Titill: Nightcrawler.
Útgáfuár: 2014.
Útgáfufyrirtæki: Bold Films.
Dreyfingaraðili: Open Road Films.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Jennifer Fox, Tony Gilroy, Michel Litvak, Jake Gyllenhaal & David Lanchaster.
Lengd: 117 mín.
Stjörnur: 7,9* (Imdb) og 9,5 + 8,5* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Daniel Christopher "Dan" Gilroy (USA, 1959- ).
Aðrar myndir sama leikstjóra: Nightcrawler er fyrsta kvikmynd sem Gilroy leikstýrir (og skrifar), en hann er handritshöfundur eftirfarandi mynda: Freejack (1992), Chasers (1994), Two for the Money (2005), The Fall (2006), Real Steel (2011) og The Bourne Legacy (2012).
Handrit: Leikstjórinn.
Tónlist: James Newton Howard.
Kvikmyndataka: Robert Elswit.
Klipping: John Gilroy, bróðir leikstjórans?
Kostnaður/tekjur: 8.500.000$ / 50.300.011$ = 41.800 í $ í plús.
Slagorð: Remember, I will never ask you to do anything, that I wouldn't do myself.
Trailer: Gerið svo vel.
https://www.youtube.com/watch?v=UPawRAHG-0g
Leikarar/Hlutverk:
Jake Gyllenhaal = Louis "Lou" Bloom.
Rene Russo (eiginkona leikstjórans) = Nina Romina.
Riz Ahmed = Rick Carey, seinheppinn og lágt launaður aðstoðarmaður Lou.
Bill Paxton = Joe Loder, sá sem Lou er í svo mikilli samkeppni við um myndefni.
Ann Cusack = Linda.
Kevin Rahn = Frank Kruse.
Kathleen York = Jackie.
Eric Lange = Kvikmyndatökumaður.
Jonny Coyne = Pawn shop owner.
Michael Hyatt = Fronteiri rannsóknarlögreglukona.
Michael Papajohn = Öryggisvörður.
Mínúturnar:
001 = Textinn.
002 = Lou er að stela og selja það sem hann nær í. Við sjáum hann inn á lokuðu svæði, þar sem hann er að stela járngirðingu. Vörður kemur að honum og þegar Lou gengur nær þá sér hann að vörðurinn er með flott úr. Lou rotar hann og næst sjáum við hann með jarngirðingu í bílnum og flott úr á hendinni.
004 = Lou fer með girðingarefnið til annars verktaka og reynir að selja honum þýfið. Það gengur illa, en hann fær þó smápening fyrir. Lou biður hann svo með langri ræðu um vinnu, en fær eingöngu svarið að hann ráði ekki: I'm not hiring a fucking thief.
006 = Á heimleiðinni sér Lou slys á hraðbrautinni og einhverja kvikmyndatökumenn upptekna við að mynda slysið. Þeir hafa ekki áhuga á að hjálpa neinum, vilja bara ná góðum myndum. Lou er heillaður að þessu starfi og spyr Joe myndatökumanninn spjörunum úr.
Lou: Will this be on the news?
Joe svarar: Morning news. If it bleeds, it leads.
010 =Lou virðist lifa einmanalegu lífi, hann situr mest heima og horfir á sjónvarpið. Nú veitir hann því athygli að slysið er sýnt í fréttatíma.
011 = Morguninn eftir rænir Lou flottu hjóli og reynir að selja það. Hann fær lítið fyrir hjólið og gerir góð kaup með því að kaupa sér upptökugræjur og lögreglutalstöð. Hann er að hefja nýtt starf!
014 = Um nóttina hlustar Lou á tilkynningar lögreglunnar og reynir þannig að komast á slysstað áður en það er of seint. Hann kemst þó ekki langt því löggan rekur hann endurtekið í burt. Þetta er erfiðara en hann hélt. Lou gefst þó ekki upp og lærir smám saman að komast nógu fljótt á staðinn og ná myndum. Hann eltir annan paparazzi og sér hvernig hann selur myndefnið til fréttastofu.
016 = Lou ákveður að heimsækja sjónvarpsstöð. Hann velur stöð sem er að berjast á bökkum með lítið áhorf. Hann nær sambandi við Ninu, sem virðist stjórna féttaútsendingunni. Hann nær að selja henni myndefni sitt, slysið.
020 =
029 = Lou mætir á slysstað með aðstoðarmanni sínum. Hann sér ekkert standandi fyrir utan annað en að þetta hafið verið skotárás. Lou ákveður að læðast inn í húsið og nær að taka myndir þar. Inn í eldhúsi hagræðir hann ljósmyndum aðeins á ísskápnum áður en hann tekur mynd af honum.
032 = Lou kemur með efnið á sjónvarpsstöðina, Nina vill nota efnið, en aðrir eru efins. Honum finnst Lou ganga of langt. Lou ræðir einslega við Ninu og segir henni persónulega hluti um sig, en samt er ekki eins og að þau eigi í samræðum, hann talar vélrænt.
035 = Hröð skot af Lou og Rick í vinnunni að taka myndir af slysstöðum með skemmtilegri tónlist undir.
037 = Lou og Rick kaupa bensín á nýja bílinn sinn. Lou segist vera ánægður með Rick en að hann hafi slett bensíni á bílinn. Ég verð að reka þig ef þetta kemur fyrir aftur.
038 = Lou og Rick koma að bílslysi og Lou reynir að mynda mann sem er að hringja í 911. Þegar sá reiðist við truflunina en sér þá stórslasaðan mann sem hefur greinilega hrokkið út úr bílnum við slysið. Lou nær ekki myndum af honum og bílnum saman, svo hann dregur slasaða manninn nálægt bílnum áður en hann tekur myndina.
040 = Lou selur Ninu nýjusta myndefni sitt. Hann býður henni út að borða, en hún segir nei.
043 = Joe Loder bíður eftir Lou og gerir honum tilboð. Lou er greinilega að ná viðskiptunum af honum og Joe býður honum að sameina krafta sína. Lou neitar strax.
045 = Nina fer á matsölustað með Lou, en þegar hann fer að gefa til kynna að þau eigi að verða saman, en Nína skynjar það og segist alls ekki vilja samband. Þá bregður Lou á það ráð að nánast hóta Ninu, segir hana stjórna fréttaþætti með minnsta áhorfið. Lou hótar að fara með efnið annað ef hún vill ekki nánara samband!
051 = Rick er óánægður með launin sín, hann fær nú borgað, en bara 30$ fyrir nóttina.
052 = Lou og Rick koma sér á næsta slysstað, en Joe var núna á undan honum. Nina er bálreið yfir því sem Lou kemur með núna, því Joe var á undan honum í þetta sinn.
053 = Lou er heima og trompast úr reiði fyrir framan spegilinn og brýtur hann. Táknrænt!
055 = Næstu nótt er Lou alveg brjálaður og vill ná góðri frétt. Rick spyr af hverju hann fari ekki á slysstað? Lou svarar ekki, en keyrir ofurhratt eitthvað annað. Þá finna þeir árekstur og ekki bara einhvern árekstur, heldur er það samkeppnisaðilinn sem missti stjórn á bílnum (hvers vegna?) og keyrði á ljósastaur. Var einhver að fikta í bremsunum hjá honum?
060 = Lou og Rick heyra af innbroti í fínu hverfi hvítra. Lou er firstur á staðinn bíður ekki eftir lögreglunni og fer með myndavélina inn í húsið. Lou nær myndum af öllu húsinu að innan, þar á meðal af fórnarlömbunum. Þau koma sér á brott þegar þeir heyra í löggunni.
064 = Lou fer með sjóðheitt myndefnið til Ninu og þegar hún ætlar að æsa sig yfir því hvað hann hafi skilað litli seinustu daga, þá segjast hann vera með betra efni en nokkru sinni. Sjónvarpsstöðin skoðar efnið. Það er mjög - mjög viðkvæmt. Lou ákveður að sýna efnið fyrst og rífast um efnið síðar. Hann vill mun meira en nokkru sinni, 30þúsund $. Hann lækkar sig niður í 15000 en heldur svo langa ræðu um það sem hann vill. Lou vill hvorki minna en að komast inn í fyrirtækið með eignarhlut. Hann er mjög ákveðinn.
070 = Nina gefur eftir og sýnir myndefnið í næsta fréttatíma vitandi að áður en lögreglan hefur fengið að sjá efnið. Þau sýna bara bút og lofa að sýna meira eftir þvi sem líður á daginn. Þau leggja mikla áherslu á að þetta er ríkt hvítt fólk úr góðu hverfi og að morðingjarnir gangi enn lausir.
074 = Þegar fréttamenn segja frá efninu skipar Nina þeim endurtekið að auka dramatíkina í frásögninni "viscous attack" og "perpetrators free."
076 = Allar aðrar stöðvar taka upp fréttina og gera mikið mál úr þessu og einnig því hve myndatakan er á undan lögreglunni.
077 = Rannsóknarlögreglumenn koma heim til Lou og spyrja hann um myndatöku hans. Hann hleypir þeim glaður inn og var meira að segja búinn að búa til eintak handa þeim. Meðal þess sem kemur fram var að Lou sá tvo menn yfirgefa staðinn, en hann klippti það efni út fyrir lögreglumennina. Lou fær heimilisfang af bílnúmerinu og nú vill hann sjálfur nálgast glæpamennina. Lou segir Rick frá þessu og hækkar hann í tign: hann er ekki lengur bara aðstoðarmaður, heldur: executive vice-resident!
083 = Rick er ekki ánægður með Lou sem aðeins hækkar launin lítið. En þegar Rick áttar sig á því að það eru 50 þúsund $ í fundarlaun fyrir þessa glæpamenn, þá krefst hann þess að fá helminginn af því. Lou virðist taka því, en eithvað liggur að baki.
085 = Lou og Rick eru fyrir utan hús glæpamannanna og þeir hringja ekki í lögregluna. Lou útskýrir: Við bíðum eftir því að þeir yfirgefa húsið og fara á einhvern fjölfarinn stað, t.d. veitingastað og þá geta þeir bæði tilkynnt til lögreglunnar og náð góðum myndum, því varla gefast glæpamennirnir upp mjög auðveldlega.
087 = Um morguninn fara glæpamennirnir af stað og Lou og Rick elta þá, fyrst á bensínstöð og svo á matsölustað.
090 = Lou hringir atvikið inn og gefur upp nafn sitt (til að fá fundarlaunin). Hann lætur 911 vita að glæpamennirnir séu líklega vopnaðir. Rick verður hræddur þegar Lou segir honum að mynda handtökuna frá öðrum sjónarhorni. Rick neitar. Lou hótar Rick þá mjög skýrt, m.a. með þessum orðum:
Lou: What if my problem is not that I don't understand them, but that I don't like them.
092 = Rick og Lou skipta liði og eru tilbúnir til að mynda handtökuna úr tveimur áttum, Lou úr bílnum, en Rick af götunni.
094 = Áður en handtakan fer fram koma tveir lögreglumenn óvart inn á matsölustaðinn til að fá sér að borða. Ástandið er orðið mjög viðkvæmt. Lou og Rick mynda allt. Síðan mæta tvær vopnaðar löggur og mikil skothríð hefst. Annar glæpamaðurinn kemst undan. Hinn er skotinn ástamt nokkrum lögreglumönnum. Rick hleypur í bílinn og Lou ákveður að elta glæpamanninn og lögreglumanninn sem er að elta hann. Þeir keyra rétt fyrir aftan lögregluna!
098 = Lögreglubillinn keyrir á og um tíma eru Lou og Rick einir að elta glæpamanninn. Aðrir lögreglubílar koma þó á vettvang. Lögreglubíllinn keyrir á glæpamanninn og báðir bílarnir velta. Lou stoppar og fer að báðum bílunum. Hann nær myndum af glæpamanninum, sem er látinn. Hann segir Rick að koma og taka myndir af því.
099 = En gllpaaðurinn var ekki látinn, og hann skýtur Rick. Lou nær myndum af því. Glæpamaðurinn kemst út úr bílnum og gengur að Lou, sem er að mynda hann. Lögreglan kemur og glæpamaðurinn skýtur á þá. Löggan skýtur hann. Lou nær því á mynd líka.
100 = Lou tekur myndir af RIck sem er að deyja af skotsárum. Hann útskýrir fyrir Rick að hann hafi vitað að glæpamaðurinn myndi skjóta hann. Lou segist hafa orðið að gera þetta því að Rick hafi verið með of miklar kröfur.
Nina: I want it obviously.
Lou: How much.
Nina: You tell me.
104 = asdf
105 = Fréttamaður lætur Ninu vita að það hafi fundist mikið magn af dópi á upprunalega morðstaðnum. Þetta sé því ekki innrás á heimili, heldur miklu frekar innanflokksdeilur
106 = Rannsóknarlögreglukonan tekur viðtal við Lou. Honum tekst að snúa sögunni sér í hag og hann hagræðir sögunni sér í hag. Lögrelukonan segir að hún viti að hann sé að ljúga þessu öllu. Lou brosir til baka og segir þetta ekki rétt.
107 = Daginn eftir fer Lou af stað og hann velur sér nýja aðstoðarmenn. Hann borgar þau ekki laun, heldur að þeir séu til reynslu.
THE END.
Tvö andlit Lou
Heill á geði? Lou er ekki með einkenni geðklofa eða rofins persónuleika, heldur eitthvað allt annað og dekkra. Takið eftir því hvernig hann talar stundum eins og vélmenni. Það er eins og textinn sé lesinn upp. Lou virðist hafa lært mannleg samskipti í gengum sjónvarp. Hann á eiginlega ekki samskipti við fólk, hann stjórnar því. Takið eftir hvernig hann kemur fram við undirmann sinn (og væntanlega líka þá nýju sem eru að hefja störf hjá honum í lokaatriði myndarinnar) og sérstaklega við Ninu Rominu. Hann vill fá starf hjá henni, en hann vill hana líka og raunar fyrirtækið allt! Hvaða geðræna vandamál er það - hvaða geðröskun - þar sem einstaklingur kemur fram við annað fólk eins og dauða hluti, notar það og stjórnar að vild?
Skilaverkefni:
Skoðaðu þetta fræðandi myndband eftir Leon Thomas, sem reglulega fjallar um kvikmyndir á síðunni Renegade Cut og svaraðu svo eftirfarandi spurningum.
- Höfundur talar um misræmi á milli tónlistar og myndefnis. Hvað meinar hann með því?
- Höfundur ræðir vel um vandann við að greina geðröskun. Hvaða geðröskun segir höfundur að Lue sé með og ertu sammála því? Nefndu tvö dæmi sem styðja niðurstöðu þína.
- Í lokin spyr höfundur um merkingu myndarinnar: What is this mean? What is this film trying to say? There is a saying: Behind every great fortune there is a great crime. Hvað er höfundur að meina með þessu?
- Höfundur ræðir að myndir hafa almennt "Arc," í merkingunni að flestir aðalleikarar kvikmynda læra og þroskast. Lue lærir auðvitað, en þroskast hann? Nefndu bæði jákvætt og neikvætt dæmi.
Mundu svo að 5ta og seinasta atriðið er að segja þitt persónulega álit á myndinni.
http://blip.tv/renegadecut/rc-nightcrawler-7163437