Bates Motel

Psycho

Titill: Psycho.

Psycho 1960 kápan. Hér er áherslan á Norman Bates.

Psycho 1960 kápan. Hér er áherslan á Norman Bates.

Psycho 1960. Hér er áherslan eingöngu á Marion (og rauða blóð-litinn).

Psycho 1960. Hér er áherslan eingöngu á Marion (og rauða blóð-litinn).

Psycho 1960 kápan. Hér er áherslan á Marion, en líka á húsið og Norman Bates sést líka aðeins.

Psycho 1960 kápan. Hér er áherslan á Marion, en líka á húsið og Norman Bates sést líka aðeins.

Útgáfuár: 1960.

Útgáfufyrirtæki: Shamley Productions.

Dreyfingaraðili: Fyrst Paramount Pictures, svo Universal Pictures.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Alfred Hitchcock. Þótt Hitchcock hafi þá þegar gert stórmyndir á við Rear Window (1954) og Vertigo (1958), þá fékk hann ekki kvikmyndaverið til að fjármagna myndina. Samt var seinasta mynd hans: North by Northwest (1959) bæði góð mynd og mjög vinsæl. Þeir sögðu: Hryllingsmynd í svart-hvítu um brjálaðan morðingja, byggt á sönnum viðburði. Nei, takk! Hitchcock ákvað þá að framleiða myndina sjálfur, hann varð m.a. að veðsetja húsið sitt! Frá þessu öllu er sagt í myndinni: Hitchcock, 2012 (6,8*) með stórleikurum í helstu hlutverkum, Anthony Hopkins sem Hitchcock, Helen Mirren sem eiginkonan og Scarlett Johansson sem Marion. Sjá trailer, en þar kemur vel fram hve kvikmyndaverið var á móti honum:

Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=Q7vYhtfNM9U

Hér er slóðin fyrir myndina sjálfa frá 1960 með Hitchcock sjálfan! sem sér um kynningarnar. Takið eftir hve húmorískur (íronískur) hann er:

Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=DTJQfFQ40lI

Lengd: 109 mín.

 Stjörnur: 8,5* (Imdb) og 9,7 + 9,4* (RottenTomatoes). Ath: Mjög hátt á báðum stöðum. Veist þú um mynd sem fær hærri einkunn??

Leikstjóri: Alfred Hitchcock (Leytonstone, Essex, England 1899-1980 - bjó lengst af í Kaliforníu í Bandaríkjunum).

Psycho kápa með Hitchcock sjálfum!

Psycho kápa með Hitchcock sjálfum!

Allar leikstýrðar myndir Hitchcock: The Pleasure Garden (1925), The Lodger: A Story of the London Fog (1927), The Ring (1927), Downhill (1927), The Farmer’s Wife (1928), Easy Virtue (1928), Champagne (1928), The Manxman (1929), Blackmail (1929), Juno and the Paycock (1930), Murder! (1939),  Elstree Calling (1939), The Skin Game (1931), Mary (1931), Rich and Strange (1931), Number Seventeen (1932), Waltzes from Vienna (1934), The Man Who Knew Too Much (1934), The 39 Steps (1935), Secret Agent (1936), Sabotage (1936), Young and Innocent (1937), The Lady Vanishes (1938), Jamaica Inn (1939).

Hér flutti Hitchcock yfir til Bandaríkjanna: Rebecca (1940 - fyrsta mynd hans í Bandaríkjunum), Saboteur (1942), Shadow of a Doubt (1943), Lifeboat (1944), Spellbound (1945), Notorious (1946), The Paradine Case (1947), Rope (1948), Under Capricorn (1949), Stage Fright (1950), Strangers on a Train (1951), I Confess (1953), Dial M for Murder (1954), Rear Window (1954), To Catch a Thief (1955), The Trouble With Harry (1955), The Man Who Knew Too Much (1956), The Wrong Man (1956), Vertigo (1958), North by Northwest (1959), Psycho (1960), The Birds (1963), Marnie (1964), Torn Curtain (1966), Topaz (1969), Frenzy (1972), Family Plot (1976).

Handrit: John Stephano, byggt á stórgóðri bók Robert Bloch: Psycho.

Ned Block. 1955. Psycho. Hann gaf síðar út framhald: Psycho II.

Robert Bloch. Psycho (Simon & Schuster, 1959). Hann gaf síðar út framhald: Psycho II (1982) og Psycho House (1990), sem þó tengjast ekkert framhaldsmyndunum.

Bókin Psycho: A Novel.

Robert Bloch gaf síðar (1982) út Psycho II, sem fjallar áfram um Norman Bates, sem  lagður er inn á geðdeild, en sleppur út klæddur sem nunna! Hann fer til Hollywood. Þessi bók hefur ekki verið kvikmynduð. Árið 1990 kom enn út bók, Psycho House, sem fjallar um það sem gerist þegar Bates Motel er enduropnað. Þessi bók hefur heldur ekki verið kvikmynduð.

Tónlist: Bernard Hermann.

Kvikmyndataka: John L. Russell. Athyglisvert er að þar sem Hitchcock varð að fjármagna kvikmyndina sjálfur þá valdi hann ódýrara starfsfólk, í þetta sinn tæknimenn sem unnu við sjónvarpsgerð. Í þá daga þótti það ekki merkilegur starfskraftur! Þetta er breytt í dag.

Klipping: George Tomasini.

Tekjur / Kostnaður: 50.000.000$ / 0.806.947$. Mismunur 49 milljón dollarar í plús!

Slagorð: A boy's best friend is his mother. Og: A son is a poor substitute for a lover.

Trailer: Gerið svo vel.

Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=NG3-GlvKPcg

Leikarar / Hlutverk:

Norman Bates.

Anthony Perkins = Norman Bates, mótelstjórinn. Vísar Norman í = "normal"?

image.png

Janet Leigh = Marion Crane, systirin sem er myrt í sturtuatriðinu. Það er algjört stílbrot að aðal persónan deyr allt í einu og snemma út úr myndinni! Hvenær hefur þú séð mynd þar sem frægasti leikarinn (Janet Leigh var eini stórleikarinn sem lék í myndinni) og söguhetjan hverfur eftir 45 mínútur og sést ekkert eftir það?

Vera Miles = Lila Crane, eftirlifandi systirin. Svo lík hinni að atriðið minnir á Vertigo, líka eftir Hitchcock. Er hugtakið “2” eitthvað atriði í Psycho?

Sam Loomis.

John Gavin = Sam Loomis, kærasti Marion, sá sem síðar reynir, í samstarfi við systur Marions, að komast að því hvað varð um hana.

Arbogast.

Martin Balsam = Milton Arbogast, einkaspæjarinn, sá sem ráðinn er til að finna aftur 40.000$ sem Marion stelur.

image.png

John McIntire = Al Chambers, gamla löggan, deputy sheriff - sá sem útskýrir allt um Norman Bates og aðstæður hans rétt fyrir lokaatriði myndarinnar.

Frank Albertson = Tom Cassidy, ríki maðurinn sem kemur á vinnustað Marions í upphafi myndarinnar og leggur fram 40.000$, peninginn sem freistar Marion svo mikið.

Lowery.

Vaughn Taylor = George Lowery, yfirmaður fyrirtækisins, sá sem segir Marion að setja peningana í bankann fyrir lokun. Bara ef hún hefði nú gert það!

Caroline, systir Hitchcocks!

Patricia Hitchcock = Caroline vann á skrifstofunni með Marion. Patricia er dóttir leikstjórans.

John Anderson = California Charlie, bílasalinn, sem finnst grunsamlegt hve hratt og ódýrt Marion er tilbúin að selja bílinn sinn.

Dr. Charles Richmond, geðlæknirinn sem útskýrir allt í lokin.

Simon Oakland = Dr. Fred Richmond, geðlæknirinn, sem tekur viðtal við "móðurina" og útskýrir svo fyrir lögreglumönnunum (og áhorfendum, sem á þessum tíma - 1960 - vissu ekkert um) hvað rofinn persónuleiki er.

Lögreglumaðurinn.

Mort Mills = Lögreglumaðurinn sem böggar Marion 2svar. Enn eitthvað gerist 2svar!

Alfred Hitchcock leikur sér að því að sjást í sekúndubrot í hverri mynd. Hér gengur hann framhjá glugganum þar sem Marion vinnur.

Alfred Hitchcock = Statisti, sem bregður óvart fyrir í sekúndubrot - eins og í öðrum myndum hans - kallað cameo appearance. Hitchcock er frægur fyrir þetta. Margir leikstjórar herma þetta eftir honum.

Psycho, mínúturnar:

0:02 = Staður: Phoenix, Arizona.

0:03 = Parið Marion (Janet Leigh) og Sam (John Gavin) saman í herbergi. Þau eiga í leynilegu ástarsambandi, en Sam er giftur og í fjárkröggum.

0:06 = Hitchcock sjálfur stendur við gangstéttina, þegar ríki maðurinn gengur inn. Þetta er vörumerki Hitchcocks, sem gerði þetta í flestum myndum sínum.

Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=6b6WjVmNpAc

0:07 = Tom Cassidy (Frank Albertson), ríki maðurinn kemur í fyrirtækið og veifar seðlum. George Lowery (Vaughn Taylor) eigandi fyrirtækisins sem Marion vinnur hjá segir henni að koma peningunum í bankahólf.

0:10 = Marion komin heim, enn með peningana.

0:12 = Marion keyrir burtu með peningana, en fyrirtækjaeigandinn sér hana óvart í bílnum - horfir svolítið grunsamlega á hana. Hvað ætlar hún að gera við peningana?

Marion með peningana. Hér er athyglisvert að Hitchcock notar spegil til að sýna hvað? Tvær hliðar á málinu? Spegill sálarinna?

0:13 = Lögreglumaður (Mort Mills) bankar á bíl hennar, þar sem hún er sofandi. Honum finnst hún grunsamleg - t.d. í svörum - en hann hefur ekkert á hana.

0:16 = Löggan eltir Marion um hríð, en fer svo aðra leið.

0:19 = Marion selur bílinn í flýti og kaupir annan, löggan horfir á úr fjarlægð. California Charlie (John Anderson) málglaði bílasalinn er hissa á því hve fljót hún er að selja og kaupa bíl. Grunsamlegt.

0:22 = Marion keyrir í burtu á nýja bílnum, orðin hrædd. Löggan kemur. Hefur þú tekið eftir því að allt gerist tvisvar í myndinni?

0:26 = Marion keyrir lengi, mikil rigning, loks finnur hún Bates Motel!

0:27 = Norman Bates (Anthony Perkins) móteleigandinn skráir Marion inn á mótelið. Öll herbergin eru laus og hann setur hana í herbergi númer 1.

0:32 = Þau (aðallega Norman) fara að tala saman og Norman gefur Marion samloku.

0:33 = Norman Bates talar og talar við hana. Hann virkar svolítið taugaveiklaður. Talið berst að uppstoppuðum fuglum og móður hans (tenging?). Norman fer að tala um móður sína. Hann segir hana veika, ekki líkamlega, heldur andlega og bætir svo við: A son is a poor substitute for a lover. Mjög Freudískt!

image.png

Hvað merkir það að Bates hefur áhuga á uppstoppuðum dýrum? Bíddu bara og þú munt komast að því!

0:39 = Norman reiðist þegar Marion spyr: Why don't you put her someplace?

0:41 = Þegar Marion er komin inn á herbergið skiptir hún um skoðun - ætlar greinilega að skila peningunum, eftir samtalið við Norman, og segir honum að hún ætli að fara að sofa, og í fyrramálið að: Make things right.

0:42 = Norman kíkir á Marion í gegnum gatið á veggnum, býður okkur með! Gægjuhneigð. Takið eftir hvernig Hitchcock lætur okkur gægja líka. Hver er pervertinn? Norman Bates, Hitchcock eða við?

0:43 = Norman fer til baka í húsið, en ákveður við innganginn að hann ætli ekki upp til mömmu.

Storyboard fyrir sturtuatriðið fræga. Saul Bass teiknaði hana og heldur því fram að hann hafi tekið upp atriðið og Hitchcock ekki einu sinni á staðnum (leikstjórinn ekki viðstaddur frægasta atriði kvikmyndasögunnar?). Þessu neita flestir, enda fyrst fullyrt að Hitchcock látnum.Takið eftir því hve atriðið er þaul-hugsað og vel útfært.

Sturtusenan sjálf er 45 sekúndur, en atriðið allt 3 mínútur. Það tók 7 daga að stilla myndavélina á 77 vegu í 50 skot! Og hugsa sér Hitchcock gerði líka mynd þar sem heildarklipping myndarinnar er 9, já 9 x 4-10 samfelldar mínútur! Þetta er myndin Rope – sem líka byggir á sannsögulegu morðmáli (Leopold og Loeb).

0:45 = Sturtuatriðið, eitt frægasta atriði allrar kvikmyndarsögunnar. Athugið mjög öra klippingu.

Marion Crane (Janet Leigh) við lok sturtuatriðisins fræga.

Anne Heche (Marion Crane) í nákvæmlega sömu stöðu í endurgerð Psycho.

Marion Crane (Anne Heche) í nákvæmlega sömu stöðu í endurgerð Psycho, þetta er ekki endurgerð, heldur endurtekning!

0:48 = Norman kemur að líkinu í baðinu.

0:50 = Norman þrífur baðið eftir móður sína. Hefur hann lent í þessu áður?

0:53 = Norman setur líkið í skottið og allt hennar hafurtask, meira að segja peninga hennar óafvitandi, en gleymir einu bréfsnifsi.

0:55 =Norman keyrir burt frá hótelinu með líkið í skottinu.

0:56 = Norman felur bílinn í sýki. Bíllinn sekkur ekki strax, en þó eftir smá tíma.

0:57 = Systir Marion, Lila (Vera Miles), leitar upp kærasta Marion, Sam, og vill fá að vita hvar Marion er. Hann veit ekkert hvar hún er.

0:59 = Miton Arbogast (Martin Balsam) leynilögga - private eye - kemur að þeim og segist líka vera að leita að Marion og 40 þúsund dollurunum sem hún stal.1:

1:01 = Arbogast leitar um allt, kemur loks á Bates mótelið og eftir smá eftirgrenslan, kemst að því að Marion var þar “eina nótt.”

1:02 = Samtal Arbogast og Norman Bates. Norman fer smám saman á taugum.

1:04 = Norman Bates byrjar að stama.

1:09 = Arbogast hringir í Lilu.

1:13 = Arbogast fer svo upp í húsið, ákveður að fara upp stigann og er drepinn þar.

1:14 = Sam Loomis kærastinn fer af stað, er að leita að Marion, eins og rannsóknarlögreglumaðurinn.

1:16 = Sam og Lila fara til Al Chambers (John McIntire) gamla lögreglustjórans, deputy sheriff. Hann hlustar lengi á útskýringar þeirra, en skilur ekki af hverju þau eru alltaf að tala um móður Norman Bates sem þau bæði sjá í glugganum og heyra í - því löggan segir að hún sé löngu dáin! Ha?

1:20 = Lögreglustjórinn útskýrir að faðir Norman Bates hafi dáið og að móðir hans hafi byrjað með öðrum manni. Norman hafi tekið því illa, komið að þeim saman í rúminu og drepið þau bæði. Ekki ólíkt söguþræðinum í harmleiknum Hamlet eftir Shakespeare. Svolítið Freudískt!

1:36 = Sam talar við Norman Bates, heldur honum uppteknum á meðan Lila, systir Marion, fer upp í húsið.

1:39 = Norman fattar loksins að Sam er að tefja fyrir honum, Lila er komin inn í húsið. Norman lemur Sam í höfuðið og eltir Lilu inn í húsið.

1:40 = Lila felur sig við kjallarainnganginn, þegar Norman kemur inn. Hann fer upp.

1:41 = Lila ákveður að fara niður í ávaxtakjallarann, og hittir “móður” Normans þar.

Mommy!

1:42 = Dr. Fred Richmond (Simon Oakland), geðlæknirinn, sem tekur viðtal við "móðurina." Hann útskýrir stöðu Norman Bates, væntanlega eftir viðtöl við “hann” og "hana" - móður hans.

1:43 = Geðlæknir: Norman Bates drap móður sína og fósturföður í rúminu (sbr. Hamlet!).

1:46 = Geðlæknir: Þetta eru tveir persónuleikar.

1:47 = Norman Bates sem móðir.

1:48 = Norman Bates, “móðirin” brosir til okkar. Bíll dreginn upp úr.

Hitchcock við upptöku Psycho, sem hann segir að hafi verið létt skemmtiverkefni.

1:49 = THE END.

Uppruni Psycho

Alfred Hitchcock var á hátindi ferils síns þegar hann gerði Psycho. Hann var farinn að gera myndir í lit og algerar stórmyndir - t.d. Vertigo, sem flestir telja í dag eina af 10 bestu myndum allra tíma. En hvað var þá Psycho?

Í stórgóðri bók um Hitchcock segir að: Almenningur og gagnrýnendur trúðu því líklega að Hitchcock myndi halda áfram að gera Technicolor útgáfur af fallegu fólki við ómögulegar aðstæður - hér vísar höfundur greinilega í Vertigo frá 1958, en segir þá: en það var ekki rétt. Hitchcock hafði allt annað í huga. Hann fylgdist bæði vel með tískustraumum í kvikmyndum og gróðavon og hann hafði tekið eftir því að nýlega höfðu verið gerðar verulega ódýrar svart-hvítar myndir sem hræddu líftóruna úr fólki: The Fly, The Blob, Dementia, Curse of the Undead og The Brain That Wouldn't Die. Hvað ef einhver góður - kannski eins góður og Hitchcock, myndi gera eina slíka mynd? Peter Ackroyd. 2015. Alfred Hitchcock, bls. 193; lausleg þýðing KG.

dementia1

John Parker. 1955. Dementia og Irvin S. Yeaworth Jr. & Russell S. Daughten Jr. 1958. The Blob. Svo lélegar myndir að þær eru góðar!

The Blob

Þetta eru fyrirmyndirnar að Psycho. Ekki mjög uppbyggilegar myndir!

The Blob frá 1958. Trailer. Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=TdUsyXQ8Wrs


Hver er fyrirmyndin að Psycho,Texas Chainsaw Massacre og The Silence of the Lambs?

Margir raðmorðingjar eru vel þekktir, svo sem eins og Theodore "Ted" Bundy og David Berkowitz "Son of Sam," en einn er þó allra þekktastur, þrátt fyrir að hafa kannski ekki drepið fleiri en 2. Það er ekki ljóst né sérstaklega kerfisbundið hver verður frægur og hver ekki, en Edward "Ed" Gein er sá allra frægasti í þeim skilningi að hann er klárlega fyrirmyndin í öllum ofangreindum myndum - allt mjög þekktar myndir, hver á sinn hátt. Skoðum tvær stuttar heimildamyndir um hann. En varið ykkur, þetta er frekar ógeðslegt allt saman.

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=oVGv7BcqgVM

Meginþemu

Speglar, bæði Norman Bates, Marion og raunar aðrir í myndinni eru endurtekið sýnd í spegli. Mjög sterkt þema í myndinni. Kvikmyndagerðarmönnum líkar almennt ekki við spegla, því það gerir kvikmyndum mjög erfiða.

Marion Crane og speglarnir. Atriðið sýnir vel tvískipta sál hennar.

Marion Crane og speglarnir. Atriðið sýnir vel tvískipta sál hennar.

Fuglar. Norman Bates er endurtekið sýndur með fugla í bakgrunninum, bæði ljósmyndir og málverk af fuglum.

Norman Bates og uppstoppuðu fuglarnir.

Norman Bates og uppstoppuðu fuglarnir.

Uppstoppun, uppstoppaðir fuglar. Við sjáum Norman Bates endurtekið með uppstoppaða fugla, en hann útskýrir líka fyrir Marion hvers konar áhugamál það er.

Meira en áhugamál.

Uppstoppun er áhugamál – og meira en það!

Blóð. Ekki blóðslettur, eins og í dæmigerðum hrollvekjum, heldur er blóð látið renna og þrif á blóði. Ein ástæða þess að myndin var gerð í svart-hvítu var að Hitchcock hélt að hann fengi sturtuatriðið aldrei samþykkt ef það væri í lit.

Sagt er að Hitchcock hafi tekið myndina í svart/hvítu vegna þess að sturtuatriðið hefði ekki (1960) verið samþykkt til sýningar í lit.

Sturtuatriðið hefði verið töluvert óhugnanlegra í lit.

Augu - og hringir. Mjög sterkt þema er hringþemað, þ.e. auga í nærmynd, niðurfall í vaski, gægjugat ...

Hitchcock upp á sitt besta. Takið eftir að niðurfallið er alveg eins og auga.

Hitchcock upp á sitt besta. Takið eftir að niðurfallið er alveg eins og auga.

Vatn, mikið er gert út vatni, rigningu og vatnsrennsli, auðvitað í sturtusenunni frægu, en líka í þrifum Norman Bates á eftir, þegar hann losar sig við bílinn ...

Vatn, vatn, vatn og aftur vatn.

Vatn, vatn, vatn og aftur vatn.

Tvítekning - ótrúlega margt í myndinni er endurtekið einu sinni: Tvær systur (og nærri eins í útliti), Marion tvisvar á brjóstahaldaranum, löggan nálgast hana tvisvar, tveir drepnir, tveir persónuleikar ...

Lokaatriðið.

Lokaatriðið. Hvað er tvítekið hér?


Skilaverkefni:

  1. Psycho var aukaverkefni - hvíld og skemmtun, sagði Hitchcock, svona milli stórmynda, en er þó án efa frægasta mynd hans. Hún hefur skapað fjöldan allan af eftirhermum, framhaldsmyndum og annars konar endurtekningum. Nefndu 5 þeirra.

  2. Psycho er sögð byggð á sannsögulegum viðburðum. Einhver á að hafa stoppað upp móður sína. Er það rétt? Hver?

  3. Táknfræði myndarinnar. Skoðaðu tákngreininguna að ofan. Reyndu að gefa útskýringu á tveimur táknunum. Hvað er leikstjórinn að reyna að segja okkur með þessum táknum?

  4. Sagt er að allt sé tvítekið í Psycho. Nefndu eins mörg og þú getur, ekki færri en 5.

  5. Tókstu nokkuð eftir því að tveimur myndum er skellt saman í eina mynd í Psycho? Hvar er það atriði og hvað segir það okkur?

  6. Mundu loks að segja þitt persónulega álit á myndinni og ekki gleyma að hún er mjög gömul (1960). Takið það með í reikninginn þegar þið ræðið persónulega um myndina.

Hljóðdæmi:

http://hitchcock.alienor.fr/sons/psychose/generique.wav

Psycho frá 1998. Gus Van Sant endurgerði myndina ALVEG eins, nema í lit. Hvers vegna?


Hér má sjá athyglisverðan samanburð á myndunum tveimur. Einkennilegt að endurgera myndina svona alveg eins.

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=oXJUfM4elPI

Hér er annar samanburður, með sérstaklega áherslu á sturtuatriðið fræga, með sinni flóknu klippingu. Af hverju að gera það ALVEG eins?

Slóðin er: http://www.youtube.com/watch?v=Mzarpt8IiqY

image.png

Psycho II frá 1983, með Anthony Perkins í sama hlutverki. Richard Franklin er leikstjóri.

Trailerinn að Psycho II, gerið svo vel:

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=LKprv08HI0s

Psycho III frá 1986. Enn er Anthony Perkins í hlutverki Norman Bates, og meira að segja leikstjóri líka.

Trailerinn að Psycho III, gerið svo vel:

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=9W1f5w42szU

Leikstjóri: Anthony Perkins.

Handrit: Charles Edward Pogue ásamt Robert Block, sem er einnig handritshöfundur fyrstu myndarinnar.

Leikarar / Hlutverk:

Anthony Perkins = Norman Bates, mótelstjórinn. Norman er kominn til bara eftir 22 ár á lokaðri geðdeild.

Diana Scarwid = Maureen, trúaða konan, sem reynir sjálfsmorð, en telur svo að Norman Bates sé frelsari sinn. Norman segir oftar en einu sinni að hún minni hann á Marion, aðal kvenpersónu fyrstu myndarinnar.

Jeff Fahey = Duane, ungi maðurinn sem pikkar Maureen upp í bíl sinni í upphafsatriði myndarinnar og fær svo vinnu á Bates mótelinu.

Roberta Maxwell = Blaðakonan Tracy, sem alla myndina er að rannsaka ósakhæfisvörnina og Norman Bates málið sérstaklega.

Hugh Gillin = Sheriff John Hunt, lögreglustjórinn, sem trúir svo lengi á sakleysi Normans.

Mínútur / Lýsing:

0:01 = Maureen (Diana Scarwid) er mjög trúuð kona. Hún fer upp í kirkjuturn (bein tilvísun í kvikmynd Hitchcocks: Vertigo) og ætlar að fremja sjálfsmorð með að hoppa framaf. Tvær nunnur klifra upp og reyna að fá hana ofan af sjálfsmorðinu. Önnur þeirra er svo óheppin að dretta niður og hún hrapar til dauða.

0:02 = Maureen flýr klaustrið eftir þessar hörmungar og fær far með e-m strák, Duane (Jeff Fahey) um miðríki Bandaríkjanna.

Maureen og Duane hittast.

0:07 = Bíllinn stoppar í myrkri og mikilli rigningu og bílstjórinn segir henni að sofna í bílnum.

0:09 = Duane reynir við hana í bílnum og þegar hún bregst illa við þá hendir hann henni út og skilur hann hana eftir í rigningunni. Hann keyrir í burtu.

0:10 = Norman Bates (Anthony Perkins) er aftur orðinn mótelstjóri á “Bates motel.” Hann eitrar fyrir litlum fuglum og stoppar þá svo upp, gamalt áhugamál hans (sbr. mamman).:

Helsta áhugamál Normans er að stoppa upp fugla.

Helsta áhugamál Normans er að stoppa upp fugla.

0:12 = Bates sér fyrir sér sjálfan sig í svarthvítu berja einhverja eldri konu (seinna lærum við að hún heitir Frú Shell) í höfuðið með skóflu, sömu konu og er tilkynnt í blöðunum að sé verið að leita að.

0:14 = Bílstjórinn Duane kemur á mótelið, en segist ekki hafa efni á mótelherbergi. Getur hann fengið vinnu?

0:17 = Blaðakonan Tracy Venables (Roberta Maxwell), sem ætlar að skrifa blaðagrein um ósakhæfisvörnina (að dæma á lokaða geðdeild frekar en í fangelsi vegna geðveiki) kemur á dinerinn og spyr um Norman Bates. Eigandinn og lögreglustjórinn vilja reka hana út, en Norman talar við hana.

0:20 = Maureen kemst loks til mannabyggða og einmitt á þann stað þar sem Duane fékk vinnu, á Bates mótelinu. Hann lætur hana fá herbergi nr. 1 (fræga herbergið úr fyrstu myndinni).

0:24 = Norman er kominn heim og á þá í löngu samtali við "móður" sína, rétt eins og í fyrstu myndinni.

0:27 = Duane fer á barinn og hittir þar blaðakonuna Tracy. Hún vill ekkert með hann hafa þar til að hún finnur það út að hann vinnur á Bates mótelinu.

Psycho II sturtuatriðið.

Psycho III sturtuatriðið.

0:30 = Norman stenst ekki mátið og kíkir á konuna í herbergi nr. 1. Mamma hans brýst inn í herbergið, til að stinga hana til bana, eins og í mynd 1, en þá er konan í baði að fremja sjálfsmorð. Maureen misskilur árásina og sér "móður" Normans sem frelsandi nunnu. Farið er með hana á spítala og hún heldur að heilög María mey hafi bjargað henni. En það var Norman Bates. Allir eru sannfærðir um að Norman sé hetja, en blaðakonan trúir sögunni ekki.

Norman Bates enn með gægjuhneigð.

Norman Bates enn með gægjuhneigð.

0:33 = Norman heimsækir Maureen á spítalann og kallar hana óvart Marion (sbr. mynd 1). Hún þakkar honum fyrir lífsbjörgina. Hann viðurkennur að hún minni hann á aðra konu og segir: We all go a little mad, sometimes. Hún þyggur að gista hjá honum á mótelinu.

0:36 = Bates talar aftur við mömmu sína, en Duane er með dömu hjá sér fyrir utan mótelið og heyrir í Norman tala við móður sína.

0:37 = Bates kemur út og talar við stelpuna sem Duane er með. Hún kynnir sig ekki.

0:39 = Duane er með stelpunni en hendir henni svo út! Stelpan fer í símaklefa að hringja, en þa ræðst "móðirin" á hana og og stingur til bana, rétt eins og í sturtuatriðinu forðum. Seinna heyrum við í Norman: Look, mother, what have you done? Um morguninn vaknar Duane og sér Norman vera að þrífa símaklefann.

0:43 = Maureen talar við prest um sjálfsmorðstilraun sína.

0:45 = Blaðakonan kemur á mótelið og þar er mikið fjör í gangi út af e-m fótboltaleik. Blaðakonan fær ekki að koma inn í húsið.

0:49 = Norman kveður mömmu sína og fer út með Maureen. Þau fara á veitingastað og verða nokkuð drukkin, hann minnist sífellt á móður sína. Þau fara að dansa. Samband þeirra endar upp í rúmi á mótelinu. Þau ná ágætlega saman, en Norman getur þó ekki gert það. Hann flýr heim til sín og skilur hurðina eftir opna hjá henni. Mamma hans skammar hann samt. Hann segir: We didn’t do anything, en hún svarar: You let her come between a son and his mother.

0:56 = Maureen bankar hjá Norman, en hann segir henni að fara í burtu. Ljóst er að “móðir” hans vill að hann drepi hana, en hann streytist á móti.

0:59 = Partý er í gangi á mótelinu og ein stelpan þar fer að pissa og þá kemur einhver kona “móðirin” og sker hana á háls. Norman kemur síðar að þessu og virðist alltaf jafn hissa á líkunum. Hann þrífur þó alltaf eftir “hana” og felur líkin.

Psycho III er á köflum orðin veruleg hrollvekja.

Psycho III er á köflum orðin veruleg hrollvekja.

1:02 = Lögreglan kemur því að ein stelpan frá því í partíinu í gær finnst ekki. Löggan vill leita í húsinu hjá Norman, sem er undrandi á því að þeir finna ekki móður hans í húsinu. Blaðakonan er á staðnum og trúir ekki á sakleysi Normans. Maureen lýgur því að Norman hafi verið með henni alla nóttina og hafi því fjarvistarsönnun.

1:06 = Maureen fer í burtu og Norman fer heim. Þar finnur hann miða frá móður sinni um að hann eigi að finna hana í herbergi Duanes. Hann er með móðurina, þ.e. lík móðurinnar. Duane vill peninga fyrir að segja engum frá. Þeir slást og Norman rotar hann: Noone must know about my mother or what she has done. She doesn’t know what she is doing, she is just an old lady. Við sjáum saumað skinn (sbr. The Silence of the Lambs).

1:12 = Blaðakonan er á dinernum enn að rannsaka málið. Hún spyr alla um eldri konuna, frú Spool, fólk man eftir henni. Hún var þjónustustúlka en var sett á geðveikrahæli, vegna þess að hún drap mann sinn. Blaðakonan finnur gamla blaðagrein um að systir hafi verið arrested in...

1:14 = Norman fer að losa sig við líkin og keyrir af stað, en þá er Duane ekki alveg dáinn. Þeir slást í bílnum, sem lendir út í vatni, mýri, rétt eins og í fyrstu myndinni. Duane drukknar en Norman kemst rennblautur á land.

1:17 = Maureen er komin til baka og heldur að Norman sé maðurinn í lífi hennar. Hún fer upp í húsið. Norman mætir henni í stiganum, en þá kallar móðirin snögglega á hann. Maureen dettur afturábak niður stigann, rétt eins og Abergast rannsóknarmaður í fyrstu myndinni og lendir á höfðinu. Hún deyr.

1:20 = Blaðakonan kemur aftur með skiptilykil og kemst inn í herbergi Normans, þar sem hann stoppar upp fuglana. Hún sér lík Maureenar. Norman kemur sem móðirin og segir: Why won’t you leave my son, my boy, alone? Blaðakonan svarar og segir okkur alla skýringuna um leið og hún flýr Norman ("móðurina"):

What set you off again, Norman?

Was it Mrs. Spool, you killed her, didn’t you?

What did she do, come to you and tell you that she was your mother?

Your mother was crazy, but she wasn’t your mother.

Mrs. Spool, was your aunt, Norman. She loved your father, but your mother stole him away from her.

Mrs. Spool then killed your father in a jealous rage and kidnapped you when you were just a baby. She killed your mother. She thought you were her child.

Mamman svarar: It’s all lies, don’t let her talk to you like that.

1:22 = Norman ræðst með hníf á blaðakonuna og virðist ætla að drepa hana. Hann losar sig þó við kvennmansfötin og í stað þess að drepa hana, þá ræst hann á lík móður sinnar og “drepur það.” Rödd móðurinnar heyrist, en á meðan Norman er að skera það í sundur, þá breytist rödd “hennar” í rödd “hans.”

1:24 = Löggan handtekur Norman og segir: I´ll have you locked up forever, en Norman svarar bara: But I will be free, I will finally be free.

1:26 = Þegar lögreglubíllinn er að keyra hann á geðdeildina, þá brosir “hann” - rétt eins og í lokaatriði fyrstu myndarinnar og dregur upp hönd sem hann strýkur.

1:27 = THE END.

image.png

Psycho IV: The Beginning. Alltaf þurfa seríur að enda á þessum titli! Anthony Perkins enn í sama hlutverki.

Trailerinn að Psycho IV, gerið svo vel:

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=DbotJWP9zZc

Nú er meira að setja komið enn önnur tilvísun til upphafsins. Sjónvarpssería Bates Motel um Norman Bates áður en Psycho gerist - og hefst á því að faðir Norman Bates deyr:

Bates Motel.

Bates Motel.

Er ekki sagt að allar seríur endi á upphafi sínu? Þessi sería þykir nokkuð góð, t.d. fá aðalleikarar báðir góða dóma. Nú þegar eru komnar 5 seríur (5 x 10 þættir).

Trailerinn að seríunni, gerið svo vel:

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=7lCWKKNGiKs


Að lokum má geta þess að árið 1987 var gerð grínmynd með sama nafni: Richard Rothstein. 1987. Bates Motel. Myndin fær ekki góða dóma: 3,9*. Hún segir frá Alex West, sem lagður er inn á geðdeild. Þar kynnist hann vistmanninum Norman Bates, vingast við hann og á endanum erfir hann Bates Motel. Hér er trailerinn, gerið svo vel:

Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=NrBxCSdw7Ns