Woody Allen

Mighty Aphrodite

Titill: Mighty Aphrodite.

Mighty Aphrodite kápan.

 

Útgáfuár: 1995.

 

Útgáfufyrirtæki: Magnolia Pictures & Sweetland Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Miramax Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Magnolia Pictures & Sweetland Pictures.

 

Lengd: 95 mínútur.

 

Stjörnur: 7,1* (Imdb) og 7,7* + 7,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Woody Allen (New York, Bandaríkin, 1935- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraBananas (1971), Annie Hall (1977), Manhattan (1979), Cassandra's Dream (2007), Vicky Cristina Barcelona (2008), Whatever Works (2009), You Will Meet a Tall Dark Stranger (2010), Midnight in Paris (2011), To Rome with Love (2012), Blue Jasmine (2013), Magic in the Moonlight (2014), Irrational Man (2015) og loks væntanleg mynd: Café Society (2016).

 

Handrit: Woody Allen.

 

Tónlist: Dick Hyman.

 

Kvikmyndataka: Carlo Di Palma.

 

Klipping: Susan E. Morse.

 

Kostnaður: 15.000.000$/ Tekjur: 26.000.000$ = 11 milljónir dollara í plús.

 

Slagorð: Hey, did the Trojan horse have a wooden dick?

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=zLkA6SvZmZ4

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Lenny.

Woody Allen = Lenny Weinrib, íþróttafréttaritari í New York.

 

Linda Nash.

Mira Sorvino = Linda Ash. Hún heitir í raun Leslie og er með smekklegt leikaranafn: Judy Cum!

 

Amanda.

Helena Bonham Carter = Amanda Sloan Weinrib, eiginkonan, sem virðist hafa meira áhuga á starfi sínu, heldur en eiginmanni eða barni.

 

Kevin (til vinstri).

Michael Rapaport = Kevin, einfaldur strákur úr sveitinni, sem reyndir fyrir sér sem boxari, en vill innst inni vera laukbóndi!

 

Kórstjórinn.

F. Murray Abraham = Greek Chorus Leader, kórstjórinn í útileikhúsatriðunum, en birtist endurtekið í myndinni til að skipta sér að því sem Lenny er að gera!

 

Jocasta.

Olympia Dukakis = Jocasta, móðir Ödípúsar.

 

Laius, faðir Ödípúsar.

 

Upsetting á Ödípús konungi (Oedipus Rex) eftir gríska harmleikjaskáldið Sófókles. Hér sést Laius, sem kemur óljóst fyrir í mynd Woody Allen.

David Ogden Stiers = Laius, eiginmaður Jóköstu, sem eru foreldrar Ödípúsar - konungur og drottning í borgríkinu Þebu. Strax eftir fæðingu barnsins var því spáð að hann myndi drepa kónginn. þau fór því með hann út í skóg, skáru í lappir hans (Ödípús merkir bólginn fótur) og skildu hann eftir til að deyja. Konungur annars borgríkis (Kórinþa) finnur hann óvart, gefur honum nafnið "bólginn fótur" og elur hann upp.

Önnur auglýsing fyrir Þríleik Sófóklesar. Á þessari mynd af grískum vasa má sjá Ödípús hlusta á spurningu Sfinxunnar, sem er með borgina Kórinþu í álögum. Ef hann svarar spurningunni rangt þá deyr hann, en hann finnur rétta svarið og fær að launum borgríkið og - því miður - drottninguna líka!

Sem stálpaður maður hittir Ödípús óvart blóðföður sinn og drepur, leysir gátu Sfinxunnar (Hvað er það sem gengur á 4 fótum, 2 fótum og 3 fótum?) og fær að launum borgríkið og drottninguna - Jóköstu - sem er nokkuð eldri en hann. Hann eignast með henni 3 börn áður en að sendiboði lætur hann vita að hann er búinn að drepa föður sinn og sofa hjá móður sinni (Sigmund Freud átti eftir að velta sér upp úr þessari sögu, sbr. hugtak hans um: Ödípúsarduld).

 

Tiresias.

Jack Warden = Tiresias, blindi maðurinn frá Þebes.

 

Cassandra.

Danielle Ferland = Cassandra, konan sem Agamemnon - æðsti kóngur Grikkja, sem unni Trójustríðið, tók með sér heim. Hún spáði því að eiginkonan myndi drepa hann strax við heimkomuna. Þau álög voru á henni, að hún vissi framtíðina, en að enginn myndi trúa nokkru sem hún segði.

 

Jerry Bender.

Peter Weller = Jerry Bender, samstarfsmaður H, sem virðist hafa mikinn áhuga á henni sjálfri.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

002 = Kórinn á útileikhúsi í Grikklandi.

003 = Lenny Weinrib  (Woody Allen) og Amanda Sloan Weinrib (Helena Bonham Carter) eru á veitingastað með vinahjónun, þar sem konan er ólétt. Talið berst að börnum, en Amanda leggur þá til að þau ættleiði barn.

005 = Kórinn aftur. Foreldrar Ödípúsar kvarta undan syninum. Að lokum spyr móðirin: I'd hate to think what they would call my son in Harlem! Og svarið er: ...

007 = Amanda hringir í Lenny og segir að þau geti ættleitt strák. Lenny neitar, en það gildir engu.

010 = Þau ættleiða strákinn og ákveða að skýra hann Max. Fljótlega kemur í ljós að þótt Lenny hafi ekki verið áhugasamur í fyrstu, þá er það hann sem að mestu sér um uppeldið. Móðirin er of upptekin við starfsframa sinn, listina.

013 = Brestir eru komnir í hjónaband Lenny og Amanda. Hún er upptekinn af listasafni sem hún vill setja af stað, en Lenny vill bjarga sambandinu.

015 = Í samtali við vini sína um hjónabandið þá fær Lenny hugmynd, þegar minnst er á drenginn Max. Er möguleiki á að komast að því hver raunveruleg móðir hans er?

018 = Lenny fer á ættleiðingarskrifstofuna og fær að vita að þessa upplýsingu geti hann aldrei fengið. Hann gengur út, en þegar skrifstofudaman fer, þá læðist hann inn aftur.

 

Kórstjórinn. Stjórnar kórnum í útileikhúsatriðum, en birtist endurtekið í myndinni til að skipta sér að því sem Lenny er að gera! Hann er n.k. samviska Lennys. Engum nema Woody Allen dytti svona lagað í hug!

 

020 = Í miðju innbrotinu, í leit að nafni móðurinnar, þá birtist kjórstjórinn (F. Murray Abraham) og reynir að sannfæra Lenny að hætta við að brjóta lögin!

026 = Eftir mikla leit þá finnur Lenny nafnið á móður drengsins, Max. Lenny ákveður að hafa upp á henni. Hún heitir Leslie eða Linda Ash og leikur í klámmyndum undir nafninu: Judie Cum! Lenny ákveður að hringja í hana og panta tíma, á meðan kona hans er í sturtu! Kórstórinn birtist aftur og reynir að fá hann ofan af þessari slæmu hugmynd.

 

Mira Sorvino fékk fjöldan allan af verðlaunum fyrir hlutverk sitt, þar á meðal Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki.

 

Hér tekur hún við óskarnum. Takið eftir því hvað röddin er önnur en í myndinni!

https://www.youtube.com/watch?v=4x-bCnMDBFk

 

029 = Lenny mætir til Lindu Ash (Mira Sorvino) vændiskonu og hún segir: Are you my 3 o'klock? Snilldarleikur hennar færði henni Óskarsverðlaun. Ertu sammála?

032 = Lenny vill ekki kynlíf þótt hann sé búinn að panta tíma hjá vændiskonu. Hún reynir að koma honum til, en Lenny vill bara fræðast um Lindu. Henni finnst hann eitthvað skrýtinn! Hún rekur hann út.

037 = Kórinn segir frá því að Lenny reyni endurtkeið að ná aftur sambandi við Lindu. Hún neitar aftur og aftur. Lenny bíður fyrir utan íbúðina með blóm. Hún ákveður að borða með honu hádegismat. Þar lætur hann hana tala endalaust um sjálfa sig.

040 = Loks þorir Lenny að spyrja hvort hún hafi eignast barn? Hún þagnar þá snögglega og segist segja honum frá því seinna, ef hún nái að treysa honum.

042 = Lenny ákveður að fara með Lindu á veðreiðarnar. Hún hefur aldrei komið þangað áður. Verður mjög spennt og skemmtir sér vel.

045 = Lenny ræðir mikið við Lindu um vinnu hennar. Hann reynir að fá hana til að hætta í vændi og klámmyndum. Allt í einu segir hún: I had a kid once. I had to give him up. I think about it every day. Loks er Lenny búinn að ná til hennar. Hún spyr um Max. Lenny hikar, en sýnir henni svo mynd af Max, syni sínum - og hennar - án þess að hún viti nokkuð um það!

052 = Linda mætir í vinnuna hjá Lenny. Melludólgur hennar hótar henni, því hann veit að Lenny er að reyna að fá hana út úr vændinu. Hann hótar því að skera hana og skjóta hann á milli augnanna.

053 = Lenny verður skíthræddur, en mætir þó á bar til að ræða við melludólginn. Melludólgurinn hótar að lemja Lenny í klessu, en þegar hann kemst að því að Lenny er íþróttafréttaritari, þá breytist viðhorfið. Lenny nær honum svo alveg með því að gefa honum miða á körfuboltaleik!

058 = Lenny ræðir við soninn um hetjuskap, segist geta slegið niður Mike Tyson! Á meðan er eiginkonan með Jerry Bender (Peter Weller), samstarfsmanni og þau kyssast.

1:00 = Lenny og Linda eru orðnir góðir vinir. Linda segist nú vita að þetta sé bara vinskapur og spyr Lenny hvort hann þekki kærasta handa henni? Sem er jafngáfaður og hún! Lenny kynnir hana fyrir Kevin (Michael Rapaport), sem er einfaldur strákur, lélegur boxari en áhugamaður um laukrækt!

1:03 = Lenny lætur þau hittast. Linda hikar: Onionfarmer! Lenny ráðleggur henni að segjast vera hárgreiðslukona og að hún eigi ekki að bjóða honum "blowjob" innan 5 mínútna! Lenny segir Kevin að Linda að: "is practically a virgin!" Þau slá til.

1:06 = Deitið er að gerast! Lenny lætur Lindu breyta um föt og hárgreiðslu. Á sama tíma er Amanda farin að slá sér upp með samstarfsmanni sínum, Jerry Bender.

1:10 = Gríski kórinn er mættur til Manhattan og syngur ástarsöngva! Deitið gengur vel, Kevin og Linda ná vel saman og ákveða að hittast aftur.

1:14 = Kórinn einu sinni enn, og Cassandra segir að eitthvað sé að gerast á Acropolis! (Næsta skot: sjá mynd!)

1:15 = Stórkostlegt atriði: Lenny er á gangstétt og mætir það blindum manni, Tiresias, (leikinn af gamla stórleikaranum, Jack Warden). Sá blindi (hann er með skilti á sér sem segir: I AM BLIND. PLEASE HELP) segir við hann:

 

Blindur maður sá konu Lennys!

 

Tiresias: Winrib. I saw your wife, Amanda.

Lenny: You know me?

Tiresias: Yeah. I saw her. She was working late at the gallery. And with her was this Jerry Bender guy.

Lenny: That's nothin'. She works with Jerry Bender. Nothin' unusual.

Tiresias: You didn't let me finish.

Lenny: Go on.

Tiresias: They spoke in intimate tones, and then Bender rose and laid a big wet one on her.

Lenny: Big wet ... Bender kissed Amanda?

Tiresias: That's what I'm tellin' ya. You must have known that something was going on for a while.

Lenny: I always thought that Bender has eyes for her.

Tiresias: Now he's got eyes and hands.

Lenny: Amanda didn't respond, did she?

Tiresias: No. She just opened her mouth very wide, and stuck her tounge out as far as humanly possible to go.

Lenny: Are you sure?

Tiresias: Hey, did the Trojan horse have a wooden dick? And then she pushed her abdomen against his.

Lenny: All right, all right. I got the picture. I knew it. I always suspected.

Tiresias: Something you don't want to know, but you had to be blind not to see it.

Tiresias: You would ave to be blind not to see it.

 

https://www.youtube.com/watch?v=7vbfeCyNuq8

 

1:16 = This is Zeus. I am not at home at the moment. Please leave your message at the tone! Woody Allen nær stöðu nútímamannsins vel. Við trúum ekki á Guð og ef við áköllum hann þá er hann ekki við!

1:17 = Lenny og Amanda ræða saman um hjónabandið, sem er að bresta. Lenny fer á barinn til að hugsa! Á leiðinni heim hittir hann Kevin sem er brjálaður. Hann komst að því að Linda er vændiskona! Kevin lemur hana í bræði sinni (boxari!). Kevin ákveður að fara frá New York og aftur til foreldranna.

1:18 = Lenny fer inn til Lindu að hugga hana. Hún er í rusli - eins og hann - og í þessu ástandi eiga þau eina ástarsenu!

1:19 = Lenny er allt í einu kominn í grískt útileikhús og veit núna að hann elskar konuna sína! Og hún birtist þá allt í einu og er á sama máli og Lenny. Þau kyssast og sættast á að bjarga hjónabandinu.

1:20 = Linda er að keyra út í sveit óhamingjusöm. Þá nauðlendir allt í einu maður þyrlu! 

1:24 = Í lokaatriðinu þá hittir Lenny Lindu á förnum vegi og þau sýna hvort öðru barnið sitt. Hver er raunveruleg móðir Max ættleidda drengs Lennys? Og hver er raunverulegur faðir stúlkunnar hennar Lindu?

1:25 = Lenny mætir hjá kórnum og upplýsir hann að þrátt fyrir það að konan sé farin frá honum og að hann hafi (loks) átt í ástarsambandi við Lindu, þá viti hann núna að hann sé ástfanginn að eiginkonunni! Og, hó, hún birtist þá allt í einu í gríska útileihúsinu og segir nákæmlega það sama. Hún viti núna að hún sé ekkert hrifin af þessum Jerry Bender. Þau sættast og kyssast.

1:26 = Dásamlegt lokaatriði þar sem kórinn dansar og syngur í útileikhúsinu og leikarar myndarinnar sitja á áhorfendapöllum með kaffi og horfa á söng og dans: When your'e smiling ...

1:28 = Textinn.

1:36 = THE END.

 

Spurningar:

  1. Aristóteles: Skilgreining harmleiks/gleðileiks er þessi: Hún er Eftirlíking.
  2. Alvarlegrar/gleðilegrar.
  3. Heillegrar.
  4. Atburðakeðju.
  5. Af ákveðinni stærð.
  6. Málið er listrænt/gróft.
  7. Sýnir athafnir.
  8. Með leik, ekki frásögn.
  9. Vekur vorkunn og skelfingu/hlátur.
  10. Tilfinningaleg útrás.
  1. Gríngreiningin gengur út á 4 hluti: Orðabrandarar. Nefndu nokkur dæmi.
  2. Gríngreiningin gengur út á 4 hluti: 1. Óvænt hegðun. Nefndu nokkur dæmi.
  3. Gríngreiningin gengur út á 4 hluti: 2. Að vera á óvæntum stað. Nefndu nokkur dæmi.
  4. Gríngreiningin gengur út á 4 hluti: 3. Óeðlileg stærð. Nefndu nokkur dæmi.

 

  1. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 1. Hamagangur (slapstick). Nefndu nokkur dæmi.
  2. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 2. Ofbeldi. Nefndu nokkur dæmi.
  3. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 3. Galdrar (magic/disappearance). Nefndu nokkur dæmi.
  4. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 4. Fjarstæða/Súrrealismi. Nefndu nokkur dæmi.
  5. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 5. Eftirherma (imitation). Nefndu nokkur dæmi.
  6. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 6. Skopstæling (parody). Nefndu nokkur dæmi.
  7. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 7. Látbragð (mime). Nefndu nokkur dæmi.
  8. Grín er framkvæmt á 8 vegu: 8. Í gegnum fyndinn karakter. Nefndu nokkur dæmi.

 

  1. Hvaða atriði myndarinnar Mighty Aphrodite tengjast með einhverjum hætti Heimspeki áfanga okkar?
  2. Aristóteles greining: Hvörf. Algerleg stefnubreyting í mynd. Þau eiga að vera 2-3 í mynd. Þegar 30% er búnar og 30% eru eftir af myndinni?
  3. Aristóteles greining: Kennsl. Þegar vanþekking víkur fyrir þekkingu, svona aha móment. Þau eiga að vera 2-3 í mynd. Þegar 30% er búnar og 30% eru eftir af myndinni?
  4. Aristóteles greining: Raunir. Skaðleg eða sársaukafull reynsla. Þau eiga að vera 2-3 í mynd. Þegar 30% er búnar og 30% eru eftir af myndinni?
  5. Er Mighty Aphrodite: Harmleikur (tragedy), Gleðileikur (comedy) eða Púkaleikur (satyre)?