Samkynhneigð

Glen or Glenda

Titill: Glen or Glenda?

Glen or Glenda kápan frá 1953

 

Bandaríkin, 1953.

 

Útgáfufyrirtæki: Gracie Films.

 

Dreyfingaraðili: Columbia Classics.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: George Weiss.

 

Lengd: 65 / 71 mín.

 

 Stjörnur: 4,1* (Imdb) og 3,2 + 3,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri = Edward (Ed Wood) D. Wood J. (Bandarískur, 19xx-xx).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraStr (1979), Tet (1983), Bs (1987) og ish (2004).

 

Handrit = Leikstjórinn.

 

Tónlist: Wiliam Lava.

 

Kvikmyndataka: William C. Thompson.

 

Klipping: Bud Schelling.

 

Kostnaður/tekjur: 20.000$/176.294$.

 

Slagorð: Glen or Glenda?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=1HMCQKdJc20

Helstu leikarar = Hlutverk.

Davis.

 

Eða Glenda?

Edward D. Wood Jr. = Glen/Glenda og Daniel Davis?

 

Vísindamaðurinn.

Bela Lugosi = Vísindamaðurinn, sá sem sat í stól og bullaði.

 

Lyle Talbot = Lögreglumaðurinn, sem skilur ekki þessar geðraskanir og fer til geðlæknis til að fá svör.

 

Læknirinn.

Timothy Farrell = Dr. Alton geðlæknir og líka narrator (sá sem talar inn á myndina).

 

Eiginkonan.

Dolores Fuller = Barbara, sú sem er trúlofuð Glen (og Glendu).

 

Lögreglan.

Charles Crafts = Johnny.

 

Djöfullinn!

 

Conrad Brooks = Öll önnur hlutverk, bankastarfsmaður, blaðamaður, pickup artist og já, skeggjaði djöfullinn.

 

Mínúturnar = Útskýring.

006 = Lögreglumaðurinn fær ráð hjá Dr. Alton geðlækni (Timohy Farrell) um sjálfsmorð klæðskiptings. Hann er búinn að sjá svona sjálfsmorð einu sinni of oft og nú vill hann reyna að skilja þetta.

011 = Vísindamaðurinn (Bela Lugosi) tekur við og talar úr stólnum. Hann var ungverskur og ekki góður í ensku. Hann segir meðal annars: The story is begun (sic).

 

Bela Lugosi, sjálfur Dracula, á lægsta punkti ferilsins.

 

012 = Ed Wood gengur um í kvenmannsfötum. Ed talar um fordóma gegn klæðskiptingum.

 

Ed Wood sjálfur, leikstjóri, handritshöfundur og aðalleikarinn í kvenmannsfötum.

 

013 = Voiceover segir: This person is a transvestite, ... feels more comfortable in woman’s clothes. Ed Wood í angórufötum kvenna.

015 = Glen (Ed Wood) er sýndur með unnustu sinni, henni Barböru (Dolores Fuller), sem finnur að því að hann er með langar neglur. Hún veit ekki að hann er klæðskiptingur.

016 = Modern man (Conrad Brooks, sem leikur öll aukahlutverk í myndinni!) er í vinnunni í öðrum fötum heldur en heima. Af hverju má hann ekki fara í “þægileg” föt heima?

018 = Voiceover segir: Glen og Glenda is the same person, though he is fully a man.

020 = Kærastan er að komast að því að Glen er klæðskiptingur. Hvað gerir hún þá?

021 = Voiceover útskýrir: Glen is not a homosexual, he is a transvestite. His sex live in all instances is normal. He is not homosexual. A transvestite feels better in women’s clothes, nothing more. Sjá má að Ed wood er að útskýra og réttlæta eigið líf, því hann var í raun klæðskiptingur, en hann var ekki samkynhneigður, né tvíkynhneigður. Hvort tveggja er til, segir hann og er ekki það sama og klæðskiptihneigð. En hvað er þá klæðskiptihneigð?

022 = Glen er trúlofður Barböru, það er vandamálið. Mun Barbara skilja hann? Þau tala saman um fyrirsögn í blöðunum um kynskipti. Eru kynskipti annað en klæðskipti?

024 = Þau kyssast og Glen á erfitt að einbeita sér að kossinum (og henni), því hann er svo hrifinn af angórupeysunni hennar! Er þetta klæðskiptihneigð? Hún spyr hvað er að? Glen á enn erfitt með að taka ákvörðun.

027 = Glen fer í nærfatabúð og afgreiðslukonan tekur eftir því að hann strýkur nælónið of mikið - perri?

028 = Voiceover útskýrir enn: Samkynhneigðir fara stundum í kvenmansföt til þess að laða til sín aðra karlmenn, en það gera klæðskiptingar ekki.

031 = Glen ákveður að tala um vandamál sitt við karlmann. Hann er fara að gifta sig og maðurinn sýnir því mikinn skilning. Hann veit greinilega að klæðskiptihneigðinni, enda sjálfur klæðskiptingur? Á ég að segja henni fyrir eða eftir giftinguna? Ég ræð ekki við þörfina, hann segir: I had to put them on or go out of my mind.

033 = Hin segir Glen frá því að eiginkona hans kom óvænt að honum í kvenmansfötum heima hjá sér. Hún skildi við hann - áfallið var of mikið!

035 = Voiceover útskýrir enn: Many take their transvestite desires to the graves with them. Hvað á hann að gera? Hann sýnir henni giftingarhringinn og svo?

037 = Vísindamaðurinn sést nú aftur og segir: Beware of the big green dragon that sits on your doorsteps, he eats little children. Beware, beware. Spyrja má hvað hefur þetta með málið að gera? Samhengislaust!

038 = Glen og kærasta sýnd í frábærlega (eða þannig) klipptum atriðum - kvikmyndatækni upp á sitt besta (eða þannig).

040 = Giftingin er sýnt og hver kemur þá, djöfullinn (Conrad Brooks)! Hvað kemur djöfullinn málinu við?

 

Barbara, Glen og djöfullinn!

 

041 = Vísindamaðurinn Lugosi er snöggega klipptur inn í senuna og hann spyr hvort við borðum: big fatty snails? Er maðurinn á lyfjum? Já raunar Bela Lugosi var úr sér genginn Dracula leikari þegar hér var komið við sögu og hann lést út morfín og methodone neyslu skömmu síðar. Hann fór í meðferð eftir þessa mynd 1954, kostaða af launum fyrir Glen og Glenda og svo borgaði Frank Sinatra (söngvarinn viðbótina). Lugosi dó 16. ágúst 1956.

042 = Einkennilegir hlutir fara að gerast, konur birtast. Ein af annarri liggja þær í sófa (sem er eina proppið í senunni) og nudda sig og stynja (af hverju?). Þær eru svo barðar með svipu, bundnar, rífa af sér fötin, virðast þjáðar, hjólgraðar, hvað er í gangi?

 

Sagan segir að Ed Wood hafi endað ferilinn sem klámmyndaleikstjóri. Skiljanlegt!

 

043 = Langt atriði þar sem ein kona bindur aðra, hvers vegna, hvað er verið að gefa í skyn og hvað kemur þetta klæðskiptihneigð við?

045 = Maður kemur að léttklæddri konu og í fyrstu berst hún á móti honum, en svo? Nauðgun? Þessi kvikmynd er klárlega gerð til að útskýra og réttlæta klæðskiptihneigð, en hvernig hjálpa þessi atriði til við það?

047 = Glen er að farast í angist, mjög vel kvikmyndað!? Hnn er umkringdur af fólki sem bendir á hann og svo kemur, já djöfullinn aftur! En svo fer hann í vkenmannsföt og verður gott. Sýnir konan honum skilning, svo virðist vera, eh hún breytist aftur og aftur í djöfulinn!?

 

Ekki er hægt að segja að Ed Wood sé góður leikari (hvað þá leikstjóri eða handritshöfundur)!

 

050 = Beware of the big green dragon that sits on your dogseepts, that eats little children, segir Vísindamaðurinn Lugosi einu sinni enn. Og við sjáum að kærastan og aðrir fara að hlæja að honum, þ. á m. Djöfullinn. Enginn sýnir klæðskiptingum skilning!

052 = Glen ákveður að segja Barböru “softly” frá þessu vandamáli sínu. Hvernig bregst hún við? Hún er ekki viss... Hún tekur ákvörðun og lætur Glen fá peysuna. Frægasta atriði myndarinnar.

Sarah Jessica Parker lék Barböru í kvikmynd Tim Burtons (1994) Ed Wood. Johnny Depp lék Ed Wood.

055 = Glen sagan fór vel, Glen hafði ekki verið samkynhneigður. En það eru til verri dæmi. Hvað veldur þessu? Út frá æskunni. Voiceover útskýrir: A live object that Glen makes up for the love he misses.

057 = Myndin gerist nú mjög ruglingsleg. Alan nokkurer mun verra tilfelli. Alan þessi er aldrei almennilega kynntur inn í þessa mynd og verður því mjög ósannfærandi. Útskýrt er að Alan var aldrei áhugasamur um karlkyns íþróttir, bara kveníþróttir, en hvorki strákarnir né stelpurnar skildu hann. Hann leitaði mikið til móður sinnar. Hann var svo kvaddur í herinn. Hann setti öll kvenmannsfötin sín í eina tösku. Þau fór um honum í herinn. Ed Wood sýnir langar klippur úr hernum. Greinilega stolið efni og hefur ekkert með þessa mynd að gera.

060 = Alan klárar herþjónustu sína og fer þá til læknis, er ekki aphrodite, .e. með kynfæri beggja kynja, heldur pseudo-aphrodite, þ.e. með kynfæri annars kyns, og smá einkenni af kynfærum hins kynsins. Alan ákvað þá að fara í kynskiptiaðgerð. Hann fór til læknis, fékk fyrst hormónameðferð, svo aldlitsaðgeð og loks skurðaðgerðir á kynfærunum.

Hér snýst myndin um hvað karlar og konur geta. Ed Wood lætur tré detta ofan á Barböru inni í húsinu (líklegt) og Glenda getur ekki bjargað henni, en Glen getur það!

062 = Fyrst the breasts are brougth out, the woman that was within begins to appear now.

063 = Útskýringin heldur áfram: Then comes tha main surgery, the removal of the man and the formation of the woman. Svo virðist sem að Ed Wood sé að gera þessa mynd vegna þess að hann sjálfur er klæðskiptingur, sem þarf að réttlæta og á þessum tíma, 1953 var framkvæmd fyrsta kynskiptiaðgerðin og almenningur var mjög hneykslaður. Fólk ruglaði saman, klæðskiptihneigð, samkynhneigð, kyneinstæði, tvíkynhneigð og því að vera tvíkynja. Þessi mynd á að laga allt það! Tókst Ed Wood það?

064 = Myndin endar á því að ungur drengur gengur inn til Bela Lugosi og breytist það í konu. Mjög táknrænt og listrænt (eða þannig).

065 = Útskýringin heldur áfram: Þessar kynskiptiaðgerðir hafa nú þegar verið gerðar hundrað sinnum. Karlinn, sem nú er orðin kona, verður að læra að greiða sér, að ganga eins og kona og svo að lifa kynlífi. Alan varð samt að ánægðri sem Anne. Hún var 23 ára karl, sem breyttist í konu.

067 = Glen, aftur á móti, á ekki að fara í aðgerð, heldur að fara í sálfræðimeðferð. Þar lærir Glen og kona hans, Barbara, að lifa með klæðskiptihneigðinni. Alan var ekki elskaður af föður sínum, né af móður sinni. Hún elskaði bara dóttur sýna og því vildi Alan breytast í konu, til að fá ástina frá móður. Glen, aftur á móti, þarf að færa ástina af kvenmannsfötum (og af móður sinni?) yfir á konu sína. Barbara spyr, á ég að banna honum að fara í kvenmansföt? Nei, segir geðlæknirinn og segir að hann muni e.t.v. áfram vilja það. Myndin endar svo á því að: Glenda begins to disappear, og Glen að koma til baka.

068 = THE END (sem betur fer).

 

Kvikmyndir Ed Wood

Það merkilega við Ed Wood er að myndir hans eru ekki bara lélegar (kannski þær allra lélegustu), heldur er þær líka skemmtilegar. Sjáið bara Jail Bait (1954), Bride of the Monster (1955)...

 

Ed Wood myndir.

 

Þekktust er líklega Plan 9 from Outer Space frá 1959.

 

Ed Wood: Plan 9 from Outer Space, 1959.

 

Einnig eru til skemmtilegar heimasíður, sjá t.d. http://www.edwood.org/