6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.1. ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJURÖSKUN.
DSM-5: Endurtekin og skipulögð hegðun með það markmið að draga úr kvíða. Hegðunin er framkvæmd til að minnka eða til að koma í veg fyrir óþægindi eða kvíðatengdan atburð eða aðstæður. Viðkomandi gerir sér oftast fulla grein fyrir því að hegðunin er ýkt eða órökrétt.
Dæmi: Allen er 22 ára gamall samkynhneigður maður, sem leitaðst hjálpar vegna kvíða. Hann hafði áhyggjur af HIV. Læknirinn sem tekur á móti honum finnur fyrir sterkri lykt af honum og spyr hann út í þrifnað. Kemst af því að Allen snertir nánast ekkert utan heimili síns, stundar handþvott upp til 30x sinnum á dag sem þýðir að hann eyðir klukkutímum í handþvott rútínu sína. Eitt skipti hélt hann að hann hefði fengið HIV og þreif sér um hendurnar með klór. Hann á erfitt með að fara út í búð og fara í lest. Hann er nánast búinn að gefast upp á félagslegum atburðum og rómantískum samböndum. Einkenni OCD skerða daglegt líf hjá Allen.
Heimild: https://www.psychiatry.org/patients-families/ocd/patient-story
Þetta er dæmi um einstakling með áráttu-þráhyggjuröskun þar sem til staðar eru bæði áráttur og þráhyggjur. Það eru endurteknar og viðvarandi hugsanir, hvatir eða ímyndanir sem valda honum kvíða og þjáningu. Hann reynir að bæla þetta niður með einhverri annarri hugsun eða hegðun.
Annað áhugavert: David Beckham, heimsfrægur fyrrum knattspyrnustjarna talar um það að hafa OCD / Áráttu- þráhyggjuröskun í viðtali:
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=VvUH0B-5PUM
Sveinn José2.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.2. ÚTLITSRÖSKUN.
Dæmi: Karen er 17 ára gömul stúlka sem var lögð inn á spítala vegna tilraunar til þess að taka eigið líf. Ástæðuna sagði hún vera áhyggjur af útliti sínu. Síðan hún var 13 ára gömul hafði hún verið mikið upptekin af „stóru“ nefi sínu, „litlum“ brjóstum og „ljótu“ hári. En í augum annarra er Karen í raun aðlaðandi stúlka. Hún lýsir áhyggjum sínum sem mjög mikilli vanlíðan og þráhyggju, sem verða svo hræðilegar að hana langi til að deyja. Hún þoli ekki lengur sársaukan. Karen hugsaði um útlit sitt hverja sekúndu á hverjum degi, skoðaði sig í speglum, búðargluggum og öðru endurspeglandi yfirborði í nokkra klukkutíma á hverjum degi. Hún bar útlit sitt einnig oft saman við aðra og spurði móðir sína mörgum sinnum á dag hvort hún liti vel út. Hún forðaðist myndatökur og eyðilagði ljósmyndir sem teknar voru af henni. Þegar henni var hrósað fyrir fallegt hár hennar varð hún reið því hún hélt að það væri gert til þess að komast hjá því að minnast á ljóta andlit hennar og líkama. Sem afleiðing af áhyggjum Karenar af útliti sínu forðaðist hún félagsleg samskipti og að fara á stefnumót, féll í einhverjum áföngum í skólanum og á endanum hætti hún alveg í námi. Lýtaaðgerð á nefi minnkaði ekki áhyggjur hennar, því þó svo að það hafi dregið úr áhyggjum af nefinu sjálfu jók það áhyggjur hennar af brjóstunum. Karen var greind með útlitsröskun, verulega þunglyndisröskun og félagsfælni. Reynd var ýmis konar lyfjagjöf sem skilaði litlum árangri hvað varðaði útlitsröskunina en dró úr þunglyndinu. Þá virtist lyfið Flúoxetín hjálpa henni hvað útlitsröskun varðar en það er frekar nýtt geðdeyfðarlyf sem hafa sérhæfð áhrif á virkni taugaboðefnisins serótóníns í heila, þau bæta skap, auka líkamlega virkni, bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Eftir 10 vikur höfðu einkenni útlitsröskunar minnkað og eftir 12 vikur var hún talin hafa tekið mjög miklum framförum samkvæmt Clinical Global Impressions (CGI) Scale.
Heimildir:
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0890856709633803
https://www.lyfja.is/lyfjabokin/lyf/FluoxetinActavis
Bjarnlaug Ósk og Móna1.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.3. SÖFNUNARÁRÁTTA.
Dæmi: Collyer bræðurnir voru þekktir fyrir skrýtna hegðun þeirra og söfnunaráráttu. Bandarísku bræðurnir Homer Lusk Collyer og Langley Wakeman Collyer bjuggu saman í marga áratugi þar sem þeir voru helteknir af því að safna bókum, húsgögnum, hljóðfærum og fullt af öðrum hlutum. Þeir settu sprengigildru (e. booby trap) fyrir framan glugga og á gangana til að forðast innbrotsþjófa. Í mars 1947 fundust þeir báðir látnir á heimili sínu umkringdir af yfir 140 tonnum af alls kyns dóti sem þeir höfðu safnað yfir nokkra áratugi. Þetta er gott dæmi um söfnunaráráttu vegna þess að þeir voru með þráhyggju gagnvart því að safna alls kyns hlutum.
Heimild: ?
Eva Kristín1.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.4. HÁRREYTIÆÐI.
Hárreytiæði lýsir sér sem þörf til þess að plokka eigin líkamshár á mismunandi stöðum líkamans eftir einstaklingum. Einn karl á móti hverjum tíu konum er með þessa röskun (skilgreining úr DSM-5).
Dæmi: Aneela byrjaði að glíma við þetta vandamál þegar hún var 12 ára gömul. Hún hélt þessu leyndarmáli í meira en 25 ár. Fyrst þegar þetta byrjaði vissi hún ekki hvað var að gerast sem varð til þess að hún sagði engum frá þessu. Aneela togar hárið sitt af líkamanum án þess að gera sér grein fyrir því, þessi hegðun á sér stað í undirmeðvitund hennar. Hún segir að hárreytið sé leið til þess að takast á við stress og kvíða. Til þess að geta komið í veg fyrir þessa hegðun þurfti hún að gera sér grein fyrir hvar hendurnar á henni voru. En það leiddi til þess að hún og maðurinn hennar smíðuðu úr sem sendir frá sér titring þegar hendurnar eru að framkvæma hegðun sem einstaklingurinn vill ekki. Þessi titringur er nóg til þess að trufla hegðunina og gerir einstaklingnum kleift að taka ákvörðun um hvað hann vill gera og leyfir honum að velja hollari leið til að takast á við t.d. stress eða kvíða. Myndbandið hér fyrir neðan er af Aneelu segja aðeins frá sér og úrinu.
Karen Eik1.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.5. SKINNKLÓRUNARRÖSKUN.
Skinnklórunarröskun tilheyrir flokknum Áráttu-þráhyggju og tengdar raskanir. Röskunin felur í sér endurtekið skinnklór á ýmsum ólíkum stöðum líkamans sem veldur sárum. Algengustu svæðin eru andlit, handleggir og hendur. Skinnklórið getur snúist um ákveðið sár en það er jafn algengt að klóra heilbrigt skinn. Algengi skinnklórunarröskunar er 1.4% en konur eru þrisvar sinnum líklegri en karlmenn að þróa með sér röskunina.
Dæmi: Emma er stúlka á tvítugsaldri og er með skinnklórunarröskun. Emma segir þessa röskun taka mikinn toll á hennar daglegt líf. Hún lýsir því hve tímafrek röskunin er en hún á það til að eyða rúmum tveimur klukkustundum í að leita að lýti á húð sinni og klóra það, til dæmis hnúða eða bólur. Suma daga klórar Emma húð sína ekkert, aðra daga klórar hún kannski tvö svæði á líkamanum sínum en á verstu dögum eyðir hún nokkrum klukkustundum í klór. Emma segir að eitt skipti hafi hún klórað húð sína í fimm klukkustundir samfleytt. Þegar húðin Emmu er verulega slæm finnur hún fyrir kvíðaeinkennum á meðal almennings og vill því helst ekkert sækjast í félagslíf. Hún reynir að draga úr þessum einkennum með kvíðalyfjum. Emma hefur nokkrum sinnum leitað til læknis en aldrei fengið tillögu að meðferð, læknar hafa einfaldlega sagt henni að hætta að klóra sig. Emma stillir á 30 mín niðurtalningu í símanum sínum þegar hún finnur fyrir hvöt til þess að klóra sig og 10 mínútna niðurtalningu þegar hún fer inn á baðherbergi, en þar er hún líklegust til þess að verja tímanum sínum í skinnklór. Hinsvegar getur hvötin verið svo sterk að hún hundsar niðurtalninguna og klórar sig. Emma segir það vera mikla áskorun að horfa á sjálfa sig í spegli og taka sig í sátt. Myndbandið hér að neðan sýnir innskot í líf Emmu.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=bg0MUGQ2daU
Harpa Hrund1.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.6. EFNA/LYFJA-ORSAKAÐAR ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJU RASKANIR.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.7. ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJU RASKANIR AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.8. AÐRAR TILGREINDAR ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJU TENGDAR RASKANIR.
6. ÁRÁTTA-ÞRÁHYGGJA OG TENGDAR RASKANIR. 6.9. ÓTILGREINDAR ÁRÁTTU-ÞRÁHYGGJU TENGDAR RASKANIR.