1987

Fatal Attraction

Titill: Fatal Attraction.

Útgáfuár: 1987.

Útgáfufyrirtæki: Paramount Pictures.

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Stanley R. Jaffe & Sherry Lansing.


Lengd: 119 mín.

 Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 7,8 + 7,1* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Adrian Lyne (England, 1941).


Aðrar myndir sama leikstjóra: Foxes (1980), Flashdance (1983), Nine 1/2 Weeks (1986), Fatal Attraction (1987), Jacob's Ladder (1990), Indecent Proposal (1993) Lolita (1997) og Unfaithful (2002).

Handrit: James Dearden.


Tónlist: Maurice Jarre.

Kvikmyndataka: Howard Atherton.

Klipping: Peter E. Berger & Michael Kahn.

Kostnaður / tekjur: 14.000.000$ / 320.200.000$ = Yfir 300.000.000$ í tekjur!

Slagorð: I think you are terrific, but I am married. What can I say?


Trailer: Gerið svo vel.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=BuZvfYNGF7Q

Fatal Attraction byggir á breskri mynd frá  Diversion (James Dearden, 1980). Ég finn engar nánari upplýsingar um þá mynd, hvorki póster né trailer.

Flokkun: Drama.

Leikarar / Hlutverk:

Michael Douglas = Dan Gallagher, lögfræðingur - lögfræðilegur ráðgjafi fyrir bókaútgáfu, giftur Beth.

Glenn Close = Alexandra "Alex" Forrest, viðhaldið. Vinnur ekki við sama fyrirtæki og Dan, en hittir hann þó fyrst á vinnufundi.

Gallagher.

Anne Archer = Beth Gallagher, eiginkonan, gift Dan.

Ellen Gallagher, dóttirin.

Ellen Hamilton Latzen = Ellen Gallagher, dóttirin, 6 ára.

Jimmy.

Stuart Pankin = Jimmy. Lögfræðingur, samstarfsmaður Dans í vinnunni.

image.png

Ellen Foley = Hildy.

Fred Gwynne = Arthur, yfirmaður fyrirtækisins sem Dan vinnur hjá.

Meg Mundy = Joan Rogerson og Tom Brennan = Howard Rogerson, vinahjón Gallagher fjölskyldunnar.

Lois Smith = Martha, einkaritari Dans.

Mike Nussbaum = Bob Drimmer.

J. J. Johnston = O'Rourke.

Michael Arkin = Lögreglumaðurinn, sem Dan ráðfærir sig við.

Jane Krakowski = Christine.

Fatel Attraction / Mínúturnar:

0:01 mín = Textinn.

0:02 mín = Dan Gallagher (Michael Douglas) og Beth Gallagher (Anne Archer) eru heima að undirbúa sig fyrir veislu.

0:04 = Barnfóstra kemur og hjónin fara í veisluna.

0:05 = Þau hitta marga úr vinnunni, þar á meðal ljóshærðri konu á barnum sem heitir Alexandra "Alex" Forrest (Glen Close). Í veislunni kemur fram að Dan þarf af vinna morgunn, þótt það sé laugardagur.

0:11 = Fundur daginn eftir mætir Alex Forrest, kynnt sem: Our new associate editor. Umræðuefnið er hvort gefa megi út bók sem segir frá framhjáhaldi þingmanns, sem virðist byggt á sannsögulegu tilfelli. Dan er lögfræðilegur ráðgjafi útgáfufyrirtækisins og hefur áhyggjur af því að hægt geti verið að lögsækja þá, ef bókin er gefin út.

0:13 = Eftir fundinn fer Dan á veitingastað með Alex, sem hann hafði tekið sérstaklega eftir á fundinum. Það virðist vera gagnkvæmur áhugi.

0:16 = Eftirá fara þau heim til Alexar og giftur maðurinn heldur framhjá (en meinar ekkert með því, eins og sagt er). Eftirá fara þau út að dansa.

0:19 = Eftir dansinn fylgir Dan Alex heim, og hann fer aftur inn til hennar. Raunar komast þau ekki inn, heldur gera það í lyftunni.

0:21 = Dan kemur heim, en eiginkonan er þá hjá foreldrum sínum. Dan hringir í eiginkonuna og lýgur sig hikandi framhjá framhjáhaldinu.

0:23 = Strax að samtalinu loknu hringir Alex í Dan, heim til hans. Dan er brugðið. Alex vill hitta Dan strax aftur - strax í dag. Dan lætur undan og þau leika sér saman í Central Park.

0:26 = Í garðinum leikur Dan sér að því að þykjast fá hjartaáfall, en Alex líkaði það ekki. Hún svarar með því að segja frá því að faðir hennar hafi dáið úr hjartaáfalli. Dan er brugðið, en þá segir Alex að hún hafi líka verið að ljúga. Upphafið að mikilli baráttu á milli þeirra?

0:28 = Dan og Alex fara heim til hennar og elda mat saman. Virðast skemma sér vel.

0:31 = Við matarborðið vill Alex ræða það óþægilega umræðuefni að hann er giftur. Meðal annars að hún vilji hitt hann aftur. Dan segir að þetta geti ekki haldið áfram. Alex bregst illa við. Þegar hann er að fara bregst Alex við til skiptis með ást og hatri, sem endar með því að hún sker sig á báðum höndum á púls. Dan frestar heimferðinni og annast Alex.

0:38 = Loks þegar Dan kemst heim þá reynir hann að láta líta út eins og hann hafi sofið heima um nóttina. Svo fer hann í vinnuna og hittir eiginkonuna um kvöldið. Dan: I missed you so much (sic).

0:44 = Alex kemur til Dan í vinnuna og biðst afsökunar á framkomu sinni. Alex: A lot of guys would have run away. Svo býður Alex honum á óperuna. Dan neitar. Alex: I'll see you around sometime. Málið er dautt eða hvað?

0:46 = Mjög merkileg sena, Dan er í keilu með vinum sínum, en Alex situr ein heima, hlustar á Madame Butterfly, kveikir og slekkur á lampanum. Er ekki allt í lagi með hana?

0:49 = Dan er í vinnunni og er alltaf að fá hringingar frá Alex. Hann segir henni eins ákveðið og hann getur að þau eigi að slíta öllu sambandi. Hann segir ritara sínum og gefa Alex ekki framar samband við sig.

0:52 = Veisla er í gangi heima hjá Dan og hann sér konu sína svara í símann. Sá sem hringir rífur ekki símtalið, segir ekkert en leggur heldur ekki á. Alex hringir aftur um nóttina, Dan svarar. Alex segist verða að hitta hann kl. 18 á morgunn.

0:54 = Dan kemur og þau rífast út á götunni. Alex segist elska hann. Þegar hann segir nei, þá segist Alex vera ólétt. Dan stoppar í sporunum. Hann býðst til að borga fóstureyðinguna. Alex segist ætla að eiga barnið.

0:58 = Dan brýst inn til Alexar og reynir að finna eitthvað sem geti hjálpað honum.

1:01 = Dan segir vini sínum og samstarfsmanni sínum, lögfræðingnum Jimmy (Stuart Pankin), alla söguna og segist orðinn verulega hræddur. Á meðan er Alex að reyna að hringja í hann, en nú er númerið ekki lengur á skrá.

1:03 = Dan kemur heim og þá er Alex þar að skoða íbúðina - þau eru að selja! Þau heilsast og Alex spyr: höfum við ekki hist áður? Alex segir eiginkonunni að hún sé ólétt og fær um leið allar upplýsingar um hvert hjónin eru að flytja. Anne lætur hana fá símanúmerið.

1:06 = Daginn eftir fer Dan heim til Alex og öskrar á hana. Hann krefst þess að hún hætti öllum samskiptum. Alex segir: I am going to be the mother of your child. Give me some respect. Alex segir: I am not going to be ignored, Dan! Dan öskrar ekki bara á hana, heldur hendir henni á vegginn.

1:09 = Hjónin eru að flytja í sveitina. Enn hringir síminn. Dan er orðinn verulega taugaveiklaður.

1:12 = Um kvöldið fer Dan út í bílinn sinn, við sjáum Alex flýja af vettvangi. Dan finnur bílinn. Það virðist rjúka úr honum. Alex hefur hent sýru yfir bílinn!

1:15 = Alex sendir Dan spólu. Þar segist hún enn elska hann, en einhvern veginn verði hún að ná sambandi við hann. Dan spilar spóluna í bílaleigubílnum á leiðinni heim. Það sem Dan veit ekki, er að Alex eltir hann á leiðinni heim.

1:20 = Dan er orðinn dauðhræddur og ráðfærir sig við lögreglumann (Michael Arkin). Hann talar þar eins og hann sé að ræða um skjólstæðing. Lögreglan segir að lítið sé hægt að gera, jafnvel varasamt að hræða hana, hún gæti orðið enn verri.

1:23 = Gallagher fjölskyldan er flutt og eru úti í göngutúr. Þau eru búin að gefa dótturinni kanínu, en þegar eiginkonan kemur heim, þá sér hún að einhver hefur kveikt á potti inni í eldhúsi. Hún tekur lokið af og sér að einhver (Alex!) hefur eldað kanínuna. Dan sér að nú verði hann að segja eiginkonu sinni allt. Hann gerir það.

1:32 = Beth kemur í skólann til að ná í Ellen (Ellen Hamilton Latzen) dóttur sína, en einhver hefur verið á undan henni. Alex! Hún fer með stelpuna í sirkusinn. Á rússíbanann. Alex skilar Ellen svo heim aftur.

1:35 = Dan kemur á spítalann, en Beth keyrði á þegar hún var að leita að dóttur sinni. Eftir heimsóknina verður hann brjálaður og fer heim til Alex. Hann ræðst inn lemur Alex og hendir henni til, loks reynir hann að kyrkja hana, en sér þá að sér.

1:40 = Alex jafnar sig og nær í eldhúshnífinn. Hún ræðst að honum. Hann nær af henni hnífnum og Alex hverfur á braut.

1:41 = Enn fer Dan til lögreglumannsins. Nú ákveða þeir að lögreglan eigi að tala við Alex og vara hana við. Dan þakkar fyrir sig og segist ætla að eyða helginni heima með fjölskyldunni.

1:46 = Fjölskyldan hefur það rólegt og Beth ætlar í heitt bað. Hún þurrkar gufuna af speglinum og þá birtist Alex skyndilega með hníf. Hún helur fyrirlestur yfir henni, en stingur sig jafnóðum með hnífnum. Dan er niðri og heyrir ekkert. Þær slást og Dan ræðst inn. Alex er enn með hnífinn.

1:48 = Dan nær þó að henda Alex ofan í baðið og þótt hún sé enn með hnífinni hendinni, þá drekkir hann henni. Ekkert verður sagt meira! Þú verður bara að horfa.

1:59 = THE END.

Umræðuspurningar:

  1. Hvernig flokkar þú kvikmyndina Fatal Attraction?

  2. Getur þú nefnt aðra mynd sem er mjög sambærileg?

  3. Lokaatriðið verður lengi í minnum haft, kom það þér algerlega á óvart?

  4. Glen Close þykir sýna mikla leikhæfileika í hlutverki Alexöndru “Alex” Forrest. Hún er nánast skilgreiningaratriði á ákveðinni persónuleikaröskun? Hvaða röskun er það?

  5. Hvaða atriði í skilgreiningu þeirrar röskunar smell-passa við Alex? Útskýrðu atriðin aðeins.

  6. Eitt er það atriði sem gerir þessa geðröskun mjög umdeilda. Það er þessi áhersla á þversagnarkennd einkenni. Sýnir Alex einmitt svona þversagnarkennda hegðun?

  7. Annað illgreinanlegt atriði þessarar persónuleikaröskunar er þetta með tómleikatilfinningu. Getur þú nefnt atriði úr myndinni, þar sem slík tómleikatilfinning kemur fram?

  8. Getur þú nefnt einhverja aðra persónu í kvikmyndasögunni, sem kemur nálægt þessari persónu?

  9. Er möguleiki á því að Alex færi fram á ósakhæfi vegna geðröskunar, ef hún hefði ekki dáið og staðið frammi fyrir kæru um manndrápstilraun?

Net-verkefni:

  1. Lokaatriði Fatal Attraction verður lengi í minnum haft, kom það þér algerlega á óvart?

  2. Glen Close þykir sýna mikla leikhæfileika í hlutverki Alexöndru “Alex” Forest. Hún er nánast skilgreiningaratriði á ákveðinni persónuleikaröskun? Hvaða röskun er það?

  3. Nefndu 3 dæmi þar sem Alex (Glen Close) sýnir "góða" hegðun gagnvart Dan (Michael Douglas)?

  4. Hvaða atriði í skilgreiningu þeirrar röskunar smell-passa við Alex? Lestu skilgreiningaratriðin (í skilgreiningarkassanum) til að komast að því hvort greining þín er rétt.

  5. Eitt er það atriði sem gerir þessa geðröskun mjög umdeilda. Það er þessi áhersla á þversagnarkennd einkenni. Sýnir Alex einmitt svona þversagnarkennda hegðun?

  6. Hvert er þitt mjög svo persónulega álit á þessari mynd? Útskýrðu vel álit þitt.