16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.X. FLOKKUN EFNA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.Y. FÍKN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.Z. EFNAMISNOTKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.Þ. EFNAVÍMA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.Æ. EFNAFRÁHVÖRF.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.1. ÁFENGISRASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.1. ÁFENGISRASKANIR. 16.1.1. ÁFENGISVÍMA.
Dæmi: Söngkonan Amy Winehouse var þekkt fyrir tónlist sína sem var blanda af R&B, soul og djassi, djúpa fallega rödd og sérstakan stíl sem var lofaður af tískuheiminum. Hún rakaði inn verðlaunum fyrir tónlist sína, þá sérstaklega fyrir hljómplötuna Back to Black sem var þriðja söluhæsta platan um tíma í Bretlandi. En Winehouse var líka þekkt og umtöluð vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu sinnar. Þegar hún lést aðeins 27 ára gömul hafði hún í einhvern tíma látið af fíkniefnaneyslu sinni en á móti bætt í áfengisneyslu sem varð til þess að hún bókstaflega drakk sig til dauða. Í blóði hennar mældust 416mg af alkahóli per desilítra, sem er þó nokkuð yfir 350mg mörkum sem eiga að leiða til dauða en þegar hún fannst lágu við hlið hennar tvær tómar vodka flöskur. Á meðfylgjandi myndbandi sem er með þeim síðustu sem tekið var af Winehouse sjást augljós einkenni áfengisvímu. Hún er óskýr, göngulag og hreyfingar hennar eru mjög óstöðugar, augun riða til, athygli hennar virðist takmörkuð, hún sýnir verulegan sljóleika og deyfð. Það er púað á hana enda getur hún augljóslega ekki lengur framkvæmt það sem hún á að gera, hún getur varla sungið, fer útaf lagi og virðist ekki vera með texta á hreinu.
Heimildir: https://www.youtube.com/watch?v=wEm66fe7eug (5:11 mín)
https://www.theguardian.com/music/2013/jan/08/amy-winehouse-alcohol-poisoning-inquesthttps://en.wikipedia.org/wiki/Amy_Winehouse
Bjarnlaug Ósk og Móna3.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.1. ÁFENGISRASKANIR. 16.1.2. ÁFENGIS FRÁHVÖRF.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.1. ÁFENGISRASKANIR. 16.1.3. ÁFENGISTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.2. AMFETAMÍN RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.2. AMFETAMÍN RÖSKUN. 16.2.1. AMFETAMÍN VÍMA.
Dæmi: Einhverfur maður tekur inn amfetamín og fer í slíka vímu. Hann segist líða eins og hann sé „complete“, að hann sé allt en ekkert á sama tíma. Maðurinn fann fyrir mikilli vellíðan og var með gríðarlega mikla einbeitingu. Hann hugleiddi non-stop í 2 klst með rokk tónlist í eyrunum og hætti einfaldlega vegna þess að hann var stoppaður. Hann segir að honum líði eins og hann sé „awake“ en samt calm og að minnið hans sé fullkomið. Hann lýsir tónlistinni sem hann hlustar á eins og hann sé að heyra nýjar nótur sem hann hefur aldrei heyrt áður, tónlistin er ótrúleg... Hann segir að hann geti hjálpað öllum sem eru í vandræðum og að hann geti hjálpað öllum að ná árangri. Hannn upplifði enga euphoria eða sæluvímu og engar neikvæðar líkamlegar skynjanir.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=LJ24xvMU9jI
Laufey1.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.2. AMFETAMÍN RÖSKUN. 16.2.2. AMFETAMÍN FRÁHVÖRF.
Helstu einkenni þess að stöðva eða minnka notkun amfetamíns eru þreyta, skýrir og slæmir draumar, van- eða ofsvefn, aukin matarlyst og hreyfitruflannir.
Hér lýsir konan því hvernig það var fyrir hana að hætta á Aderall. Einkennin sem hún lýsir eru þau sömu og koma fram við amfetamín fráhvörf
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=c2MIJJff26Y
Anný Mist2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.2. AMFETAMÍN RÖSKUN. 16.2.3. AMFETAMÍNTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.3. KOFFÍNRÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.3. KOFFÍNRÖSKUN. 16.3.1. KOFFÍN ÁHRIF.
Dæmi: Hér er maður að segja frá sinni koffín áráttu. Hún byrjaði í æsku hjá honum þegar mamma hans notaði drykkinn kók til þess að halda pöddum frá blómunum sínum. Þar kynntist hann kóki í fyrsta sinn og byrjaði að drekka það mikið, þegar hann byrjaði í framhaldsskóla var kók nánast það eina sem hann drakk. Einnig var hann að vinna mikið, vann 12 tíma vaktir við það að fylla sjálfsala og byrjaði hver dagur á því að stoppa í sjoppu og drekka mikið af kaffi. Stuttu seinna byrjaði hann að fá svakalega mígrenisköst sem komu á 2-3 vikna fresti. Hann hélt áfram að drekka gríðarlega mikið kaffi og kláraði jafnvel það sem var í könnuni yfir heilan dag. Hann fór ekki til læknis því hann fattaði ekki beint að eitthvað væri að, hann var pirraður, fúll, stuttur þráður hjá honum, of hraður hjartsláttur og fleira. Hann stofnaði sér og öðrum í hættu þegar hann keyrði hættulega hratt í vondu veðri þar sem hann var svo upptjúnaður á koffíni.
Með tímanum urðu mígrenisköstin verri og verri og hömluðu daglegu lífi hans, hann var hættur að geta spilað körfubolta og áttu oft erfitt með að fara út úr húsi. Læknar vissu ekkert hvað var í gangi og gáfu honum lyf sem innihélt koffín. Það kom svo að því að maðurinn fékk nóg og fór að skoða hvað hann gerði öðruvísi en þeir í kringum hann sem fengu ekki þessi mígrenisköst. Það var greinilegt hvert vandamálið var - öll koffínneysla hans. Hann ákvað því að hætta allri koffín neyslu! Hann hætti öllu á sama tíma og reyndist það honum virkilega erfitt, hann var með þarfir (e. cravings) í koffín í að minsta kosti 6 mánuði eftir að hann hætti. Þetta sýnir greinilega hve auðvelt og hættulegt það er að vera háður koffíni, eitthvað sem margi háskólanemendur (þar á meðal ég) ættu að taka til sín.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=6QS5StIDr4o
Elva Björg2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.3. KOFFÍNRÖSKUN. 16.3.2. KOFFÍNTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.4. KANNABIS RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.4. KANNABIS RÖSKUN. 16.4.1. KANNABIS VÍMA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.4. KANNABIS RÖSKUN. 16.4.2. KANNABISTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.5. KÓKAÍN RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.5. KÓKAÍN RÖSKUN. 16.5.1. KÓKAÍN VÍMA.
Kókaín er örvandi efni sem unnið er úr laufblöðum kókajurtarinnar. Þetta er talið vera mest andlega ávanabindandi vímuefnið. Efnið eykur flæði dópamíns, noradrenalíns og serótónin hjá taugafrumum í heilanum. Það er hægt að taka efnið í nefið, sprauta því í æð eða reykja. Efnið er mest framleitt í Suður-Ameríku og er notað af 1,9 milljón manna í Bandaríkjunum.
Dæmi: Árni fer í partý með vinum sínum og honum býðst kókaín. Allir vinir hans segja já og Árni stenst ekki þrýstinginn og segir líka já. Þeir leggja efnið á borðið og skipta því í nokkrar þunnar línur, þeir taka það síðan í nefið. Árni byrjar strax að finna breytingar í líkama og hugsunum, eftir 10-15 mínútur ná áhrifin hámarki. Árni byrjar að tala hátt og mikið, hann verður mjög æstur og eirðarlaus. Það verður aukin starfsemi í vöðvakerfinu og líkaminn byrjar að hitna. Sjáaldrin víkka og öndun verður hraðari. Árna líður eins og hann geti gert allt í heiminum, hann þorir að gera það sem hann hefur ekki áður þorað. Hann ákveður að taka annan skammt, áhrifin magnast upp. Árni byrjar að finna fyrir mikilli vanlíðan, ógleði, höfuðverk, skjálfta og sjónin truflast. Allt í einu heldur hann að allir í partýinu séu á móti sér og vilja að eitthvað slæmt komi fyrir hann.
Áhrif kókaíns vara stutt en of mikið magn getur haft alvarlegar afleiðingar. Árni er með of mikið magn af kókaíni í líkamanum og byrjar að finna fyrir vanlíðan, geðtruflanir fylgdu eins og ranghugmyndir og ofsóknaræði. Geðtruflanir vara aðeins á meðan efnið er í líkamanum.
Heimild: ?
Magdalena2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.5. KÓKAÍN RÖSKUN. 16.5.2. KÓKAÍN FRÁHVÖRF (cocaine withdrawal).
Samkvæmt DSM-5 fer einstaklingur í kókaín fráhvörf þegar hann stöðvar eða minnkar inntöku á kókaíni, sem áður hafði verið mikil og langvarandi. Helstu einkenni sem koma fram í fráhvörfunum eru þreyta, skýrir og slæmir draumar, van- eða ofsvefn, aukin matarlyst og hreyfitruflanir.
Dæmi: Ef móðir neytir kókaíns á meðgöngu getur það orðið til þess að barnið fæðist í fráhvörfum, eða sýnir fráhvarfseinkenni skömmu eftir fæðingu, í kringum 10 daga eftir fæðingu. Þessi einkenni geta verið stórhættuleg fyrir börn og haft miklar afleiðingar. Kókaín fráhvörf hjá nýfæddum börnum geta valdið svefnleysi, óstöðvandi gráti, næringarerfiðleikum, pirringi, skjálfta og vöðvakrampa, og geta þessi einkenni varað í allt að 6 mánuði.
Heimild: https://americanaddictioncenters.org/cocaine-treatment/dangers-pregnancy
Heimild: https://kidshealth.org/Nemours/en/parents/az-drug-withdrawal.html
Snæfríður Birta Einarsdóttir2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.5. KÓKAÍN RÖSKUN. 16.5.3. KÓKAÍNTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.6. OFSKYNJUNAR RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.6. OFSKYNJUNAR RÖSKUN. 16.6.1. OFSKYNJUNAR VÍMA (e. hallucinogen intoxication).
Skv. skilgreiningu úr þýddri útg. KG á DSM-5:
Víma eftir að ofskynjunarlyf hefur verið nýlega innbyrt sem lýsir sér í hegðunar, sálfræðilegum og skynbreytingum. Dæmi um einkenni er skert dómgreind, hræðsla við að brjálast, afeinsömun, ranghugmyndir, sviti og óskýr sjón.
Dæmi um case úr kennslubók Comer feðga:
Rétt eftir 1960 tók 21 árs kona LSD sem olli því að hún fór að sjá múrsteina í vegg fara inn og út og ljós í kringum hana hafði undarleg áhrif á hana. Hún varð síðan hrædd þegar hún gat ekki greint á milli líkama síns og líkama maka síns og stóls sem hún sat á. Hún varð ennþá hræddari þegar hélt að hún kæmist ekki aftur í líkama sinn. Eftir að hún var lögð inn á spítala í vímunni varð hún ofvirk og hló á óviðeigandi hátt. Tal hennar var órökrænt og óstöðugt. Tveim dögum seinna hafði dregið úr öllum einkennum.
Guðjón Ágústs2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.6. OFSKYNJUNAR RÖSKUN. 16.6.2. OFSKYNJUNAR FRÁHVÖRF.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR.16.6. OFSKYNJUNAR RÖSKUN. 16.6.3. OFSKYNJUNARTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.7. SNIFFEFNA RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.7. SNIFFEFNA RÖSKUN. 16.7.1. SNIFFEFNA VÍMA.
Skilgreining á sniffefna vímu úr þýddri útgáfu DSM-5: Nýleg og meðvituð notkun á miklu magni af skammvirkandi leysiefnum (ekki meðtalið svæfingarlyf né æðavíkkandi lyf). Klínískt merkjanleg miður uppbyggilegar hegðunar og sálfræðilegar breytingar (t.d. ófriðsemi, árásarhneigð, sljóleiki, skert dómgreind, minnkuð félagsleg eða atvinnuvirkni) sem eiga sér stað á meðan, eða rétt á eftir, efnainntöku leysiefna. Helstu einkenni sem fylga sniffefna vímu á meðan eða rétt eftir inntöku leysiefna eru: svimi, augnatinnun, minnkuð samhæfing, skert sjón, og skjálfti.
Einkennin eru ekki vegna almennrar læknisfræðilegrar ástæðu og eru ekki betur útskýrð með annarri geðröskun.
Dæmi: Theresa Wise er kona um fimmtugt úr Pennsylvaníu fylki í Bandaríkjunum. Hún er háð því að sniffa bensín og gerir það um 120 sinnum á dag. Hún byrjar daginn á því að sniffa bensín og vaknar einnig á nóttunni til þess. Hún hefur verið háð sniffinu í 30 ár og sniffar bensín á um það bil 10 mínútna fresti. Faðir Theresu bauð henni fyrst að sniffa bensín þegar hún var 13 ára og hún hefur varla stoppað síðan. Theresa eyðir um það bil 400 dollurum á mánuði í fíkn sína. Theresa er alltaf með fjórar vatnsflöskur fullar af bensíni víðs vegar um hús sitt og þú finnur hana ekki án bensín flösku á sér. Theresa elskar tilfinninguna hvernig henni líður í nefinu og aftan í hálsinum eftir að hún sniffar. Theresa snöggreiðist og verður önug ef hún fær ekki að sniffa bensín af einhverjum ástæðum. Maður hennar og dætur eru öll meðvituð um fíkn Theresu og eru hrædd um mögulegar afleiðingar sniffsins. Theresa lætur sér fátt um finnast og neitar að kíkja til læknis.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ib5p7F0kRWU
Jökull Starri1.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.7. SNIFFEFNA RÖSKUN. 16.7.2. SNIFFEFNATENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.8. NIKÓTÍN RÖSKUN.
Dæmi: Sara hafði byrjaði að fikta við reykingar aðeins 13 ára gömul, frá 15 – 16 ára aldri voru reykingarnar farnar að aukast og var hún að reykja þarna í kringum einn pakka á dag. Hún var því mjög háð nikotíni og gat ómögulega hætt því. Þegar hún var 24 ára ákvað hún að nú væri tími til að hætta að reykja. Hún var meðvituð um að fyrstu dagarnir gætu orðið mjög erfiðir og hitti það einmitt á að hún var í fríi frá vinnu fyrstu 3 dagana og eiginlega lokaði sig bara inni með nóg af nammi. Fyrstu dagar hennar reyklaus einkenndust af mikilli reiði, pirringi og vanlíðan yfir höfuð. Það var mjög stuttur þráður hjá henni og þolinmæðin var lítl sem engin. Þetta var henni mjög erfitt og hafði hún mjög mikla matarlyst á þessum tíma og í raun óx matarlystin mjög mikið næstu mánuði. Í hvert skipti sem hana langaði að reykja fann hún alltaf fyrir þörfinni að fá sér eitthvað sætt t.d. nammi og það hjálpaði aðeins með að dempa tilhugsunina um sígarettu. Hún var mjög kvíðin að þurfa að fara í sömu rútínu aftur án þess að reykja, t.d. höfðu verið svokallaðar reykingarpásur í vinnunni sem hún hætti að taka því hún auðvitað reykti ekki lengur. Hún lýsir einkennum eins og pirringi, kvíða, óróleika og vanlíðan sem varði aðeins fyrstu 2 vikurnar en svo var þetta bara spurning um að reyna að komast af vananum við það að reykja.
Heimild: Raunverulegt íslenskt dæmi (nafni og hugsanlega kyni breytt).
Brynja Ómars1.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.8. NIKÓTÍN RÖSKUN. 16.8.1. NIKÓTÍN FRÁHVÖRF.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.8. NIKÓTÍN RÖSKUN. 16.8.2. NIKÓTÍNTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.9. ÓPÍUM RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.9. ÓPÍUM RÖSKUN. 16.9.1. ÓPÍUM VÍMA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.9. ÓPÍUM RÖSKUN. 16.9.2. ÓPÍUM FRÁHVÖRF.
Skilgreining á ópíum fráhvörfum samkvæmt þýddri útgáfu DSM-5: Stöðvun (eða minnkun) á inntöku á ópíum, sem hefur fram að því verið mikil og langvarandi (a.m.k í nokkrar vikur). Helstu einkenni eru: þunglynt skap, flökurleiki eða uppköst, sársauki í vöðvum, tára- eða nefrennsli, niðurgangur, geypsi, hitaköst og svefnleysi.
Þessi einkenni valda klínískt merkjanlegri þjáningu eða takmörkun á félagslífi, atvinnu eða á öðrum mikilvægum sviðum mannlegrar virkni.
Dæmi: Hérna er viðtal við Tom sem reyndi fyrst að fara „cold turkey“ á heróín fíkn sem hann hafði þróað með sér þegar hann var 23 ára. Heróín er ópíóða eiturlyf sem framleitt er úr morfíni sem er náttúrulegt efni unnið úr svokölluðum „poppy“ plöntum. Tom lýsti þessu sem fimm dögum þar sem hann var ótrúlega veikur. Hann var skríðandi á klósetið á 30 mínútna fresti með græna vessa flæðandi út um allt. Svitinn sem vall af honum fór í gegnum gólflistana svo mikið var flæðið.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=JdDB5H_5Yes
Jökull Starri2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.9. ÓPÍUM RÖSKUN. 16.9.3. ÓPÍUMTENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.10. PHENCYCLIDINE RÖSKUN.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.10. PHENCYCLIDINE RÖSKUN. 16.10.1. PHENCYCLIDINE VÍMA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.10. PHENCYCLIDINE RÖSKUN. 16.10.2. PHENCYCLIDINETENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.11. RÖSKUN VEGNA DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI LYFJA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.11. RÖSKUN VEGNA DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI LYFJA. 16.11.1. DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI VÍMA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.11. RÖSKUN VEGNA DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI LYFJA. 16.11.2. DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI FRÁHVÖRF.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.11. RÖSKUN VEGNA DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDI LYFJA. 16.11.3. DEYFI-, SVEFN- EÐA KVÍÐASTILLANDITENGDAR RASKANIR.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.12. RÖSKUN VEGNA MARGRA EFNA.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.13. SPILAÆÐI.
Dæmi: Guðmundur er í dag 26 ára og hefur frá 18 ára aldri glímt við mikla spilafíkn. Þetta byrjaði allt saman á því að hann byrjaði að fikta við spilakassa. Fyrst voru upphæðirnar smáar og svo fóru þær hægt og rólega að verða hærri. Hann var ekki lengur endilega að spá í hversu mikinn pening hann setti í kassann heldur frekar hvort að hann væri að vinna alvöru upphæðir. Áður en hann vissi af hafði hann kannski eytt 200.000 kr. á mjög stuttum tíma án þess að gera sér grein fyrir því. Hann hafði alltaf þá hugsun að núna loksins vinnur hann stóra vinningin og hélt alltaf áfram, annaðhvort til að vinna stóra vinningin eða einfaldlega til að reyna að bjarga sér úr tapi sem varð svo oftast bara meira. Hann upplifði alltaf mikla vanlíðan þegar hann hafði tapað stórum upphæðum og gat ekki haldið áfram til að vinna upp tapið. Þegar spilafíknin var sem mest veðjaði Guðumundur á mest allt sem að hann gat, ef hann komst ekki í spilakassa þá var hægt að tippa á netinu eða einnig nota spilakassa á netinu og þá var hægt að nota bara vísa kortið og eyða stórum upphæðum. Þegar hann var sem verstur var þetta mikill feluleikur og vissu aldrei þeir nánustu af þessu fyrr enn þetta hafði gengið alltof langt og einhver í fjölskyldunni þurfti að taka yfir bankareikninga hans.
Heimild: Raunverulegt (nefni og hugsanlega kyni breytt) íslenskt dæmi.
Brynja Ómarsd2.
16. EFNATENGDAR- OG ÁVANA RASKANIR. 16.14. AÐRAR EFNA-TENDAR OG ÁVANA RASKANIR.