10 kafli: Fæðu- og átraskanir.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.1. PICA.

Dæmi: Patricia er 30 ára og búsett í London. Hún þjáist af geðröskuninni Pica sem lýsir sér í því að fólk borðar ekki aðeins mat heldur einnig aðra hluti eins og hár, mold, liti o.fl. Patricia hefur síðustu 15 ár verið háð því að borða múr- og gifsveggi. Hún skefur af veggjum heimilis síns með hníf og borðar svo mylsnurnar. Hins vegar eru veggirnir í húsi ömmu hennar í uppáhaldi. Patricia heimsækir ömmu sína í hverri viku, þrátt fyrir að búa í tveggja klukkustunda fjarlægð, til að skafa af veggjum hennar og taka með sér “nesti” heim. Patriciu þykir múr bragðgóður og hún róast í hvert skipti sem hún fær sér múrmylsnur. Röskunin hófst á unglingsárum hennar þegar hún bjó með ömmu sinni og afa. Móðir hennar var söngkona og hafði verið mikið á tónleikaferðalagi frá því að Patricia var aðeins tveggja ára gömul. Móðir hennar endaði svo á því að stofna nýja fjölskyldu og yfirgefa hana, sem varð þess valdandi að Patricia upplifði mikla höfnun. Hún varð þunglynd og í kjölfarið varð hún háð því að borða veggi. Eins og sést á myndbandinu, hefur Patricia ekki náð tökum á röskuninni. 

Heimildir: https://www.youtube.com/watch?v=fv7wNgR0KvM (5:43 mín)

DSM-5: Flokkun geðraskana (Kristján Guðmundsson)

Bjarnlaug Ósk og Móna2.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.2. JÓRTRUNARRÖSKUN (e. rumination disorder).

Dæmi: Albert var 15 ára þegar hann fór endurtekið að kasta upp. Í langan tíma var enginn sem vissi hvað var að, mismunandi læknar sögðu að hin og þessi lyf / aðgerðir myndu hjálpa en þau gerðu það ekki. Móðir Alberts fór að leita sér upplýsinga á netinu og fann spítala þar sem er hópur lækna og sérfræðinga sem sérhæfa sig í jórtrunarröskun. Þau greindu Albert strax með jórtrunarröskun. Alberti voru kenndar öndunar- og slökunaræfingar þar sem að jórtrunarröskun á sér upptök í ósjálfráðum krampa / vöðvasamdrætti í meltingarvegi. Hann hætti alfarið að kasta upp og lærði ýmsa tækni sem hjálpar honum að hafa betri stjórn á líkamlegum ferlum sínum lifa eðlilegu lífi.

Heimild: annað dæmi: https://www.youtube.com/watch?v=mK4fSUNczc8

Sara Margrét2.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.3 FORÐUN / TAKMÖRKUÐ MATARINNTÖKU RÖSKUN.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.4. LYSTARSTOL.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.5. LOTUGRÆÐGI.

Dæmi: Sara var 19 ára í háskólanámi þegar hún ákvað að sækja sér aðstoð vegna vandamála sem hún átti varðandi mat og var í kjölfarið greind með lotugræðgi. Hún byrjaði á því að greina frá áhyggjum sínum vegna ofáts og uppbótarhegðun sem hún framkvæmdi í kjölfarið á því að borða mat. 

Sara byrjaði að hafa áhyggjur af mataræði og byrjaði að stjórna mataræðinu sínu með megrunarkúrum þegar hún var aðeins 10 ára, en lotugræðgiseinkennin hafi samt ekki byrjað alveg strax heldur þegar hún var 13 ára. Hún sagði að hún var alltaf sá meðlimur fjölskyldunnar sem bara borðaði mikið en hún fékk alltaf samviskubit og leið illa eftir að hún hafði borðað mikið magn af mat sem barn. Þegar hún var orðin unglingur fannst henni mikilvægt að vera grönn og fór að einblína mikið á að halda sér í góðu formi og verða ekki feit. Sara sagði að líkami hennar hafi alltaf verið bara venjulegur og hún í venjulegu formi en henni leið alltaf eins og að hún væri feit eða of þung. Ofátslotur og uppbótarhegðun varð að reglulegum lið þegar hún var 17 ára en þegar að Sara fór og sótti sér aðstoð þá voru þessar lotur orðnar 2-4 á viku. Á sama tíma eyddi hún óstjórnlega miklum tíma í ræktinni og hreyfingu til þess að stjórna þyngd og útliti en þegar ofátslotunum stóð borðaði hún óvenjulega mikið magn af mat en henni leið eins og hún missti alla stjórn á meðan á ofátslotunum stóð. 

Sara hafði aldrei fyrr sótt sér aðstoð vegna lotugræðginnar fyrr og faldi hún einkennin og hegðunina fyrir fjölskyldu sinni þar til að hún ákvað að sækja sér aðstoð en það að fela fyrir fjölskyldunni sinni bjó til mikinn kvíða. Hún hafði falið röskunina fyrir þeim vegna þess að hún hafði miklar áhyggjur af því að valda foreldrum sínum vonbrigðum en henni leið alltaf best þegar að hún var afkastamikil og dugleg og það var það sem þeim fannst um hana líka.

Heimild: Richards, L. K., Shingleton, R. M., Goldman, R., Siegel, D., & Thompson-Brenner, H.     (2016). Integrative dynamic therapy for bulimia nervosa: An evidence-based case study. Psychotherapy53(2), 195–205. 

Hildur Emils2.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.6. OFÁTSRÖSKUN.

Dæmi: Ofátsröskun er mjög algeng, algengari en margir gera sér grein fyrir. Greinin sem ég fann fjallar um Jane. Jane var ósköp venjuleg 23 ára stelpa að vinna í sinni fyrstu vinnu en var ekki ánægð þar. Vegna óánægju sinnar fór hún að tengja gleði og ást við mat og leitaði því í mat þegar henni leið illa. Hún byrjaði að borða meira og við það þyngdist hún. Þegar Jane fór að þyngjast byrjaði hún á allskonar kúrum en féll jafnóðum og bætti á sig öllu sem hún hafði misst og meira en það. Eftir margar misheppnaðar tilraunir á hinum ótrúlegustu kúrum tók Jane til þess ráðs að hætta að borða yfir daginn, en þegar hún kom heim eftir langan vinnudag byrjuðu átköstin að gera vart við sig.

Jane fór að fara í búðir á leiðinni heim úr vinnu þar sem hún keypti óhóflega mikinn mat, kom hún svo heim of eyddi kvöldinu sínu í að borða. Hún borðaði allt sem hún keypti og hætti ekki fyrr en allt var búið. Hún byrjaði á því að borða eitthvað saltað, svo sætt og svo aftur salt, það reyndist henni ekki erfitt að borða yfir 3000 hitaeiningar í einni máltíð. Ástand hennar var orðið það slæmt að hún vaknaði suma morgna ennþá með hálftuggðan mat í munninum. Jane reyndi ekki á neinn hátt að losa sig við matinn og hélt því áfram að þyngjast. Hún var búin að missa stjórn á átköstum sínum og var komin með sjálfsvígshugsanir. Sem betur fer gerði hún sér grein fyrir því að það var eitthvað að og náði hún að leita sér hjálpar áður en verr fór (Brody, 2007).

 Heimildir: Brody, J. E. (2007, 20. febrúar). Out of Control: A True Story of Binge Eating. The New York Times. Sótt 17. mars 2020 af https://www.nytimes.com/2007/02/20/health/20brod.html

 Elva Björg1.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.7. ÖNNUR TILGREIND FÆÐU OG ÁTRÖSKUN.


10. FÆÐU- OG ÁTRASKANIR. 10.8. ÓTILGREIND FÆÐU EÐA ÁTRÖSKUN.