Kaflar

1 kafli: Taugaþroskaraskanir.

1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.1. GREINDARÞROSKARASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.1. GREINDARÞROSKARASKANIR. 1.1.1. GREINDARÞROSKARÖSKUN.

Dæmi: Dontrell var 5 ára drengur sem sýndi tafir á skilningi, málþroska og átti í erfiðleikum við að sinna daglegum verkefnum. Móðir hans hafði neytt áfengis og fíkniefna á meðgöngu og var ekki undir mæðraeftirliti þar sem hún var hrædd um að fæðingarlæknir myndi tilkynna fíkniefnaneyslu sína til lögreglu. Dontrell fæddist með ýmis efni í kerfinu sínu og var með öndunar- og hjartavandamál. Stuttu eftir fæðingu hvarf móðir Dontrell og skildi hann eftir hjá ömmu sinni. Dontrell var seinn í þroska og það tók hann meðal annars lengur að ná að sitja uppréttur og að byrja að labba heldur en jafnaldra hans. Einnig var áberandi var hversu seinn hann var í málþroska. Hann sýndi skilning og gat hlýtt einföldum skipunum en hann gat einungis myndað 15 – 20 orð og mörg þeirra var erfitt að skilja. Hann gat ekki greint liti, rifjað upp stafrófið eða talið. Hann átti einnig erfitt með að sinna sjálfsumönnun sem jafnaldrar hans sinntu. Hann gat til dæmis ekki klætt sig sjálfur, þvegið andlitið, burstað tennur eða borðað með hnífapörum. Dontrell sýndi einnig hegðunarvandamál. Þegar hann fékk ekki sínu framgengt þá fékk hann æðisköst og byrjaði að kasta hlutum. Hann átti einnig til að lemja, sparka og bíta önnur börn og fullorðna þegar hann var í uppnámi. Einnig sagði amma hans að hann væri með „þráhyggju fyrir mat“. Hún lýsti því að hann væri með gríðarlega matarlyst og var hann gripinn við að geyma mat undir rúminu sínu ásamt því að stela mat frá ættingjum. Dr. Valencia, sálfræðingurinn sem framkvæmdi matið var þó mest í áfalli yfir útliti Dontrell en hann vó um 38 kg aðeins 5 ára gamall. Hann nálgaðist sálfræðinginn með fýlusvip og kalt augnaráð. Þegar hún rétti fram höndina og sagði: „Halló“ þá greip Dontrell í höndina hennar og kyssti hana. Amma hans, sem baðst fljótt afsökunar, sagði að hann geri þetta þegar honum líkar við einhvern.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.1. GREINDARÞROSKARASKANIR. 1.1.2. ALMENN GREINDARÞROSKATÖF.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.1. GREINDARÞROSKARASKANIR. 1.1.3. ÓTILGREIND GREINDARÞROSKARÖSKUN.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR. 1.2.1. MÁLRÖSKUN.

Dæmi: Albert var sjö ára, í öðrum bekk, og var í talþjálfun í skólanum sínum. Albert var seinn í að byrja að tala og móðir hans sagði að hann var ekki farinn að mynda setningar fyrr en hann var orðin þriggja ára. Þegar hann byrjaði loks að tala þá voru setningarnar hann óþroskaðar og í fyrsta og öðrum bekk þá var hann að gera málfræðilegar villur sem jafnaldrar hans voru búin að ná tökum á (t.d. hann notaði fornafnið „hann“ fyrir bæði kynin og ruglaði saman nútíð og þátíð eins og „fara-fór“). Hann átti einnig erfitt með að raða orðum í rétta röð og þá sérstalega þegar hann var að mynda spurningar (t.d. hann sagði “how that get in there,” en meinti ” how did that get in there”). Albert átti einnig erfitt með að tjá hugsanir sínar nákvæmlega með einu orði eða setningu. Það virtist sem að hann átti erfitt með að endurheimta orð, orð sem gerðu nákvæmlega grein fyrir hvað hann vildi og átti erfitt með að tjá hugasnir sínar um hvað hann vildi gera. Til dæmis þegar hann fór í afmæli og var að segja frá afmæliskertunum á kökunni þá sagði hann að mamma afmælisstráksins hafi sett „eldstangir“ á „afmælis matinn“. Þegar það kom að því að endurheimta orð sem voru erfið þá notaði hann oft önnur orð í staðin sem höfðu svipaða merkingu en hafði þó neikvæð áhrif á skilning fyrir þann sem var að hlusta. Albert átti einnig við lesörðugleika að stríða varðandi skilning og tjáningu og einnig við skrif og stafsetningu. 


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR. 1.2.2. HLJÓÐKERFISRÖSKUN.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR. 1.2.3. STAM.

Dæmi: Í þessu stutta myndbandi talar Jonathan um hvaða áhrif stam hefur á líf hans. Það sést í gegnum allt myndbandið hvernig tíð endurtekning orða truflar tal hans, en hann er yfirleitt frekar lengi að koma setningum frá sér. Hann segist hafa stamað frá því að hann man eftir sér. Jonathan talar um að honum hafi verið strítt í skóla vegna þess, að bekkjarfélagar hans hafi oft endurtekið setningar sem hann sagði. Jonathan segir það almenna ranghugmynd að þeir sem stama sé feimið, kvíðið eða stressað fólk og segir það í flestum tilfellum ekki vera málið. Hann segir að í mörgum tilfellum getur stam orðið fyrir áhrifum kvíða, en er eiginlega aldrei orsakað af kvíða. Að túlka fólk með stam sem feimið, gæti verið vegna þess að þau eiga í meiri erfiðleikum með að tjá sig. Jonathan segir að það sé engin lækning við stama en þó séu nokkuð margar meðferðir sem hægt er að prófa.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=yXI6KMtociI

Hallveig Hafstað1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR. 1.2.4. FÉLAGSTJÁNINGARRÖSKUN.

Síendurtekin truflun á félagslegri notkun á málrænni og ómálrænni tjáningu. Truflun við að nota tjáningu í félagslegum tilgangi svo sem að heilsa eða koma upplýsingum á framfæri. Vandi við að breyta tjáningu eftir aðstæðum, erfiðleikar við að fylgja reglum í samskiptum eins og að skiptast á að tala. Erfiðleikar við að skilja það sem er ekki beinlínis sagt í samræðum, eins og kaldhæðni, húmor og þess háttar. 

 Dæmi: Lísa er 10 ára og á yngri bróður sem er 7 ára. Lísa og bróðir hennar voru að leika sér og Lísa skemmdi óvart leikfangið hjá bróður sínum. Bróðir hennar verður mjög sár og fer til pabba þeirra og lætur hann vita að Lísa vildi ekki segja fyrirgefðu. Lísa skilur samt ekki af hverju hún þarf að segja fyrirgefðu, hún gerði þetta ekki viljandi. Pabbi hennar Lísu á það til að grínast í henni og segir stundum furðulega hluti, það finnst Lísu erfitt þar sem að hún skilur ekki kaldhæðni eða gamla frasa. Lísa á einnig erfitt með það að halda uppi löngum samræðum við fólk og veldur það því að Lísa á erfitt með það að eignast vini eða halda í vináttu. Þegar kennarinn hennar Lísu segir bekknum að þau þurfi að vinna saman að hópverkefni, líður Lísu illa þar sem að henni finnst fátt erfiðara heldur en að vinna í hóp með fólki. 

Það að vera með félagstjáningarröskun þýðir ekki að einstaklingur sé einnig með einhverfu. Einstaklingar með félagstjáningarröskun geta verið aðeins með þessa einu röskun en oft þegar að fólk fær ADHD eða einhverfu greiningu þá er félagstjáningarröskun oft með.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=jAA-c_KTkcc

María Katrín1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.2. TJÁNINGARRASKANIR. 1.2.5. TJÁNINGARRÖSKUNÓTILGREIND.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.3. EINHVERFURÓFSRASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.3. EINHVERFURÓFSRASKANIR. 1.3.1. EINHVERFURÓFSRÖSKUN (autism spectrum disorder).

Einhverfurófsröskun er margbreytileg taugaþroskaröskun en formleg skilgreining á einhverfurófsröskun samkvæmt DSM-5 er viðvarandi vöntun í félagslegri tjáningu og félagslegum samskiptum á ólíkum sviðum. 
Dæmi: Má til dæmis sjá í frægu sjónvarpsþáttunum The big bang theory, en þar er aðalsögupersónan með einhverfurófsröskun. Persónan heitir Sheldon Cooper. Persónunni er lýst þannig að hún sé léleg í mannlegum samskiptum og félagslegum tjáskiptum, hann á t.d. erfitt með að skilja húmor og skilur ekki kaldhæðni. Hann er ekki með hæfileikann til að geta sett sig í spor annarra og sýna samúð, en þetta eru allt atriði sem fallast undir einhverfurófsröskun. Einnig er vert að nefna að karakterinn sýnir merki um að vera með áráttu- og þráhyggjuröskun, en dæmi um það er að hann þarf alltaf að banka 3x og segja nafnið á þeim sem á heima þar inn á milli.

Elva Lísa1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.4. ATHYGLISBRESTS- OG OFVIRKNIRÖSKUN.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.4. ATHYGLISBRESTS- OG OFVIRKNIRÖSKUN. 1.4.1. ATHYGLISBRESTUR/OFVIRKNI.

DSM 5: Langvarandi mynstur athyglisbrests (e. inattention) og / eða ofvirkni-hvatvísi (e. hyperactivity-impulsity) sem truflar virkni eða þroska, eins og sjá má annað hvort af (1) eða (2):

1.     Athyglisbrestur: Einkenni (sjá í DSM-5 bók) þurfa að hafa verið viðvarandi í a.m.k. 6 mánuði að því marki að teljast vera ósamrýmanleg við þroskastig og hefur því neikvæð áhrif á félagslega-, skóla-, atvinnu virkni.

2.     Ofvirkni og hvatvísi: Einkenni (sjá í DSM-5 bók) þurfa að hafa verið viðvarandi í a.m.k. 6 mánuði að því marki að teljast vera ósamrýmanleg við þroskastig og hefur því neikvæð áhrif á félagslega-, skóla-, atvinnu virkni.

Dæmi: Tammy var 8 ára gömul skólastúlka þegar foreldrar henni fóru að hafa alvarlegar áhyggjur af því hversu illa henni væri að ganga í náminu. Hún var með mjög lágar einkunnir, henni gekk illa að sitja við heimavinnuna og hún náði ekki að klára fyrirsett verkefni í tímum. Þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem henni gekk í illa í skóla, en í fyrsta bekk átti hún í erfiðleikum með að lesa (þrátt fyrir að vera með góða lesfærni) og kvartaði undan því að öll hljóðin í stofunni væru að trufla hana. Foreldrar hennar fóru með hana til barnalæknis sem velti upp þeim möguleika að hún væri með ADHD. Þar sem að foreldrum hennar leið eins og hún væri ekki ofvirk á þann hátt að það væri til vandræða ákvaðu þau, með faðir hennar í forsvari, að setja hana ekki á lyf. Þau reyndu frekar að hjálpa henni að þróa með sér færni í náminu með aðstoð sjálfshjálparbóka. Tammy var einnig með stæla (e. smart mouth) við fullorðna og ætluðu foreldrar hennar að reyna að nota agann til að taka á því. Foreldrum hennar kom ekki saman um hvernig ætti að stýra agamálum og til að leysa þetta ósamkomulag milli þeirra og til að bera frekari kennsl á vanda Tammy var hún sent til barnasálfræðings sem staðfesti greininguna á ADHD. Þrátt fyrir tilraunir foreldra hennar til að hjálpa henni í náminu hefðu virkað að einhverju leyti voru þau og barnasálfræðingurinn sammála um að það væri ekki nóg. Afstaða föður hennars til lyfjanotkunar hafði þarna breyst eftir að hann hafi talað við systur sína sem átti son með ADHD sem hefði notið góðs af lyfjum. Systir hans minnti hann einnig á hvað honum sjálfum hefði gengið illa í grunnskóla og hversu oft hann hann hafi verið sendur til skólastjórans. Í sálfræðitíma þar sem foreldrar Tammy voru viðstaddir talaði hún um hvað hún væri orðin þreytt á því að vera alltaf í vandræðum (búin að gera eitthvað af sér), hversu kjarklítil hún væri í skólanum og að hún væri oft búin að gráta sig í svefn. Ákvörðun var tekin um að setja hana á lyf sem hafði tilætluð áhrif. Tammy fór að ganga betur í skólanum, var færð í betri leshóp og valin í körfuboltalið skólans sem gladdi hana mjög. Þar sem að hegðun hennar á kvöldin og um helgar snarskánaði voru lyfin hennar sniðin einungis að skólatíma. 
Tammy er dæmi um hvernig ADHD hefur ekki einungis áhrif á hluti eins og skólagöngu(nám) heldur líka á andlega heilsu.
Hér er ágætis dæmi um hvernig barn með ADHD upplifir sína daglegu rútínu öðruvísi en barn án ADHD.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=-IO6zqIm88s

Heimild: https://www.psychiatry.org/patients-families/adhd/patient-story
Til gamans: Frægir einstaklingar með ADHD: Sundmaðurinn Michael Phelps og dansarinn Karina Smirnoff (ég þekki hana lítið en fannst eftirnafnið skemmtilegt).

Guðni Snær1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.4. ATHYGLISBRESTS- OG OFVIRKNIRÖSKUN. 1.4.2. ÖNNUR ATHYGLISBRESTS-/OFVIRKNIRÖSKUN.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.4. ATHYGLISBRESTS- OG OFVIRKNIRÖSKUN. 1.4.3. ATHYGLISBRESTS- / OFVIRKNIRÖSKUN, ÓTILGREIND.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.5. SÉRTÆKAR NÁMSRASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.5. SÉRTÆKAR NÁMSRASKANIR. 1.5.1. SÉRTÆK NÁMSRÖSKUN.

Er það að geta ekki lesið eða að eiga í erfiðleikum með allt sem tengist skólanámi. Dyslexia er oft þýdd „lesblinda,“ en réttara er að kalla vandamálið „sértækir námsörðugleikar í lestri.“ Ónákvæm eða hæg og erfið lestrageta (t.d. les rangt einstök orð upphátt eða hægt og hikandi, giskar oft á orð, á erfitt með að hljóða orð). Einstaklingur á erfitt með að skilja það sem hann les, einstaklingur nær að lesa heilar setningar en nær ekki tengingu við það sem hann les. Einstaklingur á erfitt með stafsetningu, stærðfræðilega hugsun, o.fl. 

Dæmi: Tómas er 9 ára drengur í námi. Tómasi finnst gaman að mæta í skólann og leika við vini sína, en honum finnst alls ekki gaman þegar það kemur að íslensku- og stærðfræðitímum. Í íslenskutíma eiga krakkarnir að lesa bækur og svara spurningum að lestri loknum, ef krakkarnir fá allt rétt þá fá þau að lesa næstu bók. Tómas les fyrstu bókina og ætlar að svara spurningunum en hann getur ekki munað svörin eða í raun man hann ekki hvað hann var að lesa. Hann sér samt að krakkarnir eru að klára verkerfnið og hann ætlar líka að klára sitt verkefni svo hann reynir, en kemst lítið áfram svo hann reynir að giska á svörin sem gengur ekki vel. Kennarinn segir Tómasi að lesa bókina aftur en það sama kemur fyrir aftur og aftur. Þegar Tómas fer í stærðfræðitíma eiga krakkarnir að reikna nokkur dæmi og mega síðan fara út. Tómasi gengur mjög hægt að fara í gegnum dæmin. Kennarinn Tómasar hefur áhyggjur af honum og vill senda hann í greindarpróf. Útkoman á greindarprófinu kom kennararnum á óvart en Tómas var í raun með yfir meðalgreind miðað við jafnaldra sína. Kemur þá í ljós að Tómas er í raun og veru með sértæka námsröskun og á því erfitt með að átta sig á því sem hann er að lesa, en í raun á það oftast við það sem honum finnst ekki gaman að lesa. Þegar Tómas fékk bók sem honum fannst skemmtileg í lestri átti hann ekki í neinum vandræðum með að útfæra verkefnin. Eins var það með stæðfræðina, orðadæmi voru fyrir Tómas það erfiðasta sem hann gat hugsað sér, hann náði engan veginn samhenginu. En þegar að Tómas fór að læra algebru þá var hann lang fyrstur með öll sín dæmi.

Heimild: https://childmind.org/guide/specific-learning-disorder/
María Katrín2.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.6. HREYFIRASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.6. HREYFIRASKANIR. 1.6.1. ÞRÓUNAR / SAMHÆFINGARRÖSKUN.

DSM-5 skilgreinir þróunar / samhæfingarröskun sem hreyfiröskun þar sem samhæfingu er ábótavant. Þessi röskun er ekki tilkomin vegna þroska- eða líkamlegrar hömlunar. Þetta er mun algengara hjá börnum heldur en fullorðnum. Yngri börn eiga oft erfitt með skóreimar og rennilása en eldri börn eiga frekar erfitt með boltaleiki og púsl. Börnum með þessa röskun er oft lýst sem klaufum, röskunin heitir meira að segja klunna heilkenni í ICD-10.

Dæmi: Emily er 8 ára stelpa sem þrjáist af þróunar / samhæfingarröskun. Emily er í 3 bekk í einkareknum skóla, hún byrjaði seint að labba en snemma að tala sem smábarn. Emily brákaði bein í sköflungi þegar hún var bæði 1 árs og 4 ára. Þegar hún fæddist var hún greind með boginn hrygg, einnig fékk hún nokkrar eyrnasýkingar milli 1 og 2 ára aldurs. Foreldrar hafa áhyggjur af henni, hún er með fínar einkunnir en þarf að vinna vel fyrir þeim, hún fer upp og niður tröppur undarlega, getur ekki sippað með sippubandi eða hjólað á reiðhjóli. Emily á mjög erfitt í námi, sérstaklega að taka stærðfræðipróf innan ákveðna tímamarka, hún er mun lengur með heimanámið sitt en hún ætti að vera og foreldrar hennar eru áhyggjufullir að hún muni falla aftur úr og að það muni hafa slæm áhrif á sjálfstraust hennar.

Emily er látinn fara í gegnum svokallað NeuroNet mat þar sem hún er látin gera allskyns hluti sem skoða virkni á sviðum sjónar, hljóðs, jafnvægiskerfisins, táknrænu máli og þrautum sem þarfnast fínhreyfinga. Hæsta mögulega einkunn á NeuroNet prófinu er 4, en áætlað er að 8 ára börn séu að meðaltali á milli 3,5-4 á skalanum, Emily fékk þó aðeins 1,6 í einkunn sem er vel undir því sem ætla má frá barni á hennar aldri.

Eftir þetta fór Emily á svokallað Intergated Rhythms Program í 5 mánuði, hún átti að gera æfingar á netinu 5 sinnum í viku. Hún tók svo í viku hverri próf sem áttu að meta framfarir hennar. Emily fór mjög mikið fram á prógramminu, eftir aðeins tvær vikur var hún farin að ganga eðlilega upp stigann heima hjá sér, eftir 6 vikur fékk hún fullkomna einkunn á stærðfræðipróf sem var innan ákveðins tímaramma. Þegar hún hafði lokið þátttöku í prógramminu var hún meðal annars farinn að hjóla sjálf, sippa og var farinn að klára heimanám sitt á eðlilegum tíma.

Heimildhttps://www.neuronetlearning.com/eng/developmental-coordination-disorder-case-study/

Hjálmtýr1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.6. HREYFIRASKANIR. 1.6.2. STAGLHREYFIRÖSKUN.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.7. KÆKIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.7. KÆKIR. 1.7.1. KÆKIR [KIPPARASKANIR] (tic disorders):

Kækir er snögg og síendurtekin, ekki taktbundin og fastmótuð hreyfing eða hljóð. Skiptist í: Touretteröskun, langvinn hreyfi- eða raddkipparöskun og skammvinnir kækir. 

      Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=A7KxZs-Mwp8

Fræga söngkonan Billie Elilish er með Touretteröskun en röskunin einkennist af mjög breytilegum kækjum, oftast í tengslum við höfuð (að blikka augum óeðlilega mikið er t.d. oft upphaf röskunarinnar. Hljóðraskanir geta verið gelt, orð, hósti, smellir eða urr. Kækirnir eru í mismiklu magni (oftast í bylgjum) í minnst 1 ár frá því þeirra varð fyrst var og upphaf þeirra er fyrir 18 ára aldur. Í þessum myndböndum má sjá dæmi um hreyfikæki sem Billie Elilish gerir t.d. höfuðkippir og kippir í andliti. Hún hefur talað um í viðtölum að hún sé mjög góð í að bæla niður verstu kækina í almenningi en því lengur sem hún bælir þá niður því verri verða þeir eftir á.

Unnur Elsa1.


 

1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.7. KÆKIR. 1.7.2. AÐRIR TILGREINDIR KÆKIR.

Dæmi: Fyrsta dæmið lýsir 16 ára dreng með Tourette heilkennið. Síðan hann var 10 ára gamall hafði hann verið með fjölda kæka sem lýstu sér þannig að hann blikkaði síendurtekið augunum, yppti öxlum, saug upp í nefið, flautaði og gaf frá sér sönghljóð. Síðastliðið ár höfðu fleiri kækir bæst við, svo sem að gretta sig og að hrista fæturna stöðugt. Magn (fjöldi skipta og ákefð) kækanna var mismikið eftir tímabilum en þeir hurfu aldrei alveg. Kækirnir áttu til að minnka á sumrin og við líkamlega áreynslu en þeir mögnuðust þegar hann var þreyttur, fann fyrir streitu eða þurfti að sitja iðjulaus í einhvern tíma. Hann gat reynt að bæla kækina í örfáar mínútur en þessu fylgdi mikil streita og órói. Hann skammaðist sín fyrir þessa ósjálfráðu hegðun á almannafæri og hann var með lágt sjálfstraust út af þessu. Þetta leiddi til þess að hann fór að hætta að mæta í skólann, sem hafði neikvæð áhrif á árangur hans í skóla. Hann hafði aldrei sýnt neinar vísbendingar um neins konar greinda- eða þroskaskerðingu á yngri árum.

Heimild: Bhatia, M., Gautam, P., & Kaur, J. (2014). Case report on Tourette syndrome treated successfully with aripiprazole. Shanghai archives of psychiatry26(5), 297–299. https://doi.org/10.11919/j.issn.1002-0829.214120

Sigurbjörg Eva1.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.7. KÆKIR. 1.7.3. KÆKIR, ÓTILGREINDIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.8. AÐRAR TAUGAÞROSKARASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.8. AÐRAR TAUGAÞROSKARASKANIR. 1 .8.1. AÐRAR TILGREINDAR TAUGAÞROSKARASKANIR.


1. TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.8. AÐRAR TAUGAÞROSKARASKANIR. 1.8.2. TAUGAÞROSKARÖSKUN, ÓTILGREIND.