15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.1. MÓTÞRÓA-ÞRJÓSKURÖSKUN.
Dæmi: Þegar Daníel var rétt að verða 4 ára viðurkenndi mamma hans í dagbók hennar að hann væri barn frá helvíti. Hún skrifaði: Dagurinn í dag var hræðilegur, Daníel hefur ýtt mér út fyrir öll mörk. Þegar hann var ekki að fella niður turna sem önnur börn höfðu byggt eða að kasta klósettpappír yfir öll gólf án nokkurrar ástæðu var að hann að taka ofsa-kast sem gat varið í nokkra klukkutíma. Mamma segir frá því að Daníel hafi verið að fá fimm ofsaköst á dag sem voru árásargjörn, og ofbeldisfull þar sem hann myndi lemja hana og systur hans og jafnvel gera göt í vegginn. Mamma Daníels vissi ekki hvert hún ætti að leita og efaðist mikið um sjálfa sig sem foreldri þar sem Daníel var svo erfiður og sama hvað hún reyndi þá bjó það bara til ný ofsaköst. Hún sagði að hún hefði fyrst tekið eftir því að Daníel væri öðruvísi en hinir krakkarnir þegar hann var einungis 2 vikna gamall. Ég veit að það hljómar skringilega þegar ég segi að hann hafi verið mjög reitt ungabarn, en hann var það. Hann var alltaf í slæmu skapi, mjög ákveðinn og svaf aldrei.
Hún segir einnig að frá því að frá deginum sem Daníel fæddist hafi hann verið algjör mótsögn við systur hans sem átti auðvelt með að heilla fullorðna með því hvað hún var róleg og þægileg. Móðir Daníels hélt því lengi fram að hann væri svona vegna þess að hann væri strákur en þegar hún sá hvernig aðrir ungir strákar voru þá fór hún að átta sig á að eitthvað væri ekki í lagi hjá Daníel. Þegar Daníel var í leikskóla fór mamma hans með hann til læknis eftir að leikskólakennari hafði beðið hana um það og fékk þá Daníel greiningu um “borderline ADHD” þar sem að hann náði ekki að uppfylla öll skilyrði um ADHD.
Þegar Daníel hafði svo verið rekinn úr grunnskóla eftir 2 ár, eftir að hafa kastað stól í kennara fór mamma hans aftur með hann til læknis og fékk þá greiningu með mótþróa-þrjóskuröskun ásamt ADHD og einhverfulík einkenni. Skólinn taldi að það besta fyrir Daníel væri að hann væri rekinn úr skólanum en mamma hans átti mjög erfitt með það þar sem að hún sagði að hann gat verið alveg yndislegur en svo á örskotsstundu myndi hann breytast og líkti honum við Hulk-leg ofsaköst.
Daníel byrjaði í skóla fyrir börn með hegðunar- og þroskaraskanir sem geta ekki verið í almennu skólunum. Þar eru fáir nemendur á hvern kennara og kerfi til þess að komast að þörfum hvers og eins nemenda. Þessi skóli hentaði Daníel vel. Þau mæðginin fluttu svo og Daníel var sendur í annan almenningsskóla þar sem að hann entist í 2 ár og 4 mánuði áður en hann var rekinn aftur eftir að hafa sparkað sig út úr skrifstofu skólastjórans eftir að hafa tapað fótboltaleik. Skólinn hringdi þá í lögregluna. Daníel var þá aðeins 10 ára. Eftir þetta fór Daníel ekki aftur í almennan skóla heldur aftur í skóla fyrir börn með hegðunar- og þroskaraskanir og var í honum þar til hann útskrifaðist, þá 16 ára gamall.
Daníel fékk tilvísun á lyfin Ritalin og Equasym sem virkuðu um leið og mamma hans lýsir því að hann hagaði sér svo vel að hún hélt að einhver hefði stolið barninu og komið með tvífara í staðinn. Hún minnir þó á að lyfin hafi ekki verið nein lækning þar sem að þau upplifðu enn vandamál þar sem að Daníel brotnaði niður en með lyfjunum hafði hann náð að róa sig og lært nýjar leiðir til þess að vera skipulagður, fara eftir fyrirmælum og það sem mikilvægast var að róa sig niður þegar hann varð reiður. Mamma hans gat ekki fengið hugræna-atferlismeðferð fyrir Daníel en í skólanum fyrir börn með hegðunar- og þroskaraskanir var búið til kerfi fyrir hann sem hjálpaði honum með köstin sín. Það var búið til einskonar umferðar ljósakerfi fyrir hann þar sem að hann var með spjöld sem hann sýndi kennaranum þegar hann byrjaði að finna fyrir reiði og annað þegar hann var alveg að fara að fá reiðikast. Hann var svo líka með umbunarkerfi þegar honum gekk vel og fékk til dæmis 400 pund þegar hann útskrifaðist sem hann hafði safnað með jákvæðum ‘’stigum’’ í gegnum árin.
Heimild: https://www.additudemag.com/oppositional-defiant-disorder-adhd-family-stories/
Eygló Ósk og Kristín Rós4.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.2. BRÁÐ ÁRÁSARHNEIGÐ.
Dæmi: Bráð árásarhneigð felur í sér endurtekin tímabil þar sem persóna tapar stjórn á árásarhvötum sínum með þeim afleiðingum að hún skapar fólk alvarlega eða skemmir eigur. Í þessu myndbandi sem tekið var á youtube má sjá Dr. Todd L. Grande taka viðtal við konu sem heitir Rosa Sutton. Hún segir honum nokkrar sögur af sér sem sýnir einkenni bráðra árásarhneigðar.
1) Fyrsta atvikið var þegar nágrannar Rosu voru með partý, hún var að reyna að sofna en gat það ekki útaf látum. Hún fer því og bankar á hurðina, fær ekki svar og hleypir sjálfum sér inn. Hún byrjar að öskra á gestina í partyinu og spyr hver sé að halda það. Þegar enginn svarar henni opnar hún gluggan, tekur hljómtækið sem var á staðnum og kastar því út um gluggan af þriðju hæð. Hljómtækið hitti næstum konu sem var á rölti fyrir neðan blokkina en Rosa harðneitar og gerir lítið úr sögu hennar (0.29 sec).
2 Annað atvikið var þegar hún var að reyna að tala við 16 ára dóttur sína um heimanámið hennar en hún svaraði ekki því hún var of upptekin í nýja snjallsímanum sínum sem hún hafði fengið í jólagjöf. Rosa tók því símann og kostaði honum út um gluggann og eyðilagði hann (2.13 mín).
3) Þriðja atvikið sem hún nefndi var þegar hún var að elda fyrir þakkargjörðarhátíðina (e. Thanksgiving) fyrir fjölskylduna. Allir voru að horfa á leikinn og vildu halda áfram að horfa á hann þrátt fyrir að maturinn var tilbúin. Hún sagðist hafa hugsað að taka sjónvarpið og kasta því í bróðir sinn en tók það og henti því í jörðina í staðinn (3.24 mín).
Þegar Dr. Todd L. Grande spyr hana hvort hún verði oft reið svarar hún „I dont want to say i'm angry often. I just think if people did what i wantend them to do I wouldn't be so upset“ (3 mín).
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=UAIr_NlZbak
Hanna Margrét2.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.3. HEGÐUNARRÖSKUN.
Hegðunarröskun er röskun sem er undirflokkur upplausnar, hvata-stjórnar og hegðunarraskanna. Röskunin greinist aðeins hjá börnum yngri en 18 ára. Einkenni röskunar er að hegðun einstaklings einkennst af síendurteknum brotum á réttindum annarra svo sem ofbeldi, íkveikjur, lygar, skemmdir á eignum og ýmiskonar svindl.
Dæmi: Í dæminu hér að neðan er viðtal tekið við stelpu sem glímdi við hegðunarröskun og er talið að röskunin hafi þróast hjá henni í kjölfar áfalls sem hún varð fyrir mjög ung að aldri.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=8S3xraEJaNw&t=66s
Hér að neðan er annað dæmi sem lýsir hegðunarröskun á mjög skýran hátt þar er til dæmis farið vel yfir einkenni röskunarinnar.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=_YIZOiguS3c
Elísa Ýr og Halla Margrét4.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.4. ANDFÉLAGSLEG (PERSÓNULEIKA)RÖSKUN (sjá kafla 18.2.1).
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.5. ÍKVEIKJUÆÐI.
Dæmi: John Leonard Orr er dæmi um mann með íkveikjuæði. Orr fékk sér vinnu hjá slökkviliðinu og var þar rannsóknarmaður í bruna af völdum íkveikju. Árið 1984 kviknaði í búð sem seldi vélbúnað um miðjan dag. Fjórir einstaklingar létust í eldsvoðanum, meðal annars 2 ára barn. Þótt slökkviliðsmennirnir dæmdu þetta vera rafmagnseldsvoði þá var Orr sannfærður um að þetta væri íkveikja (síðar kom í ljós að Orr hafði sjálfur kveikt í búðinni). Árið 1991 var Orr loksins handtekinn og er hann talinn hafa byrjað yfir 2000 eldsvoða frá 1984. Í bókinni sinni skrifar hann um að kveikja í ýmsu fólki eftir að hafa nauðgað því og er íkveikjuæðið hans því talið vera bundið við kynlíf (kynfráviksröskun). Orr er greindur með Andfélagslega persónuleikaröskun en verður til lífstíðar í fangelsi í Kaliforníu.
Báðir linkarnir eru um sama manninn, fyrri er vefsíða skrifuð um hann en seinni er þáttur um hann!
Heimild: https://criminalminds.fandom.com/wiki/John_Leonard_Orr Vefsíða.
Heimild: https://criminalminds.fandom.com/wiki/John_Leonard_Orr og
Phoebe Sóley1.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.6. STELSÝKI.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.7. ÖNNUR TILGREIND UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRÖSKUN.
15. UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR OG HEGÐUNARRASKANIR. 15.8. ÓTILGREIND UPPLAUSNAR, HVATA-STJÓRNAR HEGÐUNARRÖSKUN.