Ryan O'Neal

Love Story

Titill: Love Story.

 

Love Story kápan.

 

Útgáfuár: 1970.

 

Útgáfufyrirtæki: Love Story Company & Paramount Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Howard G. Minsky.

 

Lengd: 99 mín.

 

 Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 5,7 + 7,7* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Arthur Miller.

 

Handrit: Erich Segal, byggt á frægri bók eftir sama höfund.

 

Tónlist: Francis Lai.

 

Kvikmyndataka: Richard Kratina.

 

Klipping: Robert C. Jones.

 

Kostnaður/tekjur: 2.200.000$/136.397.186$.

 

Slagorð: Love means you never having to say you're sorry.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/results?search_query=love+story+1970+trailer&sm=1

 

Flokkun: Rómantík, drama.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Jenny.

Ali MacGraw = Jennifer "Jenny" Cavalleri. Ung háskólastúdína í klassískri tónlist við Harvard háskóla.

 

Oliver Barrett hinn fjórði.

Ryan O'Neal = Oliver Barrett IV. Háskólanemi í Harvard í fyrrihluta námi til undirbúnings lögfræðinámi. Foreldrar hans eru mjög rík.

 

Phil Cavalleri.

John Marley = Phil Cavalleri, ítalsk ættaður faðir Jennyar.

 

Gamli stórleikarinn Ray Milland leikur Oliver senior.

Ray Milland = Oliver Barrett III, forríkur faðir Olivers, talar í sífellu um að hann eigi að fara í lögfræðinám. Setur pressu á strákinn.

Russell Mype = Dean Thompson, starfsmaður skólans sem Oliver leitar til þegar faðir hans neitar syni sínum um arf.

Katharine Balfour = Frú Barrett, móðir Olivers. Lítt áberandi, en reynir aðeins meira en eiginmaðurinn að ná sambandi við Jenny.

Sydney Walker = Dr. Shapely, fyrsti læknirinn, sá sem tilkynnir Oliver að Jenny sé veik.

Robert Modica = Dr. Addison, læknir, blóðsérfræðingur

Walker Daniels = Ray Stratton, besti vinur Olivers, sá sem hann spilar veggtennis við.

Tommy Lee Jones = Hank Simpson, einn að skólavinum Olivers í Harvard. Mjög þekktur leikari í dag.

John Merensky = Steve, annar af félögum Olivers í Harvard.

Andrew Duncan = Reverend Blaufelt, presturinn eða sá sem tók sér slíkt hlutverk í óformlegu giftingunni.

 

Mínúturnar:

001 = Oliver Barrett III (Ryan O'Neal) situr við skautasvellið í Harvard, hefur meiri áhuga á hokkí heldur en lögfræðinámi. Hann spyr: Hvað getur maður sagt um 25 ára stúlku sem deyr. Hún elskaði klassíska tónlist, Beethoven og Bach, Bítlana og mig.

002 = Oliver er í fyrrihluta (B.A./B.S.) námi. Hann er á bókasafni, biður um bók, en stúlkan á bókasafninu gerir honum erfitt fyrir. Hann spyr hvers vegna hún sé erfið og hún svarar að hann sé greinilega forríkur uppi. Hún segist sjálf vera heimsk og fátæk. Þau fá sér kaffi saman. Hann bíður henni á hokkíleik.

008 = Jennifer "Jenny" Cavalleri (Ali MacGraw) þiggur boðið og sér Oliver rekinn útaf. Þau tala saman um næsta hokkíleik. Hún vill koma og sjá þann leik líka. Útileikur gegn Cornell.

009 = Mikil slagsmál breiðast út og Oliver er rekinn út af í heilar 5 mínútur. Þegar Oliver sest niður og róast sér hann að faðir hans, Oliver Barrett III (Ray Milland) er meðal áhorfenda.

011 = Pabbinn bíður fyrir utan leikvöllinn. Þeir tala saman, en Oliver virðist lítið áhugasamur. Hann kallar föður sinn "Sir," en faðir hans vill að strákurinn fari í framhaldsnám í lögfræði - eiginlega krefst þess. Sambandið er verulegt stirt á milli feðganna.

012 = Oliver heyrir Jenny tala í síma við einhvern "Phil." Hann spyr öfundsjúkur hvern hún var að tala við. Hún hlær og segir föður sinn. Oliver spyr hissa hvort hún megi kalla hann "Phil." Oliver kvartar svo við hana að - ólíkt pabba hennar þá sé pabbi hans mjög þrúgandi.

018 = Oliver og Jenny eru upp í rúmi að tala um tónlist. Þau eiga mjög vel saman, geta meira að segja lært saman í faðmlögum. Hvílík ást.

020 = Oliver hlustar á Jenny spila á tónleikum í Harvard - hún er í tónlistarnámi. Strax á eftir segir Jenny frá því að hún hafi fengið námsstyrk til að fara til Parísar. Oliver bregður og vill ekki slíta sambandinu. Hún svarar að hann sé ríkisbubbasonur og að hún hafi aldrei komið til Evrópu. Hann missir þá út úr sér að hann vilji giftast henni.

026 = Oliver keyrir Jenny á sportbílnum sínum heim til foreldra hans. Henni bregður þegar hún sér hve allt er ríkmannlegt. Jenny er sjálf ekki komin af ríku fólki.

032 = Oliver borðar með föður sínum, sem segir hann ekki vilja giftast henni, heldur að hann sé í uppreisn. Oliver spyr hvort hann sé meira á móti því að hún sé kaþólsk eða fátæk. Pabbinn svarar með því að biðja soninn að fresta giftingunni og fara fyrst í lögfræðinám. Pabbinn hótar því þá að slíta hann frá arfinum. Sonurinn haggast ekki.

035 = Oliver talar við háskólann Dean (skólastjóri - námsráðgjafi?) Thompson (Russell Mype) og biður um styrk, vegna þess að hann sé að giftast í næsta mánuði og sé að missa arfinn. Thompson segir að það sé erfitt.

038 = Jenny fer með Oliver til pabba síns. Phil, faðir hennar er mun frjálslyndari, móðir hennar er dáin. Hann sættir sig meira að segja við það að giftingin fari fram utan kirkju.

041 = Giftingin fer fram og foreldrar Olivers mæta ekki. Pabbi Jennyar mætir og reynir að lifa sig inn í þótt hann hefði viljað sjá þau giftast í kirkju.

050 = Oliver og Jenny eru byrjuð að búa saman, allt gengur vel, en þau eru félítil. Fyrsta rifrildi þeirra er um það að Oliver vill ekki mæta í 60 ára afmæli föður síns. Jenny vill mæta. Hún hringir til að tilkynna að þau komi ekki. Jenny grátbiður Oliver að tala við föður sinn, en hann neitar algerlega. Fyrsta alvöru rifrildi ungu hjónanna.

054 = Oliver hleypur um alla borgina að leita að eiginkonu sinni, við undirleik þekkta stefsins. Hann finnur hana loks um kvöldið. Þau grenja bæði. Hann vill afsaka hegðun sína, en hún segir þá þessa merkilegu setningu: Love means never having to say you're sorry.

Setning myndarinnar.

056 = Jólin eru að koma. Oliver kaupir jólatré. Þau sættast.

061 = Næsta sumar sýnir Oliver Jenny bréf um að hann hafi komist að í frægri og erfiðri lögfræðideild Harvard. Hann fær meira að segja verðlaun fyrir ritgerð við útskriftina.

065 = Oliver og Jenny flytja til New York af því að hann þarf að vinna á lögfræðistofu til undirbúnings fyrir framhaldsnámið.

067 = Oliver fer til læknis vegna þess að þau virðast ekki geta eignast börn. Læknirinn segir að vandamálið sé alvarlegra en það. Jenny er fárveik, raunar dauðvona. Það þurfi að segja henni það sem fyrst. Oliver spyr hvað hann geti gert. Læknirinn svarar honum þannig að hann eigi að hegða sér eðlilega eins lengi og hann geti.

075 = Oliver segir Jenny ekki að hún sé veik, en kaupir miða til Parísar. Jenny segist ekki vilja fara því að nú sé tími hennar dýrmætur. Hún fór sjálf til læknisins og veit allt.

077 = Jenny og Oliver una sér vel í New York, þótt þau viti að hún sé að verða veik.

082 = Oliver ræðir við læknana og þeir segja að meðferðin muni kosta mikið. Oliver segir þeim að hann vilji aðeins það besta. Oliver fer þá til föður síns og biður um pening, en getur ekki fengið sig til að segja honum hvers vegna. Hann lætur faðir sinn meira að segja halda að peningurinn sé til fóstureyðingar vegna framhjáhalds.

090 = Erfið sena á spítalanum, Olver er þar og Phil faðir Jennyar líka. Jenny er að deyja. Oliver lætur enn foreldra sína ekki vita, en pabbinn kemst að þessu. Hann segist vilja hjálpa og segist vera sorry. En það má ekki segja í þessari mynd! Því sonurinn segur þá setninguna, sem hann lærði af konu sinni: Love means never having to say you're sorry.

093 = THE END.

 

Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum - þær munu tengjast Samdrykkju Platons.

  1. Hvers konar mynd er Love Story?
  2. Hvernig er samand Jenny og Olivers í byrjun myndarinnar?
  3. Hvert er samband þeirra í miðri myndinni?
  4. Hvað er það í þessari mynd sem skaðar sambandið á milli Jenny og Olivers?
  5. Hvaða merki sérð þú að samband Jenny og Olivers verði dýpra þegar líða tekur á myndina?
  6. Hefur þú séð aðra rómantískari mynd? Hvaða mynd?
  7. Hvert er samband Jenny og Olivers í lokaatriði myndarinnar?
  8. Skoðaðu lokaspurningu Samdrykkju verkefnisins. Er hægt að lýsa þróun þessa sambands með þeirri sem þar er lýst?
  9. Hvað er það sem segja má að dragi þau saman, Jenny og Oliver? Nefndu 2 möguleika.
  10. Hvernig finnst þér myndin, er þetta dæmigerð ástarsaga?