Titill: Dr. Jekyll and Mr. Hyde.
Útgáfuár: 1941.
Útgáfufyrirtæki: Ke.
Dreyfingaraðili: Metro-Goldwyn-Mayer.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Victor Saville.
Lengd: 113 mín.
Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 6,5 + 6,2* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Victor Fleming.
Aðrar myndir sama leikstjóra: Gone With the Wind (1939), The Wizard of Oz (1939).
Handrit: John Lee Mahin, Percy Heath & Samuel Hoffenstein. Byggt á frægri skáldsögu Robert Louis Stevenson (sem samdi m.a. Gulleyjuna): Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde árið xxxx.
Tónlist: Franz Waxman.
Kvikmyndataka: Joseph Ruttenberg.
Klipping: Harold F. Kress.
Kostnaður/tekjur: 1.270.000$/1.279.000$ og 1,072,00$ utanlands.
Slagorð: Ier.
Trailer: Gerið svo vel.
Leikarar/Hlutverk:
Spencer Tracy = Dr. Jekyll og Mr. Edward Hyde. Vel þekktur læknir í London. Hann sinnir ekki bara ríka fólkinu, heldur læknar hann fátæka líka.
Ingrid Bergman = Ivy Pearson.
Lana Turner = Beatrice "Bea" Emery. Unnusta Jekylls.
Donald Crisp = Sir Charles Emery. Gamaldags faðir Beatrice.
IanHunter = John Lanyon. Einn besti vinur Jekylls. Líka læknir.
Barton MacLane = Sam Higgins. Maðurinn sem brjálast í kirkjunni. Hann hafði verið fullkomlega eðlilegur þangað til hann lenti í slysi.
C. Aubrey Smith = Manners Biskup. Sá sem heldur ræðu í kirkjunni þegar Sam byrjar að öskra.
Peter Godfrey = Poole, þjónn Jekylls.
Frances Robinson = Marsha, vinkona Ivy.
Mínúturnar:
001 = Textinn.
002 = Árið er 1887. Presturinn messar í kirkju og í miðri ræðunni stendur eitt sóknarbarnið upp. Hann hlær, æpir og öskrar eins og brjálaður maður. Allir eru hissa á því, þar sem þetta er yfirleitt vænsti maður. hann öskrar um Belsebub, djöfulinn.
004 = Dr. Henry Jekyll (Spencer Tracy) sýnir manninum áhuga. Jekyll segir manninn ekki geðveikan, heldur ruglaðan vegna slyss (sprengingar).
006 = Jekyll fer í vinnuna á sunnudegi og vill hjálpa manninum sem bilaðist í kirkjunni. Yfirmaður hans vill ekki leyfa Jekyll að nota ný lyf á manninn. Lyfin hafa bara verið notuð á rottur og kanínur hingað til.
008 = John Lanyon (Ian Hunter) sér rifrildi þeirra og hefur líka áhyggjur af Jekyll. Jekyll fer á tilraunastofu sína í kjallaranum.
010 = Jekyll kemur of seint í fína matarveislu. Þar er hann spurður um dularfullar rannsóknir í kjallaranum. Tilraunir á heilanum, á huganum, á sálunni. Presturinn segir þá á að nú sé Jekyll kominn á sitt svið: sálin!
010 = Jekyll útskýrir mál sitt með því að segja að maðurinn í kirkjunni sé ekki geðveekur, heldur að hann sé góður maður, sem hafi vegna óhapps (sprengingar) hafi hann orðið illur. Jekyll: Good and evil are so close as to be linked to each other in the brain. Maðurinn er góður, en vegna sprengingarinnar breyttist hann algerlega í illan mann. Maðurinn er í eðli sínu bæði góður og vondur. Kristnir menn viðurkenna hið illa í sálu sinni, það verði að berjast gegn því. Karlmennirnir sjá allt því til foráttu að gera tilraunir með þessa skiptingu mannssálarinnar.
012 = Jekyll: Let me put it this way: Gott og illt eru allt að því samanhlekkjuð í sálinni. Ef við slítum hlekkina, aðskiljum þessi tvö sjálf, frelsuðum góðvildina og létum hana losna frá illskunni.
Einn gesturinn mótmælir: Er þá illska í öllum mönnum?
Jekyll: Er það ekki satt? Er það ekki hræsni að vilja ekki játa það? Öll hofum við hugsað eitthvað sem við viljum ekki að fréttist. Og þrár okkar takmarkast engan veginn við setustofuna. Kristnir menn viðurkenna að maðurinn sé skapaður veiklyndur. Það er fyllilega eðlilegt vandamál. Eigum við ekki að viðurkenna það?
Presturinn og hátt skrifaður læknir segja Jekyll alls ekki mega gera tilraunir á þessu sviði. Það væri bæði guðlast og óhæf læknisfræði.
015 = Jekyll er heima hjá sinni heittelskuðu kærustu, Beatrice ("Bea") Emery. Þau dansa saman og kyssast. Faðir hennar kemur og tilkynnir Jekyll að hann eigi að einbeita sér að læknastarfinu, en eigi að hætta þessari hættulegu rannsóknum.
017 = Jekyll yfirgefur staðinn með Lanyon vini sínum. Þeir ætla í klúbbinn. Á vegi þeirra rekast þeir á konu - Ivy Pearson (Ingrid Bergman), sem er að kljást við einhvern karl. Sá flýr, en Ivy þykist hafa snúið sig. Jekyll býðst til að keyra hana heim með vini sínum. Jekyll og Ivy ná vel saman og spjalla mikð í vagninum á leiðinni heim til hennar.
020 = Ivy emjar þegar úr út vagninum kemur og Jekyll heldur á henni inn í íbúð hennar. Hann lætur hana í rúmið og segist svo vilja sjá hana fækka fötum. Ivy heldur að hann sé að reyna við sig, en Jekyll tilkynnir þá að hann sé læknir. Stúlkan hlær, er upp með sér af áhuga yfirstéttarmanna. Þegar hann fer þá lætur hún hann fá sokkaband og þau kyssast. Á saman augnabliki kemur Lanyon inn og sér þau.
027 = Jekyll er staðráðinn í að halda áfram með tilraunir sínar, er með kanínur og rottur. Virðsit geta laðað fram árásargirni í þeim, eða hið illa, eins og hann myndi sjálfur segja. Hann er að þróa lyf sem getur einangrað hið góða frá hinu illa, fyrst í dýrum og svo e.t.v. í mannssálinni.
028 = Væntanlegur tengdafaðir er hissa á því hve seinn Jekyll er að koma með þeim á óperuna,
031 = Jekyll ákveður sig, skrifar kærustu sinni bréf og ákveður að taka sjálfur lyfið. Allt verður vitlaust og hann sér alls konar sýnir, þar á meðal sjálfan sig stjórna hestakerru með tveimur stúlkum, annars vegar kærustunni og hins vegar lágstéttarstúlkunni. Hann lítur í spegil, virkar alveg eins og þó! Klassísk sena!
035 = Jekyll spyr spegilinn: Is this evil, or what? Þjónn hans heyrir lætin í honum og bankar. Jekyll vill ekki opna fyrir honum. Eftir smá stund er Jekyll búinn að ná sér, opnar fyrir þjóninum og segir að vinur sinn hafi komið. Hvað heitir hann, spyr þjónninn? Jekyll hikar, en býr svo til nafnið: Mr. Hyde.
037 = Beatrice er komin og Jekyll ákveður að rífa bréfið og fer upp til hennar. Beatrice segist hrædd um Jekyll sinn, segir hann hafa verið fjarlægan. Jekyll segist elska hana. Þau kyssast. Faðir hennar kemur þá að þeim og segir þetta ekki viðeigandi. Hann tilkynnir þeim að hann ætli að taka dóttur sína með sér í heimsreisu. Giftingin frestast, alla vega um tíma.
041 = Jekyll býður eftir kærustu sinni, en þegar stutt er í heimkomuna fær hann bréf frá henni. Þau hafa ákveðið að lengja í ferðinni vegna heilsu föður hennar. Jekyll verður mjög óþolinmóður. Þjónn hans stingur upp á því að hann breyti um umhverfi, fari t.d. á kómískan söngleik, nokkuð grófur og ögrandi, If you don't mind me saying so.
043 = Jekyll fer á tilraunastofuna, missir þolinmæðina og tekur lyfið aftur. Enn sér hann ofsjónir, aðallega um stúlkurnar tvær og læðist svo út, sem Mr. Hyde. Henn fer í "Léttúðarhöllina." Mr. Hyde pantar sér borð og sér þá stúlkuna þjóna á barnum. Eftir nokkurn dónaskap við þjón þá pantar Mr. Hyde bæði kampavín og stúlkuna.
049 = Ivy kemur með kampavínið, virðist ekki þekkja hann (er t.d. hissa þegar hann virðist vita hvar hún eigi heima) og virkar hálf hrædd. Mr. Hyde segir henni að setjast hjá sér, hún sé jú með tvö glös. Mr.Hyde: Two minds, but a single thought.
052 = Þegar Ivy vill fara heldur Mr. Hyde henni. Menn koma að og Hyde tekst að koma sökinni á aðra. Almenn slagsmál hefjast og Hyde hefur bara gaman að þeim. Þegar Ivy kemur svo út, þá bíður Hyde eftir henni. Hún er enn hrædd, en fer upp í leigubíl með honum. Hyde hræðir hann enn meir í bílnum og reynir að kyssa hana.
056 = Beatrice les bréf, en er sorgmædd því Jekyll er hættur að svara henni. Hún lýgur upp bréf fyrir föður sinn, sem segist vera orðinn betri og vill fara að komast heim. Beatrice er mjög ánægð með það.
058 = Marcia (xxx), vinkona Ivy kemur í heimsókn og reynir að fá hana út. Ivy virkjar mjög hrædd og vill ekki koma út. Þegar hún klæðir sig, þá sér vinkonan marbletti á Ivy. Hún reiðist meðferðinni, en einmitt þá kemur Mr. Hyde. Hann hræðir hana líka. Hún flýr.
060 = xxx.
068 = Þjónninn tilkynnir Jekyll að Beatrice og faðir hennar séu loks að koma heim. Maður hefði haldið að hann yrði ánægður með það. Jekyll bærðir lykilinn að rannsóknarstofunni. Hann er ákveðinn í að hætta þessari vitleysu.
071 = Beatrice er komin aftur til London og hittir Jekyll á Breska þjóðminjasafninu! Faðir hennar kemur enn að þeim
074 = Þegar Jekyll kemur heim, flautandi og syngjandi og tilkynnir þjóninum að hann sé að fara að gifta sig, þá tilkynnir þjónninn honum að "certain lady" - Ivy bíði eftir honum á biðstofunni. Jekyll fer og hittir hana. Hún man þá eftir að hafa hitt hann áður, en ekki sem Mr. Hyde. Jekyll spyr hvort eitthvað sé að, hún sýnir honum þá bakið á sér. Alla marblettina. Hún segir að Hr. Hyde hafi gert þetta. Getur þú hjálpað mér, segir hún? You liked me one, didn't you? You can help me, can't you?
068 = Jekyll: This man - Hyde will not trouble you again. I give you my word. Á leiðinni út snýr Ivy sér við og segir: For a moment, I thought... en klárar ekki setninguna.
081 = Jekyll er ákveðinn í að gifta sig og láta Ivy alveg í friði. Hann gengur heim í gengum Hyde Park, frekar ánægður með sig, en fer þá allt í einu að líða einkennilega. Hann er að breytast í Mr. Hyde án þess að hafa tekið lyfið!
084 = Ivy er heima, drekkur kampavín og talar við sig í spegli. Hún er alsæl að vera loka alveg laus við Mr. Hyde. En þá - auðvitað - birtist hann. Hyde segir: Þú ert hrifin af Dr. Jekyll. Hann er góður maður. Hyde virðist hata þennan hluta af persónluleika sínum. Hyde spyr hvað hún hafi meint með setningunni: For a moment, I thought.. Hvað meintir þú með því? Sástu Hr. Hyde í Dr. Jekyll?
087 = Ivy reynir að flýja, en Hyde stoppar hana. Hann ræðst gegn henni, en þegar hann ætlar að ganga frá henni kemu ræstur múgurinn - vegna allra látanna í honum - og hindrar hann í að ljúka ætlunarverki sínu.
090 = Hyde flýr heim, en kemst ekki inn um kjallarann. Hann (þ.e. Jekyll) var jú búinn að bræða lykilinn. Hann bankar hjá þjóninum, sem neitar að hleypa honum inn.
092 = Jekyll (eða öllu heldur Hyde) skrifar John Lanyon (xxx) vini sínum bréf og skipar honum að fara í tilraunastofuna og ná í ákveðið lyfi. Lanyon lætur hann fá lyfið, en tekur svo upp byssu þegar Hyde ætlar að fara. Hyde ákveður þá að taka inn lyfið fyrir framan hann. Hyde umbreytist til baka fyrir framan Lanyon!
096 = Jekyll hittir Beatrice og reynir að segja henni allan sannleikann. Við getum ekki gifst, segir hann. Ég get ekki sagt þér meira. Farðu!
100 = Dr. Jekyll genfur ákveðinn í burtu, en nokkrum mínútum síðar snýr Hr. Hyde við. Pabbinn kemur að þeim og Hr. Hyde lemur hann til dauða. Stafur hans brotnar við það. Vitni koma að og Hyde flýr heim. Hann læsir sig inni í kjallaranum.
103 = John Lanyon, vinur Jekylls kemur ásamt lögreglunni að látnum föðurnum. Þeir sjá að morðvopnið er merkt Dr. Jekyll. Þeir fara heim til hans og brjótast inn í kjallarann. Lögreglan trúir ekki Lanyon, sem segir Jekyll að játa. Henry Jekyll segir þá í sífellu: I am dr. Jekyll, I tell you, Im am dr. Jekyll, en á sama tíma breytist hann hægt og rólega í Mr. Hydel. Lanyon vinur hans skýtur Hyde til dauða, sem þá breytist enn einu sinni til baka í Dr. Jekyll.
113 = THE END.