7 kafli: Áfalla- og streitu-tengdar raskanir.

7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.1. SVÖRUNARTENGSLARÖSKUN.


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.2. ÓHEFT FÉLAGSTENGSLARÖSKUN.


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.3. ÁFALLASTREITURÖSKUN.

Dæmi: Keith. Present Trauma er stuttmynd sem fjallar um hermanninn Keith. Í einni bardagaferðinni lendir hann í því að félagar hans eru drepnir fyrir framann hann. Eftir það þróar hann með sér áfallastreituröskun. Það er hægt að sjá út frá tíðum svipleiftum (e. flashbacks) sem hann fær, þar sem hann upplifir sig stundum vera kominn aftur í bardagann. Í þessum svipleiftum finnst Keith eins og einn félagi hans sem lést sé að tala við sig og spyrja sig af hverju hann gerði ekkert til að reyna að bjarga félögum sínum. Það er því ljóst, að mér finnst, að Keith sé með survivors guilt þar sem hann er í raunninni að spyrja sig af hverju hann hafði ekki fattað fyrr að óvinirnir væru nálægt og að fara að ráðast á þá, og af hverju hann bjargaði ekki félögum sínum. Keith býr ekki lengur með eiginkonu sinni og syni þeirra og á erfitt með að sjá um son þeirra. Konan hans talar um að hann sé ekki lengur sami maðurinn og hún giftist og að hann þurfi á hjálp að halda til að takast á við þessar slæmu minningar og hugsanir sem hann fékk eftir þennan bardaga. Þegar Keith fer með strákinn sinn út að borða í tilefni afmælis stráksins þá sést að honum finnst óþægilegt að vera inni á matsölustaðnum og fer að vera mjög var um sig þegar strákurinn hans fer á klósettið. Þá fer hann að taka betur eftir öllum umhverfishljóðum og líta aftur fyrir sig þegar hann heyrir einhvern koma inn. Hann fær svo svipleiftur inni á matsölustaðnum og upplifir sig vera kominn aftur í bardagann, þangað til að strákurinn hans kemur aftur og tekur í höndina á honum. Keith upplifir annað svona svipleiftur heima hjá sér þegar hann er að þrífa byssuna sína, en það svipleiftur er mun alvarlegra en hann upplifði á matsölustaðnum og hann fer að miða byssunni út um allt og ráfa um íbúðina sína. Svipleiftrið endar á því að hann miðar byssunni upp að hökunni og gerir sig líklegan til að drepa sig þegar hudurinn hans, flækingshundur sem hann fann í byrjun myndarinnar, kemur og sleikir hann í framan. Eftir þetta biður hann konuna sína, sem kom heim til hans þegar hann var í miðju svipleiftinu, að fara með sig upp á spítala. Hann brýst í grát í fangi hennar og segir að það eina sem hann vilji er að sameinast henni og syni þeirra á ný. 

Mér finnst nokkuð augljóst og skýrt að Keith þjáist af áfallasteituröskun. Þau einkenni sem hann er með og eru sýnileg í myndinni uppfylla að sumu leyti greiningarskilyrðin fyrir áfallastreituröskun.  Í hluta A af skingreiningunni fyrir röskunina uppfyllir hann það að hafa verið í beinni upplifun áfalls. Í hluta B, þar sem þarf að hafa 1 eða fleiri einkenni til að uppfylla skilyrðin þá er hann með a) endurteknar, ósjálfráðar, og innrásarkenndar minningar um áfalls atburðinn sem eru óþægilegar, og b) hugrofs viðbrögð þar sem honum fannst eða lét eins og að áfallið væri að endurtaka sig. Í hluta D, þar sem þarf að hafa 2 eða fleiri einkenni þá er Keith með a) viðvarandi skekktar hugrenningar um orsakir eða afleiðingar áfallsins sem fær einstaklinginn til að kenna sjálum sér eða öðrum um og b) tilfinning um að vera ekki lengur tengdur eða að vera fjarlægur öðrum (þetta á við um samband Keiths við eiginkonu sína og son). Þó að einkennin sem Keith sýnir í myndinni uppfylli ekki öll greiningarviðmiðin fyrir áfallastreituröskun þá uppfylla þau frekar mörg þeirra. Svo verður að hafa í huga að stuttmyndin nær líklega ekki að sýna öll einkennin sem Keith var með, þannig að ekki er hægt að segja með vissu hvort hann uppfylli restina af greiningarviðmiðunum eða ekki. Hinsvegar eru einkennin sem hann sýnir augljóslega í myndinni þau einkenni sem eru mest lýsandi fyrir áfallastreituröskun (allavega að mínu mati).

Stuttmyndin Present Trauma sem er hægt að sjá hér:


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.4. SNÖRP KVÍÐARÖSKUN.

Dæmi: Ung kona lendir í bílslysi þar sem hún upplifir sig í mikilli lífshættu þó hún slasist aðeins lítillega. Stuttu eftir slysið byrjar hún að finna fyrir einkennum sem svipar til einkenna Áfallastreituröskunar. Hún finnur fyrir doða, finnst umhverfi sitt draumkennt og óraunverulegt og er mikið utan við sig. Hún upplifir líka færri jákvæðar tilfinningar en áður, er pirruð og vill helst ekki vera innan um fólk. Sem betur fer gengur þetta tímabil fljótt yfir og er hún orðin eins og hún á að sér að vera 2 vikum síðar. Ef einkennin hefðu varað lengur og verið alvarlegru væri líklegt að hún myndi fá greiningu áfallastreituröskunar, en þar sem þau voru aðeins til staðar í tæpan mánuð fær hún greininguna „snörp kvíðaröskun.“

Heimild: ?

 Eva Kristín2.


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.5. AÐLÖGUNARRASKANIR.

Dæmi: “K.” Bakgrunnsupplýsingar. Karlmaður, 54 ára, kallaður K. kvæntur, tveggja barna faðir sem á 19 ára son og 15 ára dóttur. Almenn heilsa mjög góð. Upplifir af og til bakvandamál sem eru leiðrétt í meðferð hjá kírópraktor og með sundi nokkrum sinnum í viku til þess að forðast endurkomu. Nýtur þess að ganga.

            Hefur verið í fullu starfi í sömu vinnu frá því á seinni unglingsárum. Sama  vinnustaðsetning í 35 ár. Þann 14. febrúar 2016 fluttist starfsstöð  K á nýja staðsteningu til höfuðstöðva fyrirtækisins, sem leiddi til lengri ferða til og frá vinnu. Starf hans krefst þess að hann tileinki sér þekkingar á nýjum tæknikerfum, verkflæði (e. work-flow) ferlum og að hann starfi meira sem partur af teymi.

            Fjölskyldusaga: Nokkur brotin bein fyrir 20 ára aldur (íþróttameiðsl). Að öðru leyti er K heilbrigður. Andlát ömmu samtímis taugaáfalls móður hans (1982). Saga af kvíða og þunglyndi hjá móður; tók benzodiazepines; lést af völdum vitglapa árið 2009. Faðir hans er 77 ára lifandi og heilbrigður, auk þess á K þrjú heilbrigð systkini.

            Lýsir sjálfum sér sem rólegum (eeasy going). Dagleg bjargráð hans eru góð, þrátt fyrir að hann viðurkenni erfiðleika við að aðlagast miklum lífsbreytingum t.d. að flytja / skipta um vinnu. Engin saga um lyfjanotkun, reykir stöku sinnum og drekkur sjaldan áfengi. 

Lýsing á vandamálinu. Ófær um að mæta til vinnu síðastliðna viku. Frá flutningi (e. relocation) starfsstöðvar hefur K upplifað mikla skerðingu á getu sinni til að funkera í nýja starfsumhverfinu: mæta kröfum og væntingum vinnuveitanda. Frá því að vera einn í vinnuumhverfi þar sem hann var að mestu sinn eiginn yfirmaður „aðeins ég í minni deild“, er vinnuumhverfið nú stórt, veggjalaust, tæknilega og ferla-drifið (e. process driven) umhverfi. Hann kann vel við fólk, er almennt málgefinn og glaðlyndur.

Einkenni. Erfiðleikar með að takast á við nýtt starfsumhverfi. Erfiðleikar með svefn, kvíðinn vegna þess að hann er óviss með hvernig eigi að stýra tölvukerfi. Honum finnst eins og búist sé við að hann rúlli upp verkefnunum og hafi góð tök á þeim og sé undir þrýstingi frá yfirmanni. Líður hins vegar eins og hann sé ófær um að takast á við hlutina, hefur lést og er almennt illa stemmdur. Vill ekki snúa aftur til vinnu. Var vanur að skreppa og heimsækja föður sinn þegar hann var á gamla vinnustaðnum, en finnst hann nú ófær um að hafa samabnd við hann eða aðra fjölskyldumeðlimi; svarar ekki símtölum / skilaboðum / tölvupóstum. Hann er meðvitaður um félagslegt fráhvarf sitt en ófær um að láta til sín taka. Skammast sín fyrir að geta ekki aðlagast og tekið framförum, þar sem hann gerir yfirleitt miklar vinnukröfur til sjálfs sín. Almenn vonleysistilfinning. Þessum einkennum léttir eitthvað þegar hann fer út að ganga með hundinn. Hann hefur nægilega innnsýn til að viðurkenna að nýja umhverfið er „menningarsjokk,“ en hefur áhyggjur af getu sinni til að aðlagast. Vill ólmur komast aftur í venjulegt ástand.

Greining. Casey (2009 p. 931) leggur áherslu á að grundvallaraskilyðrði þegar kemur að greiningu á aðlögunarröskun sé að einkennin eigi upptök sín í streituvaldandi atburði, en að mikilvægt sé að röskunin sé ekki ranglega greind sem PTSD. Með því að skoða tímasetninguna á upphafi óhóflegu tilfinninganna og hegðunar K var ljóst að einkennin komu í kjölfar streituvaldandi atburðar (Rhoads: 2011, p.146). Í tilfelli K voru  borin kennsl á hinn steituvaldandi atburð sem vanhæfa aðlögun að breytingum í starfi sem inniheldur þrjá þætti: breyting á staðsetningu, starfsumhverfi og væntingar vinnuveitanda. Tilfellið stenst það skilyrði á greiningu á aðlögunarröskun að einkennin hafi átt sér stað innan þriggja mánaða frá streituvaldandi atburðinum (flutningur ánýjan vinnustað um miðjan febrúar 2016, fyrir um fimm vikum síðan); einkennin eru umfram það sem mætti búast viðvegna flutnings á nýjan vinnustað; og merkjanleg truflun á sviðum í mannlegri virkni, t.d. vill ekki mæta til vinnu. Menningarlega umhverfið sem þetta á sér stað í gerir þetta enn verra, þ.e. sem sá einstaklingur sem styður mest fjárhagslega við fjölskylduna finnst honum að hann „ætti“ að geta aðlagast.

Heimild: http://www.annimeehanhealth.co.uk/wp-content/uploads/2017/06/Adjustment-Disorder-Case-Study-for-Website-June-2017.pdf

Inga Katrín1.


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.6. ÖNNUR TILGREIND ÁFALLA- OG STREITUTENGD RÖSKUN.


7. ÁFALLA- OG STREITU-TENGDAR RASKANIR. 7.7. ÓTILGREIND ÁFALLA- OG STREITU-TENGD RÖSKUN.