11 kafli: Úrgangsraskanir.

11. ÚRGANGSRASKANIR. 11.1. ÁMIGA.

Ámiga er úrgangsröskun en hún lýsir sé þannig að einstaklingur endurtekið losar þvag á óeðlilegum stöðum svo sem í föt eða í rúm. Hvort sem hegðun er gerð af ásetningi eða óviljandi þá flokkast það undir þessa röskun. Til að greinast með röskunina þá er ekki hægt að vera yngri en 5 ára. Til að fá greiningu þarf vandamálið að hafa áhrif á líf einstaklings og gerast minnst tvisvar í viku í þrjá mánuði. Hér að neðan er dæmi sem lýsir vel vandamálinu. Dæmi:

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=Etf3cwheZSc

 Elísa Ýr og Halla Margrét2.


11. ÚRGANGSRASKANIR. 11.2. ÁSKITA.

Áskita er endurtekin losun úrgangsefna á óeðlilega staði án líkamlegra ástæðna. Til að greinast með áskitu þarf barn að hafa náð 4 ára aldri og hafa lært að nota klósett og þarf að hafa gerst 1 sinni í mánuði í 3 mánuði.

Dæmi: John var 11 ára þegar hann var sendur til skólasálfræðingsins vegna tíðra óstjórnlegra hægða. John var yfirburða gáfaður og með hæstu einkunnir í lestri, málfari og reikningi. Móðir hans sagði hann aldrei hafa lært hvenær hann ætti að fara á klósettið. Foreldrar John voru að standa í skilnaði og voru mikil persónuleg og tilfinningaleg vandamál á heimilinu. Vandamál John héldu áfram næsta árið og var John sendur til atferlisfræðings. Fylgst var með hegðun Johns í skólanum næstu vikurnar og hafði hann gert á sig um þrisvar til fjórum sinnum í viku. Þetta hafði áhrif á líðan John í skólanum og átti hann erfitt með að vingast við jafnaldra sína. Fundað var með móður John sem var sjálf með vandamál, hún taldi karlmenn vonda, var skilin við faðir John og kenndi honum um vandamál Johns og talaði meira um sín vandamál heldur en vandamál Johns en sagðist vilja hjálpa honum. Hún sagði eina sem John hafði áhuga á var að passa fyrir pening og lesa. Ákveðið var að umbun John væru miðar sem hann gæti safnað sér upp í nýja bók að eigin vali. Hann fékk einn miða fyrir hverja kennslustund sem hann náði að stjórna hægðum sínum. Strax fyrstu vikuna náði John að stjórna hægðum sínum og fékk fyrstu bókina og hélt það þannig út skóla árið og var farinn að vingast við skólafélaga sína.  En stöku slys komu áfram heima fyrir. 

Heimild: Pedrini, B. C., & Pedrlni, D. T. (1971). Reinforcement Procedures in the Control of       Encopresis: A Case Study. Psychological Reports28(3), 937–938.                                                        doi:10.2466/pr0.1971.28.3.937

 Elísa Ýr og Halla Margrét3.


11. ÚRGANGSRASKANIR. 11.3. ÖNNUR TILGREIND ÚRGANGSRÖSKUN.


11. ÚRGANGSRASKANIR. 11.4. ÓTILGREIND ÚRGANGSRÖSKUN.