Titill: When Harry met Sally.
Útgáfuár: 1989.
Útgáfufyrirtæki: Castle Rock Entertainment & Nelson Entertainment.
Dreyfingaraðili: Columbia Pictures.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Rob Reiner, Andrew Scheinman & Nora Ephron.
Lengd: 96 mín.
Stjörnur: 7,6* (Imdb) og 8,8 + 8,9* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Rob Reiner.
Handrit: Nora Ephron.
Tónlist: Marc Shaiman & Harry Connick, Jr.
Kvikmyndataka: Barry Sonnenfeld.
Klipping: Robert Leighton.
Kostnaður/tekjur: 16.000.000$/92.823.546$.
Slagorð: Men and women can never be friends.
Trailer: Gerið svo vel.
http://www.youtube.com/watch?v=V8DgDmUHVto
Flokkun: Kómedía, drama, rómantík.
Leikarar/Hlutverk:
Billy Crystal = Harry Burns.
Meg Ryan = Sally Albright.
Carrie Fisher = Marie, vinkona Sallyar, sú sem er alltaf að reyna að finna "date" fyrir hana.
Bruno Kirby = Jess, vinur Harrys. Sá sem síðar kvænist Marie.
Steven Ford = Joe. "Deitar" Sally um tíma, en kvænist svo annarri. Sally brotnar þá niður. Steven Ford er sonur Gerald Fords, fyrrum forseta Bandaríkjanna.
Lisa Jane Persky = Alice. Hin vinkona Sallyar.
Michelle Nicastro = Amanda Reese, stúlkan sem Harry Burns kyssir - aftur og aftur - upphafsatriðinu.
Kevin Rooney = Ira Stone, sköllótti gæinn sem fyrrum kona Harry Burns velur framyfir hann. Harry brotnar alveg niður þegar hann í söngatriðinu hittir þenna Ira með Helen, fyrrum konu hans.
Harley Kozak = Helen Hillson, fyrrverandi eiginkona Harrys.
Franc Luz = Julian, einn af þeim sem Sally reynir að "deita."
Estelle Reiner = Older woman Customer.
Mínúturnar:
001 = Gömul hjón tala um langvarandi ást sína.
017 = Harry fer að tala við x í flugvélinni og fær sitja við hliðina hjá henni.
020 = Á leiðinni út úr flugvélinni byrja Harry og Sally aftur að rífast um hvort karl og kona geta verið vinir.
023 = Sally hittir tvær vinkonur sínar og tilkynnir þeim að hýn sé hætt með kærastanum. Önnur vinkonan reynir þá að finna nýjan "date" fyrir hana.
025 = Harry fer á völlinn með vini sínum og segir honum að konan vilji skilnað.
029 = Harry hittir Sally í bókabúð. Þau byrja að tala saman og í ljós kemur að bæði eru nú skilin.
037 = Harry og Sally eru orðnir vinir, þau hittast og spjalla saman. Þau tala meira að segja um drauma sína.
039 = Harry og Sally segja frá því að þau deita bæði, en gengur ekki vel.
041 = Harry og Jess vinur ræða um það að Harry og Sally eru bara vinur, góðir vinir, ekkert kynlíf.
044 = Harry og Sally eru á veitingastað og byrja að ræðu og fullnægingar kvenna. Sally segir að allar konur feiki það oft. Ógleymanleg sena!
http://www.youtube.com/watch?v=FZluzt3H6tk
047 = Harry og Sally fara út saman. Samningurinn er sá að þau fara út saman þegar þau hafa engan annan. Þau dansa og eitthvað er byrjað að gerast á milli þeirra.
050 = Harry og Sally fara út saman, en Harry "deitar" vinkonu Sallyar og Sally "deitar" vinkonu Harrys. Þetta gengur ekki vel, vinkonan og vinurin ná saman!
053 = Fjórum mánuðum seinna eru Harry og Sally saman í einhverri búð. Þau byrja að syngja, en Harry sér þá fyrrverandi konu sína, Helen. Harry fer alveg í kerfi.
058 = Jeff og x eru byrjuð að búa saman. Harry er að fara yfirum. Hann þolir ekki að vinurnir séu að giftast. Hann ráðleggum þeim að giftast ekki.
060 = Sally segir Harry að stilla sig, að sýna ekki alltaf allar tilfinningar sínar. Harry svarar að Sally síni engar tilfinningar. Þau sættast.
061 = Harry og Sally eru í boði bæði með sitt date. Nokkru seinna er Sally í rusli af því að datið hennar er að giftast. Harry kemur yfir og huggar hana. Þá gerist það! Úps.
070 = Morguninn eftir, stirnar sambandið upp. Bæði hringja í vini sína - á sama tíma.
000
081 = Harry biður Sally að koma með sér í nýjárspartý, en Sally segist ekki lengur bilja vera varamaður (-kona) hans.
085 = Harry leiðist, en sér svo að hann elskar Sally. Hann hleypur alla leið til hennar og segist elska hana.
087 = THE END.
Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum - þessar spurningar koma í vikunni 21feb+ og munu tengjast Samdrykkju Platons.
- Hvers konar mynd er When Harry Met Sally?
- Hvernig er samand Harrys og Sally í byrjun myndarinnar?
- Hvert er samband þeirra í miðri myndinni?
- Er hægt að segja að þegar samband þeirra fer að skána að þau séu ástfangin (í miðri myndinni)?
- Hvað er það sem þau sjálf telja að skemmi sambandið?
- Skemma þessi mistök öll svona sambönd?
- Hvert er samband Harrys og Sally í lokaatriði myndarinnar?
- Skoðaðu lokaspurningu Samdrykkju verkefnisins. Er hægt að lýsa þróun þessa sambands með þeirri sem þar er lýst?
- Hvað er það sem segja má að dragi þau saman, Harry og Sally? Nefndu 2 möguleika.
- Hvernig finnst þér myndin, er þetta dæmigerð ástarsaga?