12 kafli: Svefn-vöku raskanir.

12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.1. SVEFNRASKANIR.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.1. SVEFNRASKANIR. 12.1.1. SVEFNLEYSISRÖSKUN.

Aðaleinkennið er röskun í svefni, þ.e. röskun á meðan svefni stendur. Þessi röskun varðar magn svefns, gæði hans eða tímalengd. 

Dæmi: Konan í myndabandinu lýsir því hvernig hún vaknar á næturnar og var vakandi í marga klukkutíma en getur ekki sofnað aftur. Hún segir frá því hvernig hún vaknaði og panikkaði og fór að hugsa hvort hún muni geta sofnað aftur. Þetta fór svo að hafa áhrif á vinnuna hennar þar sem hún var aðeins að fá um þriggja tíma svefn á nótunni.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.1. SVEFNRASKANIR. 12.1.2. SVEFNSÆKNIRÖSKUN.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.1. SVEFNRASKANIR. 12.1.3. SKYNDIMÓK.

Dæmi: Þetta er dæmi um unglingstúlku sem er greind með skyndimók (e. narcolepsy) með tímabilum vöðvalömunnar (e. cataplexy).


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.2. ÖNDUNARTENGDAR SVEFNRASKANIR.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.2. ÖNDUNARTENGDAR SVEFNRASKANIR. 12.2.1. KÆFISVEFN (obstructive sleep apnea hypopnea).

Kæfisvefn er þegar hálsinn þrengist eða lokast hjá einstaklingi í svefni og veldur því endurteknum öndunartruflunum. Einstaklingur verður ekki var um að hann hætti að anda í svefni en oft vaknar hann til að grípa andann og hrýtur oft mjög mikið. Talað eru að það sé kæfisvefn ef öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund. Kæfisvefn er algengastur hjá miðaldra karlmönnum, en þó geti hann líka komið fram hjá konum og körlum á öllum aldri. Helstu einkenni að nóttu til eru hrotur, órólegur svefn, hrökkva upp úr svefni, tíð næturþvaglát og nætursviti. Helstu einkenni þegar einstaklingar eru vakandi eru mikil þreyta, syfja við akstur, erfiðleikar við að einbeita sér, höfuðverkur og þörf í að leggja sig á daginn.

Dæmi: Hér segir Jackie söguna sína um það þegar hún ákvað að leita sér læknisaðstoðar eftir að herbergisfélaginn hennar spurði hana hvort hún tæki eftir því að um miðjar nætur rýs hún upp úr rúminu og dregur andann djúpt inn til að ná andanum. Hún leitar sér læknisaðstoðar og í myndbandinu útskýrir læknir fyrir Jackie allar helstu ástæður fyrir því af hverju maður fær kæfisvefn og hvers konar meðferðir eru til við þessu.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.2. ÖNDUNARTENGDAR SVEFNRASKANIR. 12.2.2. MIÐTAUGAKERFIS KÆFISVEFN.

Dæmi: Helsta kvörtun N.A. (55 ára karlmaður) var metin vera þreyta að degi til (EDS) og tíð öndunarhlé í svefni síðastliðin 5 ár. Þessi vandamál sjúklingsins sem og stöðugar hrotur í svefni jukust á seinustu 6 mánuðum áður en hann leitaði sér hjálpar hjá svefnklíník. Þar að auki kvartaði N.A. yfir því að vera óendurnærður þegar hann vaknaði á morgnanna og að eiga í erfiðleikum með að halda nætursvefni. Hann hafði verið að fara að sofa á milli 11 og 12 á kvöldin og að vakna milli 7 og 8 á morgnanna. Að eigin sögn tekur það hann einungis 5 mínútur að sofna, og að meðaltali segist hann sofa í 7-8 klst, hann kvartaði þó yfir tíðum vakningum á nóttunni án nokkurrar þekktrar ástæðu. Hann átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að sofna aftur eftir að hafa vaknað á nóttunni. Sjúklingurinn lagði sig óviljandi í 1,5 klst. tvisvar til þrisvar á dag, sem hressti hann við tímabundið. Hann hafði engin hefðbundin einkenni drómasýki, fótaóeirðar eða áfallastreituröskunar. Hann hafði þó samrýmanleg einkenni röskunar í svefni líkt og að ganga í svefni, tala í svefni ásamt því að dreyma martraðir.

Mohammad Nami and Samrad Merabi. 2015. Opioid-induced Central Sleep Apnea Syndrome, a Case Study. Rit?

Heimild: https://www.researchgate.net/publication/272740899_Opioid-induced_Central_Sleep_Apnea_Syndrome_a_Case_Study

Ásta Gígja1.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.2. ÖNDUNARTENGDAR SVEFNRASKANIR. 12.2.3. SVEFN-TENGD OFÖNDUN.

Eftir mikla leit af dæmum úr dagslegu lífi fólks sem glímir við svefn-tengda oföndun, þá fann ég því miður ekki neitt en þetta sem var mínu mati besta heimildin.

Dæmi: Hér að neðan má sjá vefslóð sem sýnir kennslumyndskeið en þar er brotið niður líffræðileg grunnatriði sem eiga við flestar svefnraskarnir þar sem öndun er vandamál. Leiðbeinandinn í myndskeiðinu segir að það séu þrjú grunn atriði sem orsaka svefn-raskanir þar sem öndun er vandamálið: Heilinn, efri-öndunarvegurinn og lungun. Í framhaldinu fer hann að brjóta niður raskanirnar þar sem öndun hefur áhrif á hann. Á mínútu 6:30 talar hann um svefn-tengda oföndun. Hann talaði um að þegar við öndum út þá öndum við frá okkur CO2 (e. carbon dioxide) en það sem gerist meðal annars hjá fólki með svefn-tenda oföndun er að carbon dioxide skilar sér ekki nægilega úr líkama þeirra. Sama gildir að fólk er mögulega ekki að taka eins mikið súrefni inn. Hann talar um að lungun og brjóstveggir (e. chest walls) séu yfirleitt hvað mest skaðaðir hjá fólki með svefn-tengda oföndun. Fólk sem glímir við offitu er í áhættuhópi þar sem það er oft með öra öndun og það getur valdið skaða á hægri hlið hjartans í kjölfarið. Einnig kom hann inná þá augljósu staðreynd að öll líffæri líkamans þurfa súrefni og ef líkaminn skortir það þá gæti það einnig valdið heilaskaða (hugræn geta versnar).

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=HDOJe3JPmJM

Guðjón Hlynur2.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.2. ÖNDUNARTENGDAR SVEFNRASKANIR. 12.2.4. DÆGURSVEIFLUTENGDAR SVEFNRASKANIR.

DSM-5 skilgreinir dægursveiflutengdar raskanir sem svefntruflun í formi syfju eða svefnleysis, sem orsakast af því að líkaminn getur ekki samhæft svefnmynstur persónunnar við núverandi skipulagningu dags og nætur.

Dæmi: sSem ég hef ákveðið að taka fyrir er um 58 ára gamlan mann sem er að hluta til blindur og glímir við dægursveifluntengdar raskanir. Raskanir tengdar svefni þróast oft hjá blindu fólki, hins vegar er fólk sem er að hluta til blint oftast með venjulegar svefnvenjur. Maðurinn sem hér er fjallað um þróaði hins vegar með sér dægursveifluntengda röskun eftir að hafa farið í aðgerð á sjónu. Eftir aðgerð var komist að því að skerðing væri á ljósi í hægri hlið augans og varðveiting á ljósi í vinstri hlið augans. Í kjölfarið átti hann mjög erfitt með að sofna og var óeðlilega mikið þreyttur á daginn í 6 vikur. Svefnvenjur mannsins voru mjög einkennilegar, hann kvartaði yfir því að hann fengi aðeins um 2 klst af fullnægjandi svefni á dag og var mjög þreyttur á daginn en náði ekki að leggja sig. Prófað var hvort að maðurinn ætti við þunglyndisvandamál og / eða kvíða til að rannsaka hvort það gæti mögulega haft áhrif á svefnvanda hans, próf á kvíða hans og þunglyndi leiddu þó í ljós að hann var hvorki að kljást við þunglyndi né ofsakvíða auk þess sem hann hafði enga sögu af geðsjúkdómum.

Prófað var að gefa manninum 2 mg af melatonin (lyfskylt á Íslandi, en ekki t.d. í USA) kl 9 á hverju kvöldi, eftir að hafa gert það í aðeins 2 vikur voru svefnvenjur mannsins orðnar eðlilegar og hann læknaður af röskuninni.

Heimild: https://www.e-jsm.org/journal/view.php?number=241

Hjálmtýr2.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI. 12.3.1. SVEFNÁRVEKNI ÁN HRAÐRA AUGNHREYFINGA (non-rapid eye movement sleep arousal disorder).

Svefnárverkni án hraðra augnhreyfinga er röskun sem felur í sér endurtekin tímabil þar sem einstaklingur vaknar ekki að fullu úr / eftir svefn, t.d. ganga í svefni (e. sleep walking) og svefnógnir (e. sleep terrors). Fólk verður mjög ruglað og ráðvillt ef það er vakið á meðan atvikið á sér stað. Einnig man fólk ekki eftir draumum sínum eða hegðun morguninn eftir.

Dæmi: Jackie hefur gengið í svefni síðan hún var ung stelpa. Í fyrstu labbaði hún fram á gang og stóð í hurðargættinni þar sem herbergi foreldra hennar var. Þegar hún varð unglingur fór hún gjarnan út að ganga, jafnvel útí skóg eða meðfram á. Nokkrum árum síðar fór hún svo að keyra í svefni, bæði mótorhjól og bíl. Hún man aldrei eftir atburðum næturinnar daginn eftir. Jackie læsir nú lyklana inn í öryggisskáp á næturna, til að koma í veg fyrir að hún yfirgefi heimili sitt og keyri bílinn sinn á næturnar.

Heimildhttps://www.bbc.com/news/magazine-42267790

Snæfríður Birta Einarsdóttir1.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI. 12.3.2. MARTRAÐIR.

Dæmi: 70 ára maður að nafni Davíð hafði átt í vanda með svefn í 7 ár og hann fékk slæmar martraðir á 2-3 vikna fresti. Martraðirnar voru slæmar, ofbeldisfullar og í martöðunum var hann eltur af dýrum eða að einhver ókunnugur ræðst á hann. Hann lék drauminn út í svefni eins og kíla í vegginn og henda sér framúr rúminu en gekk þó ekki í svefni. Þetta tilfelli er dæmi um martraðir því hann upplifði endurtekið mjög ógnvekjandi drauma í langan tíma, hann mundi eftir þeim þegar hann vaknaði og vissi að þetta væri bara draumur þegar hann vaknaði. Martraðir komu ekki til vegna lyfja eða slíkt.

Heimildhttps://www.gponline.com/case-study-disturbed-sleep-vivid-nightmares/neurology/neurology/article/965128

Þórunn Guðmundsd1.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI. 12.3.3. SVEFNRÖSKUN MEРHRÖÐUM AUGNHREYFINGUM.

Dæmi: Hér er um dæmi um einstakling sem þjáist af svefnröskun með hröðum augnhreyfingum (e. rapid eye movement behavioral disorder).


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI. 12.3.4. FÓTAÓEIRÐAR HEILKENNI.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.3. RÖSKUN Í SVEFNI. 12.3.5. EFNA / LYFJA-ORSÖKUÐ SVEFNRÖSKUN.

Algengar orsakir af þessari röskun er offita eða mikil þyngdaraukning, aldur, kyn (þá kk), óreglulegur svefntími, neysla á alkóhóli eða öðrum róandi efnum, reykingar o.fl.

Dæmi: er um mann á sjötugsaldri sem hafði þyngst um 20 kg eftir að hann hætti að vinna og átti hann við hné vandamál að stríða sem takmarkaði hreyfigetu hans. Eftir að hann hætti að vinna varð hann mjög einmanna því eiginkona hans dó stuttu seinna. Hann byrjaði að neyta alkahóls í tíma og ótíma sem virtist hafa mikil áhrif á svefninn hans. Hann upplifar aukinna þreytu og syfju á daginn og á í vandræðum við að halda einbeitingu. Þetta veldur því að hann getur ekki stundað mikið félagslíf eða tekið þátt í daglegum athöfnum. Hann á í erfiðleikum með að sofna eða viðhalda svefni og hann varknar endurtekið á nóttunum.

Paul Bernstein and JoAnne Higa Ebba. 2006. Snoring Versus Obstructive Sleep Apnea: A Case Report. The Permanente Journal. (Perm J. 2006 Spring; 10(1): 21–23.

Dæmið byggist á case reportinu sem linkurinn er af, en það er ekki nákvæmlega efna/lyfja-orsökuð svefnröskun þannig bjó dæmið líka til bara útfrá DSM-5)

Heimildhttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3076978/

Laufey2.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.1. ÖNNUR TILGREIND SVEFNLEYSISRÖSKUN.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.2. ÓTILGREIND SVEFNLEYSISRÖSKUN.

12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.3. ÖNNUR TILGREIND SVEFNSÆKNIRÖSKUN.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.4. ÓTILGREIND SVEFNSÆKNIRÖSKUN (e. diopathic hypersomnia).

Dæmi: Drengur að nafni Sigurjón Hólm Jakobsson greindi frá því í fjölmiðlum snemma á þessu ári að hann hefði glímt við erfiða og sjaldgæfa svefnröskun sem heitir svefnsækniröskun (e. idiopathic hypersomnia). Tíðni þeirra sem glíma við þessa röskun er einungis um 1% með jöfnu kynjahlutfalli (1:1). Röskunin var viðvarandi í nokkur ár og segir hann að hann hafi eitt sinn sofið nánast í tíu daga samfleytt. Það má því segja að syfjueinkennin hafi verið veruleg. Hann tók fyrst eftir einkennum þreytu fyrir nokkrum árum, en fljótlega fór þreytan að taka yfir líf hans þegar hann vaknaði eingöngu til þess að fara á klósettið og borða. Faðir Sigurjóns lýsir syni sínum sem heilbrigðum og flottum einstaklingi sem var sannkölluð A-týpa, þ.e. byrjaði daginn alltaf snemma og fór snemma að sofa á kvöldin. Síðan fór hann skyndilega að sofa meira, missa úr skóla og íþróttum. Hann hafði aldrei verið í neinni óreglu. Foreldrar hans sendu hann til nokkurra lækna en fengu hvergi svör fyrr en þeir fóru með hann til svefntaugalæknis. Þar var honum bent á bandarískan prófessor í taugalækningum að nafni David Rye og að hann gæti líklega hjálpað til. Þar var hann loks greindur með sjúkdóminn Ideopathic hypersomnia, sem gæti líklega verið flokkaður sem „ofsyfja af ókunnugum orsökum.“ Röskunin er þannig að fólk sefur í of marga klukkutíma en líður eins og það hafi ekki hvílst, þrátt fyrir 10-15 klukkutíma svefn. Það erfiðasta sem þau gera er að vakna. Sigurjón er þó ekki eini Íslendingurinn með þennan annars sjaldgæfa sjúkdóm, heldur er heill 28 meðlima hópur á Facebook þar sem fólk með þennan sjúkdóm hefur samskipti sín á milli. Til eru lyf við þessum sjúkdóm til þess að halda honum í skefjum, en þau þurfa að vera uppáskrifuð og flutt inn til landsins frá Bandaríkjunum. Oft hefur tollurinn hinsvegar fargað þessum lyfjum þrátt fyrir að Sigurjón hafi vottorð sem greinir til um undanþágu vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir að þeir sem sjúkdóminn hafa sofi svona rosalega mikið þá er líka mjög erfitt fyrir þau að halda sér vakandi og upplifa þau hálfgerða heilaþoku á meðan og þ.a.l. verður lítið úr verki. Lyfin hinsvegar hafa hjálpað Sigurjóni mikið og fjölskylda hans lýsir því sem svo að þau hafa fengið hann loks aftur til sín. 


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.5. ÖNNUR TILGREIND SVEFN-VÖKU RÖSKUN.


12. SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4. AÐRAR SVEFN-VÖKU RASKANIR. 12.4.6. ÓTILGREIND SVEFN-VÖKU RÖSKUN.