Kaflar

8 kafli: Hugrofsraskanir.

8. HUGROFSRASKANIR. 8.1. HUGROFSSJÁLFSMYNDARRÖSKUN (Rofinn persónuleiki).

Dæmi: Sandra var 19 ára þegar hún var lögð inn á geðdeild vegna tímabundinna skapstyggðar- (e. episodic irritability) og ofbeldishegðunar. Þessi tímabil byrjuðu u.þ.b. ári fyrir innlögn, eftir ágrening við móður hennar. Sandra fór í uppnám, byrjaði að svitna og skjálfa og missti að lokum stjórn á sér, sýndi ofbeldishegðun og skemmdi til að mynda húsgögn og heimilismuni. Í hvert skipti sem hún og móður hennar rifust eftir þetta sýndi hún gríðarlega skapstyggð og ofbeldishegðun. Sandra mundi þó ekki eftir þessum tímabilum og var greind með hugrofssjálfsmyndarröskun (e. dissociative identity disorder) eftir að hún var lögð inn. Vitað var að Sandra upplifði ofbeldi og mikla vanrækslu frá foreldrum í barnæsku, til að mynda hafði hún verið skilin eftir ein heima sem barn í nokkra daga án matar og annarra nauðsynja.

            Meðan á innlögn stóð komu í ljós þrír persónuleikar auk grunneinstaklingsins. Áður en umskipti áttu sér stað upplifði Sara mikin svita og skjálfta. Fyrsti persónuelikinn sem kom í ljós var 15 ára stelpa sem kallaði sig Eunju, hún birtist í hvert skipti sem talað var um barnæsku skjólstæðings. Eunju virtist ekki þekkja neinn, ekki einu sinni sálfræðinginn. Hún var verulega óstabíl andlega og grét í tvo klukkutíma í venjulegri setu. Eunju einangraði sig síðan áður en Sandra birtist á ný og mundi ekki neitt. Einnig kom fram 30 ára gömul kona sem var verulega stjórnsöm og var kunnug um hina einstaklinganna og einnig Söndru. Konunni þótti leiðinlegt hvað Sandra var óþroskuð og í mikilli þjáningu. Þegar langt var liðið á spítalaleguna dróg úr ofbeldinu og 5 ára gömul stelpa birtist, hún birtist seint á kvöldin eða á næturnar og grét í von um að móðir hennar kæmi að hugga sig. Engin samskipti áttu sér stað á milli persónuleikanna.

Heimild: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4823204/

 Hildur Lovísa1.


8. HUGROFSRASKANIR. 8.2. HUGROFSÓMINNI.

Dæmi: Harry var einn af bestu mönnum bresku leyniþjónustunnar Kingsman. Í fyrstu Kingsman myndinni (Kingsman: The Secret Service) var hann skotinn í höfuðið og allir í Kingsman töldu hann dauðann. Eftir að hann var skotinn fann bandaríska leyniþjónustan Statesman hann og björguðu honum með nýrri tækni sem þau voru búin að búa til. En aukaverkanir af þessarri tækni voru m.a. minnisleysi.

Heimild: kvikmyndin Kingsmen: The Golden Circle.

Eggsy (einnig þekktur sem Agent Galahad) og Agent Merlin sem voru samstarfsmenn Harry í Kingsman finna svo Harry í Kentucky hjá leyniþjónustunni Statesman. Þar var hann búinn að vera frá því að Statesman fundu hann og hann vissi ekkert hver hann var eða hvaðan hann kom. Þegar Eggsy og Merlin hitta Harry aftur þá man Harry ekki eftir þeim og virðist ekki kannast við nafnið sitt. Þegar Eggsy og Merlin reyna að tala við hann með einhverjum leyni kóðum sem tíðkuðust hjá Kingsman þá kannaðist Harry ekki við talmátan sem hann þekkti svo vel einu sinni. Það eina sem mætti segja að hafi fylgt honum (var eins við persónuleika hans) var áhugi hans á fiðrildum. Agent Gingerale hjá Statesman og Merlin reyndu að triggera minni Harry með því að setja hann í streituvaldandi aðstæður sem áttu að minna á hluti sem hann gekk í gegnum þegar hann var í Kingsman þjálfuninni. Þetta virkaði ekki en þegar Eggsy kemur með hvolp, sem var af sömu tegund og Harry hafði átt, og þykist ætla að skjóta hvolpinn þá byrja allt í einu minningar Harry um hann sjálfan og líf hans að koma til baka. En Harry hafði verið látinn skjóta hundinn sinn (ekki í alvörunni en hann hélt að það væri í alvörunni) þegar hann var að ljúka Kingsman þjálfuninni. 

Eftir að Eggsy og Merlin hitta Harry aftur útskýrir Agent Gingerale að Harry sé með afturvirkt óminni. Það er í sjálfu sér rétt þar sem segja má að hugrofsóminni sé afturvirkt óminni en ég vil skilgreina minnisleysi Harrys sem hugrofsóminni. Ástæðan fyrir því er að hann mundi engar persónuupplýsingar, fyrir utan að hann hafði enn mikinn áhuga á fiðrildum. Allar aðrar persónuupplýsingar voru gleymdar eins og hvað hann hét, hvar hann hafði unnið og búið, að hann hefði átt hund og hverjir vinnufélagar hans voru. 

Hér er svo linkur að mynd af Harry að raka sig í herberginu sínu hjá Statesman þar sem fiðrilda teikningar hans sjást greinilega á veggjunum.

Heimild: https://www.google.com/search?q=kingsman+the+golden+circle+harry+butterfly+room&tbm=isch&ved=2ahUKEwj6o-KBj5DoAhVE0oUKHUB5A_0Q2-cCegQIABAA&oq=kingsman+the+golden+circle+harry+butterfly+room&gs_l=img.3...71967.75101..75318...0.0..0.123.1513.7j8......0....1..gws-wiz-img.......0i30j0i24.5lNDn_opzOo&ei=IqRnXvqKA8SklwTA8o3oDw&bih=722&biw=1536#imgrc=wdVvtLwBKxo4eM

Þóra María2.


8. HUGROFSRASKANIR. 8.3. AFEINSÖMUNAR/ÓRAUNVERULEIKA RÖSKUN (depersonalization-derealization disorder).

Skv. skilgreiningu úr þýddri útg. KG á DSM-5: 

Upplifun þar sem manni finnst maður vera aðskyldur líkama og sál. Er áhorfandi gagnvart eigin líkama (afeinsömun) og því sem tengist honum, finnur fyrir óraunveruleika (t.d. þegar hlutir eru skynjaðir óraunverulegir) og fleira.

Dæmi um case úr kennslubók Comer feðga:

24 ára háskólanemi fór að efast um eigin raunveruleika. Honum leið eins og hann væri að fylgjast með líkama sínum utan frá í draumi. Var ekki tengdur líkamanum né hugsunum. Hann sá hendur sínar og fætur sem óvenjulega stórar. Honum fannst annað fólk vera róbótar, fannst kærastan sín brengluð og efaðist um hvort þerapistinn hans var í raun og veru á lífi.

Guðjón Ágústs1.


8. HUGROFSRASKANIR. 8.4. ÖNNUR TILGREIND HUGROFSRÖSKUN.


8. HUGROFSRASKANIR. 8.5. ÓTILGREIND HUGROFSRÖSKUN.