Kaflar

4 kafli: Þunglyndisraskanir.

4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.1. BARNAMISLYNDISRÖSKUN.

Felst í sér alvarleg og endurtekna skapbresti á málræna sviðinu (t.d. munnlegt riflildi og öskur). Skap á milli kastanna er endurtekinn pirringur eða reiði, flesta daga, mestan hluta dagsins og er sýnilegur öðrum t.d. foreldrum, kennurum og jafningjum.

Dæmi: Myndböndin hér fyrir neðan eru af ungri stelpu sem heitir Katie. Fyrri klippan er tekinn af symtpommedia.com en seinni klippan var á youtube frá sömu síðu og fyrrnefnda. Katie þjáist af barnamislyndisröskun, hún er í viðtali hjá meðferðaraðila með móður sinni.

1) Í fyrra myndbandinu er meðferðaaðilli að spurja hana út í köstin sem hún fær. Í myndbandinu segir hún frá kasti sem hún fékk tveimur dögum áður þar sem hún var að byggja fuglahús en þakið passaði ekki á. Þegar meðferðaaðilinn spyr hana hve lengi hún hafi verið að búa til tréhúsið fer hún í uppnám og öskrar „FUGLAHÚS“ ekki tréhús. Hún svarar móður sinni ávallt með öskri í myndbandinu.

Heimild: https://symptommedia.com/dsm-5-guided-disruptive-mood-dysregulation-disorder-film-preview/

 (KG: Ég get ekki opnað fyrra myndbandið, nema að fara á síðuna og þaðan í það.)

2) Í seinna myndbandinu er sama stelpa en önnur klippa. Hún öskra á móður sína, segist hata hana og sýnir mikla reiði í garð móður sinnar hvað sem mamma hennar segir.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=H_8D0k6AIPs

 Í báðum klippum má sjá hana reiða eða pirraða mest allan tíman út í móður sína sem er eitt einkenni barnamislyndisröskun. Einnig öskrar hún á bæði meðferðaraðila og móður sína meðan viðtalinu stendur.

Hanna Margrét1.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.2. VERULEG ÞUNGLYNDISRÖSKUN.

Dæmi: Silvía var 17 ára þegar hún var greind með Verulega þunglyndisröskun (e. Major depression disorder). Hún segir sjálf frá því að í barnæsku var hún ávalt með áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt myndi gerast. Þetta lýsti sér með verk fyrir brjósi, skjálfta og magaverkjum, en engu að síður var hún ung og áttaði sig ekki á einkennum sínum, en seinna meir áttaði hún sig á því að kvíði var til staðar. Það var síðan á miðstigi grunnskóla sem þunglyndið fór að bera á sér en varð verra með aldrinum, Silvía var góður námsmaður og náði að stunda félagslífið og faldi þar af leiðandi tilfinningar sínar og þunglyndið vel fyrir umheiminum. Þegar hún var í menntaskóla náði hún botninum. Hún átti erfitt með svefn og missti áhuga á hlutum sem áður vöktu gleði, henni leið eins og allt væri grátt, engin ánægja væri til staðar, lífið væri einskisvirði, hún væri einskisvirði og hefði ekkert upp á að bjóða. Þegar hún var stödd ein inni í herberginu sínu grét hún mikið, leið illa og hóf að stunda sjálfskaða til þess að reyna útiloka hugsanir sínar. Einnig fór hún að finna fyrir sjálfsvígshugsunum. Eitt sunnudagskvöld þegar henni leið hvað verst sagði hún foreldrum sínum frá, „ég held ég muni aldrei komast í gegnum þetta.“ Hún opnaði sig að lokum við geðlækni og viðurkenndi þar að í raun og veru vildi hún ekki endilega deyja en hún þurfti bara á hvíl að halda, hvíld frá öllu í kring um sig og hugsunum sínum, eina undankomuleiðin væri dauðinn. 

Heimild: https://www.nationwidechildrens.org/giving/on-our-sleeves/about/patient-stories/julias-story


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.3. DEPURÐ (persistent depressive disorder, dysthymia).

Dæmi: Jade var greind með depurð sumarið 2014. Depurðin hennar byrjaði löngu áður segir hún, hún byrjaði að finna fyrir einkennum í 7. bekk. En ári áður átti hún mjög gott ár en lenti í „eyðimörk“ eins og hún lýsir því í 7. bekk. Hún hefur síðan þá upplifað mismunandi tímabil af þunglyndi, bæði hefur hún upplifað verulega þunglyndisröskun og depurð á sama tíma. Jade lýsir depurð sem þreytandi tímabili en þegar hún er með verulega þunglyndisröskun og depurð þá upplifir hún sig í hættu, þá fer hún að upplifa það að hún eigi skilið að deyja. Þetta tímabil getur varið í nokkrar vikur eða mánuði segir hún. Eftir þetta tímabil byrjar hún að upplifa einungis depurðareinkennin. Hún upplifir heiminn í meiri lit, líðanin mun betri og hún er hamingjusamari þegar hún er einungis með depurðareinkenni þó svo að hún upplifi mikla þreytu. Henni finnst því mun bærilegra þegar tímabilið hennar einkennist aðeins af depurðareinkennum.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=5PJeayAYqZU

Unnur Kaldalóns1.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.4. TÍÐAHRINGS ÞUNGLYNDISRÖSKUN (PMDD).

Dæmi: Augusta er 26 ára. Þegar hún er var unglingur var hún mjög virk, var klappstýra og í heiðurshóp í skólanum sínum, en hún var einnig talin mjög hress og glöð að eðlisfari. Augusta átti það til að fara í einskonar þunglyndislotur og var því haldið að hún væri jafnvel tvíhverflynd eða með þunglyndi. Það sem einkenndi þó veikindi Augustu var að hún fann aðeins fyrir einkennum á ákveðnum dögum í tíðarhring hennar en þá varð hún mjög þreytt og orkulaus og hafði enga hvatningu til að gera nokkurn skapaðan hlut. Augusta uppliði líka sorg og mikið vonleysi án nokkurrar ástæðu 2 vikum fyrir blæðingar. Augusta lýsir einnig að 12 dögum áður en hún byrjaði á blæðingum fékk hún mjög slæmt mígreni og var illt í brjóstunum 75% af mánuðinum og segir að hún hafi verið með mjög ýkt tilfinningaleg og líkamleg einkenni. Það var ekki fyrr en hún fór til læknis með móður sinni að hún fékk greiningu á tíðarhrings þunglyndisröskun og var sett á getnaðarvarnar pilluna Yaz sem átti að minnka þunglyndið og ýktu geðhæðar og geðlægðar loturnar. Augusta var á lyfinu í 4 ár og fannst það mjög gott til að minnka þessi einkenni en þurfti að svo hætta vegna líkamlegra ástæða. Í dag getur Augusta ekki tekið inn nein hormóna getnaðarlyf og þarf núna að vinna gegn einkennum tíðarhrings þunglyndarröskunnar á náttúrulegan hátt. Það þarf enn mjög lítið til að koma henni úr jafnvægi, eins og aðeins einn neikvæður tölvupóstur yfir daginn. Stundum verður hún að sannfæra sig um að hún sé ekki að haga sér á vissan hátt nema bara útaf tíðarhrings þynglyndisröskunar ‘’skrímslinu.’’ Hún þarf einnig að plana það sem hún gerir vel fyrirfram til þess að vita hvenær hún fær einkenni og hvenær ekki. Félagslegar aðstæður hafa hjálpað henni lengi með einkennin hennar og að koma sér út úr húsi er auðveldara þegar hún er að fara í góðan félagsskap. Það besta sem hún gerir er að vera með fólki. Henni finnst skipta máli hvað hún borðar og að hún hreyfi sig en hún segir að það sé eina meðalið sem virkar og það eina sem dregur úr neikvæðum einkennum.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=URxPPKzAk5E

Eygló Ósk og Kristín Rós1.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.5. EFNA / LYFJA-ORSAKAÐ ÞUNGLYNDI (e. substance / medication induced depressive disorder).

Dæmi: Þegar Mary Ann hætti í sjóhernum, hafði hún litlar sem engar áhyggjur af áfengisnotkun sinni. Hún tók við litlum störfum hér og þar og flutti einnig mikið um. Þegar hún settist að í Virginíu byrjaði hún að drekka meira og ákveðin dóp komu inn í líf hennar á sama tíma. Samt sem áður hafði hún litlar áhyggjur af þessu þar sem henni fannst hún hafa stjórn á notkun sinni. Síðan flutti hún aftur og þá varð áfengis- og eiturefnanotkun hennar fyrst alvarlegt vandamál. Eldri dóttir hennar hafði komið upp að henni og sagt að það væri einhvað skrítið við hana, þá byrjaði Mary að skilja að einhvað var að. Þunglyndi kom í kjölfarið og segist hún muna eftir því að vera á leiðinni í vinnuna og hún gat ekki hætt að gráta. Hún hringdi í dóttur sína og þær tóku Mary á spítalann þar sem hún var greind með meiriháttar þunglyndi. Hún var send til sálfræðings sem hún átti að hitta einu sinni í mánuði og henni voru gefin lyf. Sálfræðingur hennar sagði henni að fara í meðferð en Mary neitaði því henni fannst hún enn hafa stjórn á notkuninni. Þar til eitt kvöld þar sem Mary var í ástandi útaf áfengisnotkun, lenti hún í rifrildi við kærasta sinn og lögreglan kölluð á heimili þeirra og hún endaði í fangelsi. Þegar hún komst úr fangelsi sagði hún við sálfræðing sinn að skrá sig í meðferð því hún hafi loksins fattað að hún hafi ekki haft stjórn á notkuninni.

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=FEo8QTqhzeY

 Dagur Sigurðars2.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.6. ÞUNGLYNDISRÖSKUN AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.7. ÖNNUR TILGREIND ÞUNGLYNDISRÖSKUN.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.8. ÓTILGREIND ÞUNGLYNDISRÖSKUN.


4. ÞUNGLYNDISRASKANIR. 4.X. VIÐBÓTARBREYTUR FYRIR ÞUNGLYNDISRASKANIR.