Fuglahræða

The Wizard of Oz

Titill: The Wizard of Oz.

The Wizard of Oz kápan.

Útgáfuár: 1939.

 

Útgáfufyrirtæki: Metro-Goldwyn-Mayer.

 

Dreyfingaraðili: Metro-Goldwyn-Mayer.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Mervyn LeRoy.

 

Lengd: 101 mín.

 

 Stjörnur: 8,1* (Imdb) og 9,9 (!) + 8,9* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Victor Fleming (Bandaríkin, 1889-1949).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraRed Dust (1932) og Gone With the Wind (1939). Victor Fleming leikstýrði sem sagt tveim af bestu myndum allra tíma sama árið!

 

Handrit: Noel Langley, Florence Ryerson & Edgar Allan Woolf, byggt á bókinni The Wonderful Wizard of Oz frá 1900 eftir L. Frank Baum.

 

Tónlist: Herbert Stothart (score), Harold Arlen (söngur) & E. Y. Harburg (texti).

 

Kvikmyndataka: Harold Rosson.

 

Klipping: Blanche Sewell.

 

Kostnaður/tekjur: 2.777.000$ / 22.342.633$, í dag: 247,088,371$.

 

Slagorð: Toto, I have the feeling we're are not in Kansas anymore!

 

Trailer: Upphaflegi trailerinn, gerið svo vel:

 

https://www.youtube.com/watch?v=vkZcYMy85lY

 

Nýlegri trailer, gerið svo vel:

 

https://www.youtube.com/watch?v=H_3T4DGw10U

 

The Wizard of Oz er algjör klassík, m.a. í þeim skilningi að endalausar vísanir og endurtekningar eru gerðar, allt úr frá frumgerðinni. Sjá t.d. þessa grínmynd:

Trailer að Under the Rainbow (Steve Rash, 1981).

https://www.youtube.com/watch?v=UJnzY4nn57o

Tilvísunin gengur líka afturábak, því bókin frá 1900 var mjög vinsæl.

 

Ekki nóg með það, heldur var gerð þögul (ha?) mynd með sama nafni.

The Wizard of Oz, 1925.

Hér er hún öll - rúmur klukkutími, gerið svo vel:

 

https://www.youtube.com/watch?v=5CBmDZjvjGs

 

Disney hefur nú gert Oz mynd: Sam Raimi. 2013. Oz the Great and Powerful. 130 mín., 6,4*. Sjá trailer:

https://www.youtube.com/watch?v=yyywumlnhdw

 

Hér er svo fræðslumynd um allar ólíku útgáfurnar:

 

https://www.youtube.com/watch?v=7xQ9BgUzm2k

 

Og fyrir þá sem eru neikvæðir: Allt sem hægt er að finna að í The Wizard of Oz:

https://www.youtube.com/watch?v=Wka3yoC-cLA

 

Flokkun: Söngvamynd, fantasía.

 

Leikarar / Hlutverk:

Dorothy Gale.

Judy Garland = Dorothy Gale.

Mörg hlutverk: Marvel, Wizard, Doorman.

Professor Marvel.

The Doorman.

Cabbie.

Guard.

Frank Morgan = Professor Marvel / The Wizard / The Doorman / Cabbie / Guard.

 

Fuglahræða í ævintýraheiminum, en Hunk á bóndabænum.

Ray Bolger = Scarecrow/Hunk. Scarecrow: Fuglahræða í ævintýraheiminum, en Hunk á bóndabænum.

 

Tin Man og Hickory.

Jack Haley = Tin Man: Tin kallinn í ævintýraheiminum/Hickory á bóndabænum.

 

Cowardly Lion:Zeke.

Bert Lahr = Cowardly Lion/Zeke.

 

Glinda.

Billie Burke = Glinda, Good Witch of the North.

 

Witch og Almira.

Margaret Hamilton = The Wiched Witch of the West/Miss Almira Gulch.

 

Clara Blandick = Aunt Em.

Dorothy með Aunt Em og Uncle Henry.

Charley Grapewin = Uncle Henry.

 

Nikko (með vondu norninni).

Pat Walshe = Nikko (Winged Monkey King).

 

Toto (með Dotothy).

Terry = Toto.

The Singer Midgets = Munchkins.

Mithcell Lewis = Winkie Guard Captain.

 

Stutt samantekt:

Galdrakarlinn í Oz er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.

Raunveruleikinn er grár og tilbreytingarlaus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan í Kansas þar sem Dóratea býr hjá frænku sinni og frænda. Hún þráir eitthvað annað, stórkostlegra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaverður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpa henni þangað. Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal ævintýrum þar sem við sögu koma góða Norðan nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúa, sjónfólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar og fl (http://midi.is/leikhus/6/4220/Galdrakarlinn_i_Oz).

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

003 = Dorothy Gale (Judy Garland) er ung stúlka á bóndabæ í Kansas.

006 = Karlmennirnir á bóndabænum mega ekkert vera að því að tala við Dorothy, svo hún gengur dreymin um svæðið og byrjar að syngja: Somewhere over the Rainbow!

Þetta lag er orðið algjörlega klassískt og eitt þekktasta lag kvikmyndasögunnar.

Judy Garland söng bara Somewhere Over the Rainbow tvisvar í sjónvarpi:

https://www.youtube.com/watch?v=ss49euDqwHA

https://www.youtube.com/watch?v=iDXL_5JsiC0

 

Hér má heyra jassistann Keith Jarrett - frægður fyrir improviséringar - taka þetta lag - aðeins 2,5 milljónir manna hafa horft (og hlustað) á þetta youtube:

https://www.youtube.com/watch?v=eq0EWNuR1H8

 

010 = Almira Gulch (Margaret Hamilton) kemur á hjóli og vill taka hund Dorothy (af lífi), Toto, því hann beit hana. Þau svara að hann bíti bara vont fólk, en hún sýnir bréf frá lögreglunni um rétt hennar til að taka hundinn. Þau verða að láta undan, en þegar hún hjólar með Toto í burtu, þá stekkur hann út úr boxinu.

012 = Þegar Dorothy sér aftur Toto verður hún bæði ánægð og hrædd. Hún ákveður að hún verði að flýja að heiman með hundinn.

014 = Judie rekst fjótlega á prófessor Marvel (Frank Morgan), sem bullar einhver ósköp og sýnir henni kristal. Hann fer að spá fyrir henni, en verður að hætta, því veðrið versnar og  hvirfilbylur æðir í átt til þeirra. Allir komast í neðanjarðarskýlið nema Dorothy, sem kemst bara inn í bóndabæinn - og finnur þar engan.

017 = Dorothy fýkur til inni í bóndabænum, gluggi dettur á hana og hún rotast. Þegar hún rankar við sér er komið logn og meira en það, allt er í lit.

021 = Dorothy: Toto, I have the feeling were are not in Kansas anymore! We must be over the rainbow!

 

Setning myndarinnar.

 

023 = Glinda (Billie Burke), the Witch of the North spyr Dorothy: Are you a good witch or a bad witch? Glinda byrjar að synja og þær eru umkringdar af Munchkins. Allir fagna því að: The Wiched Witch is dead. Mikið sungið og dansað.

031 = Hin græna: The Wicked Witch of the West (Margaret Hamilton) birtist, reið yfir því að systir hennar: The Wicked Witch of the East er dáin. Hún hótar öllu illu, en hverfur á braut þegar hún sér að Dorothy er í skónum hennar.

033 = Dorothy hefur eignast óvin og vill komast heim. Hvernig kemst ég heim til Kansas, spyr hún? Góða nornin segir henni að enginn geti hjálpað henni nema Wizard of Oz! Hver er hann og hvernig kemst ég þangað? All you do is: Follow the yellow brick road. Aftur sungið!

Hér syngur Elton John með Muppets: Goody Yellow Brick Road:

https://www.youtube.com/watch?v=wfNv3BLhRSk

 

036 = Dorothy eltir The Yellow Brick Road, en kemur fljótlega að gatnamótum. Hún veit ekki hvert hún á að fara, en þá segir fuglahræða henni að fara aðra leiðina og svo hina leiðina. Fuglahræða sem getur talað, já, en hún er samt ekki með neinn heila. Flugnahræðan: I am a failure, because I haven't got a brain.

FUGLAHRÆÐA ÁN HEILA - bara með hálm.

040 = Fuglahræðan spyr hvort hún megi ekki koma með því kannski getur Wizard of Oz gefið honum heila. Þau leggja af stað.

043 = Á leiðinni hitta þau Tinkall (Jack Haley), sem getur muldrað til þeirra, Oilcan. Þau átta sig á því að hann þarf smurningu! Fjótlega nær hann sér og gætur bæði hreyft sig og talað.

045 = Þú ert fullkominn segja þau, en þá segir Tinkallinn þeim að berja honum á brjóst. Þau gera það, en heyra bara tómahljóð. Hann er ekki með neitt hjarta!

TINKALL ÁN HJARTA - If I only had a heart!

048 = The Wicked Witch of the West er ekki langt undan, hótar þeim og reynir að kveikja í fuglahræðunni. Þau ákveða að halda samt áfram saman: We are off to see the wonderful Wizard of Oz.

050 = Þau leggja af stað út í skóg, verða hrædd og velta fyrir sér hvort þau muni nokkuð hitta hættuleg dýr eins og bjarndýr eða ljón. Og ljón verður einmitt á vegi þeirra. Ljónið hótar þeim öllum, en þegar það ræðst á hundinn Toto, þá slær Dorothy ljónið í andlitið. Ljónið fer að grenja og segist vera hrætt við allt. Dorothy: Your are nothing but a coward! Ljónið spyr hvort það megi koma með til The Wizard of Oz. Öll vantar þau eitthvað:

 

Dorothy með þremenningunum.

 

Fuglahræðan: A Brain. Tin kallinn: A heart. Dorothy: A home. Ljónið: The nerve.

054 = Enn er nornin ekki langt undan og hún galdrar þau í svefn með blómum. Þau sjá höll galdramannsins, en þurfa að hlaupa yfir blómaengið. Þau verða syfjuð og Dorothy sofnar.

068 = Loks finna þau Galdrakarlinn í Oz, þau sjá hann ekki, en ná sambandi við hann. Galdrakallin ávarpar þau öll og veit hvað þau vilja, heila, hjarta, hugrekki og að komast heim. En fyrst þurfa þau að vinna verk fyrir hann, að ná í Broomstick frá The Wicked Witch of the West! Það verður erfitt!

070 = Fyrst ávarpar Galdrakarlinn Tin karlinn, svo Fuglahræðuna og loks Ljónið.

072 = Fjórmenningarnir eru komnir í galdraskóginn þar sem er: The Wicked Witch of the West - sú græna.

075 = Einhver fugl ræðst á þau og tvístrar þeim.Galdranornin nær Dorothy og hundinum hennar, Toto.

077 = Galdranornin heimtar rauðu galdraskóna hennar Dorothy í skiptum fyrir hundinn, en Toto flýr frá norninni og kemst til þremenninganna. Toto hjálpar þeim að klifra til hallar Nornarinnar.

079 = Þau komast ekki inn í höllina, allt er fullt af vörðum. Eina leiðin inn er að láta ljónið hræða þá - en ekki er líklegt að það gerist. Þrír verðir koma þá aftan að þeim, en þremenningarnir ráða niðurlögum þeirra og fara í hermannabúninga. Þeir komast inn í höllina!

082 = Þau eru komin inn, bjarga Dorothy, en eru fjótlega umkringd af alls konar vörðum, öpum og grænu norninni. Nornin ætlar að losa sig við þau öll. Hún byrjar á fuglahræðunni og kveikir í henni. Dorothy skvettir vatni á fuglahræðuna og bjargar henni, en vatnið fer líka á nornina, sem bráðnar!

084 = Dorothy fer með þremenningana til baka og segja Wizard of Oz að nú verði hann að standa við loforð sitt. En þau komast að því að galdramaðurinn er enginn galdramaður. Wizard of Oz: I am a great man, but a bad wizard. Hann veitir þeim þó öllum eitthvað:

Fuglahræða:

Ljón: Courage with wisdom: A medal Tripple cross a member of the legion of courage.

Tinman: A testimonial. Táknrænt hjarta.

Allir fá sitt, en hvað með Dorothy? Hvernig er hægt að koma henni aftur til Kansas. Galdramaðurinn segist geta verið það, því hann sé sjálfur frá Kansas!

091 = Galdramaðurinn felur þremenningunum stjórn kastalans, en fer sjálfur upp í loftbelg með Dorothy og Toto, en á seinustu stundu detta þau út og galdramaðurinn fer einn af stað. Hvernig kemst hún í loftbelginn?

092 = Þá birtist aftur galdrakoman. Getur hún bjargað málunum? Hún svarrar að hún hafi alltaf getað komist heim. Af hverju sagður þú aða þá ekki fyrrr? Dorothy hefði þá ekki trúað því. Fyrst þufti hún að ganga í gengum nokkrar raunir. Dorothy áttar sig á þessu og segir:

that it wasn't enough I wind i never really lost it in the beginning.

095 = Loks kveður hún þremenningna og fer heim. Klapp together your heels three times, close your eyes and say: There is no place like home. Hún er komin heim! Liggur pup í rúmi og emma frænka stumrar yfir henni. Allir á bóndabænum koma og heilsa henni.

Dorothy: And I'm not going to leave here ever, ever again because I love you all! And oh, Auntie Em, there's no place like home.

101 = THE END.

 

Túlkun sögunnar:

Margir hafa bent á að sögulega séð er hægt að túlkuna söguna á ýmsa vegu. Þekktasta túlkunin er um gull!

https://www.youtube.com/watch?v=lg93I5ydyNo

 

Platónska túlkunin er þessi:

3-skipting sálarinnar. Kenning Platons.

 

Önnur útskýring á kenningu Platons:

Sálfræði Platons.

 

Þriðja og seinasta útskýringin á kenningu Platons:

Kenning Platons tengd The Wizard of Oz.

 

Persónan Judy Garland

Stutt samantekt um harmsögu þessarar miklu en fallandi stjörnu:

https://www.youtube.com/watch?v=UsKOR8eZLYg

 

Skilaverkefni:

  1. Leikstjóri myndarinnar er frægur fyrir aðra mynd, sem kom meira að segja út á sama ári. Hvaða heimsþekkta kvikmynd er það?
  2. Veistu um einhverja mynd sem fær fleiri stjörnur á RottenTomatoes (sem yfirleitt gefur færri stjörnur en IMDB) heldur en þessi?
  3. Á meðan á myndinni stóð tókstu þá eftir því að sami leikari leikur mörg hlutverk? Hvenær sástu það?
  4. Hvers vegna er myndin ekki í lit allan tímann? Hvaða hlutverki gegna litirnir, m.ö.o. hvað tákna þeir?
  5. Sumir segja að Kansas sé leiðinlegasti staður í heimi! Hvaða staður er settur upp sem andstæðan við hann?
  6. Judy Garland varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt, barnastjarna, en átti þó erfitt með að halda í frægðina og peningana. Hvað varð um hana?
  7. Veistu um einhverja aðra barnastjörnu sem varð heimsfræg fyrir kvikmyndaleik, en þoldi heldur ekki heimsfrægðina? Nefndu minnst 2 dæmi.
  8. Kennig Platons um sálina er sögð passa mjög vel við Dorothy og þremenningana. Hvernig þá?
  9. Önnur kenning - fjárhagsleg - er einnig til. Þá takna Dorothy og þremenningarnir hvað? En hvað er þá Oz?
  10. Segðu loks þitt persónulega álit á myndinni. Hvað finnst þér best (og verst) við myndina.