Anthony Michael Hall

The Breakfast Club

Titill: The Breakfast Club.

The Breakfast Club kápan.

Útgáfuár: 1985.

 

Útgáfufyrirtæki: A&M Films Channel Productions.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

 

Framleiðandi: Ned Tanen og leikstjórinn.

 

Land: Bandaríkin.

 

Lengd: 97 mín.

 

Stjörnur: 7,9* (Imdb) og 8,9 + 9,2* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: John Hughes.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: National Lampoon's Vacation (1983), Ferris Bueller's Day Off (1986), Pretty in Pink (1986), Plaines, Trains and Automobiles (1987), Home Alone (1990).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Keith Forsey.

 

Kvikmyndataka: Thomas Del Ruth.

 

Klipping: Dede Allen.

 

Kostnaður / tekjur: 1.000.000$ / 51.525.171$. Mjög ódýr mynd í framleiðslu, og græðir samt 50 milljónir dollara!

 

Slagorð: You see us as a brain, an athlete, a basket case, a princess and a criminal. Correct?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

http://www.youtube.com/watch?v=dkX8J-FKndE

 

Flokkun: Grínmynd, drama, þroskamynd (coming of age).

 

Leikarar/Hlutverk:

xx.

Paul Gleason = Richard Vernon. Kennarinn sem tekur það óöfundsverða hlutverk að sér að sitja yfir 5 nemendum í gagnfræðaskóla (high school), sem hafa eitthvað brotið af sér.

 

xx.

 

xxx.

Emilio Estevez (sonur leikarans Martin Sheen og því bróðir hins alræmda Charlie Sheen) = Andrew Clark, sagður an athlete, íþróttatýpan.

 

xx

Judd Nelson = John Bender, sagður a criminal. Glæpamaður eða töffari?

 

prinsessan.

Molly Ringwald = Claire Standis, sögð a princess. Sjálfupptekin eða bara prinsessa?

 

xxx.

Ally Sheedy = Allison Reynolds, sögð a basket case. Geðsjúklingur eða bara furðufugl?

 

xxx.

Anthony Michael Hall = Brian Johnson, sagður a brain. Nörd eða bara saklaus strákur?

Húsvörðurinn.

John Kapelos = Carl. Húsvörðurinn.

Týpurnar 5.

 

Mínúturnar:

001 = Texti.

002 = Fimm nemendur verða að mæta í Sherman gagnfræðaskólann 24. mars 1984. Þau gerðu eitthvað af sér og þurfa að mæta aukalega á laugardagsmorgni vegna þess. Rödd segir að þetta séu:

  1. a brainheili,
  2. an athlete = íþróttamaður,
  3. a basket case = furðufugl,
  4. a princess = prínsessa,
  5. a criminal = glæpamaður.

004 = Richard Wernon (Paul Gleason) á að sitja yfir þeim og hann segir þau verða að sitja á skólabókasafninu í allan dag og skrifa 100o orða ritgerð um efnið: Hver er ég?

006 = Krökkunum kemur ekki vel saman í byrjun, en ná smám saman sambandi.

010 = Wernon kemur inn og rífst í krökkunum, þau nenna ekki að skrifa ritgerðina. Hann tekur á ögrun Johns með endurteknum refsingum.

015 = John Bender (Judd Nelson) byrjar strax á vandræðum, tekur skrúfu úr hurðinni og Richard spyr þau hvers vegna hurðin sé biluð. Fimmmenningarnir byrja að sýna smá samheldni, þegar þau neita að segja frá því sem John gerði.

020 = John veldur mestum vanda, ekki bara vegna þess að hann ögrar kennaranum, heldur líka hinum nemendunum. Hann móðgar meira að segja húsvörðinn þegar hann kemur.

030 = Krakkarnir mega fara í hádegismat saman. Þau eru öll með mismunandi nesti.

042 = Krakkarnir mega ekki yfirgefa bókasafnið, en ganga samt gangana. Þar nær John sér í fíkniefni. Þau rekast næstum því á Richard, en sleppa vegna þess að John tekur á sig sökina. Samhugur er að myndast með hópnum.

044 = Þau komast ekki til baka á bókasafnið, en þá ákveður John að taka á sig ábyrgðina, hann hleypur inn í íþróttasalinn með látum, svo að hin komist til baka.

047 = Wernon fer með John afsíðis og hótar að lemja hann, í ljós kemur að töffarinn verður hræddur.

052 = John læðist niðurlægður í burtu og fær svo prinsessuna Claire Standis (Molly Ringwald) og nördinn Brian Johnson (Anthony Michael Hall) til að reykja marijuana með sér. Þegar íþróttatýpan Andrew Clark (Emilio Estevez),fær sér líka verður hann alveg brjálaður, íþróttaeðlið kemur í ljós.

055 = Húsvörðurinn Carl (John Kapelos) kemur að kennaranum í kjallaranum þar sem hann er að lesa trúnarðarskýrslur um starfsmenn skólans. Þeir setjast þó niður og spjalla saman.

060 = Krakkarnir fara að tjá sig um persónuleg vandamál, t.d. prinsessan og töffarinn og furðufuglinn Allison Reynolds (Ally Sheedy) við íþróttamanninn.

076 = Krakkarnir eru farnir á trúnó, en þá spyr nördinn, munum við þekkjast á mánudaginn þegar við mætum í skólann í sitt hvoru lagi? Munum við þá vera vinir? Fyrst segja þau já, en svo viðurkennir prinsessan að svo verði ekki. Þau eiga erfitt með að taka þessari hreinskilni og nördinn fer meira að segja að gráta. Töffarinn reiðist þá prinsessunni og fær hana til að gráta. Nördinn viðurkennir að hann eigi bara samleið með furðufuglinum. Hann sakar prinsessunna um að vera hégómagjörn.

080 = Loks viðurkennir nördinn að þó hann fái A í öllu, þá sé hann að frá F í handmennt. Það er svo mikil pressa á hann á heimilinu að hann hafi mætt með byssu í skólann til að drepa sig. Það tókst ekki vegna þess að þetta var ekki alvöru byssa!

082 = Eftir trúnaðarupplýsingarnar dansa þau saman. Þau eru orðnir vinir.

085 = Prinsessan tekur öll völd. Hún fær nördinn til að skrifa ritgerð fyrir alla og fer svo með furðufuglinn á salernið og málar hana. Furðufuglinn tekur stökkbreytingum. Hún fer svo að reyna við töffarann.

086 = Tvö pör hafa myndast, prinsessan laðast að töffaranum og íþróttamaðurinn að furðufuglinum.

088 = Krakkarnir losna og foreldrar sækja þau. Takið eftir að þau eru aldrei sýnd, við rétt sjáum til þeirra.

090 = Þegar myndin er að klárast heyrist heilinn lesa ritgerð sína. Hún hljómar svona:

Dear Mr. Vernon, we accept the fact that we had to sacrifice a whole Saturday in detention for whatever it was we did wrong. But we think you're crazy to make us write an essay telling you who we think we are. You see us as you want to see us - in the simplest terms, in the most convenient definitions. But what we found out is that each one of us is a brain, and an athlete, and a basket case, a princess, and a criminal. Does that answer your question? Sincerely yours, The Breakfast Club.

097 = THE END.

 

Klassík

The Breakfast Club er klassísk, t.d. í þeirri merkingu að margar kvikmyndir hafa síðan verið gerðar sem vísa í hana. Tökum nokkur dæmi:

  1. Gert hefur verið grín að þessari mynd og öðrum unglingamyndum (líka Pretty in Pink eftir sama leikstjóra). Myndin er: Not Another Teen Movie, leikstýrt af Joel Gallen árið 2001. Myndin fær 5,7 *. Paul Gleeson, sem lék kennarann Richard Vernon leikur hér sama hlutverk, en er nú orðinn aðstoðarskólastjóri.

 

https://www.youtube.com/watch?v=XdF6AfeBlH0

 

2. Í eftirfarandi senu er The Breakfast Club sérstaklega tekin fyrir:

https://www.youtube.com/watch?v=iPZVX6a2qfc

 

3. Einnig Bad Kids go to Hell, leikstýrt af Matthew Spradlin, 2012. Sviðsetningin er eins, krakkar sem sitja eftir í skóla, en þessi mynd er hálfgerð hrollvekja. Ekki eins góð mynd, fær aðeins 4,5*. Og hér er það sjálfur glæpamaðurinn, Judd Nelson, sem lék John Bender "glæpamanninn" svo vel í fyrri myndinni. Hann hefur líka fengið stöðuhækkun, er orðinn að skólastjóranum Nash!

 

https://www.youtube.com/watch?v=rQzVAPL29LE

 

Hvað varð um leikarana?

Fullyrða má að Judd Nelson "töffarinn" hafi vakið mesta athygli, líka vegna þess að hann (ásamt Emilio Estevez og Ally Sheedy) og  lék svo í annarri mynd sem sló í gegn: St. Elmo's Fire (Joel Schumacher, 1985). Hann hélt þó illa á frægð sinni, eins og raunar fleiri.

Birta, nr. 24, 2004.

 

Þekkirðu leikarana í dag? Hér eru 4 af krökkunum 5, hverjir?

 

Hér er sá fimmti.

cc.

 

charlie og mstyin sheen

 

Verkefni:

  1. Hvernig flokkar (3 flokkar) þú myndina The Breakfast Club? Skoðaðu Tegundir Kvikmynda, ef þú þarft nafn á flokkum.
  2. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar og nefndu tvær myndir hans aðrar sem þú veist um. Þú hefur örugglega séð eina þeirra!
  3. Hver af 5-menningunum er eðlilegastur og hver "geðveikastur" í upphafi myndarinnar?
  4. Hver af 5-menningunum þroskast mest í myndinni? Útskýrðu.
  5. Þessir 5 unglingar eru fulltrúar 5 staðalmynda framhaldsskólanema. Hvaða sambærilegar staðalmyndir koma fyrir í Mean Girls (sjá blogg)?
  6. Eru þetta íslenskar staðalmyndir. Nefndu 1 úr The Breakfast Club sem þú sérð ekki í íslenskum framhaldsskóla og 1 staðalmynd sem sjá má í öllum framhaldsskólum.
  7. Nefndu 2 íslenskar staðalmyndir framhaldsskólanema sem sjást ekki í The Breakfast Club.
  8. Leggðu mat á The Breakfast Club - hvaða unglingamynd er sambærileg?
  9. Hver er boðskapur myndarinnar The Breakfast Club í einni setningu?
  10. Skrifaðu loks þitt persónulega mat á myndinni. Hikaðu ekki við að segja skoðun þína, en mundu að það þarf að rökstyðja svarið (ef þú segir t.d. að myndin sé "góð" þá þarftu að útskýra hvað er gott við hana).

 

Skilaðu svari við þessum 10 spurningum til kennara (búið er að opna Verkefni á Innra neti skólans - sem er opið í eina viku!) í seinasta lagi daginn áður næsta mynd verður sýnd.