3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.1. TVÍHVERF RÖSKUN I.
DSM-5: Einkennist fyrst og fremst af 1 eða fleiri geðhæðum og geðlægðum inn á milli.
Dæmi: Sarah, 42 ára gömul kona sem hefur langa sögu af bæði geðhæðarlotu og ólmhugalotu tímabilum. Hefur í gegnum árin verið greind með Verulega þunglyndisröskun, Jaðarpersónuleikaröskun og nýlegast með Tvíhverfa röskun. Hún hefur einkenni um mania / hypomania, mood cycles, depression and elevated mood. Hún er á lyfjum (e. mood stabilizers) við þessu, hefur nokkrum sinnum hætt að nota þau og vill núna prófa einstaklingsmeðferð (e. individual psychotherapy). Geðhæðarlotu einkenni hafa varað síðan á unglingsárum og seinna meir komu ólmhugalotu einkenni upp.
Sarah er dæmi um einstakling með Tvíhverf röskun I, hún hefur bæði geðhæðir og geðlægðir. Hefur varið í lengur en 1 viku.
Heimild: https://www.div12.org/case_study/sarah-bipolar-disorder/
Annað áhugavert: Kanye West heimsfrægur tónlistamaður hefur oft talað um það að vera Bipolar Disorder / Tvíhverf röskun. Sjá líka titil plötunnar!
Tvö viðtöl sem Kanye West talar opinberlega um geðröskun sína:
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=QdDYjNImN4w
Sveinn José1.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.2. TVÍHVERF RÖSKUN II.
Dæmi: Hér er áhugvert viðtal við strák þar sem hann talar um hvernig hann lagði mikið á sig yfir lokapróf og lærði eins og brjálæðingur (virðist vera einhverskonar uppsveifla) og hann hafi fundið fyrir mikillri orku og getu til að takast á við hlutina. Þegar niðurstöðurr úr prófunum komu fékk hann þó ekki þær einkunnir sem hann bjóst við miðað það sem hann lagði á sig. Eftir að lokaprófunum lauk hélt þessi kraftur samt áfram og hann var farinn að taka inn mikið magn af koffíni og rítalíni til að halda sér uppi. Með tímanum fór þetta algjörlega úr böndunum. Hann fór að taka inn sterkari efni og eyddi umfram það sem hann átti og notaði kredit kort foreldra sinna. Fjárfesti meðal annars í einhverju appi sem var ekkert vit í. Það var ekki fyrr en hann sá hvað hann var að gera öðrum með hegðun sinni sem hann fór að sjá vandann enda hafði hann verið mjög sjálfsmiðaður fyrst og hugsað að allt snerist í kringum hann.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=mpE-oaix5kA
Breki Arnars1.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.3. HRINGLYNDIS RÖSKUN (e. cyclothymic disorder).
Dæmi: Dóra var greind með hringlyndisröskun 19 ára gömul, hún hafði alltaf verið með miklar skapsveiflur sem barn og lengi verið í yfirþyngd. Þegar hún greindist hafði Dóra verið að sveiflast á milli tímabila vægs eða miðlungs þunglyndis og vægs oflætis í 2,5 ár. Skapsveiflur hennar ná ekki greiningarviðmiðum fyrir meiriháttar þunglyndi og maníu. Þegar hún er í geðhæð þá lýsir hún því eins og hún hafi ofurkrafta. Hún er orkumeiri, sefur minna, stundar meira kynlíf og kemur miklu í verk. Hún stendur sig betur í vinnunni, hún þrífur húsið og eldar kvöldmat á hverjum degi. Þegar hún er í geðlægð þá upplifir hún sig sem gagnslausa og trúir að hún valdi öðrum skaða og sé byrgði. Hún á oft erfitt með að fara í vinnu eða koma nokkru í verk. Dóra er aldrei alveg einkennalaus. Tímabilin eru mislöng en sveiflast yfirleitt nokkuð ört. Dóra hefur leitað sér meðferðar hjá sálfræðingi. Sálfræðingurinn ráðlagði að hún myndi byrja að hreyfa sig og Dóra reynir að hreyfa sig nokkrum sinnum í viku en tekst það ekki alltaf. Sálfræðingurinn kenndi henni ýmsar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) sem að hafa hjálpað Dóru mikið. Dóru líður betur en hringlyndisröskunin verður alltaf staðar og hefur enn áhrif á hana. Meðferðin hefur hjálpað henni að átta sig á röskuninni og halda henni í skefjum.
Heimild: dæmið er að hluta byggt á: https://courses.lumenlearning.com/abnormalpsychology/chapter/cyclothymic-disorder/
Og er einnig að hluta uppgert útfrá greiningarviðmiðum DSM-5.
Sara Margrét1.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.4. EFNA/LYFJA-INNTÖKU ORSAKAÐAR TVÍHVERFLYNDISRASKANIR.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.5. TVÍHVERFLYNDI AF ANNARRI LÆKNISFRÆÐILEGRI ÁSTÆÐU.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.6. AÐRAR TILGREINDAR TVÍHVERFLYNDISRASKANIR.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.7. ÓTILGREINAR TVÍHVERFLYNDISRASKANIR.
3. TVÍHVERFLYNDI OG TENGDAR RASKANIR. 3.X. VIÐBÓTARBEYTUR FYRIR TVÍHVERFLYNDISRASKANIR.