1996

Trainspotting

Titill: Trainspotting.

 

 

Útgáfuár: 1996.

 

Útgáfufyrirtæki: Channel Four Films.

 

Dreyfingaraðili: PolyGram Filmed Entertainment og Miramax Films í Bandaríkjunum.

 

Land: Bretlandseyjar, Skotland.

 

Framleiðandi: Andrew Macdonald.

 

Lengd: 1,33 mín.

 

 Stjörnur: 8,2* (Imdb) og 9,0 + 9,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Daniel Francis "Danny" Boyle (Radcliffe, England, 1956- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraShallow Grave (1993), A Life Less Ordinary (1997), The Beach (2000), 28 Days Later (2002), Millions (2004), Sunshine (2007), Slumdog Millionaire (2008), Alien Love Triangle (2008), 127 Hours (2010), Trance (2013), Steve Jobs (2015), T2 Trainspotting (2017) og væntanleg er: The Battle of the Sexes (2017-8).

 

Handrit: John Hodge, byggt á vinsælli skáldsögu eftir Irvine Welsh.

 

https://www.youtube.com/watch?v=NnHTJkDd2ZM

 

Irvine Welsh um eiturlyf:

 

https://www.youtube.com/watch?v=Fblstv7d6n0

 

Tónlist: Ýmsar góðar hljómsveitir, m.a. Damon Albarn, Bedrock, Blur, Elastica, Brian Eno, Leftfield, New Order, Iggy Pop, Primal Scream, Pulp, Lou Reed, Sleeper og Underworld.

 

Kvikmyndataka: Brian Tufano.

 

Klipping: Masahiro Hirakubo.

 

Kostnaður/tekjur: 1.550.000 pund/72.000.000 pund Rúmlega tvöföldun.

 

Slagorð: Who needs reasons when you've got heroin.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=JuneXaJIAmo

 

Flokkun: Crime, Drama.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Mark "Rent Boy" Renton.

Ewan McGregor = Mark "Rent Boy" Renton, aðal drengurinn í dópgenginu.

 

Spud.

Ewen Bremner = Daniel "Spud" Murphy.

 

Simon.

John Lee Miller = Simon "Sick Boy" Williamson.

 

Bergbie, alveg snarruglaður síkópati!

Robert Carlyle = Francis "Franco" Begbie.

 

Tommy.

Kevin McKidd = Tommy MacKenzie, er í upphafi myndarinnar ekki í dópi, heldur áhugamaður um íþróttir, en prófar svo heróín, eins og hinir og fer svo einna verst út úr því.

 

Diane.

Kelly Macdonald = Diane Coulston. Stelpan sem Renton fellur alveg fyrir.

 

Swanney, kallaður Mother Superior.

Peter Mullan = Swanney "Mother Superior," sá sem á alltaf dóp handa strákunum. Ekki ábyrgari karakter en það að þegar að Mark overdósar hjá honum, þá hendir Swanney honum út á miðja götu!
 

Eileen Nicholas = Frú Renton. Móðir Marks.

Herra of frú Renton, foreldrar.

James Cosmo = Herra Renton. Faðir Marks.

 

Allison, unga móðirin sem strákarnir gefa heróin.

Susan Vidler = Allison, ung móðir með eitt barn, en Simon (sjá ljóshærði) er líklega faðir þess. Stákarnir hafi hvorki áhyggjur af því að gera unga móður að dópista, né hafa þeir sérstakar áhyggjur af barninu.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

002 = Myndin hefst á því að Mark Renton (Ewan McGregor) - kallaður "Rent Boy" er hlaupandi um einhverja borg í Skotlandi. Hann segir þá eftirfarandi: Choose Life. Choose a job. Choose a career. Choose a family. Choose a fucking big television, choose washing machines, cars, compact disc players and electrical tin openers. Choose good health, low cholesterol, and dental insurance. Choose fixed interest mortgage repayments. Choose a starter home. Choose your friends. Choose leisurewear and matching luggage. Choose a three-piece suit on hire purchase in a range of fucking fabrics. Choose DIY and wondering who the fuck you are on Sunday morning. Choose sitting on that couch watching mind-numbing, spirit-crushing game shows, stuffing fucking junk food into your mouth. Choose rotting away at the end of it all, pissing your last in a miserable home, nothing more than an embarrassment to the selfish, fucked up brats you spawned to replace yourselves. Choose your future. Choose life... But why would I want to do a thing like that? I chose not to choose life. I chose somethin' else. And the reasons? There are no reasons. Who needs reasons when you've got heroin?

005 = Mark er hjá Swanney (Peter Mulla) - sem kallaður er "Mother superior," vegna þess að hann útvegar strákunum alltaf dóp. Mark útskýrir hvernig hann útbýr sig fyrir fráhvörf af heróíni.

007 = Til að ná sér niður þarf Mark bara eitt skot enn (hvað á maður að heyra þetta oft?), en fær bara einhverjar róandi töflur, en til að þær virki þá þarf hann að taka þær sem endaþarmsstíla. Við það þá losnar hann við harðlífi heróínsins og kúkar því svo öllu í klósettið og þarf að bókstflega að fara ofan í það aftur. Hrikaleg sena! Sem minnir á sambærilega senu úr Fight Club.

 

https://www.youtube.com/watch?v=IJrWlHRT-18

 

006 = Mark og Simon (John Lee Miller) reyna að hætta á heróíni saman. Þá kemur Simon með góða kenningu: By definition, you have to live until you die. Better to make that life as complete and enjoyable an experience as possible, in case death is shite, which I suspect it will be. Djúpt!

 

https://www.youtube.com/watch?v=pQD-dXfHrvk

 

009 = Mark og Simon leika sér að skjóta fólk í skemmtigarði með loftbyssu.

012 = Stórkostlegt atriði þar sem Daniel "Spud" Murphy (Ewen Bremner) sækir um vinnu. Hann er á atvinnuleysisbótum og þarf reglulega að sækja um einhverja vinnu til að halda bótunum. En hann vill ekki vinnuna! Hann er því taugaveiklaður, en þá fær hann sér fyrst shake og svo töflu og mætir skakkur í viðtalið. Senan er stórkostleg.

 

https://www.youtube.com/watch?v=S3HBBPOUYOc

 

015 = Francis "Franco" Begbie (Robert Carlyle) segir enn eina hetjusöguna af sér - þær snúast oftast um ofbeldi og eru alltaf fullar af blótsyrðum.

016 = Tommy MacKenzie (Kevin McKidd) segir sögur af sér og xxx.

018 = Slagsmál á pöbb.

 

https://www.youtube.com/watch?v=vc3E7UkIzt4

 

019 = Strákarnir reyna við stelpur á pöbbnum.

022 = Mark Renton has fallen in love.

024 = Strákarnir eru allir komnir með stelpu, Tommy líka. Kærastan vill sjá vídeóið af þeim í kynlífi, en Tommy kemst þá að því að vídeóið sem hann tók af þeim er ekki á réttum stað. Er einhver kominn með vídeóið?

030 = Eftir allt umstangið með stelpurnar fara strákarnir 4 út úr húsi, Tommy vill ganga fjöll. Hinir taka það ekki í mál. Þeir vilja miklu heldur komast á heróín.

033 = xxx.

039 = Allir vakna upp við mikil öskur Helenar, vegna þess að barnið hennar var dáið. Þau höfðu öll verið útúrdópuð og barnið dó í rúminu.

041 = Strákarnir eru komnir í kast við lögin. Dómarinn segir: Heroin action is but not an excuse. Tveir þeirra lenda fyrir framan dómara. Annar þeirra kemst í meðferð og þannig hjá fangelsi.

042 = Spud er kominn í fangelsi, en Mark er að undirbúa meðferð. Hann gugnar á því og fer enn til Mother superior til að fá eitt skot að lokum. Þetta er honum ofviða og hann overdósar. Mother superior fer þá með hann út á götu til að láta aðra sjá um hann! Einhver róni kemur honum upp í leigublíl, sem keyrir hann að gjörgæslu. Þar sinnir heilbrigðisþjónustan honum.

048 = Foreldrar ná í Mark og koma honum heim, en þá hefjast fráhvörfin. Þau eru svakaleg. Hann vill fara aftur á meðferðarstofnuna, en þau segja að hann fái ekki einu sinni methodone. Han fái ekkert!

050 = Nú taka við hrikaleg fráhvörf með alls konar ofskynjunum, þjáningum og almennri vanlíðan.

 

https://www.youtube.com/watch?v=GgeDh1WCyeM

 

053 = Mark lifir þetta af og er loks laus við fráhvörfin. En þá tekur við hægfara og langvarandi vanlíðan. Eða eins og hann sjálfur segir: Depression and boredom, you feel so fucking alone, you want to top yourself.

055 = Mark fer loks að heimsækja Tommy. Nú er hann (Tommy, sem þó byrjaði seinna en hinir að dópa) orðinn mjög illa haldinn af neyslu, en Mark líður líka mjög illa - án þess að vera í neyslu. Loks kemur skólastelpan Diane í heimsókn. Hann býður henni inn, en segir hana of unga fyrir sig. Hennar svar er að hann verði að breyta til, heimurinn er að breytast.

059 = Mark lætur á það reyna, flytur frá Skotlandi suður til London og gerist þar fasteignasali. For the first time in my entire life I feel almost content, segir hann.

062 = Diana er í reglulegu sambandi við Mark með bréfaskriftum. Þá kemur Franco í heimsókn og er ekki til friðs. Franco fær að gista hjá honum. Franco fær Mark til að veðja fyrir sig. Þeir vinna stórt og fara út á lífið.

065 = Franco reynir við stelpu sem reynist vera strákur. Sick Boy kemur líka í heimsókn og byrjar á því að selja sjónvarpið hans! Þeir hanga svo heima hjá honum og stela.

067 = Mark losnar við þá með því að koma þeim í eina leiguíbúina sem hann er að reyna að selja, en þá frétta þeir af dauða Tommys. Þeir fer aftur til Skotlands í jarðarförina.

069 = Eftir jarðarförina hittast allir strákarnir. Nú planleggja þeir að byrja að selja dóp, en fyrst þurfa þeir pening - start up money. 2000 pund. Mark segist ekki eiga það, en Franco veit betur - hann hafði skoðað bankabók Marks þegar hann gisti hjá honum.

073 = Þeir kaupa heróín af einhverjum Rússum, en 1 þeirra þarf að prófa efnið. Mark býðst til þess. Svo fara þeir til London og ætla að selja dópið. Á leiðinni Missir mark sig og vill fá: one final hit.

077 = Þegar til London er til komið þá gengur samningurinn upp - að því er þeir halda og þeir fara mjög hressir á barinn. Mark sá hvernig "vinir" hans létu þegar þeir gistu hjá honum í London. Hann veit að það er engin framtíð í þessu. Mark ákveður því að stela peningunum en þá brjótast út slagsmál. Franco lemur mann í klessu á barnum, en neitar svo að fara - þótt ljóst megi vera að lögreglan sé á leiðinni. Hann lætur alla þjóna sér með brjálæðislegu ofbeldi sínu.

 

https://www.youtube.com/watch?v=YDAr7QTXgNc

 

080 = Þeir koma sér burt af barnum á endaunm, en nú er Mark endanlega viss um að hann verði að yfirgefa vinahópinn. Um nóttina þegar allir eru sofnaðir, þá tekur hann peningana úr fangi Francos og kemur sér út. Þegar hann fer þá sér Spud hann fara, en vill ekki koma með. Spud reynir heldur ekki að stoppa hann.

090 = Mark réttlætir fyrir sér hvernig hann svíkur vini sína. Þeir verða auðvitaðbrjálaðir þegar þeir vakna. Franco byrjar á að rústa íbúðinni, en þegar löggunar koma þá flýja hinir tveir.

086 = Þegar Mark fer þá er hann viss um að hann xxx.

093 = Mark er búinn að stela peningunum, hann skilur hluta fjársins eftir í hirslu sem er í eigu Spuds (af því að hann vissi af flótta Marks en vildi ekki koma með) og er að fara í burtu - langt frá strákunum til að hefja nýtt líf. Þá segir hann þessar lokasetningar (berið saman við upphafssetningar): Now I've justified this to myself in all sorts of ways. It wasn't a big deal, just a minor betrayal. Or we'd outgrown each other, you know, that sort of thing. But let's face it, I ripped them off - my so called mates. But Begbie, I couldn't give a shit about him. And Sick Boy, well he'd done the same to me, if he'd only thought of it first. And Spud, well okay, I felt sorry for Spud - he never hurt anybody. So why did I do it? I could offer a million answers - all false. The truth is that I'm a bad person. But, that's gonna change - I'm going to change. This is the last of that sort of thing. Now I'm cleaning up and I'm moving on, going straight and choosing life. I'm looking forward to it already. I'm gonna be just like you. The job, the family, the fucking big television. The washing machine, the car, the compact disc and electric tin opener, good health, low cholesterol, dental insurance, mortgage, starter home, leisure wear, luggage, three piece suite, DIY, game shows, junk food, children, walks in the park, nine to five, good at golf, washing the car, choice of sweaters, family Christmas, indexed pension, tax exemption, clearing gutters, getting by, looking ahead, the day you die.

094 = THE END.

 

Framhald?

Það er ekki til framhald af Trainspotting kvikmyndinni, en árið 2002 gaf höfundurinn - Irvine Welsh - út bók um þá félaga nokkrum árum síðar. Bókin heitir því smekklega nafni: Porno. Tíu ár eru liðin og strákarnir hittast aftur. Nú er það ekki heróín sem tekur hug þeirra allan, heldur - já þú giskaðir rétt: pornó. Danny Boyle, leikstjóri Trainspotting, hefur sagt að hann vilji gera þessa framhaldsmynd, með sömu leikurum, sem hafa elst nokkurn veginn eins og í Porno. Enn bólar þó ekki á myndinni, kannski vegna þess að leikararnir eru nú flestir vel þekktir og e.t.v. uppteknir. Við bíðum og sjáum til.

Kápan af Porno eftir Irvine Welsh, útgefin 2002.

 

5+1 Spurningar:

  1. Hvernig myndir þú flokka þessa mynd? Nefndu minnst 2 flokka.
  2. Margar senur í Trainspotting eru stórkostlegar. Nefndu eina sem þér fannst flott og útskýrðu hvers vegna.
  3. Hvaða efni eru það sem félagarnir eru að dópa með? Nefndu 3 flokka efnis.
  4. Heróín fráhvörf. Eru þau talin væg eða veruleg? Hvað einkennir þau? Skoðaðu kennslubókina, kaflann um Efnamisnotkun.
  5. Hver er mesti dópistinn í Trainspotting?
  6. Ekki gleyma að segja persónulegt álit þitt á myndinni.

 

Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Berðu saman Requiem for a Dream og Trainspotting. Hvor er betri og hvers vegna? Hvernig eru þær ólíkar?
  2. Requiem for a Dream tekur á dópneyslu með mjög neikvæðum hætti, sýnir neyslu út frá mörgum einstaklingum með (vægast sagt) neikvæðum afleiðingum í hverju tilviki. Hvernig tekur Trainspotting öðru vísi á þessu?
  3. Í Trainspotting eru margir ungir leikarar í sinni fyrstu mynd. Hverjir þeirra eru þekktastir í dag? Nefndu 2 sérstaklega og eitthvað af því sem þeir hafa afrekað.
  4. Margar senur í Trainspotting eru stórkostlegar. Nefndu eina sem þér fannst flott og útskýrðu hvers vegna.
  5. Nefndu aðra góða senu í Trainspotting, sem tekur á allt öðru máli, sem er einnig mjög áhrifarík.
  6. Hvernig myndir þú flokka þessa mynd? Nefndu minnst 2 flokka.
  7. Hvaða efni eru það sem félagarnir eru að dópa með? Nefndu 3 efni.
  8. Hvernig endar myndin? Hvernig túlkar þú endinn?
  9. Heróín fráhvörf. Eru þau talin væg eða veruleg? Hvað einkennir þau?
  10. Hver er mesti dópistinn í Trainspotting?