9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.1. LÍKAMSEINKENNARÖSKUN (e. somatic symptom disorder).
Dæmi: Um jólin 2018, fékk Emily ælupest ásamt allri í fjölskyldunni. Eftir flensuna leið henni áfram eins og hún væri veik, enn viku seina leið henni ennþá eins og hún væri veik, henni var flökurt allan tímann, hún gat ekki borðað því hún kúgaðist mikið við það að reyna að borða. Henni fór ekkert að líða betur.
Mánuði seinna fór hún til læknis því henni leið alltaf eins og hún væri að verða veik og taldi að þetta væri ekki eðlilegt. Hún fékk lyf hjá lækninum og hann sagði að eftir að hún tæki lyfið ætti henni að fara að líða betur.
Hún hætti að mæta í vinnuna í heilan mánuð og lá bara upp í rúmi í heilan mánuð, sumir dagar voru mjög slæmir hjá henni. Mamma hennar fór með hana á bráðamóttökuna því Emily sagði að henni hafi aldrei liðið svona illa á ævinni. Þar fékk hún fullt af lyfjum eins og ógleðistöflur og læknirinn sagði að einstaklingar í krabbameinsmeðferð fá þessi lyf og hann sagði að ef þetta virkar ekki þá vitum við ekki hvað er að þér.
Hún fór aftur í vinnuna og entist þar í tvo tíma og fór síðan heim, eftir það fór henni að líða verr og verr og endaði aftur á spítalanum og læknarnir fundu ekki neitt og sögðu að hún væri örugglega með kvíða.
Eftir allt þetta varð hún mjög þunglynd og kvíðin og fékk kvíðakast og læknarnir sögðu að þunglyndið og kvíðinn væri að valda þessari tilfinngu að vera alltaf veik en hún hélt áfram að segja þeim að það væri öfugt að þunglyndið og kvíðinn kom út af því að henni leið eins og hún væri alltaf að verða veik. Hún fór á þunglyndislyf sem hjálpuðu henni ekki. Hún var sett á fullt af lyfjum og ekkert hjálpaði og hún fór að fá sjálfsmorðshugsanir. Hálfu ári seinna byrjaði hún á nýjum lyfjum sem hafa eitthvað hjálpað en líður enn eins og hún sé mjög veik og hefur ekkert unnið síðan þetta byrjaði. Emily er í meðferð við þessu núna og á lyfjum en finnst samt eins og ekkert sé að virka.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=C867_va8wl0&t=1579s
Stefanía Ýr1.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.2. SJÚKDÓMSKVÍÐARÖSKUN (e. illness anxiety disorder).
Dæmi: Christy hefur verið að fara til læknis og vill komast að hjá krabbameinslækni. Árið 2014 fór hún að hafa áhyggjur að því að hún væri með heilaæxli en læknirinn sagði við hana strax þá að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur að hún væri með það. Hún er búin að vera hjá nokkrum læknum en henni finnst eins og það sé eitthvað að fara framhjá þeim sem þeir eru ekki að taka eftir.
Hún er nýlega skilin og sagði að sá fyrrverandi hafi verið með slæmt viðhorf gagnvart henni. Sagði að hún eyddi of miklum tíma í að hafa áhyggjur og væri mjög mikið í tölvunni að reyna að leita af því sem gæti mögulega verið að angra hana.
Árið 2013 tók hún eftir því að hún væri með fæðingarblett á fætinum og hún hélt að það gæti verið krabbamein. Hún fór til margra lækna og einn tók blettinn af fætinum.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=IF9oP4L-nKc
Stefanía Ýr2.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.3. HUGBRIGÐARÖSKUN.
Dæmi: Í myndbandinu má sjá viðtal við tvær stelpur sem hafa verið greindar með hugbrigðaröskun, Holly og Jana. Holly lenti í því að fá mikla verki í bakið þegar hún var að spila boltaleik. Í kjölfarið missti hún hæfnina til þess að ganga, missti tímabundið hæfnina til þess að tala og fékk hreyfiflog. Rannsóknir sýndu engin merki þess að um væri að ræða taugafræðilega eða aðra læknisfræðilega orsök fyrir veikindum hennar. Saga Jana var sambærileg sögu Holly, en hún missti einnig færnina til þess að ganga án þess að nein læknisfræðileg skýring væri þar að baki.
Þessi sjúkdómstilvik eru dæmi um hugbrigðaröskun þar sem þær upplifðu báðar líkamleg einkenni án þes að þau tengdust viðurkenndu taugasjúkdóms eða læknisfræðilegu atriði, einkenni þeirra voru ekki betur útskýrð af annarri læknisfræðilegri ástæðu eða geðröskun og olli þeim merkjanlegri þjáningu og hömlun.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=_jOuqAcgMrA&t=214s
Signý Benediktsd1.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.4. SÁLFRÆÐILEG ATRIÐI SEM HAFA ÁHRIF Á AÐRA LÆKNISFRÆÐILEGA ÞÆTTI.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.5. UPPGERÐARRASKANIR.
Dæmi: Dee Dee Blanchard er skýrt dæmi um einstakling með uppgerðarröskun þar sem hún gerði upp fjölda læknisfræðilegra vandamála dóttur sinnar. Blanchard hélt því meðal annars fram að dóttir hennar væri með vöðvarýrnun, flogaveiki, hvítblæði og greindarþroskaröskun.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=JpfE3o8IriQ
Þar að auki lét hún dóttur sína nota hjólastól og magasondu þrátt fyrir að hún þurfti á hvorugu að halda. Þær mæðgur fengu mikla athygli og meðaumkun frá samfélaginu vegna veikndi dótturinnar. Sem dæmi má nefna að þær feng peningastyrk frá ýmsum góðgerðarsamtökum. Við lögreglurannsókn á morði Dee Dee Blanchard kom í ljós að hún hafði gert upp veikindi dóttur sinnar.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=-mDCbVy3Xp8
Þetta dæmi sýnir dæmigerð einkenni uppgerðarröskunar annarra hjá Dee Dee Blanchard þar sem hún falsaði veikindi dóttur sinnar, framkallaði skaða og lét sem hún væri fötluð.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ysUtZexaZTI
Hér fyrir neðan fylgja myndbönd um sögu mæðgnanna (þetta eru 4 myndbönd, en í fjórða myndbandinu er viðtal við dótturina þar sem hún segir m.a. frá fölsun móður sinnar).
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ie4LQWlx4mo&t=128s
Signý Benediktsd2.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.6. ÖNNUR TILGREIND LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR.
9. LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR. 9.7. ÓTILGREIND LÍKAMLEG EINKENNI OG TENGDAR RASKANIR.