Titill: Das Experiment.
Útgáfuár: 2001.
Útgáfufyrirtæki: Fanes Film, Senator Film Produktion, Seven Pictures, Typhoon.
Dreyfingaraðili: Senator Film í Þýskalandi, The Samuel Goldwyn Company í Bandaríkjunum.
Land: Þýskaland.
Framleiðandi: Marc Conrad, Norbert Preuss & Friedrich Wildfeuer.
Lengd: 120 mín.
Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 7,2 + 8,7* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel.
Handrit: Christoper Damstädt, Don Bohlinger og Mario Giordano, byggt á skáldsögu - Black Box - þess síðastnefnda.
Tónlist: Alexander von Bubenheim.
Kvikmyndataka: Rainer Klausmann.
Klipping: Hans Funck.
Kostnaður/tekjur: ?$/11.559.775$ í USA.
Trailer: Gerið svo vel.
http://www.youtube.com/watch?v=QdTafti2wdY
HD trailer: Gerið svo vel:
http://www.youtube.com/watch?v=67llDv40TGg&list=TL2Bti3f1s03c
Leikarar/Hlutverk:
- Moritz Bleibtreu = Tarak Fahd. Fangi númer 77.
Christian Berkel = Robert Steinhoff. Fangi númer 38. Var í flughernum að njósna um tilraunina.
Oliver Stokowski = Günter Schütte. Fangi númer 82.
Timo Dierkes = Eckert. Vörður, sá sem stóð með föngunum og var síðar sjálfur gerður að fanga.
Andrea Sawatzki = Dr. Jutta Grimm. Samstarfskona prófessors Thon.
Mínúturnar:
Millgram
http://www.youtube.com/watch?v=yr5cjyokVUs
http://www.youtube.com/watch?v=pdb20gcc_Ns
Zimbardo
Stutt myndbönd:
http://www.youtube.com/watch?v=l-aKamoyYU8
http://www.youtube.com/watch?v=H47hhWxlP5A
http://www.schooltube.com/video/237e7769aa970bcec446/
Heill fyrirlestur Zimbardos:
http://www.youtube.com/watch?v=1uCaAGx_dPY
Das Experiment – 6 spurningar + umsögn
Svaraðu 5 af eftirfarandi 6 spurningum. Skrifaðu að því loknu 50-100 orða hugleiðingu um hvernig þér fannst myndin og af hverju.
1. Segðu í stuttu máli frá því um hvað myndin er.
2. Skoðaðu umsögn um myndina á www.rottentomatoes.com. Hvaða dóma fær myndin?
3. Myndin byggist að einhverju leyti á frægri félagssálfræðilegri tilraun, Stanford prison experiment, sem Philip Zimbardo og samstarfsmenn hans stóðu fyrir. Zimbardo er þó ekki ánægður með myndina, sjá http://www.apa.org/monitor/mar02/filmcritic.aspx . Hvers vegna er Zimbardo ekki ánægður með myndina?
4. Í kennslustund horfðum við á tvö myndskeið úr dr. Phil, þar sem Zimbardo sýnir hlýðni fólks við yfirvald í ýmsum aðstæðum. Lýstu þessum tilraunum. Hvernig heldurðu að þú myndir bregðast við í sambærilegum aðstæðum?
5. Philip Zimbardo hefur unnið mikið úr fangelsinstilrauninni og heldur reglulega fyrirlestra, auk þess sem hann hefur gefið út bækur og heldur úti vefsíðum um efnið. Þar á meðal er vefsíðan www.lucifereffect.com. Skoðaðu síðuna. Hvers vegna kallast hún “Lucifer effect” (Lúsíferáhrifin). Geturðu útskýrt setninguna “understanding how good people turn evil”? Hvenær, skv. Zibardo, getur gott fólk (þ.e. hvaða fólk sem er) orðið illt?
6. Pældu í fangelsistilrauninni og myndinni sem við horfuðum á og settu í samhengi við busavígslur, t.d. hér í Kvennó. Sérð þú einhverja samsvörun? Hvað finnst þér almennt séð um busavígslur? Hefur skoðun þín á busavígslum e.t.v. breyst við það að læra um fangelsistilraunina?
ALLTAF ÞEGAR ÞÚ SKILAR INN Á LAUPINN (Í HVERRI VIKU) 10 SVÖRUM AF 12, BÆTTU ÞÁ VIÐ Í LOKIN HUGLÆGU MATI ÞÍNU Á MYNDINNI (100 ORÐ). Svaraðu minnst 10 af þessum spurningum á Word-skjal. Skilaðu því svo á Laupnum áður en næsta mynd verður sýnd (næsta þriðjudag). Mundu líka að koma þá með kokk og póp, gulrætur eða hvað það er sem þú étur venjulega þegar þú ert að horfa á mynd!
Kristján og Valgerður
P.s. Mundu svo að koma með þitt persónulega mat í lokin!