Titill: Enemy.
Útgáfuár: 2013.
Útgáfufyrirtæki: Mecanismo Films, micro_scope, Rhombus Media & Roxbury Pictures.
Dreyfingaraðili: E1 Films (Kanada), Alfa Pictures (Spánn) og A24 (Bandaríkin).
Land: Kanada og Spánn.
Framleiðandi: M. A. Faura & Niv Fichman.
Lengd: 1:31 mín.
Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 7,5 + 6,2* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Denis Villeneuve (1967- ). Trois-Riviéres, Quebec, Kanada.
Aðrar myndir sama leikstjóra: Cosmos (1996), August 32nd on Earth (1998), Maelström (2000), Polytechnique (2009), Incendies (2010), Prisoners (2013), Sicario (2015), Arrival (2016), Blade Runner 2049 (2017) og Dune (væntanleg árið 2018).
Handrit: Javier Gullón, byggt á bók José Saramago: The Double.
Tónlist: Daniel Bensi & Saunder Jurriaans.
Kvikmyndataka: Nicolas Bolduc.
Klipping: Matthew Hannam.
Tekjur: 3.400.000$. Kostnaður: ?$ = Ekki gefið upp!
Slagorð: You can't escape your-self.
Trailer: Gerið svo vel.
https://www.youtube.com/watch?v=IILOn-RyB-I
Leikarar: / Hlutverk:
Jake Gyllenhaal = Adam Bell / Anthony Saint Claire. Dobblegänger?
Mélanie Laurent = Mary. Kærasta Adams.
Darah Gadon = Helen Claire. Kærasta leikarans Anthony.
Isabella Rossellini = Móðirin. Móðir Adams sögukennara (og líka Anthonys?).
Kedar Brown = Öryggisvörður.
Darryl Dinn = Myndbandssölumaður.
Mínúturnar:
0:01 = Texti.
0:02 = Adam (Jake Gyllenhaal) eða er það Anthony? gengur inn í dimman sal fullan af körlum. Þar eru menn að horfa á eitthvað klám í beinni útsendingu, sem m.a. fellst í því að nakin hona (þó í háhæluðum skóm) gengur að könguló - tarantula - og virðist ætla að stíga ofan á hana. Það sést þó ekki vel, en gerðu svo vel:
https://www.youtube.com/watch?v=6080-lJ4-T4
0:05 = Adam er að kenna í háskóla. Virðist vera að kenna sögu og talar um hvernig yfirvöld halda þegnum sínum í skefjum með ýmsu móti.
0:07 = Adam er kominn heim og virðist vera þreyttur eða jafnvel þunglyndur - allavega ekkert ánægður. Kærastan Mary (Mélanie Laurent) kemur og þau kyssast, borða og stunda kynlíf. Svo fer hún burt, allt frekar þungt.
0:09 = Við heyrum fyrirlestur Adam endurtekinn um það hvernig einræðisríki kúga þegna sína.
0:10 = Á kennarastofunni spyr annar kennari Adam hvort hann fari mikið í bíó. Samræðurnar eru frekar þvingaðar. Kennarinn mælir með nýrri mynd: Where There is a Will, There is a Way.
0:11 = Á leiðinni heim nær Adam sér í umrædda mynd, en horfir ekki á hana strax. Hann vill frekar fara yfir ritgerðir. Adam virðist ekki mjög hamingjusamur.
0:12 = Fljótlega gefst Adam upp á ritgerðunum og setur myndina á. Hann horfir aðeins, en fer svo upp í rúm. Kærastan er þar og þegar hann reynir við hana þá bregst hún illa við og segist vera farin heim. Adam fer aftur að horfa á myndina.
017 = Adam kemur of seint í tímann og hann byrjar strax að tala um heimspekinga, þ. á m. Hegel og vitnar í hann. Hann bætir við að mjög margir fræðimenn séu á því að þessi öld verði endurtekning á þeirri seinustu.
0:18 = Þegar heim er komið skoðar Adam myndina enn frekar og sér að einn aukaleikarinn er alveg eins og hann! Hann finnur nafn hans aftast í textanum sem fylgir myndum og gúglar svo nafnið. Þegar hann er búinn að sjá í gegnum leikaranafnið, þá finnur hann leikarann: Anthony Saint Claire (Jake Gyllenhaal). Hann sér líka mynd og þá kemur í ljós að þeir tveir eru alveg eins! Daginn eftir finnur Adam aðrar myndir sem þessi Anthony hefur leikið í og skoðar þær.
0:20 = Adam verður eðlilega mjög upptekinn af þessu og ákveður að hafa samband við leikarann eða allavega umboðsskrifstofu hans.
0:22 = Adam mætir á umboðsskrifstofuna á laugardegi og enginn er við. Dyravörður kannast þó við hann (þ.e. Anthony) og segir að það séu skilaboð sem bíði hans. Hann þekkir Adam greinilega sem Anthony.
0:26 = Adam finnur heimilisfang tvífarans og fer þangað. Hann stendur fyrir utan blokkina og ákveður að hringja í hann. Kona svarar og þegar Adam segist vilja tala við hann, þá hlær konan af því að hún þekkir röddina og heldur að þetta sé Anthony.
0:30 = Adam hringir aftur og skellir á, en hringir þó strax aftur, nær þá í Anthony og segist ekkert skilja í þessu. Við verðum að hittast, segir hann, ég sögukennarinn og þú, leikarinn. Anthony segist ekki vilja það og segir kærustu sinni að sá sem hringdi sé eltihrellir.
0:32 = Kærasta Anthonys, hún Helen Claire (Darah Gadon) trúir honum ekki. Hún heldur að Anthony sé (aftur?) að halda framhjá. Hún heldur að þetta hafi verið afbrýðisamur eiginmaður.
0:37 = Nú hringir leikarinn, Anthony, í Adam og segist hafa skipt um skoðun. Hann vill nú hitta tvífara sinn.
0:39 = Þegar Adam sest niður fyrir framan skóla sinn, þá sest þunguð kona á bekkinn við hliðina á honum. Hvað er hún að gera þarna? Hann gerir sér enga grein fyrir því að hún er kærasta tvífara hans. Þegar Adam fer inn að kenna þá hringir hún í kærastann, sem svarar og er þar af leiðandi annars staðar. Hvað er að gerast?
0:41 = Þegar leikarinn kemur heim þá skilur hann ekkert í því hvað er að kærustunni. Hann spyr hana endurtekið, og hún segist þá hafa farið á vinnustað hans. Hún segir hann bæði hafa sömu rödd og vera alveg eins og hann. Anthony skilur ekki neitt.
0:44 = Draumsena: Adam eða Anthony sjá nakta konu sem gengur á hvolfi eftir löngum gangi. Hún er með andlitsgrímu. Merkingin er ?
0:45 = Adam mætir á staðinn þar sem tvífararnir ætla að hittast. Það virðist vera hótelherbergi. Hann fer þar inn. Adam er mættur á undan. Anthony kemur inn. Þeir stara á hvorn annan.
0:49 = Kannski erum við bræður, segir leikarinn. Hann sýnir svo sár á maganum, sem er alveg eins (og á sama stað) og hinn er með. Hvenær ertu fæddur, spyr hann? Adam ræður ekki við þetta og flýr.
0:51 = Þegar Anthony kemur heim þá segir hann við ólétta kærustu sína að hafa ekki áhyggjur, hann muni ekki hitta tvífarann aftur.
0:52 = Allir engjast sundur og saman, enginn skilur neitt í þessu. Nú er það leikarinn sem fer að njósna um Adam. Hann sér hann fara út úr húsi og sér kærustu hans. Hann verður heillaður og eltir hana. Hún veitir því ekki eftirtekt í strætisvagni, þótt hann taki af sér mótorhjólahjálminn. Hann sér hvar hún vinnur.
0:57 = Adam segir móður (Isabella Rossellini) sinni frá þessu, en hún afneitar þessu öllu og segist ekki eiga önnur börn en hann. Þetta er bara fantasía í þér, þú vilt bara verða lélegur leikari (frekar en kennari)!
0:59 = Anthony er kominn með áætlun. Hann virðist hafa kynferðislegan áhuga á kærustu Adams. Af hverju hringdir þú í konu mína, spyr Anthony. Antony spyr hvort Adam hafi verið með kærustu hans? Adam segir hann brjálaðann! Anthony segir Adam hafa dregið konu hans inn í dæmið og að hann geti bara jafnað málið með því að fara út með kærustu hans á móti eina kvöldstund. Anthony tekur kennaraföt Adams og fer út.
1:04 = Anthony er farinn í bíltúr með kærustu Adams og Adam fær í staðinn heim til Anthony. Single swingers?
1:06 = Dyravörðurinn í blokk Anthonys hleypir Adam inn og í lyftunni spyr hann Adam (sem hann heldur að sé Anthony) hvort hann megi fara aftur í kjallarann? Ha? Dyravörðurinn hleypir Adam inn í íbúðina. Þegar þangað er komið þá skoðar Adam sig um og fer svo að máta föt Anthonys.
1:17 = Adam bíður lengi í íbúðinni, en loksins kemur kærasta (Anthonys) heim. Hún fer strax upp í rúm, en Adam veit ekkert hvað hann á að gera.
1:12 = Á sama tíma er Anthony að tæla kærustu Adams upp á hótelherbergi. Adam á aftur á móti í erfiðleikum með að koma sér upp í rúm.
1:14 = Kærasta Anthonys horfir lengi á Adam og virðist gruna eitthvað. Eða hvað? Rétt áður en hún sofnar spur hún: Did everything go ok in the school? og bætir svo við: Never mind.
1:17 = Í miðri kynlífssenu verður kærasta Adams aftur á móti alveg viss um að þetta sé ekki Adam, því hann er með einhvern hring, sem hún kannast alls ekki við. Á sama tíma virðist samband Adams við kærustu Anthonys vera innilegra. Adam segir: I'm sorry og þau kyssast. Á sama tíma er hitt parið komið upp í bíl og í rifrildi þá missa þau stjórn á bílnum og hann veltur. Líklega lifa þau ekki slysið af, þótt það komi ekki beinlínis fram.
1:20 = Um morguninn er sú ólétta í sturtu og þá fer Adam í önnur föt af Anthony og virðist vera nokkuð ánægður með breytinguna. Hann finnur bréfið sem hann tók á umboðsskrifstofunni og skilaði til Anthonys fyrr og opnar það. Þar er lykill - að klám-kjallara-búllunni?
1:22 = Sú ólétta kallar út baðherberginu og segir að mamma hans hafi hringt.
1:24 = Adam (sem nú er orðinn Athony?) svarar að hann verði líklega upptekinn í kvöld og virðist glotta aðeins þegar hann handleikur lykilinn (hvernig veit hann að hverju þessi lykill gengur?) Hann fer inn í næsta herbergi og sér þá allt í einu ... Skoðaðu þetta atriði mjög vel hér að neðan:
https://www.youtube.com/watch?v=JR-ATzF-sHI
Spurningar:
- Hvernig myndir þú lýsa lífi Adams (og sambandi hans við kærustu) í einni setningu? En Anthonys?
- Hvernig túlkar þú þessi umskipti í seinni hluta myndarinnar frá Adam yfir í Anthony? Hvert ætti að vera slagorð myndarinnar?
- Hvað merkir þetta tákn (sjá mynd að neðan) sem þú séð 1 sinni eða 2-svar í myndinni?
- Hver er svo boðskapur myndarinnar eftir allt saman?
- Hvaða aðrar Dobbelgänger mynd(ir) hefur þú séð? Skoðaðu kennsluefnið.
- Mundu að svara svo hvert er persónulega álit þitt á myndinni.