Jonathan Dayton

Ruby Sparks

Titill: Ruby Sparks.

 

Útgáfuár: 2012.

 

Útgáfufyrirtæki: xxx.

 

Dreyfingaraðili: Fox Searchlight Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Albert Berger & Ron Yerxa.

 

Lengd: 104 mín.

 

 Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 7,9 + 7,5* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Jonathan Dayton & Valerie Faris.

 

Handrit: Zoe Kazan.

 

Tónlist: Nick Urata.

 

Kvikmyndataka: Matthew Libatique.

 

Klipping: Pamela Martin.

 

Kostnaður/tekjur: 9.128.263$/?$.

 

Slagorð: xxx.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=W4RJYlSgDKM

 

Flokkun: Rómantík, kómedía, drama.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Paul Dano = Calvin Weir-Fields, ungur rithöfundur, sem hefur gefið út eina bók, sem seldist vel og nokkrar smásögur. Önnur bók hans var að koma út.

 

Zoe Kazan = Ruby Tiffany Sparks, stúlkan sem Calvin fyrst ímyndar sér, en svo ...

 

Chris Messina= Harry Weir-Fields, kvæntur bróðir Calvins. Hann hefur áhyggjur af Calvin og vill endilega hjálpa honum að kynnast stúlkum.

 

Annette Bening = Gertrude, stórfurðuleg móðir Calvins.

 

Antonio Banderas = Mort, nýjasti eiginmaður Gertrude.

 

Aasif Mandvi = Cyrus Modi, umboðsmaður og útgefandi Calvins.

 

Steve Coogan = Langdon Tharp, annar rithöfundur, vinur Calvins.

 

Toni Trucks = Susie Weir-Fields, eiginkona Harrys.

 

Deborah Ann Woll = Lila, fyrri kærasta Calvins, sem nú sjálf hefur gefið út bók.

 

Elliott Gould = Dr. Rosenthal, þerapisti (geðlæknir/sálfræðingur) Calvins.

 

Alia Shawkat = Mabel, ung stúlka yfir sig hrifin af rithöfundinum Calvin, sú sem lætur hann fá símanúmer sitt.

 

Wallace Langham = Warren.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

002 = Einhver óljós kvenmaður stendur í sólarljósinu.

003 = Calvin Weir-Fields (Paul Dano) er rithöfundur, hann reynir að skrifa heima, en kemur engu í verk.

004 = Bróðir hans, Harry Weir-Fields (Chris Messina) fer með Calvin í leikfimi. Hann talar við Calvin um kvenfólk - hefur greinilega áhyggjur af fátæku ástarlífi bróður síns.

005 = Calvin hittir Dr. Rosenthal, sálfræðing sinn (Elliott Gould), sem hvetur hann til að skrifa um stúlku drauma hans.

006 = Calvin mætir í sjónvarpskynningu á annarri bók sinni, sem virðist ætla að vera metsölubók, eins og sú fyrsta. Hann fer í ýmis samkvæmi út af bókinni, en virðist ná litlu sambandi við fólk.

010 = Calvin hittir stúlku, sem eftir stutt samtal segist líka við hund hans, "just the way he his". Calvin verður alveg gáttaður vegna þess að stúlkan er alveg eins og í draumum hans, bæði í útliti og svo segir hún heilu setningarnar sem hann var búinn að vélrita.

013 = Calvin vaknar upp og áttar sig á því að stúlkan var í bara í draumi. Hann hleypur af stað og vélritar helling. Hann fer svo til sálfræðingsins og segir hann hafa vakið sig til skrifa. Sálfræðingurinn segir honum að segja sér frá þessari stelpu sem hann dreymir um. Calvin býr til persónuna í sálfræðiviðtalinu og hetur bullað upp persónu - sem hann kallar "Ruby Sparks."

016 = Calvin skrifar og skrifar nýja bók sem byggir á þessari ímynduðu persónu. Bróðir hans les handritið og segir þetta ekki ganga, þvi hann megi ekki lýsa ímyndaðri persónu, enginn vilji lesa það. Engin kona sé svona fullkomin. Þær muni ekki vilja lesa ástarsögu um persónu sem er fullkomnari en þær.

020 = Calvin getur endalaust skrifað ástarsöguna um Ruby og hann ímyndar sér hana mjög skýrt.

022 = Calin vaknar við símhringingu, hann er of seinn í sálfræðiviðtal. Í miðju samali sér hann allt í einu Ruby inni hjá sér, ímynduðu persónuna. Calvin heldur að hann sé að verða brjálaður.

025 = Calvin hringir í vin sinn, sem má ekki vera að því að tala við hann, svo Calvin ákveður að fara út með Ruby til að ákveða hvort aðrir sjái hana líka. Þegar hann kemst að því að hún virðist öðrum raunveruleg þá áttar hann sig á því að hann elskar hana, raunverulega persónu. Þau fara út að skemmta sér eins og raunverulegt par, allt virðist eðlilegt.

032 = Calvin fer með Harry bróður sinn heim til að sýna honum Ruby. Harry telur bróður sinn fullkomlega geðveikan. Í stað þess að hringa á geðdeildina stingur Harry upp á að Calvin skrifi eitthvað nýtt um Ruby, eitthvað sem við sjáum strax til að sanna að hún sé forritið af ritvélinni hans. Það gerist, þegar Calvin vélritar að Ruby byrji allt í einu að tala á frönsku. Þeir sannfærast, en vita ekki hvernig þetta er að gerast.

044 = Mamma hringir og vill hitta nýja kærustu sonarins. Calvin kemur sér undan því, en ákveður svo að kynna kærustuna fyrir fjölskyldunni.

047 = Calvin og Ruby hitta móður hans Gertrude (Annette Bening), sem er eitthvert nýaldar-frík. Hálfgerður hyppi sem ræktar bara plöntur sem hafa læknisfræðilegt gildi. Calvin segir móður sína mjög breytta, vera bara allt öðru vísi.

050 = Calvin og Ruby hitta líka nýjan mann móður hans, Mort (Antonio Banderas), sem er jafn ruglaður og hún. Hann smíðar húsgögn úr furu.

052 = Allir skemmta sér vel saman, nema Calvin, sem liggur allan tímann upp í rúmi og les bók.

057 = Þegar þau koma heim aftur verður Ruby mjög döpur, aðallega vegna þess að Calvin kemur illa fram við móður sína og hann virðist ekki eiga neina vini. Calvin spyr Ruby hvernig þau eigi að bæta sambandið. Ruby svarar að hún vilji ekki lengur búa hjá honum allar nætur, hún ætti kannski að sofa a.m.k. 1 nótt í sinni íbúð. Þau eru greinilega að fjarlægjast.

060 = Ástandið versnar, Ruby hringir drukkin í Calvin og segist vera að skemmta sér með fólki. Calvin grípur þá til þess örþrifaráðs að bæta við handritið um fullkomnu stúlkuna. Hann áttar sig á því að þetta geti verið vafasamt, en skrifar: Ruby was miserable without Calvin.

061 = Augnabliki síðar hringir Ruby frá barnum og segist vilja koma heim. Eftir það hangir hún utan í honum öllum stundum og er yfir sig ástfangin. Calvin sleppur ekki frá henni. Þetta verður óþolandi!

065 = Calvin vélritar þá: Ruby fyllist óstjórnlegri gleði. Þegar hann kemur taka þá er hún hoppandi í rúminu. Eftir þetta heldur hún endalaust uppi endalausum hrópum af einskærri gleði.

068 = Calvin tekur þá nýja afstöðu. Hann vélritar: Ruby var bara Ruby. Glöð eða döpur, hvernig sem henni leið.

070 = Eftir þetta verður samband þeirra aftur mjög erfitt. Ruby gerir bara það sem hún vill, en þegar hann mótmælir þá grætur hún og segir skap sitt mjög sveiflukennt. Kannski ætti ég að tala við sálfræðing, segir hún. Allavega hitta fólk. Þau fara saman í partí.

071 = Calvin hittir marga vini sína og fyrri kærustu sína í partíinu, en Ruby leiðist, hún þekkir engan. Yfirborðskenndur útgefandi Calvins tekur eftir því og fer að tala við Ruby. Hann reynir við hana og tælir út í sundlaug. Calvin finnur hana rétt áður en þetta fer úr böndunum. Calvin keyrir þau heim og er mjög reiður.

077 = Þau fara að rífast. Calvin ræður ekki við sig þegar Ruby segir, þú ræður ekki yfir mér. Viltu veðja, spyr hann. Hún spyr á móti: Hvað, ætlar þú að binda mig? Hann segir: Ég þarf þess ekki, og gengur að ritvélinni. Um það bil þegar Ruby er að ganga út þá vélritar hann inn ímyndaðan vegg. Hún gengur endurtekið á vegginn. Hann sýnir henni nýjustu blaðsíðu handritsins.

078 = Ruby: Are you writing about me? No, you can't writh about me - that's is private. Calvin: No, I am not writing about you - I wrote you. I made you up. Ruby: What? Calvin: I had a dream about a girl. So I wrote it down. I gave her a name - Ruby. I wrote all kind of things about her. Then one day I woke up, and she - you - were living in my house. Calvin játar öllu.

080 = Calvin: I can make you do anything, because you are not real. Ruby: You're sick. If this is the way you think about people, then you are in for one lonely fucked up life.

081 = Calvin: I told you I could make you do anything! Calvin tekur ekki þessari góðu athugasemd, heldur vélritar hann inn alls konar skipar, lætur Ruby tala frönsku, smella fingrunum, fækka fötum, detta í gólfið og gelta eins og hundur... og loks lætur hana elska allt við hann. Ruby svarar: I love you, I love everything about you... Að lokum brotna þau bæði niður.

084 = Þegar Calvin rankar við sér aftur er Ruby örmagna á gólfinu. Calvin sest þá í seinasta sinn niður við ritvélina og skrifar: Um leið og Ruby yfirgaf húsið sleppti fortíðin henni. Hún var ekki lengur sköpun Calvins. Og eftir smá hik: Hún var frjáls. Clavin skrifar á minnismiða sem hann setur ofan á handritið: Lestu seinustu blaðsíðuna. Og bætir við: Ég elska þig.

088 = Þegar Calvin vankar um morguninn er Ruby farin. Calvin er mjög leiður, en vissi svo sem að þetta myndi gerast. Minnismiðinn er farinn.

089 = Harry bróðir hans kemur í heimsókn og styður sorgmæddan bróður sinn. Hann fer með Calvin í golf og þeir spjalla. Harry spyr hvort Calvin sé að skrifa. Calvin segir nei. Harry spyr, af hverju skrifar þú ekki um þetta. Calvin: They will think I am carzy. Harry: No, they fill think it's fiction!

090 = Calvin leggur ritvélinni og kaupir sér Apple tölvu! Hann skrifar nýja bók: Þetta er sönn og óhugsandi saga minnar mestu ástar. Í þeirri von að hún lesi þetta ekki og álasi mér hef ég sleppt af gefa allt upp: ég sleppi nafni hennar, atriðum varðandi fæðingu hennar og uppeldi, og auðkennandi örum og fæðingarblettum. Samt get ég ekki annað en skrifað þetta fyrir hana. Til að biðja fyrirgefningar, fyrir hvert ort sem ég skrifaði tila ð breyta þér. Það er sov margt sem mér þykir leitt. Ég sá þig ekki þegar þú varst hér. Og nú þegar þú ert farin sé ég þig alls staðar.

091 = Þetta eru textar úr nýrri bók: Kærastan: sem tileinkuð er "For Her."

092 = Calvin les upp úr nýrri bók sinni: Kannski heldur einvher að þetta séu töfrar, en það er töfrandi (magic) að verða ástfanginn. Líka að skrifa. Um Catcher in the Rye var einu sinni sagt: Aftur upplifum við þetta sjalfgæfa skáldskaparkraftaverk. Manneskja hefur verið sköpuð úr bleki, pappír og ímyndunarafli. Ég er enginn J. D. Salinger, en hef upplifað sjaldgæft kraftaverk. Rithöfundar geta vottað það, að þegar allt verður á best kosið, koma orðin ekki frá manni, heldur í gegnum þig. Hún kom til mín að öllu leyti sjálf. Ég var bara svo heppin að vera þar til að grípa hana.

093 = Lokaatriðið: Calvin er úti að labba með Scotty, hundinum sínum. Þar rekst hann á rauðhærða stelpu sem er að lesa bók - bók Calvins. Hún er ekki búin með hana. Calvin sér að þetta er Ruby, en hún virðist ekki þekkja hann. Samt spyr hún: Have we met before? Calvin: I don't know. Ruby: Mayby we just met in another life.

094 = Þegar Ruby áttar sig á því að Calvin er höfundur bókarinnar sem hún er að lesa, spyr hún: Can we start over?

095 = THE END.