Robert Shaw

Jaws

Titill: Jaws.

Jaws kápan frá 1975.

Mynd 1. Jaws kápan frá 1975.

 

Spileberg hélt að hann yrði rekinn því myndin fór 100 daga fram úr áætlun. Hákarlinn var aldrei tilbúinn.

Mynd 2. Steven Spielberg hélt að hann yrði rekinn því myndin fór 100 daga og fjárhagslega fram úr áætlun. Hákarlinn var lengi í smíðum. Framan af mynd sjáum við hann aldrei, einfaldlega vegna þess að hann var ekki tilbúinn!

 

Útgáfuár: 1975.

Útgáfufyrirtæki: Universal Pictures.

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

Framleiðandi: Richard D. Zanuck & David Brown.

Land: Bandaríkin.

Lengd: 1:04 mín.

 Stjörnur: 8,0* (Imdb) og 9,7 + 9,0* (RottenTomatoes).

Leikstjóri = Steven Spielberg.

Aðrar myndir sama leikstjóra: Close Encounters of the Third Kind (1977), ET (1982), Jurassic Park (1993), Schindler's List (1993), Saving Private Ryan (1998), Munich (2005), Lincoln (2012) og looks allar Indiana Jones myndirnar: (1984 - 1989 - 2008)

Handrit = Peter Benchley og Carl Gottlieb (leikur líka smá hlutverk).

Tónlist: John Williams.

Kvikmyndataka: Bill Butler.

Klipping: Verna Fields.

Kostnaður / tekjur: 9.000.000$ / 470.653.000$. Nærri 460 milljónir dollara í plús!

Slagorð:We're gonna need a bigger boat.

TRAILER, Jaws (1975), gerið svo vel:

Myndefni 1. Jaws, 1975 trailer.

 

Flokkun: Hrollvekja, spenna, drama.

Leikarar/Hlutverk:

Roy Scheider = Chief Martin Brody. Lögreglustjóri, nýfluttur frá stórborginni (New York) í lítið bæjarfélag.

Lögreglustjórinn Broady, sem kom til þessa rólega bæjarfélags frá New York til að stappa af!

Mynd 3. Lögreglustjórinn Brody, sem kom til þessa rólega bæjarfélags frá lögreglustarfi í New York til að stappa af!

 

Amity (sem merkir „vinátta“). Amity er ímyndaður baðstrandarstaður.

Amity er

Mynd 4. Amity er “vinalegur” sumar-baðstrandarstaður.

 

Robert Shaw = Sam Quint. Veiðimaður, sérstaklega hákarlaveiðari – mjög sérlundaður einfari. Talar með mjög sterkum hreim – eitthvað sjómannaslangur.

Skipstjórinn.

Mynd 5. Skipstjórinn Sam Quint.

 

Richard Dreyfus = Matt Hooper. Kallað er eftir honum frá Hafrannsóknarstofnun þegar grunur leikur á að hákarl sé valdur að dauða stúlku á ströndinni.

Líffræðingurinn Matt Hooper - ótrúlega smitandi hlátur.

Mynd 6. Líffræðingurinn Matt Hooper – ótrúlega smitandi hlátur.

 

Lorraine Gary = Ellen Brody, eiginkona lögreglustjórans.

Eiginkonan.

Mynd 7. Eiginkonan Ellen Brody.

 

Jay Mello = Sean Brody, sonur Brody hjónanna.

Sonur Broady hjónanna.

Mynd 8. Sean, sonur Brody hjónanna.

 

Murray Hamilton = Major Larry Vaughn. Bæjarstjórinn í smábænum Amity. Honum er umhugað um að baðstrandarfólkið komi til þeirra yfir sumartímann.

Larry Vaughn bæjarstjóri, sem er meira umhugað um business heldur en einhvern hákarl!

Mynd 9. Larry Vaughn bæjarstjóri (hræðilegur jakki), sem er meira umhugað um business heldur en einhvern hákarl!

 

Susan Backlinie = Christine „Crissie“ Watkins, stúlkan sem hákarlinn drepur fyrst.

 Christine „Crissie“ Watkins.

Mynd 10. Christine „Crissie“ Watkins. Fyrsta fórnarlambið.

 

Carl Gottlieb = Meadows.

Handritshöfundurinn Gottlieb var vinur Spielbergs og fékk að leika smáhlutverk. Hann (til hægri) fylgdi bæjarstjóranum, en sagði aldrei neitt (enda ekki leikari).

Mynd 11. Handritshöfundurinn Gottlieb var vinur Spielbergs og fékk að leika smáhlutverk. Hann (til hægri) fylgdi bæjarstjóranum, en sagði aldrei neitt (enda ekki leikari).

 

Vélmenni, sérstaklega búið til fyrir myndina = Hákarlinn.

Ekki má gleyma aðalhlutverkinu, hákarlinn. Myndin var meira en hálfnuð þegar loks tókst að gera hann tilbúinn!

Mynd 12. Ekki má gleyma aðalhlutverkinu, hákarlinn. Myndin var meira en hálfnuð þegar loks tókst að gera hann tilbúinn! Þess vegna er myndin svona spennandi, við fáum lengi vel ekki að sjá hann.

 

MÍNÚTURNAR:

0:01 = Baðströnd, unglingar að drekka og skemmta sér.

0:03 = Stelpa, Susan Backlinie (Christine Watkins) og strákur ákveða að draga sig út úr hópnum og fá sér sundsprett og fleira(?). Stúlkan afklæðist og fer út í, strákurinn eltir, en er of drukkinn og sofnar á ströndinni.

0:05 = Chief Martin Brody (Roy Scheider) lögreglustjóri og frú Ellen Brody (Lorraine Gary) vakna heima hjá sér.

0:07 = Hringt í lögreglustjórann. Strákurinn er vaknaður á ströndinni, en finnur ekki stelpuna.

0:09 = Brody lögreglustjóri og strákurinn finna lík stúlkunnar, illa farið.

0:11 = Sumarvertíðin er að byrja í Amity (ímyndaður baðstrandarstaður), en Brody grunar hákarl og ákveður að loka ströndinni til öryggis, hann pantar sérfræðing frá Hafrannsóknarstofnun. Verslunarmenn og bæjarfulltrúar vilja alls ekki loka ströndinni, þá munu öll sumarviðskiptin detta niður. Lögreglustjórinn lætur undan þegar læknir dregur til baka (vegna þrýstings) ályktun sína um að stúlkan hafi verið drepin af hákarli.

Fæstir hákarlar eru mannætur, en nokkrar tegundir eru þó þekktar. Sú alræmdasta er hvíti hákarlinn.

Mynd 13. Fæstir hákarlar eru mannætur, en nokkrar tegundir eru þó þekktar. Sú alræmdasta er hvíti hákarlinn.

 

0:13 = Baðstrandarsena. Brody lögreglustjóri fylgist með ströndinni áhyggjufullur, hann þorir sjálfur ekki út í, er vatnshræddur (vatnsfælni).

0:16 = Stefið! Einn drengur er bitinn. Móðir spyr á ströndinni: Where is my little Alex?

0:17 = Panik hjá bæjarstjórninni. Brody tilkynnir lokun strandarinnar í einn sólarhring.

0:20 = Fundur í bæjarfélaginu. Sam Quint (Robert Shaw) skrapar á skólatöfluna og fær athygli hópsins. Hann vill meira en þessa 3000 dollara sem búið er að auglýsa í fundarlaun. Hann segist einn geta drepið hákarlinn og vilji minnst 10.000 dollara fyrir.

Quint persónan minnir svolítið á Ishmael í Mody Dick eftir Melville og jafnvel á Gamli maðurinn og hafið eftir Steinbeck.

Mynd 14. Quint persónan minnir svolítið á Ishmael í Moby Dick eftir H. Melville og jafnvel á stefið í Gamli maðurinn og hafið eftir J. Steinbeck.

 

0:22 = Brody fer áhyggjufullur heim og les sig til um hákarla.

0:23 = Kvöld, 2 veiðimenn reyna að veiða hákarlinn með því að setja stóra beitu út frá lélegri bryggju.

0:25 = Hákarlinn tekur beituna, og bryggjuna með! Veiðimennirnir 2 detta út í, en bjargast.

0:27 = Morgunninn eftir eru allir mættir til að veiða hákarlinn og fá verðlaun fyrir. Haffræðingurinn Matt Hooper (Richard Dreyfuss) er mættur og leitar að lögreglustjóranum.

0:30 = Matt rannsakar lík stúlkunnar og ályktar að hákarl hafi drepið hana.

0:32 = Almenningur náði að drepa hákarl! Málið leyst, eða hvað? Larry Vaughn (Murray Hamilton) bæjarstjóri er viss um að nú megi opna ströndina, en Matt segir að þótt þessi hákarl sé vissulega mannæta, þá sé bit hans líklega of lítið í þessu tilviki til að geta verið rétti hákarlinn.

0:35 = Móðir litla drengsins, Alex, slær Brody lögreglustjóra utanundir þegar hún fréttir að hann hafi vitað um andlát stúlkunnar og ekki lokað ströndinni.

0:36 = Brody er heima í áfalli eftir löðrunginn. Matt kemur í heimsókn. Hann tilkynnir að dauði hákarlinn sé ekki sá rétti.

0:42 = Brody er drukkinn, en ákveður að fara með Matt til að skera upp hákarlinn. Brody ákveður svo að loka ströndinni einu sinni enn.

0:44 = Matt ákveður að það þurfi að sigla út til að finna hákarlinn. Matt segir hann borða á nóttinni og þeir fara af stað um nóttina. Þótt Brody sé vatnshræddur þorir hann að fara með, enda drukkinn. Þeir sigla á staðinn þar sem upphaflega drápið átti sér stað.

0:48 = Matt fer í kafarabúning þegar þeir finna lemstraðan bát og hann syndir niður. Hann sér allt í einu ANDLIT (ta ta).

Myndefni 2. Þetta snögga og ógeðslaga atriði var sett inn eftir að myndin var tilbúin. Spielberg leikstjóri vildi auka aðseins á hrollinn!

 

0:49 = Matt og Brody rífast við bæjarstjórann um lokunina. Matt segist viss um að hákarlinn sé af tegundinni White Shark. Bæjarstjórinn neitar enn og segir að það sé þjóðhátíðardagurinn (4. júlí) á morgunn og að lokun strandarinnar komi ekki til greina.

Er ljótt andlit skilgreiningaratriði fyrir hrollvekju?

Mynd 15. Er ljótt andlit skilgreiningaratriði fyrir hrollvekju?

 

0:55 = Eyjan fyllist af trúristum, sem allir stefna á ströndina. Enginn þorir þó út í, til að byrja með, en bæjarstjórinn kemur nokkrum á sporið.

0:57 = Hákarl sést og allir synda í land. Panik, en „hákarlinn“ er bara plat, 2 strákar með spjald.

1:00 = Hákarlinn er aftur á móti í pollinum við hliðina á. Þar er Sean Brody (Jay Mello) sonur Brodys, hann rétt sleppur, en fær taugaáfall.

1:02 = Brody vill semja við Quint, en bæjarstjórinn er tregur til. Hann lætur þó undan og skrifar undir samning um fundarlaun við Quint. Brody og Matt fara svo og semja við hann.

1:06 = Matt vill fara með, en Quint segir að hann sé væskill.

1:09 = Báturinn siglir af stað og báðir eru með Quint, Matt Hooper haffræðingur og Brody lögreglustjóri, þótt hann sé skít- og vatnshræddur.

1:13 = Þeir setja beitu út og hákarlinn bítur fljótlega á.

1:15 = Línan slitnar. Hákarlinn sleppur, en leit hans heldur áfram.

Félagarnir 3 berjast við hákarlinn. Brody er síst líklegur sem hetja.

Mynd 16. Félagarnir 3 berjast við hákarlinn. Brody er síst líklegur sem hetja, en hinir eru sambland af félögum hetjunnar og vitringum.

 

1:18 = Brody er látinn moka fisk út í sjó og í einu frægasta atriði myndarinnar sér hann allt í einu ANDLIT hákarlsins. Þá kemur setningin fræga: You're gonna need a bigger boat!

Myndefni 3. Þekktasta setning myndarinnar!

Brody lögreglustjóri er fyrstur til að sjá andlit hákarlsins og segir þá frægustu setningu myndarinnar: You´re gonna need a bigger boat!

Mynd 17. You’re gonna need a bigger boat!

1:22 = Quint nær að skjóta í hákarlinn og þeir reyna að hægja á honum með því að festa gular tunnur við hann. Þannig á hann erfiðara með að kafa og vonandi þreytist hann líka. Þeir ná að festa fleiri tunnur við hann, en Brody er mjög hræddur og segir í sífellu: You're gonna need a bigger boat.

Quint reynir að hægja á hákarlinum með því að festa gular tunnur við hann. Hér er hann að skjóta einni slíkri.

Mynd 18. Quint reynir að hægja á hákarlinum með því að festa gular tunnur við hann. Hér er hann að skjóta einni slíkri.

 

1:26 = Um kvöldið montast félagarnir af hákarlasárum sínum og svo segir Quint þeim frá dramatískri sögu þegar hann var um borð skipsins Indianapolis, sem flutti kjarorkuvopn til að sprengja Japani. Á heimleiðinni náðu Japanir að sökkva skipinu – 29. júní 1945 – og allir fóru í sjóinn, 1100 manns. Hákarlar komu og áður en tekist hafði að bjarga þeim voru margir drepnir. Aðeins 345 björguðust, eftir að hafa verið 5 daga í sjónum. Quint var einn af þeim.

Tunnurnar hægja á hákarlinum, en það dugar ekki til.

Mynd 19. Tunnurnar hægja á hákarlinum, en það dugar ekki til.

 

1:33 = Hákarlinn er kominn aftur. Brody ákveður að kalla eftir hjálp í talstöðinni (You're gonna need a bigger boat ...), en Quint kemur þá og brýtur talstöðina (hvers vegna)?

1:35 = Quint nær að festa enn eina tunnuna við hákarlinn. Þeir elta hann. Brody reynir að skjóta hákarlinn með skammbyssu!

1:38 = Þeir ná hákarlinum og festa tunnurnar við bátinn. Hákarlinn dregur nú ekki bara tunnurnar, heldur líka sjálfan bátinn, og ekki nóg með það, hákarlinn snýr sér að bátnum og fer að éta hann líka!

1:40 = Hákarlinn dregur bátinn niður, þeir geta ekki annað en höggvið á línuna. Báturinn er illa laskaður.

1:42 = Hákarlinn ætti nú að fara í burt með fullan sigur, en hann siglir undir bátinn og reynir að skemma hann. Þeir reyna að sigla burt. Quint virðist bilast, hann keyrir bátinn á hámarkshraða og báturinn bræðir úr sér.

1:45 = Vélin bilar og báturinn er að sökkva.

1:47 = Þeir setja búrið út og Matt fer í það vopnaður eitursprautu. Hann verður að komast mjög nærri hákarlinum til að geta drepið hann með sprautunni.

1:48 = Hákarlinn ræðst á búrið og laskar það. Í látunum missir Matt eitrið á hafsbotn. Hann flýr búrið og syndir á hafsbotn í leit að eitrinu.

Skemmtileg útgáfa af hryllilegu atriði.

Mynd 20. Skemmtileg útgáfa af hryllilegu atriði.

 

1:52 = Hákarlinn snýr sér aftur að bátnum og siglir upp á hann. Quint rennur til og hákarlinn nær að bíta í hann. Quint er étinn.

Quint étinn. Svo virðist sem að Quint hafi jafnvel stefnt að þessu því hann skemmti bæði talstöð og vél bátsins að óþörfu.

Mynd 21. Quint étinn. Splatter! Svo virðist sem að Quint hafi jafnvel stefnt að þessu því hann skemmti bæði talstöð og vél bátsins að óþörfu.

 

1:53 = Matt er enn í sjónum og hákarlinn reynir nú að ná í Brody. Hann nær að henda súrefniskút upp í hákarlinn. Báturinn er að sökkva og Brody getur ekki annað en klifrað upp á mastur bátsins.

Brody, sá vatnshræddi, er einn eftir, félagarnir farnir og báturinn að sökkva.

Mynd 22. Brody, sá vatnshræddi, er einn eftir, félagarnir farnir og báturinn að sökkva.

 

1:54 = Brody er kominn efst á mastrið og hákarlinn er alveg að ná í hann, því báturinn er að sökkva.

Brody með riffilinn og hákarlinn með súrefniskútinn upp í sér. Skyldi Brody loka augunum?

Mynd 23. Brody með riffilinn og hákarlinn með súrefniskútinn upp í sér. Skyldi Brody loka augunum?

 

1:55 = Brody á ekkert ráð eftir en að nota riffil, hann sér möguleika á að skjóta súrefniskútinn sem er uppi í hákarlinum. Brody segir: Smile, you son of a bitch! Hann hittir og hákarlinn springur í loft upp.

2:04 = Brody flýtur á mastrinu og Matt kemur upp á yfirborðið. Hann spyr um Quint, en fær svarið að hann sé látinn. Þeir synda í land.

THE END.


FRAMHALDSMYNDIR

Margar Jaws framhaldsmyndir hafa verið gerðar. Jaws 2 er skárst, framhaldsmyndirnar eftir það er hver annarri verri. Taka ber fram að Steven Spielberg leikstýrði bara þeirri fyrstu og að Roy Scheider og frú léku bara í Jaws 2.

Jaws 2 er fyrsta endurgerðin, frá 1978.

Mynd 24. Jaws 2 er fyrsta endurgerðin, frá 1978.

 

Jaws 2 (1978) - 5,7 IMDB: Gerið svo vel:

Myndefni 4. Jaws 2, 1978 trailer.


Þriðja framhaldsmyndin (1983). Hún var ekki góð, en reynt var að bæta hana með lélegum þrívíddarbrellum.

Mynd 25. Þriðja framhaldsmyndin (1983). Hún var ekki góð, en reynt var að bæta hana með lélegum þrívíddarbrellum.

 

Jaws 3-D (1983) - 3,6* IMDB:

Myndefni 5. Jaws 3-G trailer.


Ekki skánar það. Jaws: The Revenge (1987) er sögð ein lélegasta mynd sem gerð hefur verið!

Mynd 26. Ekki skánar það. Jaws: The Revenge (1987) er sögð ein lélegasta mynd sem gerð hefur verið!

 

Jaws: The Revenge (1987) - 2,9* IMDB:

Myndefni 6. Jaws: The Revenge trailer.


Jaws in Japan, sögð mjög léleg mynd!

Mynd 27. Jaws in Japan, sögð mjög léleg mynd! Miðað við stjörnugjöf er hún enn lélegri en Jaws: The Revenge.

 

Jaws in Japan (2009) - 1,5* IMDB - Einn komma fimm! Veist þú um mynd sem fær lægri einkunn?:

Myndefni 7. Jaws in Japan trailer.


Jaws 5, cruel jaws. Ný mynd?

Mynd 28. Cruel Jaws (Jaws 5). Ný mynd?


 

Cruel Jaws (Jaws 5) (2013) - 3,0* IMDB:

Myndefni 8. Cruel Jaws trailer.

 

Vonandi er þessu framhaldsmyndum lokið. Þó gæti komið í lokin Jaws: The Beginning! eða Hákarlinn á elliheimilinu? Vonandi ekki.


Blockbuster

Hve miklar voru tekjur Jaws miðað við allar aðrar kvikmyndir frá upphafi? Gúglaðu það! Mynd sem græðir svona mikið eru kallaðar "blockbuster." Hollywood tekur á þessu mér sérstökum hætti, t.d. þeim að reyna að gera nýja "blockbustera" á hverju vori og svo fyrir jól. Ef það gengur eftir þá eru síðan gerðar framhaldsmyndir. Bendir eitthvað til þess að Jaws sé svona "blockbuster"?


Steven Spielberg

Spielberg hefur gert margar góðar myndir (sjá listann fremst í blogginu). Menn hafa spurt, hvernig fer hann að þessu. Einhver hefur bent á: 5 Ways you know you're watching a Spielberg movie:

  1. Föðurþemað, sonur að reyna að ná sambandi við föður sinn (daddy issues).
  2. Sterkar senur með ljósum, ljósgeislum (streams of light).
  3. Tilfinningaríkar andlitssenur, þegar andlitið sést í nærmynd og stækkar og stækkar (awestruch faces).
  4. Flókin myndataka með speglum, glerjum, skuggum, andlit speglast í gleri, í auga, í vatni... (this shot).
  5. John Williams tónlisti (John Williams music).

4+1 spurning:

  1. Hver eru tengsl Jaws við þær myndir sem við höfum þegar séð. Finndu 1 atriði sem tengist hverri mynd: Frankenstein, Ex_Machina, Creature from the Black Lagoon.
  2. a) Hvaða einstakt atriði í Jaws staðfestir þetta með þekkt stef sem segir okkur að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast? Nefndu eitt atriði þar sem þessi áhrif komu fram hjá þér. b) Hvaða einstakt atriði í Jaws staðfestir þetta með snöggt hljóð saman með snöggu hræðsluatriði sem segir okkur að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast? Nefndu eitt atriði þar sem þessi áhrif komu fram hjá þér. c) Er þetta ekki líka dæmi um ljótt andlit?
  3. Hvaða einstakt atriði í Jaws staðfestir þetta með splatter? Nefndu eitt skýrt dæmi út Jaws.
  4. Finnur þú þessi 5 Spielberg-legu atriði í Jaws sem að útskýrð er fyrir ofan? Taktu dæmi.
  5. Skrifaðu loks þitt persónulega álit á myndinni með góðum rökstuðningi.

HÓPverkefni:

Skiptið ykkur upp í 2ja manna hópa (1 eða 3 í einu tilviki) og veljið eitt af neðangreindu til að finna fimm dæmi um og sýna í tíma (á miðvikudaginn, eftir 2 daga). Hafa kynninguna skemmtilega! Ekki taka dæmi af myndum sem við höfum skoðað (ekki Frankenstein, Jaws, ...). Skila þarf kennara einu Word-skjali með helstu niðurstöðum - svo ég get set þetta svo inn á bloggið (for all to see):

 

  1. FIMM BESTU HROLLVEKJUR ALLRA TÍMA. Stutt kynning á ykkar áliti (þið megið auðvitað skoða álit annarra á netinu líka, alls konar lista er þar að finna).
  2. FIMM BESTU TÓNLISTARSTEF KVIKMYNDA. Veljið 5 sterk tónlistarstef í kvikmyndum, sem magnast smám saman og vekja tilfinningu um ótta.
  3. FIMM BESTU SNÖGGU HLJÓÐIN (sem kalla fram sterk hræðsluviðbrögð).
  4. FIMM BESTU SPLATTER (blóðslettur, gubb...).
  5. FIMM BESTU LJÓTU ANDLITIN.
  6. ÞRJÚ SKÝR DÆMI UM KJARNAFJÖLSKYLDU Í UPPHAFI OG Í LOKIN.
  7. FIMM ÓLÍKAR TEGUNDIR AF INNRÁSUM (smitsjúkdómur, brjálaður morðingi, geimvera, ófreskja...).
  8. ÞRJÚ BESTU UPPGJÖRIN VIÐ INNRÁSARAÐILA (sigrar ekki heimaliðið alltaf?).
  9. ÞRJÚ DÆMI UM HROLLVEKJUR ÞAR SEM HIÐ ILLA SIGRAR.
  10. FIMM BESTU STEVEN SPIELBERG MYNDIRNAR.
  11. ÞRJÚ BESTU JOHN WILLIAMS TÓNSTEFIN (hann vinnur oft fyrir Spielberg).
  12. ÞRJÚ FÖÐURÞEMA DÆMI Í SPIELBERG MYNDUM (daddy issues).
  13. ÞRJÚ STERK LJÓS/LJÓSGEISLA ATRIÐI (streams of light) ATRIÐI Í SPIELBERG MYNDUM.
  14. FIMM DÆMIGERÐAR TILFINNINGARÍKAR ANDLITSSENUR (awestruck faces) Í SPILEBERG MYNDUM.
  15. ÞRJÚ DÆMI UM FLÓKNA MYNDATÖKU MEÐ SPEGLUM (glerjum, skuggum, andlit speglast í gleri, í auga, í vatni...).
  16. Þið megið finna eitthvað annað ofangreint sem er athyglisvert og tengist efni okkar núna, en þá verðið þið að sannfæra mig um að þið megið kynna það efni.