kyneinstæði

Transamerica

Titill: TRANSAMERICA.

 

Transamerica kápan.

 

Útgáfuár: 2005.

 

Útgáfufyrirtæki: IFC Films & Weinstein Company.

 

Dreyfingaraðili: The Weinstein Company IFC Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: William H. Macy, þekktur leikari og eiginmaður Felicity Huffman.

 

Lengd: 103 mínútur.

 

 Stjörnur: 7,5* (Imdb) og 7,6 + 8,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Duncan Tucker.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: The Mountain King (2000), Boys to Men (2001).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: David Mansfield.

 

Kvikmyndataka: Stephen Kazmierski.

 

Klipping: Pam Wise.

 

Kostnaður/tekjur: 1.000.000$/15.151.744$.

 

Slagorð: I'm a transsexual, not a transvestite.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=4a7HXgYou-8

 

Flokkun: Drama, kómedía.

 

Hjónin Macy og Huffman.

 

Helstu leikarar = Hlutverk:

Felicity Huffman = Stanley Schupak, en heitir nú Sabrina "Bree" Claire Osbourne. Faðirinn, eh, móðir Tóbís.

 

Í og úr hlutverki. Hvílík breyting.

 

Sonurinn Toby.

Kevin Zegers = Toby. Sonurinn. Minnir svolítið að James Dean, ekki satt?

 

Margaret, sálfræðingurinn.

Elisabeth Pena = Margaret, sálfræðingur Brees. Elisabeth lést 2014.

 

Mexíkóinn Calvin.

Graham Greene = Calvin. Vinur þeirra Brees og Tobys. Hann verður hrifinn af Bree sem kvenmanni og hún verður mjög stolt af því.

 

Stjúpfaðir Tobys, sem Brees hélt að væri svo snjallt að Topy hitti aftur. Not.

 

Reynor Scheine = Bobby Jensen. Fósturfaðirinn, stjúpfaðir Topys.

Kostulegir foreldrar Brees og systirin í miðjunni.

Burt Young = Murray Schupak, faðir Brees og Fionnula Flanagan = Elizabeth Schupak, hvíthærða móðir Brees.

 

Einn úr trans-partíinu sem Brees og Toby villast inn í.

Danny Zegers = Einn góður úr trans-partíinu.

 

Hippinn sem stelur bílnum þeirra á leið til Los Angeles.

Jon Budinoff = Alex, útigangsmaðurinn.

 

Mínútur = Söguþráður:

007 = Bree (Felicity Huffman) talar við kvensálfræðinginn Margaret (Elisabeth Pena), sem hikar við að halda áfram meðferð Brees. Hún er karl, sem búinn er að taka kvenhormón í 1 ár, hefur tekið líkamlegum breytingum, farin að klæða sig eins og kona, en á í erfiðleikum í persónulega lífinu. Sálfræðingurinn ráðleggur henni að afgreiða þau mál, áður en að hún vilji hleypa Bree í skurðaðgerð.

011 = Bree leitar upp son sinn Toby (Kevin Zegers) í New York, kaupir hann úr fangelsi (handtekinn fyrir að vera karlhóra), en hún segir honum ekki hver hún er. Hann þekkir hana ekki - veit ekki að Bree er faðir (næst: móðir) hans. Hún lýgur því að hún sé frá trúfélagi (föður hennar) sem vill hjálpa ungu fólki í vanda.

015 = Bree hringir í Margaret sálfræðing sinn til að fá að fara í aðgerðina, þar sem að hún hefur fundið son sinn. Hún lýgur því að allt sé í góðu á milli þeirra. Sálfræðingurinn neitar því nema að hún nái að mynda samband við hann.

018 = Bree þarf að komast aftur til Kaliforníu í aðgerðina. Þau ákveða að kaupa gamla bíldruslu og keyra af stað alla leið frá austur- til vesturstrandarinnar. Bree vill endilega koma við á leiðinni í Callcoon, en þar ólst strákurinn upp hjá fósturföður sínum. Strákurinn vill alls ekki fara þangað. Af hverju ekki?

023 = Bree fer samt með strákinn til Callcoon og þar hitta þau fyrst fyrrum nágranakonu hans, hana Arlette (Venita Evans).

026 = Bree kemur stráknum á óvart og nær í fósturföður hans, sem Toby flúði frá. Strax kemur í ljós að þetta var ekki sniðugt, því fósturfaðirinn misnotaði strákinn, þess vegna flúði hann. Slagsmál hefjast og konurnar rota fósturföðurinn. Hvernig tengist hegðun fósturföður lesefninu?

029 = Arlette varar Bree við að Toby muni nú aftur flýja, rétt eins og áður, þegar móðir hans framdi sjálfsmorð.

032 = Bree nær stráknum og pikkar aftur upp í bílinn, hann virðist sættast á það, en dópar sig fyrir framan hana í bílnum. Bree reynir að banna þetta og í tilraun sinni til að ná til stráksins þá ákveður hún að þau skuli sofa úti í náttúrunni.

 

Um hvað fjallar þessi mynd, kynskipti eða samband sonar við foreldri sitt?

 

035 = Toby byrjar að tjá sig við hana og segist vilja fara til Kaliforníu, því hann vill hitta ríkan pabba (!) sinn þar.

036 = Á veitingastað verður ungu barni starsýnt á Bree og hún spyr hreinskilningslega: Are you a boy or a girl? Bree þolir þetta alls ekki og hringir grátandi í sálfræðing sinn.

040 = Bree kemur við hjá vinum sínum, sem allir virðast vera "transarar" líka, en augljóst er að Bree er samt ekki eins og þau. Hún vill bara vera venjuleg kona, á meðan hinir transarnir eru allir mjög ýktir. Toby hrífst að þeim, þrátt fyrir allt og virðist hafa áhuga á fötum þeirra. Einn þeirra segir: I've been a man and I've been a woman, we know more than you, one-sex people. Bree segir að þetta fólk sé "erzats women," they are phoney.

 

Hvað sýnist þér um kyneinstæði Tobys - tilfinningu hans fyrir því hvort hann sé karl eða kona? Hvor er meira óviss um kyneinstæði sitt, Bree eða Toby?

 

044 = Þau halda ferðinni áfram og Toby endurtekur að hann vilji fara til Kaliforníu til að hitta pabba sinn.

048 = Þau stoppa bílinn, Bree þarf að pissa, en þá sér Toby óvart að hún er með getnaðarlim! Hann verður mjög reiður og segir að hún sé viðundur: You are a fucking lying freak!

050 = Toby spyr: Af hverju ertu eiginlega að hjálpa mér? Bree verður að útskýra mál sitt: I am a transsexual woman! Þau hitta meskalín-dóp-hippa/útigangsmann og hoppa út í poll með honum. Hann stelur bílnum þeirra með öllu, þ. á m. kvenhormónum Brees, sem hún verður að taka reglulega (það sem eftir er ævinnar) til að viðhalda kvenlega vextinum.

055 = Bree og Toby verða að ganga af stað og þau komast á veitingahús. Bree er peningalaus og reynir að stela afgangs mat og þjórfé, á meðan Toby gerir það sama og í New York, hann selur sig fyrir peninga. En þá hittia þau Calvin (Graham Greene), indjána-kúreka, sem býður þeim far, mat og gistingu. Hann kemur vel fram við þau.

 

Uppbyggilegasti hluti myndarinnar er þegar þau hitta mexíkóska kúrekann. Hann kennir þeim báðum eitthvað. Sjáið t.d. hvað hún er stolt.

 

063 = Calvin keyrir Þau að heimabæ Brees, Phoenix. Hann kveður þau og segir að Bree megi koma til sín hvenær sem er og hann gefur Toby kúrekahatt að skilnaði - táknrænt. Bree þorir ekki að banka upp hjá foreldrum sínum. Foreldrarnir sjá illa hirtan dreng á lóðinni (barnabarn sitt!) og reka hann burt.

 

Foreldrarnir eru frábærir í hlutverkum sínum. Virðast alveg útúr í byrjun, en sýna svo skilning í lokin.

 

065 = Bree bankar loksins hjá þeim og foreldrarnir verða fyrir miklu áfalli að sjá son sinn í kvenmannsfötum. Móðirin (Fionnula Flanagan) getur alls ekki viðurkennt hana strax, en faðirinn (Burt Young) er heldur skárri. Yngri systir Brees kemur inn og þekkir bróður sinn strax, hann hét þá Stanley.

070 = Bree ræðir við foreldra og systur, segir: Ég er kynskiptingur, ekki klæðskiptingur. Þau ákveða (ranglega) að segja stráknum ekki neitt, hann veit því ekki að hann er skildur þeim og skilur því ekkert framkomu "ömmu" við sig. Hann spyr Bree: Why are your parents so nice to me?

074 = Þau fara öll út að borða, en það endar bara í rifrildi.

082 = Toby kemur inn í herbergi Brees um kvöldið og hún ákveður loks að segja honum sannleikann, en áður en hún hefur lokið máli sínu þá byrjar Toby að reyna við hana (föður-móður) sína. Hún slær hann og hann flýr.

085 = Bree hefur áhyggjur af syni sínum og tilkynnir lögreglu. Lögreglan tekur skýrslu og spyr: Bree svarar þá ákveðið og opinskátt: Ég er faðir hennar (þegar hún lítur út eins og kona). Ljóst er að fjölskyldan styður hana núna.

086 = Bree er komin til Kaliforníu. Hún nær á spítalann í aðgerðina, sem tekst vel. Margaret sálfræðingur hennar kemur á spítalann eftir aðgerðina og styður hana.

090 = Bree er sýnd í baði örstutta stund í nýjum líkama sínum. Smekklega gert!

091 = Toby er byrjaður að leika í Hollywood, að vísu í klámmynd. Hann kemur svo í heimsókn til móður sinnar og hún býður honum inn. Hún er með gjöf handa honum, kúrekahattinn, sem Calvin gaf honum.

 

Af hverju er mikilvægt að Toby fái hatt frá Calvin og svo fá móður sinni í lokaatriðinu?

 

097 = THE END.

 

Verkefni:

  1. Hvaða tvær merkingar hefur titill myndarinnar Transamerica?
  2. Þér finnst eflaust leikur Felicity Huffman góður í myndinni. Nefndu og útskýrðu sérstaklega 2 atriði (þú mátt líka vera ósammála!)?
  3. Flokkaðu þessa mynd í minnst 3 kvikmyndaflokka (sjá sérstaka grein um flokka annars staðar í þessu bloggi).
  4. Hver er framleiðandi myndarinnar - kannast þú við hann - og hvernig tengist hann Huffman?
  5. Hvað heitir þessi "röskun" sem Bree er með í myndinni?
  6. Hvað með son hennar, bendir eitthvað til þess að Toby sé á sama hátt ruglaður (ef nota má það orð) eins og faðir/móðir hans, hún Bree? Nefndu minnst 3 atriði í myndinni sem benda til þess.
  7. Hvaða (djúpa) merkingu hefur þetta atriði þegar indjána-kúrekinn gefur Toby hattinn - sem hann fær einmitt til baka þegar hann hittir í lokin móður sína (sjá mynd að ofan)? Hugsaðu þig nú vel um!
  8. Hvernig þróast samband Bree og Toby. Lýstu því stuttlega.
  9. Hvernig lýsir þú þessari mynd í einni setningu?
  10. Hvert er þitt persónulega álit á þessari mynd? Útskýrðu stuttlega álit þitt.