Roman Polanski

Rosemary's Baby

Titill: Rosemary's Baby.

 

Kápan.

 

Útgáfuár: 1968.

 

Útgáfufyrirtæki: Paramount Pictures. Þegar myndin var tilbúin þá vildi kvikmyndafyrirtækið ekki sýna hana, vissu ekki hvernig ætti að auglýsa svona mynd. Á endanum var það þó gert og það kom útgáfufyrirtækinu verulega á óvart að myndin varð ein vinsælasta hrollvekja allra tíma.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: William Castle.

 

Lengd: 136 mín.

 

 Stjörnur: 8,0* (Imdb) og 9,9 + 8,7* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Roman (Rajmund Roman Thierry) Polanski. Fæddur í París, Frakkland, en foreldrar voru pólskir. 18. ágúst, 1933- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraKnife in the Water (1962), Repulsion (1965), Cul-de-sac (1966), Fearless Vampire Killers/Dance of the Vampires (1967), Macbeth (1971), What? (1973), Chinatown (1974), The Tenant (1976), Tess (1979), Piretes (1986), Frantic (1988), The Ninth Gate (1999), The Pianist (2002), Oliver Twist (2005), The Ghost Writer (2010), Carnage (2011), Venus in Fur (2013). Væntanleg er: Based on a True Story (2017) og D (2018).

 

Handrit: Ira Levin (höfundur vinsælar bókar með sama nafni) og leikstjórinn.

 

Tónlist: Krzysztof Komeda.

 

Kvikmyndataka: William A. Fraker.

 

Klipping: Sam O'Steen & Bob Wyman.

 

Kostnaður/tekjur: 3.200.000$/33.400.000$, yfir 30 milljónir dollara í tekjur!

 

Slagorð: Pray for Rosemary's baby.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=otPyEsObI1M

 

Flokkun: Drama, hrollvekja, mystery.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Rosemary Woodhouse.

Mia Farrow = Rosemary Woodhouse. Eiginkonan sem verður ólétt af einhverju eftir einhvern.

 

Guy Woodhouse.

John Cassavetes = Guy Woodhouse. Atvinnulaus leikari, sem grípur tækifærið þegar það gefst.

 

Minnie, stórkostleg í hlutverki sínu. Óendanlega uppáþrengjandi.

Ruth Gordon = Minnie Castevet. Eldri nágrannakonan sem skiptir sér meira og meira af ungu hjónunum. Ruth fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinni í myndinni.

 

Nágranninn, sem er ekki sá sem hann virðist.

Sidney Blackmer = Roman Castevet / Steven Marcato. Eiginmaður Minnie. Er annar en hann segist vera.

 

Hutch, vinur Rosemary.

Maurice Evans = Hutch. Eldri maður, mikill vinur Rosemary.

 

Dr. Sapirstein fæðingarlæknir.

Ralph Bellamy = Dr. Abraham Sapirstein. Fæðingarlæknirinn sem Castevet hjónin heimta að taki að sér að sjá um Rosemary.

 

Dr. Hill.

Charles Grodin = Dr. Hill. Upphaflegi fæðingarlæknir Woodhouse hjónanna, sá sem Rosemary reynir að hafa samband við aftur nokkrum dögum fyrir fæðinguna.
 
 

Laura-Louise, vinkona Minnie.

Patsy Kelly = Laura-Louise.

 

Terry, sú sem Ca hjónin bjarga af götunni.

Angela Dorian = Terry Gionoffrio.

 

Grace, vinkona Hutch.

Hanna Landy = Grace Cardiff. Vinkona Hutch, sú sem tilkynnir Rosemary í símanum að hann sé veikur.

 

Clay Tanner = Djöfullinn!

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

 

002 = Ung hjón Rosemary Woodhouse (Mia Farrow) og Guy Woodhouse (John Cassavetes) fá kynningu á mögulegri leiguíbúð.

"The Bramford" byggingin hét í raun og heitir enn: The Dakota. John Lennon leigði þar eftir tökur myndarinnar, allt þar til hann var skotinn til bana við innganginn árið 1980.

 

November 21, 1980, New York, New York, USA: John Lennon and Yoko Ono come out of 5 years' seclusion to promote their new album, "Double Fantasy". They walked around Central Park, posed in front of the Dakota apartment house where they lived, and worked in Studio One, Yoko's office. Lennon's return ended tragically on December 8, 1980, when he was shot in front of the Dakota and died at the age of 40 en route to the hospital.///John Lennon and Yoko Ono in front of the Dakota apartment house.. Credit: Allan Tannenbaum / Polaris

 

004 = Rosemary les texta sem hún sér á borðinu: I an no longer associate myself.

005 = Leigusalinn stoppar kynninguna þegar hann sér að stórt skatthol hefur verið fært til. Það er lítið herbergi þar á bakvið. Þau skilja ekki hvers vegna hún blokkeraði þennan litla skáp.

006 = Ungu hjónin fara í mat, til gamals vinar þeirra: Hutch (Maurice Evans), en þar er þeim sagt að ýmislegt vafasamt hafi átt sér stað í húsi því sem þau eru að leigja, m.a. einhver sakaður um djöfladýrkun og eitt sinn fannst barn látið i kjallaranum, vafið inn í dagblöð. Aðal sagan er þó um Trench systur sem átu þar börn, þar á meðal frænku sína! og Adrian Marcato, sem tilkynnti umheiminum að hann hafi sært upp Satan. Fólk virðist hafa trúað því að ráðist var á hann - og nærri drepið - við anddyri Branford byggingarinnar. Ungu hjónin ákveða samt að flytja inn, enda bara sögusagnir.

009 = Rosemary horfir á sjónvarpið og sér mann sinn leika í sjónvarpsauglýsingu.

012 = Rosemary hittir Terry Gionoffrio (Angela Dorian) nágranakonu sína í þvottahúsinu í kjallaranum. Þær ákveða að þvo þvottinn saman. Terry segist hafa verið húsnæðislaus dópisti þegar henni var bjargað að Castevet fjölskyldunni.

 

 

015 = Þegar ungu hjónin koma heim er Terry, sem Rosemary hitti í þvottahúsinu búin að fremja sjálfsmorð með því að hoppa út um gluggann. Gömlu hjónin koma heim þegar lögreglan er að yfirheyra leigjendur. Þau eru ekki sammála, Minne segir Terry hafa verið mjög hamingjusama, en Roman segir Terry hafa verið þunglynda á 3ja vikna fresti. Lögreglan er viss um að hún hafi framið sjálfsmorð.

018 = Rosemary dreymir sjálfsmorðið um nóttina með einhverjum nunnum.

 

 

020 = Nágrannakonan Minnie kemur í heimsókn og spjallar við Rosemary. Hún spyr hvort hún eigi börn og einnig hvort hún sé ólétt. Hún hættir ekki fyrr hún er búin að fá ungu hjónin yfir í kvöldmat.

022 = Guy kemur heim og er ekki ánægður, hann fékk ekki eitthvað hlutverk sem hann vonaðist eftir. Donald Baumgart fékk hlutverkið.

023 = Kvöldmaturinn byrjar. Við kvöldmatarborðið verður umræðuefnið m.a. trúarbrögð. Gömlu hjónin gagnrýna yfirborðsmennsku hefðbundinna trúarbragða. Roman nær vel til Guy, en þeim fannst maturinn ekki góður. Guy ætlar aftur yfir til Romans á morgunn til að ræða meira við hann.

029 = Þegar heim er komið spyr segist Rosemary hafa tekið eftir því að gömlu hjónin tóku niður myndirnar af veggjunum áður en þau komu. Það var augljóst vegna ljósu ferhyrninganna á veggjunum.

030 = Sú gamla, Winnie, kemur aftur í heimsókn og dregur nú aðra nágrannakonu Laura-Louise (Patsy Kelly) með sér. Winnie gefur Rosemary hálsmen, sem hún segir yfir 300 ára gamalt. Það er með tannisrót og lyktar. Þetta er sams konar (sama?) hálsmen og Terry (sú sem framdi sjálfsmorð) var með.

033 = Þegar Guy kemur heim eftir seinna kvöldið hjá gamla fólkinu er hringt í hann og honum til kynnt að hann hafi fengið hlutverkið þar sem að fyrri leikarinn (Donald Baumgart) hafi allt í einu orðið blindur! Einkennileg tilviljun.

035 = Guy verður mjög upptekinn af gömlu nágrönnunum og nýja hlutverkinu og vanrækir eiginkonu sína. Hann skammar sig fyrir framkomu sína og segir Rosemary að þau skuli nú eignast börn! Þau borða rómantíska máltíð, en þá koma gömlu hjónin með eftirrétt. Rosemary vill helst ekki borða hann því hann bragðast einkennilega, en Guy hvetur hana til að klára samt. Rosemary þykist klára eftirréttinn, en borðar bara helminginn, hún hendir restinni. Nokkru seinna hálf-líður yfir hana. Er hún svona drukkin eða hvað? Guy heldur á henni upp í rúm.

 

 

 

 

041 = Rosemary dreymir heilmikið, þar á meðal að hún sé á skemmtisnekkju. Eiginmaðurinn klæðir hana úr, en það blandast einhvern veginn við drauminn. Talað er um kaþólikka, við sjáum nunnu, henni finnst að giftingarhringurinn sé tekinn af henni og að hún sér alls konar ofsjónir. Rosemary finnst hún ganga nakinn inn í aðra íbúð og leggjast þar í rúm. Fullt af nöktu fólki er þar og nokkurs konar djöfladýrkunarathöfn á sér stað. Allt í draumi eða hvað? This is no dream, this is really happening, segir hún.

Hér sérðu túlkun nokkurra stúlkna á draumnum:

 

http://www.youtube.com/watch?v=lXtI1wBi0G0

 

046 = Þegar Rosemary vaknar þá spyr hún hvernig hún hafi sofnað. Guy segir hana hafa misst meðvitund og að hann hafi komið henni upp í rúm. Hann viðurkennir svo, þegar hún sér klórið á bakinu á sér, að hann hafi nýtt sér tækifærði til að búa til barn þótt hún afi verið meðvitundarlaus. Nauðgun?

050 = Rosemary fer til læknis Dr. Hill (Charles Goran). Hana grunar að hún sé ólétt. Það reynist rétt.

052 = Þegar Rosemary tilkynnir Guy að hún sé ólétt, segir hún að þau þurfi að bæta sambandið, Guy hefur verið svo fjarrænn. Hann segir endilega, en vill strax fara yfir til gömlu hjónanna, Winnie og Roman og tilkynna þeim. Þau koma yfir og vilja að hún skipti strax um fæðingarlækni: Dr. Abraham Sapierstein (Ralph Bellamy). Rosemary setur líka illa lyktandi á sig.

055 = Nýji læknirinn vill alls ekki að Rosemary taki inn vítamín töflurnar sem fyrri læknirinn lagði til. Hann mælir þvert á móti að Rosemary drekki heimatilbúna drykki sem að Winnie blandi. Rosemary gerir það, en fer að líða mjög illa, raunar verr og verr. Hún klyppir sig stutt og bæði grennist og verð dökk til augnanna.

 

Rosemary eðlileg.

 

Rosemary veik.

 

059 = Hutch kemur í heimsókn og hefur áhyggjur af útliti Rosemary. Hann segir hana grennast, þótt hún sé ólétt. Það geti ekki verið eðlilegt.

060 = Roman kemur líka í heimsókn og treður sér inn. Rosemary tekur eftir því að hann er með göt í eyrunum. Hutch og Roman ræða saman um þessa einkennilegu Tannis rót, sem er bæði í hálsmeninu hennar og drykkjunum sem að Winnie býr til.

066 = Hutch hringir daginn eftir og vill endilega hitta Rosemary sem fyrst, fyrir utan Time-Life bygginguna í jólaösinni. Rosemary fer en Hutch mætir ekki. Hún hringir þá í hann og henni er sagt að hann hafi orðið veikur og sé nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi.

070 = Í áramótaveislunni hittir Rosemary Dr. Sapierstein fæðingarlækni sinn og kvartar enn undan mikilli vanlíðan. Hann segir þetta líða hjá.

072 = Rosemary er komin í uppreisn, hún ætlar að halda veislu, en enginn 60 ára eða eldri má mæta, alls ekki Winnie eða Roman og þaðan af síður fæðingarlæknirinn. Hún ákveður líka að hætta að drekka heimatilbúnu drykkina frá Winnie.

074 = Partíið með unga fólkinu byrjar. Margir minnast á hvað Rosemary lítur illa út og hvað hún hefur grennst. Vinkonurnar hvetja Rosemary til að hitta gamla lækninn sinn aftur. Hún tilkynnir Guy að hún ætli aftur til dr. Hill og sé hætt að drekka heimatilbúnu drykkina. Guy verður mjög reiður og neitar þessu. Í miðju rifrildinu hverfur allt í einu stöðugi verkurinn, sem hefur verið frá því í nóvember. Hún finnur líka í fyrsta sinn hreyfingu barnsins. Rosemary hættir við allt saman og byrjar að drekka heimatilbúnu drykkina aftur.

081 = Hringt er í Rosemary og henni tilkynnt að Hutch sé dáinn. Í jarðarförinni hittir hún Grace Cardiff (Hanna Landy), sem gefur henni bók þá sem Hurch ætlaði að láta Rosemary frá, áður en hann veiktist. Nafn bókarinar ALL OF THEM WITCHES er víst orðaleikur (anagram) á heiti bókarinnar. Hún fer að lesa bókina. Rosemary notar svo Scrabble til að komast að því hvað nafn bókarinnar merkir í raun. Hún skoðar ýmsa möguleika:

 

All of them Witches.

 

  1. Comes with the fall.
  2. Elf Shot lame witch.
  3. How is hell fact me (en þá er einn stafur (t) útundan).

 

Nei, Rosemary er að gefast upp, en skoðar bókina aftur. Hutch hafði merkt eina blaðsíðu og strikað undir nafn á barni á ljósmynd. Hún reynir aftur og kemur þá með orðið: 4. Steven Marcato.

 

Scrabble þrautin.

 

Rosemary hrærir þessu enn til og fær þá:

 

5. Roman Castevet

 

087 = Þegar Guy kemur heim spyr Rosemary strax: Veistu hver Roman Castevet er í raun? Hann er sonur Adrian Marcato. Hún sýnir Guy bókina, en hann telur þetta allt tilviljun. En Rosemary er sannfærð um að hann hafi skipt um nafn og að hann sé þekktur djöfladýrkandi. Guy vill aðeins viðurkenna að Roman Castevet sé í raun sonur djöfladýrkanda, og því skiljanlegt að hann vilji breyta um nafn.

090 = Fæðingarlæknirinn er alveg sammála þessari túlkun og segir Rosemary það passi vel að hann viti að Winnie og Roman eru að flytja frá New York. Raunar sé Roman dauðvona. Rosemary þurfi því ekki lengur að drekka heimatilbúnu drykkina og fái pillur í staðinn.

092 = Þegar hjónin koma heim þá kemst Rosemary að því að Guy er búinn að henda nornabókinni. Hún verðu rmjög reið, fer út úr húsinu, hendir hálsmeninu í göturæsið og kaupir sér bækur um nornir. Hún les sér til um að til að galdrar virki, þá þurfi eitthvað persónulegt til að galdurinn virki.

093 = Rosemary hringir í Donald Baumgart (röddin leikin af sjálfum Tony Curtis (faðir Jamie Lee Curtis leikkonu). Sagan segir að Mia Farrow hafi ekki vitað að hann, frægur leikari, myndi svara í símann. Þess vegna er hún svo einlæglega hissa í viðtalinu! og hann viðurkennir að hafa þegið byndi frá manninum hennar. Fékk ekki líka vinur hennar sem dó einhvern hanska?

095 = Rosemary mætir á læknaskrifstofu fæðingarlæknisins. Á meðan hún bíður þá kemst hún að því að hann lykti eins og hún gerði þegar hún var með hálsmenið. Nú sér Rosemary að þau eru öll með samsæri gegn henni.

100 = Rosemary reynir að hringja í fyrsta fæðingarlækni sinn, Dr. Hill úr símaklefa. Hann trúir ekki ofsóknarhugmyndum hennar, en segir henni samt að koma til sín á skrifstofuna kl. 8 um kvöldið.

102 =Rosemary segir Dr. Hill allt, en þetta hljómar ofsóknarkennt. Dr. Hill segist trúa henni og þekkja Dr. Sapierstein. Hann segir henni að hvíla sig, hann muni koma henni á spítala. Hún sofnar og dreymir aftur.

107 =Dr. Hill trúði Rosemary ekki og Dr. Sapierstein og Guy koma til að ná í hana. Hún segir ekkert, er í algjöru áfalli. egar þau koma í íbúðina lætur Rosemary hluti detta á gólfið og hún kemst ein inn í lyftuna og læsir sig inn í íbúðinni. Þegar hún er að hringjá á hjálp þá eru allir komnir inn (lokaði skápurinn í upphafsatriðinu?). Þau gefa Rosemary deyfilyf, en þá byrja hríðir.

114 = Rosemary vaknar og Guy tilkynnir henni að hún hafi eignast heilbrigðan dreng. Hún sofnar og vaknar svo aftur. Hvar er barnið, spyr hún? Dr. Sapierstein tilkynnir Rosemary að barnið hafi dáið við fæðingu, það sneri ekki rétt. Hún geti þó eignast önnur börn. Rosemary trúir þeim ekki.

116 = Guy segir Rosemary að hann sé að slá í gegn sem leikari. Rosemary hafi verið geðveik, sem læknirinn kalli eitthvað "Preparturm," "Hysteria" og "Out of your mind." Þetta er allt ranglega þýtt í íslensku textanum. Svo fer Guy að vinna. Rosemary liggur í rúminu en fer að heyra barnagrát.

111 = Rosemary mjólkar sig og spyr hvað sé gert við mjólkina. Hún fær pillur, en tekur þær ekki. Loks ákveður hún að fara inn í fyrrum lokaða skápinn. Hún finnur - eins og hana grunar - dyr þar.

120 = Hún kemst inn í næstu íbúð, en nær sér fyrst í eldhúnhníf. Hún sér allar djöflamyndirnar á veggjunum og gengur svo meið hnífinn tilbúinn inn í stofuna, sem er full af fólki. Enginn nálgast hana, en hún sér svart barnarúm. Rosemary sér framan í barnið. Hún öskrar: What have you done to it, What have you done to his eyes?

 

 

124 = Roman svarar: He has his father's eyes. Satan is his father, not Guy. He came from hell and begat a son with a mortal woman. Hail Satan, hrópar fólkið.

126= Roman öskrar: God is dead, Satan lives, the year is One. Þau hvetja Rosemary til að taka að sér barnið.

128 = Rosemary er gefið te og veislan heldur áfram. Barnið byrjar að gráta. Rosemary gengur að barnavagninum. Hún færist nær barninu og ...

130 = THE END.

 

Það er til lítið þekkt - og kannski sem betur fer - framhald af Rosemary's Baby. Það heitir Look What's Happened to Rosemary's Baby. Sjónvarpsmynd frá 1976 sem náði engum hæðum. Þetta er svo léleg mynd að hún fær engar stjörnur!

Look What's Happened to Rosemary's Baby.

 

Rosemary og 8 ára sonur flýja föðurinn, sem orðinn er heimsfrægur leikari.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=_IgUhP1jIGk

 

10 spurning verkefni:

  1. Hvernig metur þú Rosemary's Baby í samanburði við The Omen?
  2. Hvernig var Rosemary's Baby tekið í byrjun og hvað fær hún margar stjörnur í dag? Er þessi mynd núna á lista yfir helstu hrollvekjur?
  3. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar?
  4. Þetta var fyrsta mynd Romans Polanskis í Bandaríkjunum. Hvers vegna gerir hann ekki lengur myndir þar og hvers vegna þorði hann ekki að ferðast til Bandaríkjanna og taka við Óskarsverðlaunum fyrir The Pianist (2002)?
  5. Hvaða annan glæp (sem átti sér stað ári eftir tökur á Rosemary's Baby) er Roman Polanski þekktur fyrir að tengjast?
  6. Hvaða annar glæpur er frægur í tengslum við þessa mynd, nánar tiltekið húsið sem myndin er tekin í - sem er kallað The Bramford, en heitir í raun The Dakota byggingin?
  7. Hvernig er hrollurinn gerður í þessari mynd? Sástu fá eða mörg atriði sem voru hryllileg? Hvað er það sem leikstjórinn er í raun að nota til að skapa hryllinginn?
  8. Hvernig endar myndin? Hvernig túlkar þú endinn?
  9. Hvaða atriðum tókst þú eftir í draumasenunni (í raun 2 senur, ein í lokin líka)? Nefndu 2 atriði.
  10. Hvert er þitt persónulega álit á myndinni?