1971

Duel

Titill: Duel.

 

Duel kápan.

 

Útgáfuár: 1971.

 

Útgáfufyrirtæki: Universal Studios.

 

Dreyfingaraðili: Universal Studios.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: George Eckstein.

 

Lengd: 74 mínútur í sjónvarpi, en lengt í 90 mínútur þegar ákveðið var (eftirá) að sýna hana í kvikmyndahúsum.

 

 Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 8,6 + 8,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Steven Spielberg (USA, 1946 - .).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Close Encounters of the Third Kind (1977), E. T: the Extra-Terrestrial (1982), Jaws (1975), Jurassic Park (1993), Lincoln (2012), Munich (2005), Indiana Jones - myndirnar (1981 - 1984 - 1989 - 1992 og 2008), Saving Private Ryan (1998) og Schidler's List (2008) og nú er í undirbúningi mynd með Ólafi Darra í hlutverki risa í The BFG (2016).

 

Handrit: Richard Matheson.

 

Tónlist: Billy Goldenberg.

 

Kvikmyndataka: Jack A. Marta.

 

Klipping: Frank Morriss.

 

Kostnaður/tekjur: 45.000$/??.000$.

 

Slagorð: ???.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=5MtAMc4i8OA

 

Flokkun: Tryllir.

 

Leikarar / Hlutverk:

 

David Mann.

Dennis Weaver = David Mann.

 

Frú Mann.

Jacqueline Scott = Frú Mann.

 

Nafnlausi bílstjórinn sést aldrei allur.

Carey Loftin = Trukkbílstjórinn, sem sást þó aldrei allur!

 

Bílstjóri skólabílsins.

Lou Frizzell = Bílstjóri skólabílsins.

 

Sá saklausi.

Eugine Dynarski = Saklausi maðurinn á veitingastaðnum.

Og loks aðalhlutverkin 2:

 

Plymouth Valiant.

Plymouth Valiant, árgerð 1970.

 

Trukkurinn, aðalleikari myndarinnar.

Trukkurinn!

Mínúturnar:

000 = Textinn.

004 = Loks sjáum við bílstjórann David Mann (Dennis Weaver), sem er kominn út úr bænum og keyrir á hraðbraut. Hann er að hlusta á útvarpið í bílnum þegar hann reynir að fara framúr trukk. Trukkurinn er gamall og það rýkur úr honum. David reynir að fara fram úr, hann lítur til hliðar eþgar hann keyrir framúr, en sér ekki bílstjórann, en hann sér ekki neitt bílnúmer.

007 = Nú fer trúkkurinn á miklum hraða framúr honum og hægir aftur á sér. Aftur sjáum við okkar mann fara framúr, og þá flautar trukkurinn.

008 = David stoppar á bensínstöð og við sjáum trukkinn leggja við hliðina á honum. Enn sjáum við ekki bílstjórann, bara hendina á honum. D er orðinn forvitinn.

011 = David fer inn og hringir í konu sína. Hann biðst afsökunar á gærkvöldinu, en samband þeirra hjóna virðist ekki mjög gott, allavega er samtalið styrt. Hann virðist eiga 2 stráka.

014 = David keyrir af stað á undan trukknum, sem fylgir þó fljótlega á eftir. David veifar honum að fara framúr, sem hann og gerir, en hægir þó strax á sér. David segir: I gave you the road, why don't you take it?

016= David reynir að fara framúr, en trukkurinn kemur endurtekið í veg fyrir það. David flautar og er orðinn verulega pirraður. Loks veifar trukkstjórinn David að koma framúr, en þegar hann gerir það, þá er bíll að koma beint á móti. David reynir enn að komast framúr.

018= Ok, I'll play games, segir David og kemst farm úr með því að taka hliðarveg. Það tekst og hann er hæstánægður.

020 = David keyrir áfram, en sér nú að trukkurinn hefur gefið í og er að nálgast hann. Davið eykur þá sjálfur hraðann, en trukkurinn er alveg að ná honum. Trukkurinn flautar og keyrir alveg upp að David, sem veit ekki lengur hvað hann á að gera, enda kominn á allt of mikinn hraða.

022 = Trukkurinn er svo nálægt að hann keyrir aftaná David og flautar í sífellu. David er að nálgast 100 mílna hraða! Eitthvað verður undan að láta.

024 = David kemur að þorpi og bremsar. Hann nær að stöðva, en keyrir á grindverk og meiðir sig á hálsi. Hann segir bónda að trukkbílstjóri hafi reynt að drepa sig, en hann trúir því ekki. David fer sveittur og ringlaður inn á veitingahús. Hann hugsar að þetta hafi verið brjálað, en þetta sé núna allavega búið, en þegar hann kemur af salerninu, þá sér hann að trukkurinn hefur snúið við og er fyrir utan. Einn þeirra sem er inni á veitingahúsinu er bílstjórinn. David veit ekki hver.

031 = David horfir á þá alla, en fær bara hausverk af því. David róar sig og reynir að sannfæra sig að maðurinn sé ekki á eftir sér. Hann biður um asperín.

036 = David sér einn fara, en hann var á öðrum bíl. Hvað á hann að gera?

038 = David talar við þann sem hann heldur að sé bílstjórinn, segir honum að hætta þessu. Sá er ekki rétti maðurinn og lemur David frá sér. David er beðinn að yfirgefa veitingastaðinn. Hann sér að þetta var ekki réttur maður, en rétt á eftir þá fer trukkurinn af stað, án þess að David hafi séð bílstjórann yfirgefa veitingahúsið. Hann hleypur á eftir trukknum, en sér ekki bílstjórann.

041 = David fer aftur í bíl sinn og kemur honum af stað.

Rétt á eftir reynir David að koma skólabíl af stað með því beinlínis að keyra aftan á hann, rétt eins og trukkurinn gerði. Það er ekki að ganga. Bíllinn hans festist meira að segja við hinn. Þegar hann er að losna þá sér David að trukkurinn er rétt hjá í göngunum að bíða eftir honum.

048 = David losnar og keyrir strax í burtu. Trukkurinn fer þá aftan í skólabílinn og kemur honum í gang.

050 = David stoppar fljótlega á eftir við brautarteina, en þá kemur trukkurinn fyrir aftan hann og reynir að keyra á hann, ýta honum beint á járnbrautina! Það tekst næstum því.

054 = David stoppar á lítilli bensínstöð og ákveður að hringja í lögregluna í almenningssíma, þegar I like to report a truckdriver that has been dangering my life, en áður en lögreglan nær að skrifa niður upplýsingarnar, þá kemur trukkurinn og keyrir niður, fyrst símaklefann og svo allt í kring. David kemst undan.

057 = David keyrir af veginum og felur sig. Hann sér trukkinn fara áfram. Loks er David öruggur, hann ætlar bara að bíða þarna og svo sem klukkustund og leyfa trukkinum að komast sem lengst í burtu. David sofnar.

059 = David vaknar við að jarnbrautarlest keyrir framhjá. Um tíma hélt hann að þetta væri trukkurinn. David hlær að hræðslu sinni. Ha, ha. Loks leggur hann af stað. En hann snarstoppar fljótlega á eftir, enda sér hann trukkinn bíða eftir sér.

062 = David ákveður að gefa í og berjast. Hann reynir en kemst ekkert. Þetta er einvígi! David labbar í áttina að trukknum, en þá keyrir hann í burtu, ekki þó langt.

065 = Bíll kemur og David reynir að fá fólkið með sér í lið, en þá kemur trukkurinn og fælir bílinn í burtu.

067 = David sér nú að hann verður að klára þetta sjálfur. Hann gefur í og trukkurinn fylgir á eftir. David segir: Ok, see if you can catch me now. Here we go.

069 = David heldur að trukkurinn nái sér ekki, í þessum halla. Mikill eltingaleikur hefst.

073 = Nú fara þeir upp í móti og þá heldur trukkurinn ekki í við hann. David kemst langt fram úr, en þá ofhitnar bíllinn hjá honum. Bíllinn fer hægar og hægar. Trukkurinn er að ná honum.

077 = Eini möguleiki Davids er að hann nái toppnum áður en bíllinn bræði úr sér. Þá getur hann látið bílinn renna með því að hafa hann í hlutlausum. Þeir koma í mininn halla, þar sem trukkum er ráðlagt að gíra niður til að hægja á sér.

079 = Bíll Davids fer út af veginum og stoppar, hann rétt nær að setja hann í gang áður en trukkurinn keyrir á hann. David kemst á fáfarinn veg og trukkurinn eltir. Bíll Davids er illa lemstraður, en gengur samt.

080 = David kemur að endamörkum vegarins, hann keyrir beint á móti trukknum, e stekkur burt áður en þeir skeppa saman. Trukkurinn keyrir áfram með bíl Davids og þeir fara fram af brúinni og niður fjall með miklum látum.

083 = David er yfir sig ánægður, en er ekki viss um bílstjóra trukksins. Er hann lifandi eða dáinn?

090 = THE END.

 

Road-rage

Kvikmyndin Duel minnir okkur á að fólk á það til að missa sig í umferðinni. Erlendis er það kallað road-rage. Mikið er um rússnesk youtube dæmi, enda skylda þar að vera með kvikmyndavél í bílnum. Skoðum eitt dæmi:

 

https://www.youtube.com/watch?v=ZBQhW2OjKwk

 

Hér kemur amerískt dæmi, sem Kleópatra fann. Rússarnir slást, en Bandaríkjamenn grípa til byssunnar, jafnvel þótt þeir verði fyrst að keyra heim til að ná í hana. Maður hefði haldið að konunni hefði runnið reiðin á meðan!

 

[vsw id="http://edition.cnn.com/2015/02/17/us/las-vegas-road-rage-killing/" source="youtube" width="425" height="344" autoplay="no"]

 

Einkenni Steven Spielberg mynda:

Margir nefna ákveðin þemu sem eru gegnumgangandi í Steven Spielberg myndum: 5 Ways you know you're watching a Spielberg movie:

  1. Föðurþemað, sonur að reyna að ná sambandi við föður sinn (daddy issues).
  2. Sterkar senur með ljósum, ljósgeislum (streams of light).
  3. Tilfinningaríkar andlitssenur, þegar andlitið sést í nærmynd og stækkar og stækkar (awestruch faces).
  4. Flókin myndataka með speglum, glerjum, skuggum, andlit speglast í gleri, í auga, í vatni... (this shot).
  5. John Williams tónlist (John Williams music).

 

Skilaverkefni:

Spurning 1-3: Finndu 4 af ofangreindum atriðum í kvikmyndinni Duel.

4. Útskýrðu stuttlega eitt íslenskt dæmi um road-rage, annað hvort þitt eigið eða annarra.

Mundu svo að segja persónulegt álit (enga ókurteisi!) á myndinni í lokin, en áður en þú gerir það skoðaðu þá þetta 12 mínútna fræðslumyndband, sérstaklega seinustu 3 mínúturnar!

 

https://www.youtube.com/watch?v=-uCBYFHRHU0