18 kafli: Persónuleikaraskanir.

18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.X. ALMENN SKILGREINING PERSÓNULEIKARÖSKUNAR.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.1. A-KLASI:


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.1. A-KLASI. 18.1.1. OFSÓKNAR (aðsóknar) PERSÓNULEIKARÖSKUN.

Dæmi: Carrie á föður sem er greindur með ofsóknar (aðsóknar) persónuleikaröskun (e. paranoid personality disorder). Hér lýsir hún áhrifum röskunarinnar á fjölskylduna alla.

Þegar Carrie var 10 ára stelpa og litli bróðir hennar aðeins fjögurra ára gamall, meiddist faðir hennar og missti vinnuna. Þetta orsakaði fyrstu þrepin í undarlegri hegðun hans. Þegar fjölskyldan fór í fyrsta fríið saman þá var faðirinn sífellt að kíkja aftur fyrir sig, hann sagðist sjá fólk elta sig eða gefa hvoru öðru einhvers konar merki (signals). Hann var stöðugt að nöldra yfir peningum. Í dag segist Carrie vita að að hann hafi verið frekar nískur á eyðsluvenjur fjölskyldunnar. Hvorki móðir né faðir Carrie keyrðu bíl og áttu þ.a.l. ekki bíl. Þegar faðir hennar skráði sig í ökuskóla þá hætti hann strax og sagði að ökukennarinn hafi haft eitthvað á móti sér og reynt að gera honum lífið leitt. Hann talaði um seinlæti (e. tardiness) ökukennarans og andstyggðar viðhorf hans. 

Þegar Carrie átti í erfiðleikum í skóla í sambandi við aðra krakka þá sá faðir hennar það annaðhvort  þannig að það væri henni að kenna eða að það væri einhver frá vinnu hans að skipa kennurum og nemendum að haga sér svona gagnvart henni. Á tímabilinu 1993 til 2000 eftir að faðir Carrie missti vinnuna lokaði hann sig inni og varð hegðun hans enn verri. Eftir að afi Carrie dó úr kúariðu (e. mad cow disease = sjá 17.2.4.6. Creutsfeldt-Jakob veiki) árið 1992 var faðir hennar handviss um að verið væri að fylgjast með íbúð þeirra og hlera síma. Hann var með dagbækur um fólk á götunum sem hann var svo viss um að væru njósnarar, hann var með lista af númeraplötum sem hann var viss um að væru með myndavélar til þess að fylgjast með honum og húsinu hans. Hann tók dyrabjölluna í sundur og setti einhvers konar útbúnað í síma allrar fjölskyldunnar sem að kom í veg fyrir símhringingar. 

Faðir Carrie laug án þess að finna fyrir einhverju samviskubiti, hann stal pening frá Carrie og litla bróðir hennar. Hann tók stundum börnin sín úr skóla í langan tíma sem hafði áhrif á námárangur þeirra. Hann elskaði hugarleiki (e. mind games) og náði einhvern veginn að sannfæra konuna sína, móður Carrie, að frá 12 ára aldri hafi Carrie verið einn af njósnurunum sem voru að fylgjast með honum. Hann hótaði eitt sinn að hringja á lögguna af því að hann hélt því fram að fjölskyldan væri að fara illa með hann þegar hún einungis bar upp á hann að hann væri að ljúga. Hann neitaði allri sálfræðilegri hjálp þar sem að honum fannst ekkert hrjá hann.

Heimild: ?.

Sigríður Kr.1.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.1. A-KLASI. 18.1.2. EINHVERF PERSÓNULEIKARÖSKUN.

Einhverf persónuleikaröskun tilheyrir flokknum Persónuleikaraskanir. Röskunin felur í sér langvarandi einangrun og fáskipti í félaglegum samskiptum og hefur mjög takmarkaða vídd í tilfinningatjáningu við félagslegar aðstæður, sem hefst snemma á fullorðinsárum og er sýnileg á ólíkum sviðum. Einstaklingur með Einhverfa persónuleikaröskun leitar ekki eftir né hefur ánægju af nánum samskiptum, þar á meðal því að vera meðlimur í fjölskyldu. Hann velur nærri alltaf að vera einn með sjálfum sér og hefur lítinn sem engan áhuga á kynlífssambandi með annarri persónu. Þeir sem greinast með Einhverfa persónuleikaröskun sýna tilfinningakulda, fáskipti eða flatar tilfinningar. Skortur er á nánum vinum eða trúnaðarsambandi með öðrum en blóðtengdu fólki.

Tíðni Einhverfrar persónuleikaröskunar er tiltölulega há eða um 3,1 – 4,9% en kynin eru jafn líkleg til að þróa með sér röskunina. 

Dæmi: Mark er með Einhverfa persónuleikaröskun, í fyrsta sálfræðitímanum sínum: Mark er 36 ára gamall karlmaður greindur með Einhverfa persónuleikaröskun. Hann sýnir engar tilfinningar þegar hann er spurður út í fjölskyldu sína, æsku og stundir sem ættu að vekja sterkar tilfinningar hjá eðlilegri manneskju. Mark segist ekki eiga samband við annað fólk, hann tjáði áður vandamál sín við móður sína og systur en það eru tvö ár síðan hann ræddi við þær. Mark hefur stundað kynlíf áður, við eldri konu sem var nágranni hans en honum fannst það leiðinlegt. Mark kýs frekar að verja tímanum sínum í að vinna í tölvuforriti. Mark er ekki partur af vinnuhóp heldur starfar sjálfstætt og er sko sinn eigin yfirmaður. Hann nýtur einverunnar til þess að hugsa og skapa. Kúnni Mark vill nú að hann starfi með tæknideild og er það ástæðan fyrir komu hans til sálfræðings, honum er ógnað í þessum óþekktu aðstæðum. Mark segist ekki hafa stigið út fyrir þægindarammann áður og hefur enga ætlun til þess en ákvað þó að kíkja til sálfræðings. 

Heimildhttps://www.healthyplace.com/personality-disorders/malignant-self-love/schizoid-patient-a-case-study

Harpa Hrund2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.1. A-KLASI. 18.1.3. GEÐKLOFALÍK PERSÓNULEIKARÖSKUN.


18.2. B-KLASI:


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.2. B-KLASI. 18.2.1. ANDFÉLAGSLEG PERSÓNULEIKARÖSKUN.

Dæmi: Andy, 33 ára er greindur með andfélagslega persónuleikaröskun. Aðeins nokkurra mánaða var hann tekinn af foreldrum sínun. Pabbi hans var með geðklofa og eiturlyfjafíkill og lést vegna þess. Móðir hans vanrækti öll hennar börn og var aldrei inn í myndinni. Tveggja ára gamall var hann svo ættleiddur. Á aldrinum 7-10 ára var hann svo kynferðislega misnotaður af eldri bróður vinar síns. Samkvæmt sálfræðingi sínum var hann með undirliggjandi þætti sem gætu orðið að andfélagslegri persónuleikaröskun og þessir atburðir hafi komið því af stað. Á unglingsárum varð hann skapstór og ofbeldisfullur sem gerði það að verkum að honum var vísað úr skóla. Hann beindi reiði sinni einnig að dýrum og var vondur við þau. Þrátt fyrir það var hann vinsæll og átt vini en taldi sig aldrei passa inn í hópinn. 16 ára gamall fór hann til sálfræðings sem þrátt fyrir að hann hafi talið sig vera hreinskilinn við hann greindi hann ekki með neina geðröskun. Eftir útskrift hóf hann að vinna sem dyravörður og hóf að taka þátt í ýmsu ólöglegu. Var hann meðal annars dæmdur fyrir rán 21 árs. Honum tókst að hylja það fyrir fjölskyldu sinni og hélt lífi sínu áfram. Þegar hann var fyrst greindur með andfélagslega persónuleikaröskun var honum ávísað þunglyndis- og kvíðalyf. Hann fékk vinnu sem tölvunarfræðingur en lifði þó tvöföldu lífi. Ein hliðin var hans venjulega líf sem tölvunarfræðingur en svo lifði hann öðru lífi þar sem hann tók þátt í ólöglegri afbrotastarfsemi. Þetta tvöfalda líf hélt áfram þar til hann var kominn á ný í dómssal og átti von á fangelsisvist. Þá ákvað hann að snúa við blaðinu. Í dag vinnur hann að því að stjórna skapi sínu og vinna að því að lifa eðlilegu lífi. Hann segir það vera nokkuð erfitt og hafi flakkað þó nokkuð milli starfa. Hann sé einnig með ADHD sem geri honum erfitt fyrir að stjórna sér. Hann hefur kynnt sér röskun sína og er meðvitaður um takmarkanir sínar eins og það að geta ekki sett sig í spor annarra og fundið til með öðrum. Hann hafi þó komist að því með sálfræðingi sínum að hann geti fundið til með nánum vinum og þeim sem hann þykir vænt um en sé alveg tilfinningalaus gagnvart öðrum.

Heimildhttps://www.mind.org.uk/information-support/your-stories/life-with-antisocial-personality-disorder-aspd/

Breki Arnars2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.2. B-KLASI. 18.2.2. JAÐAR PERSÓNULEIKARÖSKUN (BPD).

Talað er um að um 1,4% fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum muni upplifa BPD og þar af eru 75% konur. Þessi sjúkdómur einkennist af erfiðleikum við að meðhöndla tilfinningar á viðeigandi hátt. BPD einstaklingar upplifa tilfinningar af mikilli dýpt og í langan tíma eftir að atburður hefur átt sér stað. Þessir erfiðleikar geta leitt til mikillar hvatvísi, skaðlegrar sjálfsímyndar og stormafullra sambanda. Einnig getur þetta leitt til sjálfskaðahegðunar. Fólk með þennan sjúkdóm er með miklar skapsveiflur og getur oft liðið mjög óstabílt eða óöruggt. Sumir fara að eyða miklum peningum í vitleysu, stunda óvarið kynlíf, nota fíkniefni og keyra glæfralega. Orsakir sjúkdómsins eru enn þann dag í dag ekki ennþá fyllilega kunnugar, en fræðimenn er sammála því að þetta er sambland af erfðum, umhverfi og heilastarfsemi. Sálfræðilegar meðferðir eru dialectical behavioral therapy og hugræn atferlismeðferð, lyfjameðferðir og fjölskyldumeðferðir. Díalektíska meðferðin hennar Marsha Linehan virðist vera að skila góðum árangri.

Dæmi: Um manneskju sem er sögð hafa Jaðarpersónuleikaröskun er Britney Spears. Það sem hún hefur sameiginlegt með þeim einkennum sem tilheyra þessari röskun er t.d. bræðisköst, mjög miklar skapsveiflur, kærulaus hegðun (t.d. glæfraakstur), eiturlyfjamisnotkun og átröskun. Það er flestum kunnugt tímabilið þar sem hún rakaði af sér hárið og lét öllum illum látum, átti í erfiðleikum með ástarsambönd sín. Eftir það hefur hún lagst inn á geðdeild nokkrum sinnum og nú síðast fyrir bara nokkrum mánuðum síðan. Amy Winehouse hafði líka þessa röskun. Hún bar merki um sjálfskaða, skömm, stormasöm og slæm ástarsambönd, eiturlyfjamisnotkun, tómleikatilfinning, hvatvísi, sjálfsvígshugsanir og átröskun. Amy var aldrei meðhöndluð almennilega vegna þess að hún neitaði að fá greininguna. Læknar vildu þó meina að hún væri að kljást við jaðarpersónuleikaröskun. Þeir vildu að hún færi í díalektíska atferlismeðferð (e. dialectical behavior therapy) en hún harðneitaði því. Fyrir dauðadag hennar hafði hún verið inni og úti af meðferðarstofnunum eins og hún svo fræglega söng um í laginu sínu Rehab, þó aðallega til þess að þóknast fjölskyldumeðlimum: They tried to make me go to rehab but I said “no, no, no””. Ég segi bara mikið hefði verið frábært ef hún hefði farið í meðferðina hennar Marsha Linehan.

Tíðni BPD er 1,6 - 5,9% og þar af er 1 maður á móti 3 konum sem glímir við sjúkdóminn.

Heimildir: https://www.borderlinepersonalitytreatment.com/marsha-linehan-struggle-bpd.html

https://www.ibtimes.com/amy-winehouse-dead-traits-borderline-personality-disorder-explain-her-tragic-life-646003

Úlfar Viktor2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.2. B-KLASI. 18.2.3. GEÐHRIFA PERSÓNULEIKARÖSKUN (e. histrionic personality disorder).

Geðhrifapersónuleikaröskun er langvarandi hegðunarmynstur sem einkennist af ýktri tilfinningasemi og athyglisleit. Einstaklingar með þessa persónuleikaröskun þarfnast samþykkis frá öðrum en þeir sýna oft óviðeigiandi, kynæsandi eða ögrandi hegðun. Ennfremur sýna þeir snöggar, breytilegar og grunnar tilfinningar. Röskunin hefst oft á yngri fullorðinsárum, sést hjá 1,84% fólks og er örlítið algengara meðal kvenna.

Dæmi um þessa röskun er persónan Regina George úr kvikmyndinni Mean Girls (2004). 

Hún er lífleg, dramatísk, “flirtatious” og áhrifagjörn sem er allt lýsandi fyrir þessa röskun. Hún notar ytra útlit til að draga athygli að sér, telur persónuleg tengsl nánari en þau eru í raun og ýkir tilfinningar sínar við sumar aðstæður en sýnir grunnar tilfinningar við aðrar. 

Sækist í athygli / vill vera miðpunktur athyglinnar:

Ýkir tilfinningar sínar / er dramatísk.

Ýkir tilfinningar sínar / er dramatísk.

Sýnir kynæsandi eða ögrandi hegðun.

Sýnir kynæsandi eða ögrandi hegðun.

Emilía Katrín2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.2. B-KLASI. 18.2.4. SJÁLFHVERF PERSÓNULEIKARÖSKUN.

Skilgreining sjálfhverfrar persónuleikaröskunar er m.a. langvarandi hegðunarmynstur mikilmennsku og þörf fyrir aðdáun sem byrjar við upphaf fullorðinsára á ólíkum sviðum. Einn karl á móti hverri 2-3 konum eru greindir með þessa röskun (skilgreining úr DSM-5).

Dæmi: Í myndinni Girl Interrupted leikur Angelina Jolie karakter sem heitir Lisa. Lisa hafði verið á geðspítalanum síðan hún var níu ára, henni er lýst sem ofbeldisfullri og uppreisnargjarnri manneskju sem ráðskast með fólk og er með charisma. Hún sleppur af geðspítalanum mörgum sinnum en er alltaf fundin á endanum og tekin til baka. Lisa er líka sögð óútreiknanleg, fær frekjuköst og er stolt af sinni greiningu með sjálfhverfa persónuleikaröskun. Upphaflega er aðal karakterinn hrifinn af sjálfsöryggi Lisu en kemst að því seinna meir að Lisu er sama um afleiðingar og er stundum viljandi illgjörn. (KG: Ég held að þetta sé frekar dæmi um Andfélagslega persónuleikaröskun).

Í myndbandinu hér að neðan eru einkenni sjálfhverfrar persónuleikaröskunar lýst.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=vjaeBMseW3o

Karen Eik2.


18.3. C-KLASI:


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.3. C-KLASI. 18.3.1. HLIÐRUNAR PERSÓNULEIKARÖSKUN (avoidant personality disorder).

23 ára karlkyns háskólanemi mætti til geðlæknis ásamt foreldrum sínum vegna vanhæfni til að eiga samskipti við fólk, vanhæfni til að læra og fleira. Einkennin höfðu varað yfir 4 ára tímabil og fóru versnandi. Síðustu 2 árin mætti hann ekki í tíma né heimakennslu. Hann eyddi mestum tíma sínum í það að sofa og nýtti hann róandi lyf í að hjálpa sér við það. Hann var meira og minna heima. Hann forðaðist nána ættingja og vini, ókunnugt fólk og hópa af fólki þar sem það vakti mikinn ótta og minnimáttarkennd. Hann hræddist að tala við þernu (e. maid) heimilisins, vinnumenn í húsinu, lögreglumenn og konur. Hann forðaðist konur eins og þær væru eitraðar, hann horfði frá og gekk í burtu þegar kona var í nálægð. Hann forðaðist nánast allar athafnir utan heimilisins. Er þetta skýrt dæmi um hliðrunar persónuleikaröskun þar sem þetta uppfyllir flest skilyrði skilgreiningarinnar í DSM-5. 

Heimild10.4103/0253-7176.135392

Margrét Stella1.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.3. C-KLASI. 18.3.2. HÆÐIS PERSÓNULEIKARÖSKUN (dependant personality disorder).

Konan með röskunina byrjar á því að spyrja hvort Larry, eiginmaður hennar, megi koma inn í herbergið. Hún segir að hann geti tjáð sig betur en hún. Aðspurð hvort Larry hafi skaðað á henni handlegginn (hún er með sárabindi um úlnliðinn) segist hún halda að hann hafi ekki ætlað sér það. Þegar hún er spurð hvort Larry hafi skaðað hana áður segir hún að hann ætli sér það aldrei beint heldur geri það bara þegar hann er að drekka (áfengi). Hún hefur aldrei hugsað um að fara frá manni sínum því hún gæti ekki hugsað sér það að vera án hans. Hún gæti ekki lifað án hans vegna þess að hann er svo góður við hana af því leyti að hann keyrir hana í búðina, hann keyrir hana til foreldra hans og tekur hana á hnefaleikakeppnir sínar. Samt sem áður fer hann aldrei með hana til hennar eigin foreldra vegna þess að hann líkar það ekki. 

Þetta er skýrt dæmi um hæðis persónuleikaröskun þar sem konan treystir sér ekki í að taka ákvarðanir sjálf, á erfitt með að gera eitthvað sjálf (eins og að vera ein í viðtali við sálfræðinginn í myndbandinu) og treystir sér ekki í að sjá um sig sjálf (gæti ekki hugsað sér að fara frá manni sínum því hann tekur allar ákvarðanir fyrir hana) o.fl.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=_bsOjSpaO-c

Margrét Stella2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.3. C-KLASI. 18.3.3. ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJU PERSÓNULEIKARÖSKUN.

Áráttu-Þráhyggju persónuleikaröskun (OCPD) er persónuleikaröskun sem einkennist af fullkomnunaráráttu. Hún er ólík áráttu-þráhyggju röskun (OCD) að því leiti að hugsanir eru ekki endilega óvelkomnar og einstaklingar með áráttu-þráhyggju persónuleikaröskun telja áráttur sínar fullkomlega réttilegar og ætlast jafnvel til að aðrir hagi sér á svipaðan hátt. 

Í DSM-V er áráttu-þráhyggju persónuleikaröskun skilgreind sem: Langvarandi mynstur af því að vera upptekinn af skipulagi, fullkomnun, og andlegri og félagslegri stjórnun, á kostnað sveigjanleika, skilvirkni og hentugleika, sem hefst við upphaf fullorðinsára og sem sjá má á ólíkum sviðum.

Dæmisaga: Eftirfarandi dæmisaga er um vel menntaðan 43 ára viðskiptamann sem var hátt settur í samfélaginu og farsæll í starfi. Hann var í leiðtogastöðu í stóru alþjóðlegu fyrirtæki og mjög stundvís og nákvæmur og gat ekki umborið neinar málamiðlanir hvað varðaði gæði eða vinnuframlag starfsmanna. Maðurinn var stoltur af stífum gæðastuðlum sínum og hvatti starfsmenn til þess að framfylgja þeim. Hann rak hiklaust þá sem unnu ekki eftir hans verklagi, en margir aðrir sögðu upp vegna óraunhæfra krafna frá honum. 

Á fyrstu árum hjónabandsins fannst eiginkonu hans erfitt að meðhöndla stíft og óraunhæft viðhorf hans en smám saman vandist hún því. Fæðingar barna og ábyrgðin sem því fylgdi dreifðu athygli hennar. Hún var vön að gera allt það sem hann vænti frá henni og eyddi meiri tíma með börnunum og smám saman urðu samskipti milli hjónana í lágmarki. 

Konan var sátt við aðstæðurnar, en börnin áttu erfitt samband við föður sinn, þeim líkaði illa hversu strangur hann var og ósveigjanlegur en gáfu þó eftir. 

Fyrir tveimur árum höfðu börnin flutt út og farið í skóla, það var þá sem hjónin þurftu að horfast í augu við hvort annað aftur. Það fór í taugarnar á honum þegar konan gat ekki uppfyllt væntingar hans og gat ekki fylgt tímasetningum hvað varðaði matartíma og annað. Hún vildi ekki viðurkenna hans leið til þess að gera hlutina.

Hann varð óhamingjusamur og ringlaður og byrjaði að drekka óhóflega og fara illa með konuna. Hann kvartaði yfir því að hún væri uppreisnargjörn vegna þess að hún hlýddi ekki skipunum hans og sagði hegðun hennar vera á skjön við væntingar menningarinnar og trúar. Á þessum tímapunti sótti konan eftir sálfræðilegri aðstoð fyrir hann.

Heimild: Reddy, M. S. (2015). OCD Cases with Poor Insight, and Obsessive Compulsive Personality Disorder. Elsevier, 4(34).

Erla Katrín2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4. AÐRAR PERSÓNULEIKARASKANIR.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4. AÐRAR PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4.1. PERSÓNULEIKABREYTING AF LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.

Þessi kona fékk heilahristing sem hafði mikil áhrif á hana í marga mánuði eftir, þar á meðal persónuleika.?

Heimild: ?.

Sigríður Kr.2.


18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4. AÐRAR PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4.2. ÖNNUR TILGREIND PERSÓNULEIKARÖSKUN.


 18. PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4. AÐRAR PERSÓNULEIKARASKANIR. 18.4.3. ÓTILGREIND PERSÓNULEIKARÖSKUN.