.

2021. Jekyll and Hyde Retold. La: Bandaríkin. Ls: Brandon Brumfield. Ha: Isaiah Nichols. Le: Allan Mcfarlane, Ethen Garcia & Paul Blain. 1,02 mín, ?*. Teg: Drama & Spennumynd. Lýs: Alveg ný mynd, sem virðist ekki góð miðað til stikluna.


jekyll og Hyde leikrit

Strax var byrjað að setja söguna af Jekyll og Hyde á svið árið 1887, aðeins x árum eftir útgáfu bókarinnar. Þessar eru helstar:

1887. Leikrit í 4 þáttum: Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Thomas Russell Sullivan leikstýrði sýningu í Boston, sem gekk svo vel að sýningin var sett upp á Bretlandseyjum í 20 ár. Orð fór af leik Richard Mansfield.

Fræg mynd af leikaranum Richard Mansfield í báðum hlutverkunum.

Fræg mynd af leikaranum Richard Mansfield í báðum hlutverkunum.

1888. Leikrit í 4 þáttum: Dr. Jekyll and Mr. Hyde. John McKinney uppfærði ásamt leikaranum Daniel E. Bandman. Þessi útgáfa verksins var líka flutt til Bretlands.

1897. Leikrit í 4 þáttum: Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Or a Mis-Spent Life. Louella Forepaugh og George F. Fish settur verkið upp í Fíladelfíu.

1900. Leikrit í 4 þáttumDr. Jekyll and Mr. Hyde. Uppsetning: Marcel Schwob og Vance Thompson.

1990. Söngleikur: Jekyll & Hyde. Þekkt lag úr þessum söngleik er: This is the Moment. Breska hljómsveitin The Moody Blues flutti þetta lag sem opnunarlag Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 1994: Soccer Rocks the Globe.

1991. David Edgar settir verkið upp fyrir The Royal Shakespeare Company.

1994. Skólasöngleikur: Jekyll!, skrifað af Alex Went, leikstýrt af Peter Fanning. Vann til verðlauna 1995. þegar verkið var sýnt á Edinburgh Fringe hátíðinni.

2009. Ný uppsetning: Dr. Jekyll and Mr. Hyde, gerð af Jeffrey Hatcher sett upp í Cincinnati Playhouse útileikhúsinu.

2010. The Holden Kemble Theatre Company setti upp: The Scandalous Case of Dr Jekyll and Mr Hyde á Edinburgh Fringe hátíðinni, sem síðar var sett upp í London.

2012. Synetic Theater setur upp verðlauna þögla útgáfu af Jekyll & Hyde með Slex Mills í aðal hlutverki, ásamt Peter Pereyra sem Lanyon og Brittany O´Grady sem hin trúlofaða.

2012. Jonathan Holloway setur upp nýja útgáfu í The Courtyard Theatre í London. Melody Roche er Jekll, Charlie Allen sem Utterson og Gary Blair er Enfield.

2013. Flipping the Bird hópurinn setur nýja útgáfu: The Curious Case of Jekyll and Hyde upp af verkinu, enn á Edinburgh Fringe Festival, þar sem Jekyll er kvengerður: Dr. Tajemnica Jekyll, sem breytist þó í karlkyns Edward Hyde.

download.jpg

2013. Four of Swords hópurinn setur verkið upp á vegum Arts Council England í Poltimore House í Devon.

201X. ?


2021. xx.




jekyll og Hyde í bókmenntum

Íslensku útgáfurnar hafa þessa birtingarmynd:

Eldri útgáfu má sjá í Sígildum sögum (Classics Illustrated). Sígildar sögur voru vinsælar hér áður og margar þeirra þýddar á íslensku (Hamlet, David Copperfield o.fl.), ég las þær allar. Ég man þó ekki að þessi hafi verið þýdd, hvað þá gefin út á íslandku.

Jekyll_and_hyde_ClassicsIllus_2015.jpg

1994. Hið undarlega mál Jekylls og Hyde (og fleiri sögur). Mál og Menning. Í þýðingu Guðmundar Finnbogasonar, endurunnin af Árna Óskarssyni.

20911243.jpg

2021. Hið undarlega mál Jekylls og Hydes. Ný útgáfa Uglu, í þýðingu Árna Óskarssonar.

jekyll-og-hyde-kapa-1418x2048.jpg


VerkefnI

  1. Hv

  2. Hva

  3. Ne

  4. Hva

  5. Nefn

  6. Seg