Anthony Hopkins

Hannibal

Titill: Hannibal.

 

Útgáfuár: 2001.

 

Útgáfufyrirtæki: Dino De Laurentiis & Scott Free Productions.

 

Dreyfingaraðili: Metro-Glodwyn-Mayer/Universal Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Dino De Laurentiis, Martha De Laurentiis & leikstjórinn.

 

Lengd: 2:12 mínútur.

 

Stjörnur: 6,8* (Imdb) og 3,9* + 6,2* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Ridley Scott (1937- ). South Shields, County Durham, England.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraAlien (1997), Blade Runner (1982), Thelma & Louise (1991), Gladiator (2000), A Good Year (2006), American Gangster (2007), Body of Lies (2008), Robin Hood (2010), Prometheus (2012), The Counselor (2013), Exodus; Gods and Kings (2014) og The Martian (2015).

 

Handrit: Thomas Harris, byggt á samnefndri bók, Davið Mamet og Steven Zaillian.

 

Tónlist: Hans Zimmer.

 

Kvikmyndataka: John Mathieson.

 

Klipping: Pietro Scalia.

 

Kostnaður: 89.000.000$/ Tekjur: 351.600.000$ = 262 milljónir dollara í plús!

 

Slagorð: Hannibal Lecter: Tell me Clarice, would you ever say to me "Stop. If you loved me, you'd stop"?  Clarice Starling: Not in a thousand years.  Hannibal Lecter: "Not in a thousand years"... That's my girl.

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=eHSYth2wSEk

 

Flokkun: Glæpir, drama, tryllir.

 

Leikarar/Hlutverk:

Anthony Hopkins = Dr. Hannibal Lecter/Dr. Fell, mannæta á lausu og bókavörður í Ítalíu.

 

Julianne Moore = Clarice Starling, útskrifuð úr FBI, með 10 ár í starfi.

 

Gary Oldman = Mason Verger, hefnigjarn milljarðamæringur. Gary Oldman er óþekkjanlegur í ógeðlegu gervinu.

 

Ray Liotta = Paul Krendler, gerspilltur samstarfsmaður Starling í FBI, mútað af milljarðamæringnum Verger.

 

Frankie Faison = Barney Matthews, fangavörðurinn, sem Hannibal myndi aldri skaða af því hann (Barney) er svo kurteis.

 

Giancario Giannini = Rinaldo Pazzi, ítalski rannsóknarlögreglumaðurinn sem hættir á það að græða á því að vísa milljarðamæringnum á Hannibal, frekar en að vinna að málinu sem lögreglumaður.

 

Francesca Neri = Allegra Pazzi, gullfalleg eiginkona ítalska lögreglumannsins.

 

Zeljko Ivanek = Dr. Cordell Doemling, læknirinn sem vinnur þá óþveravinnu að þjóna milljarðamæringnum.

 

Hazel Goodman = Evelda Drumgo, dópsölu konan, sem reyndi að verjast með því að hafa kornabarn um sig miðja í upphafsatriði myndarinnar.

 

Robert Rietti = Sogliato, einn ítalski glæpamaðurinn sem milljarðamæringurinn ræður til að rækta mannætu villisvín og ná Hannibal.

 

Mínúturnar:

0:01 = Textinn.

0:03 = Myndin byrjar á því að sýna Clarice Starling (Julianne Moore) að starfi hjá FBI. Hún er í eiturlyfjadeildinni og er að stjórna stakeout í tilraun til að handtaka stórhættulega eiturlyfjahring - stjórnað af konu. Evelda Drumgo (Hazel Goodman).

0:06 = Evelda mætir, en Clarice sér að hún er með kornabarn á sér. Hún tilkynnir því að hætt sé við aðgerðina, en það er of seint. Mikil skothríð hefst sem endar með því að Evelda með barnið bundið á magann stendur beint fyrir framan Clarice.

0:08 = Clarice segir Eveldu að leggja frá sér vopnin, en hún reynir að skjóta Clarice, sem verður þá að verja sig með því að skjóta til baka, þótt hún sé með barnið á sér.

0:11 = Mason Verger (Gary Oldman) sér umfjöllunina og lætur FBI mann sinn, Paul Krendler (Ray Liotta), gera Clarice lífið leitt. 

0:12 = Clarice reynir að verja sig gegn yfirmönnum sínum, sem ásaka Clarice um að hafa farið illa með málið - margir létust í skotárásinni.

0:16 = Clarice er beðin að mæta heim til Vergers, sem segist vera með nýjar upplýsingar um Hannibal. Hann reynir að hræða Clarice með andliti sínu. Það tekst ekki.

 

 

0:18 = Verger vill ræða við Clarice um æsku sína, hún hefur ekki áhgua á því og vill frekar ræða það hvernig Hannibal skaðaði andlit hans svona mikið.

0:20 = Hannibal dópaði milljónamæringinn, braut spegil og lét hann skera sig endurtekið í handlitið. Verger - útúrdópaður - segir: It seemed like a good idea at the time.

 

 

Verger bætir svo við: Isn't it funny, you can look at my face, but you shied away when I mentioned god.

 

0:22 = Clarice er komin í vinnuna aftur og skoðar gömul gögn um Hannibal. Hún sér hann m.a. á gömlu myndbandi ráðast á hjúkrunarkonu og bíta hana. Hún sér líka fangavörðinn Barney.

0:24 = Clarice heimsækir Barney, sem segir henni að Hannibal hafi bara drepið (og borðað) ókurteisa. Þess vegna er hann ekki hræddur og Clarice ætti ekki að vera það heldur. Clarice fær hann til að hjálpa sér, þegar hún hótar honum fyrir að selja gögn um Lecter.

0:28 = Eftir að hafa skoðað öll gömul gögn, sem hún fékk frá fangaverðinum um Hannibal, fer Clarice að gruna að hann sé kannski í Flórens. Hann teiknaði jú mynd af dómkirkjunni þar í fangelsinu (sést vel í The Silence of the Lambs), þegar hún tók viðtal við hann. Myndin færist nú einmitt til Flórens, þar sem Rinaldo Pazzi (Giancario Giannini) ítalskur lögreglumaður fer inn á gamalt bókasafn til að rannsaka dularfullt hvarf bókavarðarins. Þar hittir hann mann sem er að sækja um starfið, mann sem kallar sig Dr. Fell.

 

 

0:31 = Clarice er enn að rannsaka Hannibal gögnin þegar hún fær bréf. Það virðist vera frá Hannibal. Hún rannsakar það vandlega. Þar segist hann hafa fylgst með henni, og að hann sé óhress með það hvernig FBI niðurlægir hana.

0:35 = Clarice kemst að því að ekkert er hægt að læra um bréfið, annað en efni þess, nema lyktina af því. Á sama tíma sér ítalski lögreglumaðurinn myndband af Hannibal kaupa ilmvatn. Hann þekkir Hannibal bara sem Dr. Fell og fer nú að elta hann. Hann grunar eitthvað.

0:38 = Pazzi kemst m.a. að því að FBI hefur óskað eftir þessari upptöku. Hann fer því að skoða heimasíðu FBI. Þar er Hannibal á: 10 most wanted list! Lögreglumaðurinn kemst líka að því að milljarðamæringuinn vill borga vel fyrir upplýsingar um Hannibal. Hvort á lögreglumaðurinn að hafa samband við FBI eða milljarðamæringinn?

0:42 = Paul Krendler kemur niður í kjallarann til Clarice til að grennslast fyrir um það hvernig henni gangi við að finna Hannibal. Krendler er greinilega aukalega á launaskrá milljarðamæringsins. Hann hótar henni.

0:45 = Clarice er orðin óþolinmóð, hún fær ekkert efni úr eftirlitsmyndavélum frá Flórens og London. Hún hringir og rekur á eftir því. Á sama tíma hringir ítalski lögreglumaðurinn í milljarðamæringinn.

0:48 = Pazzi fer rakleitt til Dr. Fell til að reyna að fá staðfestingu að hann sé Hannibal. Hann fær fundarlaunin ef hann nær af honum fingraförum - sem sannar málið. Hannibal veit allt um hann, m.a. að Pazzi vísar til 500 ára gamals máls þar sem forfaðir hans var dæmdur til dauða og hengdur með inniflin út. Til eru teikningar af því. Pazzi finnur þjóf og lætur hann ræna Dr. Fell til að ná af honum fingrafari. Til þess er hann með sérstakt armband.

0:55 = Vasaþjófurinn eltir Dr. Fell, sem auðvitað gerir sér grein fyrir því. Þegar þjófurinn nálgast Dr. Fell þá nær hann vissulega fingrafarinu, en deyr um leið. Pazzi þvær hendur sínar af málinu og nær armbandinu. Verger borgar honum launsargjaldið.

0:58 = Vergar ræður strax ítalska sveitaglæpamann, Carlo og syni hans til að undirbúa handtöku Hannibals. Þeir eru búnir að vera að rækta 270 kílóa villisvín. Á meðan sækir Pazzi verðlaunaféð og fer í óperuna.

1:01 = Dr. Fell/Hannibal er líka á óperunni, enda kúltíveraður maður. Á eftir kynnir Pazzi Dr. Fell fyrir konu sinni. Dr. Fell færir henni skjal frá Dante (Aligieri) úr Hinum guðdómlega gleðileik.

1:05 = Pazzi hittir ítölsku glæpamennina og á sama tíma sér Clarice Starling öryggismyndavélina frá Flórens. Hún hringir strax til Flórens og hær í Pazzi, sem þykist ekki þekkja málið. Clarice veit betur og varar hann alvarlega við. Pazzi er orðinn hræddur og segir bóndaliðinu að fanga Dr. Dell sem fyrst.

1:08 = Dr. Fell er að halda fyrirlestur til þess að fá bókavarðarstarfið. Hann sýnir mörg gömul listaverk um viðbjóðslegar hengingar þar sem maðurinn er líka skorinn upp og inniflin láta hanga út úr maganum. Eftir fyrirlesturinn segir Dr. Dell við Pazzi að hann hafi ekki sýnt myndina af Franesco de Pazzi - forföður lögreglumannsins - en hann varhengdur með sama viðbjóðslega hættinum.

1:12 = Hannibal læðist aftan að Pazzi svæfir hann með klóróformi og bindur hann. Hannibal vill ekki drepa hann strax, vill upplýsingar og segist sleppa því að borða konuna hans ef hann sé samvinnufús. Á sama tíma hringir síminn hjá, Clarice hringir í hann og Hannibal svarar. Hannibal talar stuttlega við Clarice, en segist vera svolítið upptekinn.

1:15 = Hannibal hendir Pazzi fram af svölunum, rétt eins og gert var við forföður hann fyrir 500 árum.

1:16 = Glæpamenn Vergers sjá þetta og hlaupa inn í húsið. Hannibal sker einn soninn á háls. Faðir hans sér það og missir sig algerlega - en Hannibal sleppur.

1:20 = Verger lætur Paul Krendler koma fölsuðu bréfi frá Hannibal til Clarice. Hann klætur fylgja með rándýra ítalska teikninu. Krendler fer svo með þetta til yfirmanna FBI gefur í skyn að Clarice sé í ólöglegu sambandi við Hannibal og lætur svifta hana starfinu. Hún veit um hvað málið snýst og tilkynnir það. Hún segir að Verger milljarðamæringur vilji bara einn ná Hannibal til að hefna sín. Krendler er bara keyptur sendill hans - samt missir hún starfið og á að hafa sig hæga heima hjá sér um stund.

1:23 = Hannibal kemur til Bandaríkjanna vegna þess að hann sér að Clarice er í vandræðum. Hann fer beint heim til Krendlers. Hann kaupir alls konar potta og pönnur, hvað ætlar hann eiginlega að gera, bjóða henni í veislu? Hann stelur líka læknisfræðilegum áhöldum af spítala. Til hvers eiginlega?

1:27 = Hannibal kemur sér fyrir í fallegu húsi við sjávarsíðuna. Á sama tíma kemur Clarice heim til sín með vinnugögn sín, búin að missa starfið, a.m.k. tímabundið.

1:29 = Hannibal er greinilega hrifinn af Clarice, því hann heimsækir hana og hringir svo í hana. Hann skipar henni að taka byssuna með sér og fara út. Hún gerir sem hann segir. Hann eltir hana.

133 = Clarice er komin í verslunarmiðstöð og tekur þá eftir því að henni er veitt eftirför, ekki bara af Hannibal, líka af einhverjum öðrum. Hverjum? Mönnum Vergers? Hvern á hún að handtaka hann eða þá?

1:35 = Hannibal getur ekki hjálpað henni meira og fer út. Glæpamenn Vergers sjá Hannibal fara og ná að skjóta hann með deyfibyssu. Clarice sér atvikið, lætur FBI vita, og þeir senda bíl  heim til Vergers, sem sver það af sér að vera með Hannibal. Clarice spyr hvort hún fái starfið aftur, en því er neitað. Hún er ein á báti.

1:38 = Verger skipar glæpamönnum sínum að koma með Hannibal. Villisvínin bíða!

1:39 = Claribe brýtur allar reglur og fer af stað að leita Hannibals. Hún veit að Verger er með hann.

1:41 = Hannibal er settur inn í svínastíuna og Clarice læðist þangað með byssuna. Svínin koma inn, glorhungruð.

1:43 = Þeim er sleppt í stíuna og það er spilað mannlegt öskur til að æsa þau upp. Læknirinn kemur með Verger í hjólastól, hann ætlar sko að horfa á, en þá birtist Clarice (sem átti að halda sig heima) og segir glæpamönnunum að stoppa. Þeir gegna ekki og hún skýtur þá. Hún reynir að losa Hannibal áður en svínin sleppa inn. Hún er hálf hrædd, en leyfir honum þó að fá hníf til að losa sig.

1:45 = Hannibal varar hana við, en einn glæpamaðurinn nær að særa Clarice skotsári. Hannibal losar sig og nær að taka hana upp. Svínin hlaupa framhjá og éta glæpamanninn sem Clarice skaut - þau hlaupa fram hjá Hannibal, sem er með Clarice í fanginu. Á sama tíma kemur Verger í hjólastólnum og Hannibal segir þá við lækninn: Hentu milljarðamæringnum niður í stíuna, þú getur alltaf sagt að það hafi verið ég. Læknirinn hatar yfirmann sinn, sem alla tíð hefur komið illa fram við hann fer að ráðum Hannibals. Svínin fá að borða, eftir allt saman!

1:47 = Krendler kemur heim til sín og sér að það er búið að leggja á borðið með stjörnuljósi og alles! Áður en hann áttar sig þá svæfir Hannibal hann með klóróformi. Clarice vaknar hálfdösuð í flegnum kjól. Hún er greinilega á deyfilyfjum vegna aðgerðarinnar, en Hannibal er læknir og hann gerði að skotsárum hennar. Hún staulast niður, en er ekki alveg með fulla meðvitund. Hún heyrir tal niðri.

1:49 = Clarice sér byssu og tekur hana. Hún reynir að hringja, en síminn er ekki í sambandi. Hún tengir símann og hringir í lögregluna. Hannibal er flott dressaður og er að elda fínan mat. Við borðið situr spillti FBI maðurinn, Paul Krendler - dálítið einkennilegur. 

1:51 = Clarice kemur í kvöldmatinn og Krendler spyr: Hvað er í matinn? Hún sest við borðið. Lögreglan er komin af stað og Hannibal lítur á klukkuna. Krendler er látinn segja borðbæn. Það er greinilega eitthvað að honum, en við vitum ekki enn hvað það er.

1: 53 = Krendler situr við borðið og er með húfu. Það er greinilega eitthvað að honum í höfðinu, en hvað?

1:54 = Hannibal færir þeim mat og afvopnar Clarice auðveldlega, fyrst byssan og svo hnífur, en hún er vanmáttug að reyna að berjast á móti honum. Hannibal tekur húfuna af Krendler og þá kemur í ljós að hann er búinn að skera hauskúpna af Krendler - eins og gert er fyrir heilaaðgerðir. Heilinn - yfirborð stóra heila - sést greinilega og Hannibal sker hluta af heilanum og steikir á pönnu! Hann lítur stöðugt á klukkuna.

 

 

1:56 = Hannibal ræðir við Clarice og spyr enn hvort hún vilji handtaka hann. Inn í eldhúsinu ræðst Clarice á Hannibal, en hann aftur sér við henni og skellir henni á ísskápinn. Hann festir hana þar. Hann kyssir hana, en á sama tíma þá hlekkir hún hann með handjárnum við ísskápinn. Hannibal tekur hníf og ... segir: This is really gonna hurt! Ætlar hann að sleppa með því að höggva af henni hendina?

1:59 = Lögreglan er komin og hún bjargar Clarice. En Hannibal er horfinn.

2:01 = Hannibal er í flugvél með höndina í fatla (já, þá vitum við það) og er að borða góðan mat. Lítið barn er við hliðina á honum og strákurinn hefur mikill áhuga á matnum. Hann spyr og Hannibal svarar. Hann gefur drengnum að smakka hluta máltíðarinnar. Hvaða hluta?

2:16 = THE END.

 

9+1 spurning:

  1. Hvernig finnst þér að Julianne Moore takist upp við að taka við hlutverkinu af Jodie Foster?
  2. Hvað eru liðin mörg ár frá því að The Silence of the Lambs gerist?
  3. Hvernig er Hannibal flokkuð? Hvaða tveir flokkar (tengundir mynda) eru oftast nefndir? Hvers vegna?
  4. Hægt er að líta á myndina Hannibal allt öðru vísi, nefnilega sem ástarmynd! Ást á milli hverra?
  5. Nefndu 2 augljós atriði þar sem gefið er í skyn að eitthvað sé á milli þeirra út frá Hannibal séð.
  6. En Clarice Starling? Sýnir hún einhvers staðar eitthvað annað en að hún sé FBI starfsmaður sem að vill bara koma Hannibal í steininn? Eitt dæmi?
  7. Hvernig endar Hannibal bókin öðru vísi en myndin? Hvað er það sem leikstjórinn þorði ekki að sýna í lokin?
  8. Getur þú nefnt einhverja mynd sem endar með þeim hætti að "vonda persónan" er a.m.k. jafnvond og áður og vinnur? Hvaða mynd?
  9. Hvernig metur þú Hannibal í samanburði við The Silence of the Lambs. Sú síðarnefnda er einhvern veginn að öllu leyti betri, en hvernig? Nefndu sérstaklega 2 atriði.
  10. Mundu að gefa svo þitt einlæga álit á myndinni. Hvernig fannst þér myndin?