17 kafli: Taugahugraskanir.

17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ. 17.1.1. ÓRÁРAF ALMENNRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ. 17.1.2. ÓRÁРVEGNA EFNAÁHRIFA.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ. 17.1.3. ÓRÁÐ Í EFNAFRÁHVARFI.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ. 17.1.4. ÓRÁРAF MÖRGUM ÁSTÆÐUM.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.1. ÓRÁÐ. 17.1.5. ÓRÁÐÓTILGREINT.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.X. VERULEGAR EÐA VÆGAR TAUGAHUGRASKANIR.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.Y. VÆG TAUGAHUGRÖSKUN.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.1. VEGNA ALZHEIMER, SNEMMKOMIÐ.

Dæmi: Jo var aðeins 37 ára gamall þegar hann greindist með snemmkomin vitglöp vegna Alzheimer. Alzheimer er algengur sjúkdómur innan fjölskyldu hans vegna sjaldgæfrar genastökkbreytingar. Jo þurfti að horfa upp á móður sína deyja úr sama sjúkdómi þegar hann var unglingur. Það að greinast aðeins 37 ára gamall er mjög sjaldgæft. Þegar Jo var orðinn 41 árs hafði sjúkdómurinn verið bæði miskunnarlaus og tekið margt frá honum á tiltölulega stuttum tíma. Sjúkdómurinn hafði verið sérstaklega grimmur síðustu 6 mánuði á undan. Geta hans til að tjá sig var nánast farin, hreyfigeta hans var orðin takmörkuð og hann þarfnaðist stöðugrar aðhlynningar allan sólarhringinn. Hann gat ekki lengur klætt sig sjálfur í föt eða burstað tennur og var kominn í hjólastól. Að mati Robin, eiginkonu hans, var Jo ekki lengur til, því allt sem gerði hann að þeirri manneskju sem hann var, hafði verið tekið frá honum. Robin hafði alfarið séð um aðhlynningu hans síðustu ár. Hún kveið þeim degi þegar hún gæti ekki lengur séð um hann og þyrfti að senda hann á hjúkrunarheimili. Einstöku sinnum virtist Jo þó skjóta upp kollinum í eitt augnablik en smám saman vörðu þau augnablik mjög stutt og með tímanum leið lengur og lengur á milli þeirra. 

Tveimur árum áður en Jo greindist, benti ýmislegt til þess að eitthvað væri mögulega að. Jólagjafir frá honum voru mjög furðulegar, hann átti í erfiðleikum með að nota hugbúnað sem hann hafði notað árum saman og einföld húsverk sem hann var vanur að sinna voru hundsuð. Jo hitti einnig heimilislækni sinn reglulega til að fá ráðleggingar og lyfjaaðstoð vegna gruns um þunglyndi eða kvíða, en sama hvað var reynt, honum leið aldrei betur. Með tímanum fór Jo að eiga erfiðara með að sinna starfi sínu sem kennara og miklir erfiðleikar fóru að einkenna hjónaband þeirra. Jo fékk ekki greiningu á Alzheimer fyrr en heimilislæknir hans hafði vísað honum til sérfræðings. Stuttu eftir greiningu bað hann Robin um að senda sig aldrei á hjúkrunarheimili. Hann vildi frekar deyja en að fara á stofnun. Robin gerði sitt allra besta til að virða ósk hans og ákvaðu aðstandendur hans því að stofna GoFundMe fjáröflun fjórum árum seinna, til að geta veitt honum bestu mögulega aðhlynningu án þess að þurfa að fara á hjúkrunarheimili. Ósk hans rættist og hann lést heima hjá sér umkringdur vinum og aðstandendum nokkrum mánuðum seinna. 

Heimildir:

https://www.chatelaine.com/living/real-life-stories/early-onset-alzheimers-at-41/

https://www.macleans.ca/news/canada/they-came-to-celebrate-jo-he-would-have-loved-it/

Bjarnlaug Ósk og Móna4.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.2. VEGNA ALZHEIMERSÍÐKOMIÐ.

Dæmi: Don var vísindamaður í 15 ár og ferðaðist víða um heiminn. Hann var lengi með öflugt minni, hann mundi allt sem tengdist sinni grein án þess að þurfa að skrifa það niður og átti aldrei í vandræðum með það. Þegar Don keyrði næstum því af veginum fór hjónunum að gruna að eitthvað væri að. Eftir mörg hugræn próf og rannsóknir kom í ljós að Don var með Alzheimer. Það var mjög mikilvægt fyrir Don að fá að vera hluti af klínísku rannsóknunum sem voru í gangi í hans fylki (t.d. lyfjarannsóknir) þar sem hann sjálfur starfaði sem vísindamaður í svo mörg ár. Don og konan hans trúa því að rannsóknirnar munu skila sér og hefur Don samþykkt að gefa þeim heilann sinn eftir að hann deyr. Don virðist ekki leyfa sjúkdóminum að stjórna lífi sínu gjörsamlega (að bestu getu að minnsta kosti) og hann heldur áfram að vera jákvæður.

Phoebe Sóley2.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.3. VEGNA BLÓÐTAPPA Í ÆÐ.

Dæmi: Í viðtali þessu, árið 2014, var rætt við hjónin Audrey og Alan. Á þeim tíma sem viðtalið var tekið upp þá höfðu þau verið gift í rúmlega 60 ár. Hins vegar af þeim sex áratugum höfðu seinustu 20 árin reynst þeim erfið þar sem hún Audrey hafði fengið vitglöp vegna blóðtappa í æð. Þetta reyndist þeim báðum krefjandi tímar en Alan talaði að mestu leyti fyrir hönd þeirra beggja þar sem Audrey gat óhjákvæmilega ekki tjáð sig sjálf um málið. Alan óskaði þess að hægt væri að lækna þennan sjúkdóm eða halda honum niðri og sagði það vera afar erfiða upplifun að sjá einhvern sem maður elskar heitt, vera í þessu tiltekna ástandi. Alan talaði einnig um þann dag sem kona hans fékk heilablóðfallið en í fyrstu hélt hann að það væri einungis að líða yfir hana en hann var ekki lengi að átta sig á því þarna væri um heilablóðfalla að ræða.

Í seinni hluta viðtalsins talar Audrey og lýsir ástandi sínu eins og hún getur. Hún talaði um að geta ekki gert neitt á eigin spítur, hún saknaði þess t.d. að geta ekki keyrt út í búð. Hún sagðist finna fyrir tilfinningunni eins og hún væri fær um að gera hluti en þegar það kom að því að framkvæma þá, þá gat hún ekki gert neitt og þurfti því sífellt að fá aðstoð. Alan talaði um að á hennar verstu dögum, vildi hún ekki fara framúr rúminu og hún lýsti því á móti að hún gæti ekki hreyft sig (verkstol). Ef hún skyldi fara fram úr, þá myndi hún setjast niður í stofu þeirra og ekki hreyfa sig neitt og taldi sig ekki hafa neina matarlyst.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=f9R5s3Tf4VQ

Guðjón Hlynur2.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.1. VEGNA HIV-VEIRU.

Dæmi: Sjúklingurinn er 71 árs karlmaður með 14 ára sögu af HIV sýkingu sem var greind eftir að hann hafði sýnt einkenni flensu og lungnabólgu. Í kjölfarið fór hann í cART ónæmismeðferð. Hann og konan hans höfðu tekið eftir vægum skammtímaminnis erfiðleikum í 5 ár sem byrjuðu lævísilega en vöktu meiri eftirtekt á seinustu þremur árum. Einkennin hans komu fram í því að eiga erfitt með skilning, að gleyma nýlegum samræðum og að eiga í erfiðleikum með að gera margt samtímis. Hann sagði að það tæki hann lengri tíma að klára verkefni og að stundum gerði hann mistök. Hann gat ekki lengur sinnt starfi sínu sem lögfræðingur. Konan hans sagði að hann ætti erfitt með að læra nýja færni líkt og að nota farsíma. Hann átti erfitt með reikning svo að konan hans sá um fjárhag heimilisins. Hann þarf innkaupalista þegar hann fer út í búð en getur að öðru leiti séð um sig sjálfur og stundað helstu athafnir daglegs lífs án aðstoðar. Hann er þó hræddur við heilabilunina. Hann er félagslega virkur, hreyfir sig daglega og nýtur vikulegrar guðsþjónustu. Hann neitar árásarhneigð, kvíða, pirringi, ofskynjunum, ranghugmyndum, ofsóknarkennd og hugmyndum um sjálfsvíg. HIV sýkingunni er haldið stöðugri og hún bregst vel við cART meðferð.

Heimild: R. S. Turne, M. Chadwick, W. A. Horton, G. L. Simon, X. Jiang and G. Esposito. 2006. An individual with human immunodeficiency virus, dementia, and central nervous system amyloid deposition. Alzheimers Fement (Amst). 2016; 4: 1–5.

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4950581/

Ásta Gígja2.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.2. VEGNA HÖFUÐÁVERKA.

 Dæmi: Ástrós hlaut slæma höfuðáverka 29. nóvember 2018: „Ég var á leiðinni heim úr vinnu og rúðan hjá mér var skítug svo ég ákvað að koma við á bensínstöð á leiðinni heim. Ég fór og keypti brúsann og settist svo inn í bílinn því það var svo kalt, ég var að peppa mig í að setja rúðupissið á. Ég opna húddið og festi stöngina, en svo dett ég út og man ekki neitt“ segir Ástrós í viðtali á Vísi.

Ástrós veit ekki nákvæmlega hvað gerðist á bílaplaninu eða hvernig hún ók heim en það sem hún man var þegar hún var komin heim og hafði hringt í móður sína til að láta vita af verkjum í höfði. En það sem er víst er að hún fékk höfuðhögg á bensínstöðinni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hennar daglega líf. Móðir hennar var erlendis svo hún bað föður hennar um að koma við hjá henni og skoða stöðuna þar sem hún hljómaði ringluð í símann. Þegar faðir hennar mætti til hennar þá átti hún erfitt með að labba og þurfti að halda í hluti í kringum sig til að fá stuðning og fór hann þá með hana heim til sín. Þar fór hún að æla endurtekið svo hringt var á sjúkrabíl og var komið henni fyrir á Landspítalanum.

Henni var haldið í eftirliti þessa nótt á Landspítalanum en var síðan send heim og sagt að hún hafi fengið heilahristing en einkenni ættu að fara eftir 1-2 vikur sem er talið vera  “venjulegt” tímaviðmið í bataferli eftir heilahristing. Hún fór því heim að hvíla sig en fimm eða sex dögum eftir slysið byrjaði hún að æla endurtekið, en ekkert óvenjulegt kom út úr myndatöku á Landspítalanum svo henni var bent á að halda áfram að hvíla sig þangað til einkennin myndu ganga yfir. 

Einkenni sem Ástrós upplifði voru til dæmis einbeitingarskortur, minnisvandamál, svefntruflanir og erfiðleiki með að vera í miklu ljósi og höfðu þessi einkenni varið í lengri tíma en „venjulegt“ tímaviðmið er talið í bataferli eftir heilahristing svo hún leitaði til heimilislækna sem höfðu fátt um svör. Hins vegar gátu starfsfólk á Grensás gefið henni svör og kom í ljós að hún væri með eftirheilahristingsheilkenni (PCS). Þeir sem upplifa einkenni og afleiðingar heilahristings í lengri tíma en „venjulegt“ tímaviðmið eiga möguleika á að vera með eftirheilahristingsheilkenni líkt og í tilfelli Ástrósar. 

Ástrós talar meira um hennar upplifun og hennar sögu í baráttu sinni bæði í viðtali á Vísi og á vefsíðu hennar (set link fyrir bæði hér fyrir neðan). Ástrós bjó til vefsíðu í þeim tilgangi að safna upplýsingum um eftirheilahristingsheilkenni á einn stað. Hún fann ótrúlega lítið af upplýsingum um heilkennið á íslensku þegar hún fór að afla sér upplýsingar og las mikið af erlendum bókum til að fá upplýsingar. Hún ákvað því að búa til vefsíðu til að auka fræðslu og skilning á heilkenninu. Mæli eindregið með að skoða síðuna hennar ef þið hafið áhuga á að vita meira um bataferli hennar eða almennt meiri fræðslu um heilkennið.

Vefsíðan: https://www.eftirheilahristingsheilkenni.com/

Viðtal: https://www.visir.is/g/2020200309408/thurfti-ad-kynnast-sjalfri-ser-upp-a-nytt-eftir-heilahristinginn?fbclid=IwAR2R755HTtVDg-3moqvCCMzPkbGXzcZ_Rpfhj-Ubq10B2iNO7_lynI_jGUo

Rakel Matt1.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.3. VEGNA PARKINSONSVEIKI.

Parkinson er sjúkdómur sem hefur fyrst áhrif á hreyfingu einstaklinga. Byrjar á svæði í heilanum sem gegnir lykilhlutverki við hreyfingu. Einkenni Parkinson sjúkdómsins eru skjálftar, vöðvastífleiki, draga fæturnar áfram (s.s. ekki lyfta þeim almennilega upp við að ganga), líkamsstaða sígur (e. stooped posture), erfiðleiki við að koma hreyfingu af stað og skortur á svipbrigðum. Þegar breytingarnar í heilastarfseminni byrja að dreifa sig meira um heilann þá getur það haft áhrif á andlegu hlið einstaklingsins. Seinna meir getur komið vitræn skerðing, byrja gleyma hlutum og erfðileikar með að halda einbeitingu. Þegar sjúkdómurinn er orðin mjög slæmur getur einstaklingur fengið vitglöp.

Dæmi: ?

Heimildhttps://www.alz.org/alzheimers-dementia/what-is-dementia/types-of-dementia/parkinson-s-disease-dementia

 Hilda Björk Friðriksd2.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.4. VEGNA HUNTINGTONSVEIKI.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.5. VEGNA PICKSVEIKI.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.6. VEGNA CREUTZFELDT-JAKOB VEIKI.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.4. VITGLÖP AF ÖÐRUM LÆKNISFRÆÐILEGUM ÁSTÆÐUM. 17.2.4.7. VEGNA EFNAMISNOTKUNAR.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.5. VITGLÖP AF MÖRGUM ÁSTÆÐUM.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.2. VITGLÖP. 17.2.6. VITGLÖPÓTILGREIND.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.3. MINNISRÖSKUN.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.3. MINNISRÖSKUN. 17.3.1. EFNAORSÖKUÐ VARANLEG MINNISRÖSKUN.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.3. MINNISRÖSKUN. 17.3.2. MINNISRÖSKUNÓTILGREIND.


17. TAUGAHUGRASKANIR. 17.4. TAUGAHUGRÖSKUNÓTILGREIND.