Jason Bateman

The GIft

Titill: The Gift.

The Gift, kápan.

 

Útgáfuár: 2015.

 

Útgáfufyrirtæki: Blumhouse Productions.

 

Dreyfingaraðili: STX Entertainment.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Jason Blum, Joel Edgerton & Rebecca Yeldham.

 

Lengd: 108 mín.

 

 Stjörnur: 7,5* (Imdb) og 9,3 + 7,9* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Joel Edgerton (USA, 1974- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Joel hefur leikið í mörgum myndum, t.d. þessum: Star Wars Episode II: Attack of the Clones (2002), Star Wars Episode III: Revenge of the Sith (2005), Kinky Boots (2005) og The Great Gatsby (2013). The Gift er fyrsta myndin sem Joel leikstýrir (ásamt því að leika eitt aðalhlutverkið).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Danny Bensi & Saunder Jurriaans.

 

Kvikmyndataka: Eduard Grau.

 

Klipping: Luke Doolan.

 

Kostnaður/tekjur: 5.000.000$/44.900.011$.

 

Slagorð: You think that you have done with the past, but the past has not done with you.

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=I3IiZU9JBuE

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Sam

Jason Bateman = Simon Callum. Eiginmaðurinn.

 

Robyn.

Rebecca Hall = Robyn Callum. Eiginkonan.

 

Gordo.

Joel Edgerton = Gordon "Gordo" Mosley, leikstjórinn!

 

Kevin.

Tim Griffin = Kevin "KK" Keelor. Samstarfsmaður Simons, sá sem hættir hjá fyrirtækinu og gefur Simon möguleika á stöðuhækkun.

 

Lucy.

Allison Tolman = Lucy. Nágrannakona Callum hjónanna, sem Robyn leitar töluvert til.

 

Walker.

Beau Knapp = Walker. Rannsóknarlögreglumaður.

 

Danny.

P. J. Byrne = Danny McDonald. Hinn aðilinn sem kom til greina varðandi stöðuhækkunina, nema hvað að hann fékk hana ekki vegna slúðursagna.

 

David.

David Denman = Greg. Fyrrverandi skólafélagi Simons, sá sem nú starfar sem hnykkir (kyropractor).

 

Duffy.

Busy Phillips = Duffy. Eiginkona eins samstarfsmanns Simons.

 

Mills.

Wendell Pierce = Mills. Rannsóknarlögreglumaður.

 

Katie Aselton = Joan.

 

Dylan Samuelson = Lil Ronny MF.

 

Net-verkefni:

  1. Áhorfandi fær snemma ýmsar vísbendingar um að eitthvað agalegt sé að fara að gerast. Nefndu 2-3 sterk atriði sem að fengu þig til að líða þannig. Leikstjórinn segir að ákveðinn - löngu dauður - leikstjóri, sé fyrirmynd hans að þessum atriðum. Sá var frægur fyrir að vera einstaklega góður í að búa til spennu. Hver heldur þú að það sé?
  2. Í upphafi lítur svo út sem að Gordo sé sá klikkaði í myndinni, en hver er það í lokin sem kemur einna verst út sem karakter og hvers vegna?
  3. Gordo er samt ekki algóður. Nefndu 3 dæmi sem sýna að hann er alls ekki góður karakter heldur.
  4. Eiginkonan virkar með ákveðna geðröskun í byrjun myndarinnar og frameftir, eða þar til að hún áttar sig á því að eiginmaður hennar er ekki allur þar sem hann er séður. En hvað amaði að henni fram að því? Nefndu a.m.k. tvennt.
  5. Lestu vel kaflann (15) um persónuleikaraskanir. Getur þú fundið einhvern í myndinni sem er með slíka röskun?
  6. Mundu svo að skrifa þitt persónulega álit á myndinni.

 

MUNDU AÐ SVARA ALLTAF RAFRÆNT Í SEINASTA LAGI ÁÐUR EN NÆSTA MYND VERÐUR TEKIN FYRIR.