Frankenstein

Titill: Frankenstein.

Frankenstein 1931 kápan.

Frankenstein 1931 kápan.

 

Frankenstein kápan á 75 ára afmæli myndarinnar.

Frankenstein kápan á 75 ára afmæli myndarinnar.

 

Útgáfuár: 1931.

Útgáfufyrirtæki: Universal Studios.

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Carl Laemmie, Jr.

Lengd: 68 mínútur án drukknunaratriðisins, en rúmar 70 mínútur með lengst af bannaða atriðinu.

Stjörnur: 7,9* (Imdb) og 10,0 (tíu!!) + 8,7* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: James Whale (1889-1957). Dudley, Worchestershire, England - flutti til Bandaríkjanna árið 1928.

Aðrar myndir sama leikstjóraThe Old Dark House (1932),  The Invisible Man (1933), The Bride of Frankenstein (1935) & Show Boat (1936). Fyrstu þrjár myndirnar (ásamt Frankenstein) eru allar flokkaðar sem hrollvekjur (þótt nútímamanninum þyki þær frekar kómískar), en Show Boat er það ekki. Whale gerði fleiri myndir, en þær eru ekki vel þekktar. Ferill leikstjórans endaði illa, en eftir 1937 fékk hann ekki að leikstýra fleiri myndum. Hann framdi sjálfsmorð 20 árum síðar, m.a. vegna vandamála sem tengdust kynhneigð hans (tvíkynhneiðgður).

Handrit: Leikritið skrifað af Peggy Webling, aðlagað af John L. Balderston, handritsgerð: Francis Edward Faragoh, Garrett Fort, Robert Florey & John Russell. Upphaflega sagan er auðvitað skrifuð af Mary Shelley, kölluð "Mrs. Percy B. Shelley" á kreditlista kvikmyndarinnar!

Whale með Boris Karloff, sá fyrrnefndi með sígarettu, en sá síðari eflaust með te, enda báðir breskir.

Whale með Boris Karloff, sá fyrrnefndi með sígarettu, en sá síðari eflaust með te, enda báðir breskir.

Frankenstein, or the Modern Prometheus.

Frankenstein, or the Modern Prometheus, eins og bókin heitir á frummálinu.

 

Bókin var fyrst gefin út árið 1818 og þá ekki með höfundarnafni. Seinna kom í ljós að bókn var skrifuð af Mary Wollstonecraft Shelley. Bókin var lengi vanmetin, m.a. vegna þess að hún var skrifuð af konu. Hún þótti höfða til óæðri hvata og var flokkuð sem rómantísk gothic. Bókin hefur síðan vaxið stöðugt og er nú endalaust endurútgefin. Sagan fékk mikla innspýtingu með útkomu myndarinnar 1931, en hún fylgdi í kjölfar fyrstu hrollvekjunnar sem sló í gegn fyrr á sama ári, nefnilega Dracula. Frankenstein 1931 var þó enn vinsælli. Framhald og endurgerðir skipta hundruðum. Meira um það á eftir.

Svona leit upprunalega útgáfan út.

Svona leit upprunalega útgáfan út, takið eftir að höfundar er hvergi getið, enda bara 18 ára stúlka.

 

Tilkoma bókarinnar

Bókin varð til í Geneva í Sviss, en þar var Mary í sumarfríi með þekktum manni sínum, ljóðskáldinu Percy Shelley. Sumir vildu meina að hann hafi skrifað bókina! En staðreyndin var sú að það ringdi mikið í Sviss þetta sumarfrí (1816) þannig að kærustuparið og vinur þeirra Byron lávarður urðu að hanga inni. Þau ákváðu öll að skrifa sögu - draugasögu. Þau rissuðu öll upp handrit og þar varð sagan til. Mary hafði áður ferðast til Þýskalands, þ.á m. til Frankenstein kastala í Rínarhéraði og þar las hún um brjálaðan vísindamann sem gerði dularfullar tilraunir með rafmagn og Galvanisma (að hleypa rafstraumi á vöðva lifandi og jafnvel látinna einstaklinga kallar fram viðbrögð).

 

Galvanismi. Þegar rafmagni er hleypt á vöðva, jafnvel látinnar lífveru, þá hreyfist vöðvinn. Orðið merkir: samdráttur í vöðva vegna rafmagns.

Galvanismi. Þegar rafmagni er hleypt á vöðva, jafnvel látinnar lífveru, þá hreyfist vöðvinn. Orðið merkir: samdráttur í vöðva vegna rafmagns.

 

Þaðan er upprunalega hugmyndin komin.

Byron, Shelley og Percy.

Byron lávarður, Shelley og Percy Bysshe Shelley.

 

Tónlist: Bernard Kaun.

Kvikmyndataka: Arthur Edeson.

Klipping: Clarence Kolster & Maurice Pivar.

Kostnaður / Tekjur: Kostnaður: 262.007$ / Tekjur: 12.600.000$. Mismundur: 249.400$ í plús! Þetta er önnur myndin í sögunni (á eftir Dracula frá sama ári) sem græðir svona mikið. Eftir þetta verður hrollvekjan í raun til.

Slagorð: It's Alive, It's Alive. It's Alive. Now I know what it feels like to be God.

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=BN8K-4osNb0

 


Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=BN8K-4osNb0

Leikarar / Hlutverk:

Henry.

Henry Frankenstein.

Colin Clive = Henry Frankenstein. Vísindamaðurinn, sem skapaði nýtt líf. Sú vera er oftast sjálf kölluð Frankenstein, en það er raunar ættarnafn skaparans. Enn meiri ruglingur fellst í því að vísindamaðurinn heitir Victor Frankenstein í bókinni (sjá hlutverk vinarins á eftir).

Elizabeth.

Elizabeth.

Mae Clarke = Elizabeth Lavenza. Kærastan, sú sem er trúlofuð Henry.

Victor.

Victor.

John Boles = Victor Moritz. Vinur kærustuparsins, Henry og Elizabeth. Óheppilegt nafn, því að í upprunalega ritinu heitir skaparinn einmitt Victor (Frankenstein).

Nýmennið, ranglega kallað Frankenstein.

Nýmennið, ranglega kallað Frankenstein.

 Boris Karloff = Ófreskja Frankensteins. Nýmenni. Endurskapaða lífið. Segja má að tvær ódauðlegar persónur hafi hér skapast, annars vegar algerlega óþekktur breskur leikari, sem hreinlega "á" ímynd Ófreskjunnar og svo auðvitað Ófreskjan sjálf, sem er mest endurgerða persóna (í kvikmyndum og víðar) allra tíma! Nafnaruglingurinn byrjaði í ofangreindu leikriti frá 1927, en þar heitir nýmennið Frankenstein. Í bókinni er hann ýmist kallaður: fiend, spectre,creature, monster, demon, wretch, thing, being, orge og it. Þegar hann talar sjálfur, t.d. við Victor (skapara sinn), þá kallar hann sig: The Adam of your labours og síðar einhvern sem Would have beenyour Adam, en varð í staðinn: Your fallen angel. Við sjáum kristnu samlíkingarnar hér.

Dr. Waldman.

Dr. Waldman.

Edward Van Sloan = Dr. Waldman. Prófessor í læknisfræði og fyrrverandi kennari Henrys.

Baron Frankenstein.

Baron Frankenstein.

Frederick Kerr = Baron Frankenstein, aldraður faðir Henrys.

Fritz.

Fritz.

Dwight Frye = Kroppinbakurinn Fritz, sem hét raunar Igor í bókinni og í langflestum kvikmyndum.

d

Herr Vogel.

Lionel Belmore = Herr Vogel, Burgomaster, bæjastjórinn.

Maria, litla stelpan sem vildi bara leika við nýmennið.

Maria, litla stelpan sem vildi bara leika við nýmennið.

 Marlyn Harris = Maria. Litla stúlkan sem drukknaði (óvart?!).

Ludwig.

Ludwig.

Michael Mark = Ludwig. Bóndinn, faðir Mariu.

 

Mínúturnar:

0:01 = Jarðarför á drungalegum stað.

0:04 = Tveir menn eru í felum, um leið og jarðarförin er búin þá hlaupa þeir til og stela líkum, bæði úr gröf og líka af nýhengdum manni. Annar maðurinn, vísindamaðurinn Henry Frankenstein (Colin Clive) skoðar hálsinn, en hann er brotinn og Henry segir að aðstoðarmaður hans, Fritz (Dwight Frye) verði því að stela handa honum öðrum og ósködduðum heila.

0:07 = Prófessor í læknavísindum Dr. Waldman (Edward Van Sloan) er að sýna læknanemum tvo heila í krukku, annars vegar heila heilbrigðs manns og hins vegar: The abnormal brain. Hann lýsir afbrigðilega heilanum svo: The distinct degeneration of ... brutality, of violence and murder.

0:07 = Fritz bíður fyrir utan og þegar kennari og nemendur eru farnir þá læðist hann inn og stelur heilbrigða heilanum, en þegar hann ætlar með hann í burtu þá slær klukkan og Fritz missir heilann í gólfið. Fritz hrifsar þá til sín the abnormal brain og stelur honum í staðinn.

0:09 = Elizabeth (Mae Clarke) kærasta Henrys og vinur hennar, Victor (John Boles) tala saman um Henry Frankenstein. Elizabeth er trúlofuð Henry og vill giftast honum sem fyrst, en hún var að fá bréf frá Henry þar sem hann segist vilja festa giftingunni. Elizabeth les upp úr bréfinu: You must have faith in me, our marrage must wait, my experiments are more important.

0:11 = Elizabeth vill koma með honum að heimsækja prófessor Waldman til að spyrja um Frankenstein. Prófessorinn segir að hann vilji skapa nýtt líf. Þau segja að það sé ekki svo alvarlegt, líf nokkurra dýra. En þá segir prófessorinn að Henry Frankenstein sé ekki lengur nemandi hans. Hann heldur áfram:

Herr Frankenstein is interested only in human life. First to destroy life, and then to create it. There you have his mad dream.

Elizabeth biður prófessorinn að koma með þeim og heimsækja hann á þessa tilraunastofu í Goldenstadt.

ad

Þessi stórkostlega sena er sú upprunalega. Brjálaði vísindamaðurinn á tilraunastofunni. Hún hefur síðan verið margendurtekin í hrollvekjum og vísindaskáldsögum - alltaf eftir þessari fyrirmynd (frummynd).

 

0:14 = Henry Frankenstein er á tilraunastofu sinni. Hann spyr Fritz hvort allt sé tilbúið þarna uppi, þrumuveðrið sé að koma. Fritz á að sjá um rafmagnið. Hvað er vísindamaðurinn eiginlega að bralla?

0:15 = Henry og Fritz skoða samansaumaða líkið í seinasta sinn áður en þrumuveðrið skellur á. Victor minnist á að það sé allt í lagi með höndina, hún sé bara samansaumuð úr nokkrum líkömum og með heilann sem Fritz stal.

0:17 = Dr. Waldman bankar og er kominn með Elizabeth. Þau vilja komast inn og tala við Henry. En hann svarar: You must leave me alone. Hann hleypir þeim samt inn. Dr. Waldman: You are inhuman. You are crazy.

Henry: I am crazy, am I? You will see. Hann spyr þau: Are you quite sure you will come in? Þau segja já og hann segir: Sit down and see. Þau þrjú setjast niður.

Henry: I have discovered the first ray that brought life into the world. First I experimented with animals. I could keep an animal heart alive for three weeks. That body is not dead. It has not lived. I made it from many corpses that I stole from the graves, from the gallows, from anywhere.

0:20 = Henry lætur Dr. Waldman skoða samansaumaða líkið og doktorinn staðfestir að í því sé ekkert líf.

0:22 = Henry og Fritz taka umbúðirnar af líkinu og lyfta því upp í turn með alls konar tækjum og “vísindalegum” rafmagnshljóðum. Að ofan heyrast þrumur og eldingar. Þegar líkið er komið undir bert loft bíða þeir bara eftir því að það verði fyrir eldingu. Mikil og klassísk læti. Loks draga þeir það niður aftur.

Henry skoðar líkið, sérstaklega hendurnar (takið eftir hvernig hendurnar eru alltaf táknaðar). Henry tryllist og segir: Look it is moving. Its alive. Its moving. Its alive. Its alive. Its alive. Now I know what it feels like to be God.

Höndin er sá líkamshlutur sem gegnir mestu hlutverki í þessari kvikmynd.

Höndin er sá líkamshlutur sem gegnir mestu hlutverki í þessari kvikmynd.

It's alive, it's alive, it's alive!

It's alive, it's alive, it's alive! Ein þekktasta sena kvikmyndasögunnar.

 

0:24 = Hann og hún eru að tala við Baroninn (Frederick Kerr), föður Henrys. Hann skilur ekkert í syni sínum. Hann heldur að þetta sé allt út af annarri konu (nei, ófreskju!). Hann veit ekki betur.

026 = Burgomaster (Lionel Belmore) bæjarstjórinn kemur. Hann hefur áhyggjur af Henry, syni baronsins. Mikil veisla er framundan, en bara ef giftingin fari fram. Baroninn segir að þetta sé ekki neitt, en allir í bænum eru að bíða eftir því að hann hætti þessum tilraunum og gifti sig.

0:28 = Henry talar við prófessorinn. Prófessorinn segir: You have created a monster and it must be destroyed. Af hverju segir Henry? Ég stal heila frá þér. En prófessorinn segir honum að heilanum sem var stolið hafi verið the abnormal / criminal brain.

0:30 = Henry segir prófessornum að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur, heilinn þurfi bara að þroskast. Á sama augnabliki bankar e-r og Henry flytir sé að slökkva ljósin. Ófreskjan (Boris Karloff) er lifandi og hún gengur inn til þeirra.

0:32 = Henry lætur ófreskjuna setjast. Hún gegnir honum. Síðan dregur hann frá glugganum og ófreskjan sér ljósið í fyrsta sinn (henni hefur fram að þessu verið haldið lokaðri inn í myrkvuðu herbergi). Ófreskjan stendur upp og reynir að teygja sig í það. Henry slekkur ljósið og Ófreskjan sest niður aftur.

0:33 = Á sama augnabliki kemur Fritz inn með eld og Ófreskjan brjálast. Hún er greinilega hrædd við eldinn. Þeir ráðast allir á Ófreskjuna og binda hana. Þeir fara með hana niður í kjallara, hlekkjaða. Henry fer í burtu, en kroppinbakurinn Fritz leikur sér þá að því að slá til ófreskjunnar með svipu og hræða hana með eldi (hver er þá ófreskjan?).

0:34 = Henry og prófessorinn heyra öskur og læti. Þeir flýta sér niður í kjallara og sjá þá að ófreskjan (í sjálfsvörn?) er búin að drepa Fritz. Það eina sem þeir geta gert er að loka ófreskjuna inni. Þeir ráða saman ráðum sínum. Ófreskjan er orðin að morðingja. Hvað eigum við að gera? Þeir ákveða að svæfa hann með sprautu. Það tekst, en áður en áhrifin koma í ljós þá ræðst ófreskjan á þá. En þegar hún er við það að valda þeim skaða, missir ófreskjan allan mátt og rotast.

0:36 = Á þessu augnabliki bankar Victor upp á tilraunastofunni. Hann hjálpar þeim að koma ófreskjunni fyrir. Þeir draga hana afsíðis.

0:37 = Kærastan Elizabeth og Baron Frankenstein koma í heimsókn. Þau vilja færa Henry burt frá þessum stað. En þegar Elizabeth sér Henry þá líður yfir hann! Dr. Waldman leggur mikla áherslu á að þau komi Henry sem lengst frá tilraunastofunni.

0:40 = Henry ákveður að fara með kærustunni og hætta allri þessari tilraunastarfsemi. Prófessorinn er skilinn eftir einn með ófreskjunni. Hann segist ætla að eyða öllu - öllum gögnunum (og ófreskjunni?). Hann byrjar á því að rannsaka ófreskjuna sem liggur meðvitundarlaus á bekk, en þegar prófessorinn beygir sig yfir hana þá grípur ófreskjan í hann með annarri höndinni (höndin einu sinni enn) og kyrkir hann. Hann flýr út.

0:42 = Henry er með kærustunni og sér nú vitleysu sína. Ég var fastur í þessu tilraunabrjálæði. Hann vill nú gifta sig. Þau kyssast.

0:43 = Giftingin er komin í gang. Baron Frankenstein er nú mjög ánægður með son sinn. Pabbinn gefur meira að segja öllu þjónustuliðinu kampavín. Allt þorpið fagnar og hann gefur öllum bjór. Mikil veisla.

0:46 = Ófreskjan er úti í skógi og kemur að stöðuvatni. Þar hittir hann litla stúlku. Hún er ekkert hrædd við ófreskjuna. Hún segist heita Maria (Marlyn Harris). Maria spyr: Would you play with me? Hún gefur honum blóm og þau leika sér að því að henda blómum út í vatnið. Þau fljóta. Þá dettur ófreskjuni eitthvað í hug. Hann hendir stúlkunni út í vatnið og virðist svo vera hissa á því að hún sekkur. Þetta atriði þótti svo hryllilegt að það var bannað í marga áratugi!

Bannaða atriðið.

Bannaða atriðið - Ófreskjan drepur barnið, en vissi í raun ekki hvað það var að gera.

 

0:50 = Giftingin er framundan og brúðurin vill tala við Henry. Þau eiga ekki að gera það, en hún segist vera hrædd. Hún er með slæma tilfinningu: Where is Dr. Waldman? Something is going to happen. I can feel it. Something is coming between us, I know it, I know it, segir hún.

0:52 = Þau gera sér grein fyri rþví að eitthvað sé að, því að Dr. Waldman er ekki kominn í veisluna. Þau heyra eitthvað hljóð. En hvaðan, úr kjallaranum? Allir hlaupa þangað, en Henry byrjar á því að læsa Elizabeth inni. En þá brýst ófreskjan einmitt þar inn. Hann hræðir hana, en flýr svo.

0:54 = Á sama tíma kemur bóndi með látna dóttur sína, Maria hefur drukknað! Morð! Allir bæjarbúar elta bóndann.

0:55 = Þau fara til bæjarstjórans og segja að Ófreskjan hafi drekkt Mariu. Hann lofar hefndum.

0:57 = Henry yfirgefur Victor og fær það loforð frá honum að sjá um brúðurina, en Henry fer með fólkinu að leita að ófreskjunni. Þeir skipta liði og leita að ófreskjunni alls staðar. Hóparnir fara af stað með leitarhunda.

0:59 = Einn hópurinn finnur ófreskjuna uppi á klettasillu. Einn slasast en getur bent þeim á ófreskjuna. Henry verður viðskila við hópinn. Hann einn finnur ófreskjuna, sem er ekki lengur hrædd við eld. Hún ræðst á Henry og rotar hann.

1:02 = Ófreskjan flýr með skapara sinn inn í millu. Þar fer hann efst upp í tilraun til að flýja mannskarann. En þeir reyna að brjótast inn. Henry rankar við sér og enn kljást þeir, nú efst á millunni. Ófreskajn kastar honum niður. Mannfjöldinn fer með Henry stórslasaðann niður í þorpið og þeir ákveða að eina leiðin sé að kveikja í millunni. Ófreskajn tryllist af öllum þessum eldi og öskrar. Hún verður undir bjálka og brennur til dauða (eða hvað - var ekki gerð framhaldsmynd? Sjá blogg: The Bride of Frankenstein (James Whale, 1935).

1:05 = Þjónustustúlkunar koma með vín handa Henry, sem liggur í rúminu.

1:10 = THE END.

 


Karakterinn skapaður

Óendanlegur fjöldi leikara hafa reynt við karakterinn, en enginn kemst nærri Boris Karloff, sem segja má að "eigi" hann. En hér er listinn yfir alla leikarana og ímynd ófreskjunnar þar sem myndir finnast af þeim:

 

Elsta ímynd Frankensteins frá 1910.

Elsta ímynd Frankensteins frá 1910.

Charles Stanton Ogle: Frankenstein, 1910.


Ófreskjan um það bil að verða til.

Ófreskjan um það bil að verða til.

 

Percy Standing: Life Without Soul, 1915. Ungur maður gefur styttu líf með hryllilegum afleiðingum.


Án efa frummynd Frankensteins. Engum hefur síðar tekist að toppa þessa ímynd breska leikarans, Boris Karloff.

Án efa frummynd Frankensteins. Engum hefur síðar tekist að toppa þessa ímynd breska leikarans, Boris Karloff.

 

Boris Karloff: Frankenstein, 1931, Bride of Frankenstein, 1935 & Son of Frankenstein, 1939.


Ed Payson: Third Dimensional Murder, 1941.


Lon Chaney, Jr.: The Ghost of Frankenstein, 1942.


Bela Lugosi: Frankenstein Meets the Wolf Man, 1943.


Glen Strange útlitið - mjög líkt því upphaflega, ekki satt?

Glen Strange útlitið - mjög líkt því upphaflega, ekki satt?

Glenn Strange: House of Frankenstein, 1944, House of Dracula, 1945 & Abbot and Costello Meet Frankenstein, 1948.


Já, Frankenstein var einu sinni unglingur, raunar tvisvar 1957 og 1958!

Já, Frankenstein var einu sinni unglingur, raunar tvisvar 1957 og 1958!

Gary Conway: I Was a Teenager Frankenstein, 1957 & How to Make a Monster, 1958.


Christopher Lee: The Curse of Frankenstein, 1957.


Michael Gwynn: The Revenge of Frankenstein, 1958.


Mike Lane: Frankenstein 1970, 1958.


Harry Wilson: Frankenstein's Daughter, 1958.


Don Megowan: Tales ofFrankenstein, 1958.


Danny Dayton: Mack and Myer for Hire: Monstrous Merriment, 1963.


Kiwi Kingston: The Evil ofFrankenstein, 1964.


Fred Gwynne: The Munsters, 1964.


Koja Furuhata: Frankenstein Conquers the World, 1965.


Allen Swift: Mad Monster Party?, 1967 & Mad Mad Mad Monsters, 1972.


Susan Denberg sem kvenkyns Frankenstein. Þorðu þeir ekki að gera meira?

Susan Denberg sem kvenkyns Frankenstein. Þorðu þeir ekki að gera meira?

Susan Denberg: Frankenstein Created Woman, 1967.


Robert Rodan: Dark Shadows, 1967.


Freddie Jones: Frankenstein Must be Destroyed, 1969.


David Prowse útlitið fra 1970 og 1974.

David Prowse útlitið fra 1970 og 1974.

David Prowse: The Horror of Frankenstein, 1970 & Frankenstein and the Monster from Hell, 1974.


John Bloom: Dracula vs. Frankenstein, 1971.


Xiro Papas: Frankenstein 80, 1972.


Af hverju ekki Blackenstein líka?

Af hverju ekki Blackenstein líka?

Joe De Sue: Blackenstein, 1973.


Bo Svenson: The Wide World of Mystery "Frankenstein", 1973.


José Villasante: The Spirit of the Beehive, 1973.


Michael Sarrazin útlitið frá 1973.

Michael Sarrazin útlitið frá 1973.

Michael Sarrazin: Frankenstein: The True Story, 1973.


Srdjan Zelenovic: Andy Warhol's Frankenstein, 1974.


Peter Boyle útlitið frá 1974. Frábærlega gert í góðri grínmynd.

Peter Boyle útlitið frá 1974. Frábærlega gert í góðri grínmynd.

Peter Boyle: Young Frankenstein, 1974.


Per Oscarsson: Terror of Frankenstein, 1976.


Clancy Brown: The Bride, 1985.


Tom Noonan: The Monster Squad, 1987.


Paul Naschy: El Aullido del Diablo, 1987.


Chris Sarandon: Frankenstein, 1987.


Phil Hartman: Saturday Night Live, 1987-8.


Jim Cummings: Scooby-Doo! and the Reluctant Werewolf, 1988.


Nick Bimble: Frankenstein Unbound, 1990.


Randy Quaid: Frankenstein, 1992.


Robert de Niro útlitið. Manni finnst einhvern veginn að þetta hafi átt að bera betra.

Robert de Niro útlitið. Manni finnst einhvern veginn að þetta hafi átt að bera betra.

Robert De Niro: Mary Shelley's Frankenstein, 1994.


Frank Welker útlitið í tveimur teiknimyndum.

Frank Welker útlitið í tveimur teiknimyndum.

Frank Welker: The Pagemaster, 1994 & Alvin and the Chipmunks Meet Frankenstein, 1999.


Deron McBee: Monster Mash: The Movie, 1995.


Peter Crombie: House of Frankenstein, 1997.


Shuler Hensley útlitið. Þetta er úr leikriti, hér er verið að gera grín að frægu atriði á milli Frankensteins og blinda mannsins í The Bride of Frankenstein frá 1935.

Shuler Hensley útlitið. Þetta er úr leikriti, hér er verið að gera grín að frægu atriði á milli Frankensteins og blinda mannsins í The Bride of Frankenstein frá 1935.

Shuler Hensley: Van Helsing, 2004 & Young Frankenstein, 2007.


Luke Goss: Frankenstein, 2004.


Vincent Perez: Frankenstein, 2004.


Joel Hebner: Frankenstein Reborn, 2005.


Julian Bleach: Frankenstein, 2007.


Stórleikararnir Benedict Cumberbatch (t.d. Sherlock myndirnar og The Imitation Game) og Jonny Lee Miller (Sherlock sjónvarpsþættirnir og Trainspotting) í vinsælu leikriti frá 2011.

Stórleikararnir Benedict Cumberbatch (t.d. Sherlock myndirnar og The Imitation Game) og Jonny Lee Miller (Sherlock sjónvarpsþættirnir og Trainspotting) í vinsælu leikriti frá 2011.

Benedict Cumberbatch og Jonny Lee Miller: Frankenstein, leikrit frá 2011.


Tim Krueger: Frankenstein: Day of the Beast, 2011.


Kevin James: Hotel Transylvania, 2012.


David Gest: A Nightmare on Lime Street, 2012.


Chad Michael Collins: Once Upon a Time, 2013.


Roger Morrissey: The Frankenstein Theory, 2013.


Aaron Eckhart útlitið frá 2014.

Aaron Eckhart útlitið frá 2014.

Aaron Eckhart: I, Frankenstein, 2014.


Rory Kinnear: Penny Dreadful, 2014.


Dee Bradley Baker: Winx Club, 2014.


James McAvoy sem Victor Frankenstein og Ófreskjan fyrir aftan.

James McAvoy sem Victor Frankenstein og Ófreskjan fyrir aftan.

Paul McGuigan: Victor Frankenstein, 2015.

 


 

Allar Frankenstein kvikmyndir - mest endurtekna þema allrar kvikmyndasögunnar:

1931. Frankenstein. Ls: James Whale, Ha: John Balderston, Le: Colin Clive, Mae Clarke & Boris Karloff, 106 mín, 8,0*. Gamaldags hrollvekja. Klassíska myndin, sú sem allar byggja á.

Frankenstein, 1931.

Frankenstein, 1931.

Frankenstein, 1931.

Frankenstein, 1931, endurútgefin 2006.

 

1935. Bride of Frankenstein. Ls: James Whale, Ha: Mary Shelley, Le: Boris Karloff, Elsa Lanchester & Colin Clive, 75 mín, 8,0*. Gamaldags hrollvekja.

Bride of Frankenstein, 1935.

Bride of Frankenstein.

 

1939. Son of Frankenstein. Ls: Rowland V. Lee, Ha: Mary Shelley, Le: Boris Karloff, Basil Rathbone & Bela Lugosi, 99 mín, 7,1*. Gamaldags hrollvekja.

Son of Frankenstein, 1939.

Son of Frankenstein.

 

1942. The Ghost of Frankenstein. Ls: Erle C. Kenton, Ha: Scott Darling, Le: Cedric Hardwicke, Lon Chaney Jr., & Ralph Bellamy, 67 mín, 6,0*. Gamaldags hrollvekja.

The Ghost of Frankenstein, 1942.

The Ghost of Frankenstein.

 

1943. Frankenstein Meets the Wolf Man. Ls: Roy William Neill, Ha: Curt Siodmak, Le: Lon Chaney Jr., Ilona Massey & Patric Knowles, 74 mín, 6,4*. Gamaldags hrollvekja.

Frankenstein Meets the Wolf Man, 1943.

Frankenstein Meets the Wolf Man.

 

1944. House of Frankenstein. Ls: Erle C Kenton, Ha: Curt Siodmak, Le: Boris Karloff, Lon Chaney Jr., & J. Carrol Naish, 71 mín, 6,0*. Gamaldags hrollvekja.

House of Frankenstein, 1944.

House of Frankenstein.

 

1948. Bud Abbott and Lou Costello Meet Frankenstein. Ls: Charles Barton, Ha: Robert Lees, Le: Bud Abbott, Lou Costello & Lon Chaney Jr., 83 mín, 7,4*. Grínmynd.

Bud Abbott and Lou Costello Meet Frankenstein, 1948.

Bud Abbott and Lou Costello Meet Frankenstein.

 

1957. The Curse of Frankenstein. Ls: Terence Fisher, Ha: Jimmy Sangster, Mary Shelley, Le: Peter Cushing, Hazel Court & Robert Urquhart, 82 mín, 7,1*. Gamaldags hrollvekja.

The Curse of Frankenstein, 1957.

The Curse of Frankenstein.

 

1957. Frankenstein Meets Dracula. Ls: Donald F. Glut, Ha: Donald F. Glut, Le: Donald F. Glut, 5 mín, ?,?*. Stutt hrollvekja.

Frankenstein meets Dracula.

Frankenstein meets Dracula.

 

1958. The Revenge of Frankenstein. Ls: Terence Fisher, Ha: Hurford Janes, Le: Peter Cushing, Francis Matthews & Eunice Gayson, 89 mín, 6,8*. Gamaldags hrollvekja.

The Revenge of Frankenstein, 1958.

The Revenge of Frankenstein.

 

1965. Frankenstein Meets the Space Monster. Ls: Robert Gaffney, Ha: R. H. W. Dillard, Le: Marilyn Hanold, James Karen & Lou Cutell, 79 mín, 2,9*. Skelfileg hrollvekja eða þannig.

Frankenstein Meets the Spacemonster, 1965.

Frankenstein Meets the Space Monster.

 

1965. Frankenstein Conquers the World. Ls: Ishiró Honda, Ha: Reuben Bercovitch, Le: Tadao Takashima, Nick Adams & Kumi Mizuno, 90 mín, 3,9*. Japönsk hrollvekja (Furankenshutain tai chitei Kaijú Baragon).

Frankenstein Conquers the World, 1965.

Frankenstein Conquers the World.

 

Frankenstein Conquers the World 1965 útlitið.

Frankenstein Conquers the World á þýsku!

 

1966. Jesse James Meets Frankenstein's Daughter. Ls: William Beaudine, Ha: Carl K. Hittleman, Le: John Lupton, Narda Onyx & Cal Bolder, 88 mín, 2,6*. Hrollvekja.

Jesse James Meets Frankenstein's Daughter, 1966.

Jesse James Meets Frankenstein's Daughter.

 

1967. Frankenstein Created Woman. Ls: Terence Fisher, Ha: Anthony Hinds, Le: Peter Cushing, Susn Denberg & Thorley Walters, 86 mín, 6,5*. Hammer hrollvekja.

Frankenstein Created Woman, 1967.

Frankenstein Created Woman.

 

1969. Frankenstein Must Be Destroyed. Ls: Terence Fisher, Ha: Bert Batt, Le: Peter Cushing, Veronical Carlson & Freddie Jones, 98 mín, 6,8*. Hrollvekja.

Frankenstein Must Be Destroyed, 1969.

Frankenstein Must Be Destroyed.

 

1971. Lady Frankenstein. Ls: Mel Welles & Aureliano Luppi, Ha: Dick Randall, Edward Di Lorenzo & Mary Shelley, Le: Joseph Cotten, Rosalba Neri & Paul Muller, 93 mín, 4,9*. Ítölsk hrollvekja/klámmynd (La Figlia di Frankenstein).

Lady Frankenstein, 1971.

Lady Frankenstein.

 

1971. Dracula vs. Frankenstein. Ls: Al Adamson, Ha: William Pugsley, Le: J. Carrol Naish, Lon Chaney Jr. & Zandor Vorkov, 90 mín, 2,9*. Gamaldags hrollvekja.

Dracula vs. Frankenstein, 1971.

Dracula vs. Frankenstein.

 

1973. The Rites of Frankenstein. Ls: Jesús Franco, Ha: Leikstjórinn, Le: Alberto Dalbés, Dennis Price & Howard Vernon, 94 mín, 5,3*. Spænsk klámmynd (La maldición de Frankenstein).

The Rites of Frankenstein, 1972.

The Rites of Frankenstein.

 

1973. Blackenstein. Ls: William A. Levey, Ha: Frank R. Saletri, Le: John Hart, Ivory Stone & Joe De Sue, 87 mín, 2,8*. Hroðaleg hrollvekja!

Blackenstein, 1975.

Blackenstein!

 

1974. Young Frankenstein. Ls: Mel Brooks, Ha: Gene Wilder, Le: Gene Wilder, Madeline Kahn & Marty Feldman, 106 mín, 8,0*. Grínmynd.

Young Frankenstein.

Young Frankenstein, mjög fyndin mynd.

 

https://www.youtube.com/watch?v=mOPTriLG5cU

1975. Frankenstein all'italiana. Ls: Armando Crispino, Ha: Massimo Franciosa, Le: Gianrico Tedeschi, Aldo Maccione & Jeny Tamburt, 95 mín, 2,2*. Ítölsk hrollvekja, skelfilega léleg.

Frankenstein all'italiana, 1975.

Frankenstein all'italiana.

1984. Frankenstein 90. Ls: Alain Jessua, Ha: Paul Géfauff, Le: Jean Rochefort, Eddy Mitchell & Fiona Gélin, 100 mín, 4,5*. Hrollvekja.

Frankenstein 90, 1984.

Frankenstein 90.

 

1984. Frankenweenie. Ls: Tim Burton, Ha: Leonard Ripps, Le: Shelley Duvall, Daniel Stern & Barret Oliver, 29 mín, 7,2*. Grínmynd.

Frankenweenie, 1984.

Frankenweenie.

 

1987. The Monster Squad. Ls: Fred Dekker, Ha: Shane Black, Le: Andre Gower, Robby Kiger & Stephen Macht, 82 mín, 6,9*. Dönsk grínmynd.

The Monster Squad, 1987.

The Monster Squad.

 

1990. Frankenstein Unbound. Ls: Roger Corman, Ha: Brian Aldiss, Le: John Hurt, Raul Julia & Nick Brimble, 82 mín, 5,2*. Hrollvekja og vísindaskáldsaga.

Frankenstein Unbound, 1990.

Frankenstein Unbound.

 

1994. Mary Shelley's Frankenstein. Ls: Kenneth Branagh, Ha: Mary Shelley, Le: Robert DeNiro, Kenneth Branagh & Helena Bonham Carter, 123 mín, 6,3*. Hrollvekja. Sú mynd sem kemst næst upprunalegu sögunni.

Mary Shelley's Frankenstein, 1994.

Mary Shelley's Frankenstein.

 

https://www.youtube.com/watch?v=GFaY7r73BIs

1998. Gods and Monsters. Ls: Bill Condon, Ha: Christopher Bram, Le: Ian McKellan, Brendan Fraser & Lynn Redgrave, 105 mín, 7,5*. Kvikmynd um James Whale, leikstjórann sem gerði klassísku myndina frá 1931.

God and Monsters, 1998.

God and Monsters.

 

1999. Alvin and the Chipmunks Meet Frankenstein. Ls: Kathi Castillo, Ha: John Loy, Le: Ross Bagdasarian Jr., Janice Karman & Michael Bell, 78 mín, 5,6*. Teiknimynd.

Alvin and the Chipmunks Meet Frankenstein, 1999.

Alvin and the Chipmunks Meet Frankenstein.

 

2000. Big Monster on Campus. Ls: Mitch Marcus, Ha: Dave Payne, Le: Matthew Lawrence, Justin Walker & Christine Latin, 92 mín, 4,2*. Hrollvekja.

Big Monster on Campus, 2000.

Big Monster on Campus.

 

2004. Red Riding Hood Meets Frankenstein. Ls: Ricky Lewis Jr., Ha: Ricky Lewis Jr., Le: Mario Adractas, Alex Daniels & Matthew Dunn, 12 mín, ?,?*. Stutt teiknimynd.

2004. Frankenstein. Ls: Marcus Nispel, Ha: Dean R. Koontz, Le: Parker Posey, Vincent Pérez & Thomas Kretschmann, 88 mín, 8,0*. Hrollvekja, sjónvarpsmynd, byggð á nýlegri skáldsögum Dean Koontz, Frankenstein: Pridical SonFrankenstein: City of Night og Frankenstein: Dead and Alive. Leikstjórinn Marcus Nispel er þekktur fyrir að leikstýra Texas Chainsaw Massacre myndinni.

Frankenstein, 2004.

Frankenstein.

 

2010. Frankenstein Syndrome (Prometheus Project). Ls: Sean Tretta, Ha: Mary Shelley, Le: Ed Lauter, Louis Mandylor & Tiffany Shepis, 87 mín, 5,0*. Hrollvekja.

The Frankenstein Syndrome, 2010.

The Frankenstein Syndrome.

 

2011. Frankenstein: Day of the Beast. Ls: Richard Islas, Ha: Michelle Shields, Le: Michelle Shields, Tim Krueger & Adam Sthephenson, ??? mín, 7,9*. Hrollvekja.

Frankenstein: Day of the Beast, 2011.

Frankenstein: Day of the Beast.

 

2012. Frankenweenie. Ls: Tim Burton, Ha: Tim Burton, Le: Winona Ryder, Catherine O’Hara & Martin Short, ??? mín, ?,?*. Teiknimynd.

Frankenweenie, 2012.

Frankenweenie.

 

2013. I, Frankenstein. Ls: Stuart Beattle, Ha: Stuart Beattle, Le: Stuart Beattle, & Aaron Eckhart & Bill Nighy, 92 mín, 5,1*. Hrollvekja.

I, Frankenstein.

Mynd 56. I, Frankenstein.

 

2015. Victor Frankenstein. Ls: Paul McGuigan, Ha: Max Landis, Le: Daniel Radcliffe, James McAvoy & Jessica Brown, 106 mín, ?,?*. Grínmynd / dramatík. Það er sama hvar maður leitar, en það er ekki hægt að finna útlitið á Ófreskjunni, enda áherslan meira á Viktor (James McAvoy) og aðstoðarmanninn (Daniel Radcliffe).

Victor Frankenstein.

Victor Frankenstein.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=7pxZxY_Siyc

 

Og já enn ein mynd um Frankenstein er væntanleg. Með stórleikurum. Sjá trailer:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=-pi6vUv9Zzg


10 atriði sem þú þarft að vita um Frankenstein:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=evGOcIYFUsI

 


5+1 spurning:

  1. Hvað er það sem heldur lífi í þessu Frankenstein þema? Öðru vísi orðað, hvaða heimspekilega spurning er sett fram í Frankenstein?

  2. Hvaða hughrif koma upp þegar Nýmennið er að leika sér við stelpuna Maríu? Hvers konar fyrirbæri virðist nýmennið vera? Vond? Góð? Saklaus? Ill? Barn? Ófreskja?

  3. Nefndu og útskýrðu tvö atriði sem eru orðin algerlega klassísk í kvikmyndum eftir Frankenstein 1931. Öðru vísi orðað, hvaða senur sérðu aftur og aftur í kvikmyndum, sem líklega koma fyrst fyrir í allri kvikmyndasögunni í þessari mynd?

  4. Hvaða eitt útlit / look finnst þér best að ofan og hvað finnst þér verst? Skoðaðu listann að ofan af Frankenstein útliti. Útskýrðu stuttlega.

  5. Nefndu tvennt sem er öðru vísi í upprunalegu bókinni og í kvikmyndinni frá 1931. Bæta þessar breytingar myndina?

  6. Segðu svo að lokum þitt persónulega álit á myndinni, útskýrðu lýsingarorð þín. Mundu að myndin er gömul, mjög gömul, ekki gera grín að því! Ofangreind svör (1-5) mega vera mjög stutt, en ekki þetta. Vandaðu þig hér.