5. KVÍÐARASKANIR. 5.1. AÐSKILNAÐARKVÍÐI.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.2. SÁLRÆNT MÁLSTOL.
Sálrænt málstol er undirflokkur kvíðaraskana. Það er endurtekin afneitun á tjáskiptum við félagslegar aðstæður, þrátt fyrir málkunnáttu. Oft getur barnið tjáð með merkjum eða jafnvel einföldum orðum. Röskunin truflar félagsleg samskipti, nám og daglegar athafnir. Getur byrjað um 5 ára aldur.
Dæmi: A silent child. Hér má sjá dæmi um einstakling með sálrænt málstol. Emmett hagar sér eins og venjulegur 5 ára strákur en er með kvíðaröskun (sálrænt málstol) þar sem hann forðast að tala fyrir framan aðra en fjölskyldu sína. Í myndbandinu tjáði hann sig einungis með því að hvísla í eyra foreldra sinna.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=mlHkh_4C6vI
Elísa Ýr og Halla Margrét1.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.3. EINSTÖK FÆLNI (specific phobia).
Einstök fælni er það þegar einstaklingur fær sterkan kvíða eða ótta við dýr, hluti eða aðstæður. Formleg skilgreining á einstakri fælni samkvæmt DSM-5 er merkjanleg hræðsla eða kvíði við ákveðinn hlut eða aðstæður, t.d. flug, hæðir, dýr, sprautur eða sjá blóð svo eitthvað sé nefnt. Fælna áreitið eða aðstæðan kallar nær alltaf fram umsvifalausa hræðslu eða kvíða sem oftar en ekki er ýkt og óraunveruleg.
Dæmi: Sigga. Einstök fælni við þröng rými (innilokunarkennd) -> aðstæðubundið: Sigga er 23 ára og hefur frá því hún var barn fundið fyrir því hvað henni finnst óþæginlegt að vera í þröngum rýmum og fannst henni t.d. verst að læsa sig inni á klósettum. Eitt sinn var Sigga í lyftu með 7 öðrum svo það má segja að það hafi verið ágætlega þröngt rými í lyftunni. Lyftan stoppaði svo og bilaði. Um leið og lyftan stoppaði fór Sigga að finna fyrir umsvifalausum og miklum kvíða, hjartslátturinn varð hraður, hún svitnaði og svitnaði og leið eins og hún væri að fá kvíðakast. Hér má augljóslega sjá að Sigga er með innilokunarkennd eða einstaka fælni við þröng rými.
Elva Lísa2.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.4. FÉLAGSKVÍÐARÖSKUN (félagsfælni).
Einstaklingar með félagsfælni eru með viðvarandi hræðslu við félagslegar aðstæður. Eru hrædd við það að vera dæmd af öðrum, mjög meðvituð um sjálfa sig og forðast að hitta nýtt fólk. Hér er dæmi frá manneskju sem ég fékk af netinu.
Dæmi: Í skóla var ég alltaf hrædd um að vera beðin að svara spurningum. Þó svo ég vissi svarið, vildi ég ekki að fólki fyndist ég vera heimsk eða leiðinleg. Ég fékk hraðan hjartslátt, svimaði og leið eins og ég væri að verða veik. Þegar ég fékk vinnu þá hataði ég að tala við yfirmann minn eða að tala á fundi. Ég gat ekki farið í brúðkaupsveisluna hjá vinkonu minni því ég var of hrædd við að hitta nýtt fólk. Ég byrjaði að drekka til að sjá hvort það myndi róa mig niður en það endaði á því að ég byrjaði að drekka á hverjum degi til að komast í gegnum lífið. Fór loksins til læknis þar sem ég gat ekki haldið áfram að lifa svona og ég hafði áhyggjur af því að missa vinnuna. Núna tek ég meðal og er með ráðgjafa sem hjálpar mér að takast á við félagsfælni mína. Ég neita að nota áfengi sem leið til að komast hjá fælninni og ég er á bataleið.
Hilda Björk Friðriksd1.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.5. FELMTURRÖSKUN.
Dæmi: Karen var í fríi með vinum sínum í Mexíkó þegar hún lenti í smá óhappi þar sem henni fannst hún vera í verulegri hættu. Hún telur að það hafi triggerað kvíða sinn vegna þess að hún fann fyrir óöryggi þar sem þau festust í smá tíma á Mexíkó þar sem litla hjálp var að finna. Eftir þetta varð hún mjög kvíðin þegar kom að ferðalögum. Ári seinna fór hún í ferðalag með fjölskyldu sinni í karabíska hafið en þar fann hún fyrir verulegum kvíða. Hún fann fyrir skjálfta og hugsunum um að allt færi úrskeiðis. Svona fór öll ferðin en hún fann fyrir miklum létti þegar fjölskyldan og hún voru á heimleið. Aftur á móti þegar hún var komin heim og var að keyra í skólann fékk hún sitt fyrsta kvíðakast í bílnum þar sem hún fann fyrir auknum hjartslætti, munnþurrki og leið eins og hálsinn hennar væri að lokast. Næstu mánuði fann hún fyrir miklum óþægindum og kvíða þegar hún ferðaðist á bíl. Hún hafði enga hugmynd af hverju þetta var að gerast og hélt á tímapunkti að hún væri komin með hálskrabbamein. Hún fann fyrir vonleysi og þunglyndi og hætti að borða og sofa útaf kvíða. Hún heimsótti marga lækna sem fóru að nefna það að hún væri með kvíða og flemturöskun. Hún fékk hjálp frá sálfræðingum og prófaði nokkrar mismunandi lyfjameðferðir til að finna út úr því hvað virkaði best fyrir hana. Hún fræddi sig mikið um þessa röskun og það hjálpaði henni mikið að vita hvað væri í gangi í heila hennar þegar hún fær þessi kvíðaköst. Með meðferð batnaði hún mjög mikið og gat farið að gera hluti sem voru henni erfiðir. Hún nefnir að mikið þarf að vinna í að gera betur fyrir fólk sem er að kljást við andlegan vanda en hún þurfti að fara í gegnum margt og hitta marga sérfræðinga til að finna einhverja lausn á vandanum en það var mjög kostnaðarsamt.
Heimild: https://www.nami.org/Personal-Stories/My-Journey-with-Anxiety-and-Panic-Disorder
Eygló Ósk og Kristín Rós2.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.X. VIÐBÓTARBREYTUR KVÍÐAKASTS.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.6. VÍÐÁTTUFÆLNI.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.7. ALMENN KVÍÐARÖSKUN.
Dæmi: Jóa var greind með almenna kvíðaröskun árið 2010, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún eyddi tímanum þegar hún svæfði hann í að hugsa að svona myndu þau liggja eftir að sprengjurnar myndu falla, þegar það yrði heimsendir.
Þegar að maðurinn hennar hljóp upp götuna til að fara út í búð var Jóa hrædd um að ölvaður ökumaður myndi keyra á hann og að hann myndi deyja. Hún velti því fyrir sér hvernig hún myndi lifa án hans og missti sig í hugsunum um að reyna að finna nýja vinnu, nýja daggæslu fyrir barnið sitt ásamt því að skoða líftrygginguna. Þegar Jóa sagði geðlækni sínum frá þessum hugsunum sagði hann að þær væru öfgakenndar og að Jóa þyrfti meðferð.
Jóa hafði áður verið greind með þunglyndi en kvíðinn tengist þunglyndinu þó ekki. Hún var hrædd um að höfuð barnsins hennar myndi detta af. Hún var einnig áhyggjufull í gegnum alla hennar meðgöngu að þegar hún eignaðist barnið myndu hjúkrunarfræðingarnir taka það af henni, að barnið myndi viðgangast einhversskonar læknisfræðilegra meðhöndlun án hennar samþykkis eða vitundar eða að hún myndi viðgangast einhversskonar læknisfræðilegrar meðhöndlunar án hennar samþykkis. Þessar áhyggjur héldu henni vakandi á næturna og hún var í stöðugu spennustigi. Eiginmaður hennar reyndi á hverju kvöldi að hughreysta hana.
Kvíðaröskun Jóu er haldið í skefjum í dag. Hún hefur verið í meðferðum þar sem henni var kennd núvitund, þar sem hún rekur í burtu neikvæðar hugsanir. Hún reynir að takast á við neikvæðar hugsanir sem rödd annarrar manneskju sem henni líkar ekki við og með því verður auðveldara fyrir hana að sleppa þeim hugsunum. Hún notar einnig lyfin Clonazepam (Klonopin) og Aprazolam (Xanax) sem að sumar rannsóknir hafa mælir með sem fyrstu meðferð.
Í dag er hún ekki með þrálátar hugsanir um dauða eiginmanns hennar eða að ná ekki að klára vinnu sína á réttum tíma. Þegar áhyggjur hennar koma þó leita Jóa sér aðstoðar hjá meðferðaraðila og segir að þetta sé þrálát vinna, hún sé alltaf að bægja frá sér neikvæðum hugsunum en að ástand hennar í dag sé viðráðanlegt og að hún lifi ekki lengur í ótta. Hún segir þó almenna kvíðaröskun vera óheiðarlegan skugga sem bíði í hornum og suma daga læðist hún aftur í líf hennar. Hún getur í dag gert sér grein fyrir því þegar kvíðinn fer út í öfgar hjá henni en þá nær hún ekki að bæla frá sér hugsunum, fer að hafa stöðugar áhyggjur um að taka rangar ákvarðanir og getur því ekki tekið einfaldar ákvarðanir eins og hvað hún ætti að hafa í matinn. Hún verður fljótt hvumpin sem sést mikið utan á henni og það getur tekið hana marga tíma að sofna á kvöldin. Jóa segir að á þessum tímum viti hennar nánustu að þau eigi að vera extra þolinmóð, extra skilningstík og extra góð við Jóu á meðan hún berst við kvíðaröskunina sína.
Heimild: https://www.healthline.com/health/i-have-generalized-anxiety-disorder-life-spent-in-fear#1
Eygló Ósk og Kristín Rós3.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.8. EFNA/LYFJA-ORSÖKUÐ KVÍÐARÖSKUN.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.9. KVÍÐARÖSKUN AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.10. ÖNNUR TILGREIND KVÍÐARÖSKUN.
5. KVÍÐARASKANIR. 5.11. ÓTILGREIND KVÍÐARÖSKUN.