Kaflar

2 kafli: Geðklofarófsraskanir.

2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.X. GEÐROF.

2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.Y. JÁKVÆРOG NEIKVÆРEINKENNI.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.1. GEÐKLOFALÍK PERSÓNULEIKARÖSKUN (sjá kafla 18.1.3.).


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR.2.1.2. HUGVILLURÖSKUN (e. delusional disorder).

Dæmi: Daniel hefur verið greindur með geðhvarfasjúkdóm ásamt nokkrum öðrum röskunum. Hann upplifir paranoid ranghugmyndir þar sem hann trúir því að aðrir eru stöðugt að njósna um hann. Daniel segist hafa elskað lífið þangað til einn dag fór öll hamingjan niður á við. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri að fara svona langt niður fyrr en fólk í kringum hann byrjaði að taka eftir að hann var ekki ánægður með neitt. Hann sterklega trúir því að fólk fari í gegnum póstinn og hleri símtölin hans. Eftir að hann hefur farið til lækna og lært um sjúkdóminn, veit hann að fólk er ekki í alvörunni að njósna um hann, en samt sem áður er hann sannfærður um að það sé verið að njósna um hann. Semsagt: hann veit að hann er ekki að hugsa rökrétt en allt sem hann heyrir og sér sannfærir hann um annað. Daniel segist vera að vinna í því að leifa rökréttri hugsun hans að taka yfir.

(KG: Þetta er mjög flókið dæmi, þar sem viðkomandi sýnir og segir frá alls konar einkennum og geðröskunum. Ég held hann nefni einar 10 ólíkar geðraskanir. En kannski er þá rétt að setja þetta dæmi hér, sem Hugvilluröskun, sem er athyglisvert, en flókið).

Heimildhttps://www.youtube.com/watch?v=GU8VmJsX6-s

 Dagur Sigurðars1.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.3. STUTT GEÐROFSRÖSKUN (e. brief psychotic disorder).

Dæmi: 28 ára karlmaður. Hann var lagður inn á spítala og ástandi hans er líst með eftirfarandi hætti. Uppgefinn, skítugur, með margar skrámur. Hann lýsti því yfir að fólk hafi verið að hreyta illyrðum til hans og kærastu hans og þeim verið hótað og þá hafi hann hlaupið í burtu og það sé það síðasta sem hann muni skýrt. Hann labbaði síðan ráðvilltur og smeykur um skóginn sem hann endaði í og rambaði að lokum að bæ, þar sem hann gat leitað sér aðstoðar. Þegar hann var lagður inn vissi hann alveg hver hann var en gat ekki gert grein fyrir því hversu lengi hann hafði verið á rambi um skóginn (ættingjar hans sögðu hann hafa verið týndan í þrjá daga og sögðu atvikið sem hann hafði lýst hafa gerst í alvöru). Honum fannst hann ofsóttur og heyrði raddir og var mjög stressaður og leið eins og líf hans væri í hættu. Engin saga er um fyrri geðræn vandamál og allar rannsóknir sýndu að um heilbrigðan einstakling væri að ræða. Niðurstöður úr eiturlyfjaprófi voru neikvæðar. Hann fékk lyf við þessum einkennum og nokkrum dögum eftir innlögn voru öll einkenni farin og hann útskrifaður af spítalanum með greininguna stutt geðrofsröskun (e. brief psychotic disorder).

Heimild: Papanikolaou, K., Stilopoulos, L. og Voura, N. (2009). P03-184 Wandering in brief psychotic disorders. A case study. European Psychiatry24, S1183. doi:10.1016/S0924-9338(09)71416-6

 Bjarklind Gunnarsd1.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.4. GEÐKLOFALÍK RÖSKUN (schizophreniform disorder).

 Geðklofalík röskun er lík geðklofa en hér varir geðklofakastið stutt. Það varir í a.m.k. 1 mánuð en að hámarki 6 mánuði. Eftirfarandi einkenni geta komið fram: ranghugmyndir, ofskynjanir, óskipulagt tal, óskipulögð hegðun eða stjarfi og neikvæð einkenni (minnkuð tilfinningaleg svörun og flatneskja).

Dæmi: um geðklofalíka röskun er drengurinn í þessu myndbandi: 

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=uBjyw9uZkSg

sem segir frá reynslu sinni af röskuninni. Hann segir frá því hvernig hann hefur allt sitt líf glímt við ofskynjanir en hvernig þær hafa magnast síðastliðna þrjá mánuði. Þess vegna flokkast þetta sem geðklofalík persónuleikaröskun þar sem hann er með einkenni geðklofa en þau hafa ekki varað í nógu langan tíma (6 mánuði+) til þess að greinast með geðklofa. 

Hann upplifir ofskynjanir tengdar nánast öllum skynkerfum: lykt, heyrn, snertingu, rýmisskynjun og aðallega sjón. Hann talar einnig um hvernig tilfinningar og kvíði geta ýtt undir ofskynjanirnar. 

Emilía Katrín1.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.5. GEÐKLOFI.

DSM 5: Tvö eða fleiri af eftirfarandi einkennum eru til staðar í verulegan tíma á 1 mánaða tímabili (eða styttra ef meðferð skilar árangri). A.m.k. 1 af eftirfarandi (1), (2) eða (3) verður að vera til staðar:

1.     Ranghugmyndir.

2.     Ofskynjanir.

3.     Skipulagslaust tal (t.d. endurtekið samhengislaust eða óskiljanlegt tal).

4.     Mjög óskipulegð hegðun eða stjarfi.

5.     Neikvæð einkenni (þ.e. minnkuð tilfinningalega svörun eða doði (e. avolition)).

Dæmi: Myles var 20 ára drengur sem hafði á unglingsárum gengið mjög vel í skóla og virtist vera á réttri leið í lífinu. Eftir því sem hann eldist fór hegðun hans að verða sífellt undarlegri, hann hætti að hitta vini sína og virtist alveg sama um hvernig hann kom fólki fyrir sjónir. Hann fór að ganga alltaf í sömu fötunum, baðaði sig sjaldan og talaði lítið sem ekkert við fjölskyldumeðlimi sína. Þegar hann gerði það sagði hann að háskóli sinn væri í raun skipulögð glæpasamtök. Systir hans sá hann líka oft umla við sjálfan sig eins og hann væri að tala við fólk sem þó var hvergi sjáanlegt. Hann átti það líka til að koma fram úr herberginu og biðja fjölskylduna að hafa hljótt þrátt fyrir að engin hljóð heyrðust frá þeim. Þegar Myles var farinn að tala svo mikið um glæpasamtök að pabba og systur fannst nóg komið ákváðu þau að fara með hann á bráðamóttökuna. Á þessum tímapunkti var búið að vísa honum úr skólanum sökum lélegrar mætingar. Myles var ranglega greindur og honum lýst sem illa umhirtur, eftirtektarlaus og annars hugar ungur maður þrátt fyrir að fjölskylda hans tjáðu starfsfólkinu að hann hafi aldrei notað áfengi né önnur vímuefni. Fjölskylda Myles sögðu einnig starfsfólkinu að langa-langa-amma hans hafi verið 30 ár á geðveikrarspítala sem og að mamma hans (sem hafði yfirgefið þau þegar Myles var ungur) hefði líklegað glímt við andleg vandamál. Það er vert að nefna að á meðan að Myles var á spítalanum neitaði hann að borða matinn sem honum var boðinn þar sem hann taldi að verið væri að eitra fyrir sér. Það var ekki fyrr en heimavistarlögregla gamla skólans þurfti í eitt skipti að fara með hann upp á spítala þar sem hann var mættur í kennslustofu að saka kennara um að stela skólagjöldunum sínum að Myles lét skrá sig inn á geðdeild.
Myles er gott dæmi um ungmenni sem hrakaði mikið í sínum daglegu athöfnum nánast upp úr þurru. Hann uppfyllti öll einkenni geðklofa; var með ranghugmyndir, ofskynjanir / heyrði raddir og neikvæð einkenni og höfðu öll þessi einkenni höfðu verið til staðar á bilinu 6-12 mánuði. 
Mikilvægt er að við greiningu séu orsakir vandamálsins sem tengjast vímuefnanotkun, höfuðhöggs eða einhvers læknifræðilegs vanda séu útilokaðar.

Hér er síðan ágætis dæmi um mismunandi einkenni Geðklofa hjá mismunandi fólki:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=bWaFqw8XnpA
(P.s. mæli með brandaranum á (0:50) hann er mjög góður)

Heimild: https://www.psychiatry.org/patients-families/schizophrenia/patient-story

Til gamans: Frægir einstaklingar með geðklofa: Raðmorðinginn (nei: ekki raðmorðingi) Charles Manson og rapparinn Ol‘Dirty Bastard.

Guðni Snær2.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.6. GEÐHVARFAKLOFI.

 Geðhvarfaklofi er mjög flókin geðröskun vegna þess að hún hefur líkindi með svo mörgum öðrum röskunum. Geðhvarfaklofi er með einkenni geðklofaraskana og lyndisraskana þannig að einkenni hegðunar og líðan geta þýtt og verið ótrúlega margt. Í gegnum leit mína að fullkomnu dæmi til að kynna röskunina (sem var erfið) rakst ég sífellt á að þeir sem voru greindir með geðhvarfaklofa áttu langa sögu af misgreindum geðröskunum.

Dæmi: Á myndbandinu hér að neðan talar Lauren mjög opinskátt um sína vegferð að vera greind með geðhvarfaklofa. Í stuttu máli var hún að lokum greind með geðhvarfaklofa þegar hún var 25 ára. Fyrstu einkenni hennar var mikið þunglyndi og var hún fyrst greind með verulega þunglyndisröskun þegar hún var 22 ára. Síðar byrjaði hún að finna fyrir ofskynjunum en hún hélt þeim einkennum fyrir sjálfa sig þar til að hún missti tökin á þeim og fór í full blown geðrof. Það er mjög áhugavert að hlusta á hana segja sína sögu og hún fer í mörg smáatriði af ofskynjunum hennar. Ég mæli með að horfa á allt myndbandið þó það sé nokkuð langt.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=mND56jYPCRU

Hildur Emils1.


2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.7. EFNA / LYFJA-INNTÖKU ORSAKAÐ GEÐROF.

Efna / lyfja-inntöku orsakað geðrof er geðklofaröskun sem á upphaf sitt að rekja til efnainntöku. Þessi röskun orsakast af langtíma efna / lyfja misnotkun. Ranghugmyndir og / eða ofskynjanir þurfa að hafa komið fram á meðan eða innan mánaðar frá efnaáhrifum eða fráhvarfi. Það er flókið samspil á milli efnamisnotkunar og geðsjúkdóma. Ofnotkun efna eða lyfja veldur oft einkennum svipað og geðklofa en geðklofasjúklingar geta líkað misnotað efnin og einkennin verða þá oft ýktari eða meiri en hjá öðrum einstaklingum. Örvandi efni eins t.d. kókaín og róandi efni t.d. marjúana auka geðklofaeinkenni og um leið minnkað líkurnar á því að meðferðaráætlun sé fylgt eftir.

Dæmi: María er í 9. bekk og henni býðst að prófa kannabis hjá félögum sínum. Henni líkar áhrifin og þetta fer að verða vikulegt hjá henni. Þegar hún byrjar í framhaldsskóla fer hún að bæta við hassi og marijúna, sem eru tegundir af kannabis. Seinna fer hún einnig að prófa sig áfram í kókaíni. Svona heldur hún áfram í nokkur ár, líkamleg og andleg heilsa hennar fer versnandi. María fer að fá svokallaðar ofsóknarranghugmyndir, henni finnst mamma sín alltaf vera að reyna að henda henni út og systir hennar að stela dótinu hennar. Þetta magnast upp og María flytur út því henni finnst fjölskyldan sín vera að reyna að eitra fyrir henni og ýta henni út úr húsinu. Í kjölfarið á þessu fylgja mikilmennsku ranghugmyndir, henni finnst hún vera æðri en allir sem hún þekkir, henni finnst hún vera Jesú. María heldur að guð sé að senda henni skilaboð með allskonar hætti og hafi gefið henni þetta mikilvæga hlutverk að vera Jesú. María keyrði yfir á rauðu ljósi og lögreglan stoppaði hana, þegar lögreglan fór að tala við Maríu sagðist hún ekki mega vera að þessu því hún væri Jesú og væri að fara bera út boðskapinn. Lögreglan tók hana strax og hún var lögð inná geðdeild spítalans, hún var strax sett í meðferð.

Heimild: ? 

Magdalena1.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.1.8. GEÐROFSRÖSKUN AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.2. STJARFI.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.2. STJARFI. 2.2.1. STJARFI TENGDUR ANNARRI GEÐRÖSKUN.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.2. STJARFI. 2.2.2. STJARFI AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.2. STJARFI. 2.2.3. ÓTILGREINDUR STJARFI.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.3. ÖNNUR TILGREIND GEÐKLOFARÓFSRÖSKUN OG ÖNNUR GEÐROFSRÖSKUN.


 2. GEÐKLOFARÓFSRASKANIR. 2.4. ÓTILGREIND GEÐKLOFARÓFSRÖSKUN OG ÖNNUR GEÐROFSRÖSKUN.