Denzel Washington

Flight

Titill: Flight.

Flight, kápan.

Útgáfuár: 2012.

 

Útgáfufyrirtæki: Parkes + MacDoland, Image Movers og Paramount Pictures.

 

Lengd: 139 mín.

 

Stjörnur: 7,3* (Imdb) og 7,9 + 7,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Robert Zemeckis.

 

Handrit: John Gatins.

 

Framleiðandi: Leikstjórinn, Laurie MacDonald, Walter F. Parkes, Jack Rapke og Steve Starkey.

 

Trailer: gerið svo vel.

 

http://www.youtube.com/watch?v=xnVNNR6CEOE

 

Helstu leikarar: / Hlutverk:

 

Whip.

Denzel Washington = Whip Whitaker. Aðal söguhetjan. Reyndur og góður atvinnuflugmaður, sem er orðinn ansi drykkfelldur. Notar meira að segja kókaín til að koma sér í gang á morgnana eftir fyllerí.

 

x.

Kelly Reilly = Nichole Maggen, ung stúlka, að reyna að halda sér frá eiturlyfjaneyslu. Hún kynnist óvart flugmanninum.

 

Charlie Anderson.

Bruce Greenwood = Charlie Anderson. Charlie er fyrrverandi flugmaður, sem þekkir Whip frá fyrri tíð. Hann er sendur á spítalann til að aðstoða Whip eftir flugslysið.

 

Hugh.

Don Cheadle = Hugh Lang. Hátt skrifaður lögfræðingur, ráðinn af flugfélaginu til aðstoðar Whip með eftirmála flugslyssins. Hann er vanur að koma flugfélaginu frá því að þurfa að borga skaðann.

 

X.

Harling Mays. John Goodman er enn einu sinni stórkostlegur í hlutverki sínu. Takið eftir skiltinu fyrir aftan hann. Táknrænt?

John Goodman = Harling Mays. Stórkostlegur í hlutverki reddara Whips og annarra dópista. Hann kemur eftir pöntun og leysir öll (vanda)mál þeirra - eða þannig.

 

Ken Evans.

Brian Geraghty = Ken Evans. Aðstoðarflugmaðurinn, sem slasast heldur meira en Whip og veit e.t.v. vafasama hluti um ástand Whips í fluginu. Ken er aftur á móti ofurtrúður og það flækir afstöðu hans.

 

Mínútur: / Atvik:

Þrátt fyrir lélegt ástand tekst Whip með snarræði að lenda flugvélinni.

 

Whip er skilinn og í litlu og lélegu sambandi við son sinn og fyrrum eiginkonu.

 

Whip á tali við flugfélagið. Fyrsta vandamál þeirra er að það mældist áfengi og kókaín í blóði hans.

 

Whip og eru í vonlausu sambandi, hann alltaf fullur og hún á AA fundum.

 

xxx

 

Flight er góð mynd því hún dregur ekkert úr alkahólisma söguhetjunnar Whip Whitaker’s (Denzel Washington). Karakter Whipss er svo sterkur því hann er umkringdur af flólki sem veit ekki hvernig það á að hjálpa honum og öðru fólki sem reynir að fela vandræðagang hans. Alkóhólisminn er því sýndur sem persónulegt vandamál og erfitt persónulegt val. Flight er ein örfárra mynda sem sýna alkóhólisma sem raunverulegt mannlegt vandamál. Aðrar eru:

 

1. The Lost Weekend. Leikstjóri: Billy Wilder, 1945 með Ray Milland í hlutverki Don Birnam, sem er illa farinn alkóhólisti. Myndin fylgir honum í 4 daga. Myndin er góð, fær 8,1*.

The Lost Weekend.

 

2. Barfly. Leikstjóri: Barry Schroeder, 1987 með Mickey Rourke og Day Dunaway í hlutverki tveggja bar-róna. Mickey Rourke leikur Don Birnam, sem er illa farinn alkóhólisti. Myndin fylgir honum í 4 daga. Myndin er góð, sérstaklega þykir samleikur þeirra tveggja góður, myndin fær 7,1*.

Barfly.

Mickey Rourke leikur karakter sem heitir Henry Chinaski, talinn vera útgáfa af handritshöfuninum sjálfum, Charles Bukowski (þekktur drykkfeldur rithöfundur). Hann vingast við Faye Dunaway karakterinn Wanda Wilcox. Þau eru ekki par, bara drykkjupar. Myndin gæti verið tilfinningavella um samband þeirra, en þegar líður á myndina sjáum við að samband þeirra er aukaatriði, en samband hvors þeirra um sig við alkóhól er aðal atriðið. Þetta gerir myndina mjög sterka og alkóhólismann líka sterkann.

 

3. Days of Wine and Roses. Leikstjóri: Blake Edwards, 1962 með Jack Lemmon og Lee Remick í hlutverki ungra hjóna, sem smám saman missa allt út úr höndunum á sér. Barn er tekið af þeim, þau skilja og kljást við alkóhólismann í sitt hvoru lagi - með misjöfnum árangri. Myndin er góð, fær 7,8*.

Days of Wine and Roses.

 

Vandi þeirra er lítill í byrjun myndarinnar, en fer stöðugt vaxandi. Joe Clay (Jack Lemmon) fær sér sponsor og gengur í AA samtökin, á meðan kona hans Kirsten Andersen (Lee Remick) heldur áfram að drekka. Þau hittast í lokin og þá segist Joe ekki ráða við að taka aftur við henni (enda drekkur hún enn), því hann er - og verður alltaf - alkóhólisti. Ekki Hollywood endir, sem gerir myndina sterka.

 

4. Factotum. Leikstjóri: Bent Hamer, 2005 með Matt Dillon og Lili Tyler í aðalhlutverki. Myndin er góð, fær 6,6*. Eins og Barfly (að ofan) byggir myndin á handriti Charles Bukowski og enn á "alter-egoi" hans, honum Hank Chinaski, sem enn er að reyna að vera rithöfundur, eins og í Barfly, en er alltaf fullur.

Factotum.

 

Eins og í Barfly byggir myndin á lífi Charles Bukowskis. Hank Chinaski (Matt Dillon) er jafn áhugalaus og í fyrri myndinni um annað fólk, og sýnir því fyrirlitningu. Hann er þó sympatískur í neikvæðni sinni og stöðugri drykkju.

 

Heimild: Simon Abrams, 1. nóvember 2012: http://blogs.indiewire.com/theplaylist/5-alcoholism-dramas-to-watch-as-prep-for-denzel-washingtons-flight-20121101

 

Í dagblaðsviðtali vegna Flight myndarinnar Denzel sjálfur er spurður:

 

Has he ever had an addictive personality?:

“I’m still here! I think we all have some point in our lives where we’ve gone too far and you have to come back. Any time you’ve got into a car and you’ve had too much to drink and you put other people’s lives at risk. I’m not going to tell you I’ve not been guilty of that in my life, especially in my youth. Obviously nothing like this guy, I wouldn’t want to be that guy.”

Flight questions how alcoholics survive by telling lies. There is an especially agonising moment where if his character tells one more lie it would save him and doom him in equal parts.

Has Washington ever had a situation like that where he had to decide if he should lie? “Nothing to this level. More like if I lied to my mum I might not get told off. I do remember when I was a little kid I stayed out way too late and it’s probably why I started acting. I knew I was going to get a whipping when I got home.

 

Heimild: The Telegraph, 1 apríl 2013: http://www.telegraph.co.uk/culture/film/film-news/9791516/Denzel-Washington-interview-for-Flight-tired-of-playing-the-hero.html

 

Umræðuspurningar:

  1. Vísir tiltill myndarinnar Flight einhvers annars en flugvélarinnar (þess að hún hrapaði)?
  2. Í hvaða ástandi var flugmaðurinn (og vinkona hans, flugfreyjan) um morguninn, þegar þau vöknuðu kl. 7 (áttu að fljúga kl. 9)?
  3. Hvaða lyf/efni höfðu þau tekið áður en flugið hófst og hvaða lyf tók Whip í sjálfri flugvélinni?
  4. Á sama tíma er Nichole Maggen að kljást við annað vandamál. Hvaða efnum er hún háð?
  5. Hvaða þrjár (Whip á tveimur tegundum, en Nichole á einni) tegundir af lyfjum er hér um að ræða (Sjá textann um efnamisnotkun)?
  6. Þegar flugslys á sér stað verður að fara af stað formleg rannsókn á orsökum slyssins og því hvort eitthvað afbrot hafi átt sér stað. Hver var ástæða slyssins?
  7. Hvað gerir Nichole í sínum vandamálum? Hvernig reynir hún að komast á réttu brautina?
  8. Hvernig bregst Whip (alveg fram að lokaatriðinu) við sambærilegu vandamáli sínu? Nefndu 4 sterk dæmi um að hann horfir ekki í augu við vandamáli sínu.
  9. Getur þú ímyndað þér hver er sterkasta ástæða þess að Whip loksins sér að sér?
  10. Hvaða eitt atriði myndarinnar er sterkasta sönnun þess að Whip sé algjör alkóhólisti?

 

Net-verkefni:

  1. Hvaða lyf/efni höfðu flugmaðurinn og flugfreyjan tekið áður en flugið hófst og hvaða lyf tók Whip í sjálfri flugvélinni?
  2. Á sama tíma er Nichole Maggen að kljást við annað vandamál. Hvaða efnum er hún háð?
  3. Hvað gerir Nichole í sínum vandamálum? Hvernig reynir hún að komast á réttu brautina? Hvernig bregst Whip (alveg fram að lokaatriðinu) við sambærilegu vandamáli sínu? Nefndu 4 sterk dæmi um að hann horfir ekki í augu við vandamáli sínu.
  4. Getur þú ímyndað þér hver er sterkasta ástæða þess að Whip loksins sér að sér?
  5. Whip er ansi illa haldinn í lokin áður en hann gefst upp. Skoðaðu frávik í Áfengisröskun og Kókaínröskun til að sjá hvaða einkenni þetta eru. Nefndu minnst 2 x 3.
  6. Mundu loks að segja þitt persónulega álit á myndinni.

SVARAÐU ÞESSUM SPURNINGUM Á INNRA NETI SKÓLANS.