Red Dragon

Red Dragon

image.png

Red Dragon kápan, takið eftir drekanum (lítur raunar út eins og íslenskur hrútur) á bakinu.

Titill: Red Dragon.

 

Útgáfuár: 2002.

Útgáfufyrirtæki: Metro-Goldwyn-Mayer, Scott Free Productions.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

Land: Bandaríkin.

Framleiðandi: Dino De Laurentis.

Lengd: 2:04 mín.

 

 Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 6,8 + 7,4* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Brett Ratner (28. mars 1969 - ). Miami Beach, Flórída, Bandaríkin.

 

Allar myndir leikstjórans: Money Talks (1997), Rush Hour (1998), Partners (1999), The Family Man (2000), Rush Hour 2 (2001), Red Dragon (2002), After the Sunset (2004), X-Men: The Last Stand (2006), Rush Hour 3 (2007), Blue Blood (2007), New York, I Love You (2008), Tower Heist (2011), Movie 43 (2013), Hercules (2014), Breakthrough (2015).

 

Handrit: Ted Tally, byggt á bókinni Red Dragon eftir Thomas Harris.

Red Dagon, fyrsta bókin í seríunni um Hannibal.

 

Tónlist: Danny Elfman.

 

Kvikmyndataka: Dante Spinotti.

 

Klipping: Mark Helfrich.

Tekjur / Kostnaður: 209.000.000$ / 78.000.000$ =yfir rettan milljónir í gróða.

 

SlagorðI am the Red Dragon.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Flokkun: Drama.


 

Leikarar/Hlutverk:

Will Graham.

Edward Norton = Will Graham, FBI profiler.

 

Dr. Hannibal Lechter.

Anthony Hopkins = Dr. Hannibal Lecter, geðlæknir og mannæta.

image.png

Ralph Fiennes = Francis Dolarhyde, fjölskyldu-raðmorðingi. Morðingi með munnskaða - málhaltur. Kallaður toothfairy.

 

image.png

Emily Watson = Reba McClane, blindi starfsmaður Chromaleux myndafyrirtækisins.

 

image.png

Harvey Keitel = Jack Crawford, yfirmaður Graham, leikinn af öðrum í The Silence of the Lambs. Fyrirmynd hans er John Douglas, raunverulegur yfirmaður hjá FBI.

 

image.png

Mary-Louise Parker = Molly, eiginkona Grahams. Hún vill ekki að hann fari aftur að vinna fyrir FBI, sérstaklega ekki að finna raðmorðingja, því hann lifir sig svo mikið inn í málin.

 

Philip Seymour Hoffman = Freddy Lounds, blaðamaðurinn spillti, sem gerir allt til að búa til frétt í National Tattler slúðurblaðið. Birtingarmynd "rannsóknarblaðamannsins" er mjög neikvæð, sem er athyglisvert vegna þess að rithöfundurinn starfaði sjálfur lengi sem slíkur blaðamaður.

 

Ekki lengur hinn feimni og málhalti Francis Dolarhyde, heldur hinn sterki Rauði Dreki. Baha.

Ekki lengur hinn feimni og málhalti Francis Dolarhyde, heldur hinn sterki Rauði Dreki. Baha.

 

William Blake frá London, Englandi (fæddur í London 1757,  d. 1827).

1432732913102.jpg

William Blake (1757-1827), The Great Red Dragon and the Woman Clothed in Sun (málað á milli 1803-1809, sumur segja 1803). Vatnslitamynd (34.3 x 42 cm). Brooklyn safnið, New York.

 

William Blake var mjög trúaður maður og málaði margar goðsögulegar myndir; sagt er að hann hafi málað þessa mynd og margar aðrar eftir lestur á seinasta riti Biblíunnar (Nýja testamentisins), Opinberunarbókinni.

Hér er ljóðið sem Dr. Hannibal Lechter vitnar í þegar Will Graham er að tala við hann í leikfimisalnum. Það er eftir William Blake, samið 1803. Hér er allt ljóðið:

Auguries of Innocence

BY WILLIAM BLAKE

  • To see a World in a Grain of Sand

  • And a Heaven in a Wild Flower

  • Hold Infinity in the palm of your hand

  • And Eternity in an hour

  • A Robin Red breast in a Cage

  • Puts all Heaven in a Rage

  • A Dove house filld with Doves & Pigeons

  • Shudders Hell thr' all its regions

  • A dog starvd at his Masters Gate

  • Predicts the ruin of the State

  • A Horse misusd upon the Road

  • Calls to Heaven for Human blood

  • Each outcry of the hunted Hare

  • A fibre from the Brain does tear

  • A Skylark wounded in the wing

  • A Cherubim does cease to sing

  • The Game Cock clipd & armd for fight

  • Does the Rising Sun affright

  • Every Wolfs & Lions howl

  • Raises from Hell a Human Soul

  • The wild deer, wandring here & there

  • Keeps the Human Soul from Care

  • The Lamb misusd breeds Public Strife

  • And yet forgives the Butchers knife

  • The Bat that flits at close of Eve

  • Has left the Brain that wont Believe

  • The Owl that calls upon the Night

  • Speaks the Unbelievers fright

  • He who shall hurt the little Wren

  • Shall never be belovd by Men

  • He who the Ox to wrath has movd

  • Shall never be by Woman lovd

  • The wanton Boy that kills the Fly

  • Shall feel the Spiders enmity

  • He who torments the Chafers Sprite

  • Weaves a Bower in endless Night

  • The Catterpiller on the Leaf

  • Repeats to thee thy Mothers grief

  • Kill not the Moth nor Butterfly

  • For the Last Judgment draweth nigh

  • He who shall train the Horse to War

  • Shall never pass the Polar Bar

  • The Beggars Dog & Widows Cat

  • Feed them & thou wilt grow fat

  • The Gnat that sings his Summers Song

  • Poison gets from Slanders tongue

  • The poison of the Snake & Newt

  • Is the sweat of Envys Foot

  • The poison of the Honey Bee

  • Is the Artists Jealousy

  • The Princes Robes & Beggars Rags

  • Are Toadstools on the Misers Bags

  • A Truth thats told with bad intent

  • Beats all the Lies you can invent

  • It is right it should be so

  • Man was made for Joy & Woe

  • And when this we rightly know

  • Thro the World we safely go

  • Joy & Woe are woven fine

  • A Clothing for the soul divine

  • Under every grief & pine

  • Runs a joy with silken twine

  • The Babe is more than swadling Bands

  • Throughout all these Human Lands

  • Tools were made & Born were hands

  • Every Farmer Understands

  • Every Tear from Every Eye

  • Becomes a Babe in Eternity

  • This is caught by Females bright

  • And returnd to its own delight

  • The Bleat the Bark Bellow & Roar

  • Are Waves that Beat on Heavens Shore

  • The Babe that weeps the Rod beneath

  • Writes Revenge in realms of Death

  • The Beggars Rags fluttering in Air

  • Does to Rags the Heavens tear

  • The Soldier armd with Sword & Gun

  • Palsied strikes the Summers Sun

  • The poor Mans Farthing is worth more

  • Than all the Gold on Africs Shore

  • One Mite wrung from the Labrers hands

  • Shall buy & sell the Misers Lands

  • Or if protected from on high

  • Does that whole Nation sell & buy

  • He who mocks the Infants Faith

  • Shall be mockd in Age & Death

  • He who shall teach the Child to Doubt

  • The rotting Grave shall neer get out

  • He who respects the Infants faith

  • Triumphs over Hell & Death

  • The Childs Toys & the Old Mans Reasons

  • Are the Fruits of the Two seasons

  • The Questioner who sits so sly

  • Shall never know how to Reply

  • He who replies to words of Doubt

  • Doth put the Light of Knowledge out

  • The Strongest Poison ever known

  • Came from Caesars Laurel Crown

  • Nought can Deform the Human Race

  • Like to the Armours iron brace

  • When Gold & Gems adorn the Plow

  • To peaceful Arts shall Envy Bow

  • A Riddle or the Crickets Cry

  • Is to Doubt a fit Reply

  • The Emmets Inch & Eagles Mile

  • Make Lame Philosophy to smile

  • He who Doubts from what he sees

  • Will neer Believe do what you Please

  • If the Sun & Moon should Doubt

  • Theyd immediately Go out

  • To be in a Passion you Good may Do

  • But no Good if a Passion is in you

  • The Whore & Gambler by the State

  • Licencd build that Nations Fate

  • The Harlots cry from Street to Street

  • Shall weave Old Englands winding Sheet

  • The Winners Shout the Losers Curse

  • Dance before dead Englands Hearse

  • Every Night & every Morn

  • Some to Misery are Born

  • Every Morn and every Night

  • Some are Born to sweet delight

  • Some are Born to sweet delight

  • Some are Born to Endless Night

  • We are led to Believe a Lie

  • When we see not Thro the Eye

  • Which was Born in a Night to perish in a Night

  • When the Soul Slept in Beams of Light

  • God Appears & God is Light

  • To those poor Souls who dwell in Night

  • But does a Human Form Display

  • To those who Dwell in Realms of day.

Heimild: Poets of the English Language (Viking Press, 1950). https://www.poetryfoundation.org/poems/43650/auguries-of-innocence

 

Jack Crawford er hér leikinn af Harvey Keitel, en af Scott Glenn í The Silence of the Lambs. Hann á sér fyrirmynd í 2 mönnum, FBI rannsóknarlögreglumönnunum Robert Ressler og John Douglas, en þeir voru fyrstir manna til að rannsaka raðmorðingja. Þeir eru nú orðnir frægir vegna Netflix þáttanna: Mindhunter. Orðið serial killer er komið frá þeim. Þeir tóku viðtöl upp úr miðri seinustu öld á 32 þekktum raðmorðingjum í fangelsi, þ. á m. Ted Bundy, David Berkowitz (Son of Sam) og Charles Manson.

John M. Douglas til hægri og Jonathan Groff, sem leikur hann í Mindhunter til vinstri. Hann er, af einhverjum ástæðum látinn heita Hoden Ford í þáttunum.

John M. Douglas til hægri og Jonathan Groff, sem leikur hann í Mindhunter til vinstri. Hann er, af einhverjum ástæðum látinn heita Hoden Ford í þáttunum.

Robert Ressler til vinstri og Holt McCallany, sá sem leikur hann til hægri. Hann heitir Bill Tench í þáttunum.

Robert Ressler til vinstri og Holt McCallany, sá sem leikur hann til hægri. Hann heitir Bill Tench í þáttunum.

image.png

Robert Ressler FBI lögregla með pappaútgáfu af Hannibal. Ressler og John Douglas voruv ráðgjafar við Hannibal myndirnar.

 

image.png

Ein bóka Resslers, viðtalsbók við raðmorðingjana Bundy, Dahmer og Gacy.

 

image.png

John Douglas (FBI) og Glenn (leikari) á tökustað við The Silence of the Lambs.

 

Ein af bókum John Douglas um FBI og raðmorðingja.


Red Dragon: Mínúturnar:

0:01 = Forleikur. Dr. Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) á sinfóníutónleikum, flautuleikarinn er falskur.

0:03 = Hannibal býður stjórn sinfóníunnar í mat. Flautuleikarinn er týndur. Hann er forrétturinn!

0:04 = Will Graham (Edward Norton) kemur til dr. Hannibals, sem er geðlæknir og ráðgjafi lögreglunnar. Graham veit ekki að hann er að biðja um ráð hjá Hannibal um raðmorðingja sem gengur laus og morðinginn er Hannibal sjálfur!

0:05 = Graham gerir sér grein fyrir því að þessi óþekkti raðmorðingi er að drepa fórnarlömb sín til að ná úr þeim einum hluta sem hann getur matreitt handa sjálfum sér. Graham spyr af hverju Hannibal hafi ekki verið búinn að gera sér grein fyrir þessu?

0:06 = Hannibal áttar sig á því að Graham er að komast of nálægt sannleikanum og fer að ná í hníf. Á sama tíma sér Graham bók hjá honum, sem er óvænt opin þar sem uppskrift er sem vísar beint á seinasta morðið. Aha, Hannibal sjálfur - ráðgjafi lögreglunnar! - er morðinginn (og mannæta)!

0:07 = Hannibal stingur Graham, af því að hann veit of mikið. Hannibal vill samt helst ekki drepa hann. Hann drepur helst lélegt (sbr. flautuleikarinn) og ruddalegt fólk.

0:08 = Graham getur varið sig og báðir særast, en hvorugur deyr. Hannibal fer í lífstíðarfangelsi og Graham fer í endurhæfingu og svo á eftirlaun í Flórída. Getur ekki lengur unnið við þetta!

0:09 = Forleik lokið og TEXTI myndarinnar.

0:11 = Jack Crawford (Harvey Keitel) heimsækir Graham til Flórída. Hann vill að Graham skoði tvö nýskeð fjölskyldumorð. Graham er sá eini sem getur skilið svona grófa raðmorðingja.

0:13 = Graham svarar: I´m retired, I don´t do this anymore. En Crawford segir hann einann hafa þetta einstaka innsæi, Graham geti lifað sig inn í hugarheim raðmorðingja.

0:14 = Graham ræðir við konuna um að hjálpa aðeins, hann komi fljótt aftur.

0:16 = Graham fer á glæpastaðinn og upp í svefnherbergið, þar sem glæpirnir áttu sér stað. Morðinginn brýtur alla spegla.

0:18 = Graham áttar sig á því að morðinginn er aðallega að drepa móðurina. Hin eru aukaatriði.

0:20 = Á hótelinu með allar glæpaljósmyndirnar gerir Graham sér grein fyrir því að raðmorðinginn snerti líklega auga móðurinnar. Glerin eru til að þau „sjái“ verk morðingjans.

0:23 = Graham fer á fund lögreglunnar og kynnir niðurstöður sínar.

0:24 = Ein lögreglukonan spyr Graham hvort raðmorðinginn hætti að drepa? Graham svarar: Hann drepur vegna þess að honum finnst hann vera guð, og spyr svo til baka: Myndir þú hætta því?

0:25 = Crawford finnur fingraför á auga eiginkonunnar. Graham hefur lokið vinnu sinni.

0:26 = Crawford fær Graham til að halda áfram með málið, það þarf að tala við Hannibal í fangelsinu. Graham og Crawford skilja ekki hvers vegna hann drepur fjölskyldurnar.

0:28 = Graham fer á fund til Hannibals í fangelsinu. Hittir leiðinlega fangelsisstjórann þar - þann sem drepinn er síðar í The Silence of the Lambs.

0:29 = Graham ræðir við Hannibal rétt eins og Clarice Starling gerði í The Silence of the Lambs.

0:30 = Hannibal spyr: Hvernig náðir þú mér?

0:31 = Graham: You had disadvantages. Hannibal: What disadvantages? Graham: You are insane! (Þetta er raunar ekki rétt, siðblindir raðmorðingjar eru yfirleitt ekki geðveikir).

0:33 = Hannibal gefur ráð: Morðinginn er feiminn, eflaust útlitsgallaður (brotnu speglarnir). Morðinginn sér fórnarlömb sín lifandi. Graham, já en það er ekki hægt?

0:35 = Hannibal segir að Graham hafi náð sér vegna þess að þeir eru svo líkir. Graham getur lifað sig inn í hugarheim Hannibals. Þetta er einstakur hæfileiki, við erum alveg eins, þú og ég.

0:36 = Graham fer í Leeds húsið, fórnarlambsfjölskylda númer 2.

0:37 = Graham finnur heimatilbúið myndband af fjölskyldunni allri.

0:38 = Graham fer aftur til Alabama, fyrra fórnarlambshúsið. Þar finnur hann vegsummerki utandyra, þ. á m. kínverskt tákn á tré.

0:40 = Dolarhyde hælið. Francis Dolarhyde (Ralph Fiennes) sem barn, amma hans kemur illa fram við hann, hún hótar að klippa af honum typpið af því að hann pissar oft undir.

0:41 = Dolarhyde setur í sig tennurnar og breytist þá í Rauða drekann. Ta, ta.

0:42 = Dolarhyde límir inn í myndabók sína fréttir um Hannibal og sjálfan sig „tannálfinn.“ Red Dragon.

0:43 = Graham heimsækir Hannibal á líkamsræktarstöðina.

0:45 = Hannibal hræðir Graham. Dolarhyde var sjálfur hræddur í fyrra tilvikinu, en er að verða klárari og mun halda áfram að drepa.

0:46 = Hannibal fær að hringja í lögfræðinginn sinn. Í staðinn nær hann að plata símastúlku til að gefa sér heimilisfang Graham.

0:47 = Graham kemst að því að málið snertir rithöfundinn og listmálarann William Blake.

049 = Dolarhyde í vinnunni, framköllunarstofa ljósmynda og heimavídeó.

050 = Dolarhyde hittir framkallarann, Rebu McClane (Emely Watson).

0:51 = Ralph Mandy (Frank Waley) samstarfsmaður þeirra býður Rebu út. Hún hafnar því og bætir við þegar hann er farinn: Ég þoli ekki vonkunsemi, sérstaklega falska vorkunsemi. Francis Dolarhyde: I have no pity.

0:52 = Dolarhyde býður henni í bíltúr. Keyrir hana heim, hún býður honum inn.

0:53 = Reba segist hafa mikinn áhuga á dýrum.

0:55 = Graham hringir í lögfræðing annarrar fjölskyldunnar, vill fá gögn send til sín.

0:56 = Crawford finnur bréf frá Dolarhyde til Hannibal.

0:57 = FBI rannsakar bréfið, á meðan Hannibal heldur að verið sé að þrífa fangaklefa hans.

059 = Bréfið er rifið, þeir sjá þó nokkra stafi, 3 t og 1 r = TATTLER. Þeir munu eiga í samskiptum í gegnum auglýsingar í æsifréttaritinu: National Tattler (greinileg tilvísun í bandaríska slúðurblaðið: National Enquirer). Vitnað í: Jóhannesar og Lúkasar guðspjöllin.

1:00 = Hannibal sér auðvitað að þeir hafi fundið bréfið.

1:02 = FBI maður finnur hvaða bók verið er að vitna í: Graham home, Marathon, Florida. Kill them now, Safe yourself.

1:05 = Graham og Crawford fá blaðamanninn Freddy Lounds (Philip Seymour Hoffman) til að skrifa mjög neikvæða grein um Dolarhyde í National Tattler æsifréttablaðið (sbr. National Enquirer).

1:10 = Dolarhyde rænir Lounds blaðamanni og sýnir honum fórnarlömbin fyrir og eftir umbreytingu og loks sjálfan sig umbreyttan sem Rauða drekann.

1:15 = Dolarhyde bítur tunguna úr Lounge og sendir hann brennandi í hjólastól á blaðið Tattler.

1:16 = Lögreglan reynir að læra af þessu atviki, Graham átti að vera fórnarlambið, en Dolarhyde plataði þá og rændi blaðamanninum í staðinn.

1:18 = Graham heimsækir Hannibal enn einu sinni í fangelsið. Graham reynir að semja við Hannibal um upplýsingaskipti.

1:20 = Hannibal ráðleggur Graham: Skoðaðu William Blake nánar, málverkið: Red Dragon.

1:21 = Dolarhyde fer með Rebu til tígrisdýrs. Hún - blind konan - fær að snerta það hjá dýralækninum.

1:23 = Dolarhyde býður Rebu heim til sín, er bara nokkuð mannlegur - næstum því.

1:27 = Og þó, Dolarhyde horfir með henni, blindri, á myndband af næstu fórnarlambsfjölskyldu. Sikk!

1:29 = Reba sefur hjá Dolarhyde (eða öfugt).

1:30 = Dolarhyde vaknar á eftir Rebu og rífst við drekann, I won't give her to you, segir hann. Leyfðu mér að hafa hana í smá tíma. Drekinn er greinilega ekki sammála.

1:32 = Dolarhyde skilar Rebu heim til sín (er „góður ennþá“) og hálf rekur hana út úr bílnum.

1:33 = Graham er kominn með heimamyndirnar, en skilur ekki enn af hverju Hannibal segir þær svo mikilvægar, jú, Dolarhyde þekkti til inni í húsunum!

1:35 = Dolarhyde fer á Brooklyn safnið og fær að sjá William Blake teikninguna af Rauða drekanum og étur hana! Hann er orðinn að Drekanum, ræður ekki lengur við sig!

1:36 = Graham áttar sig á að raðmorðinginn hljóti að vinna hjá fyrirtæki sem búi til og framkalli myndbönd.

1:39 = Graham og Crawford fara með upplýsingarnar á Chromolaux og þeir lýsa því sem þeir vita um morðingjann. Starfsmenn átta sig strax á því að þeir eru að tala um Mr. D. „Manager of technical services.“

1:40 = Dolarhyde sér Ralph, starfsmann reyna við Rebu. Dolarhyde drepur hann og ræðst á Rebu.

1:43 = Graham og Crawford flýta sér á heimili Dolarhyde.

1:44 = Dolarhyde rífst enn við Rauða drekann um Rebu. Hann kveikir í húsinu og ætlar að drepa þau bæði. Hann drepur sig (?), en ekki hana. Ást!

1:46 = Graham og Crawford koma að húsinu í ljósum logum.

1:47 = Reba bjargast og tilkynnir að Dolarhyde hafi kveikt í húsinu og skotið sig í höfuðið.

1:48 = Graham róar Rebu og segir henni að ekkert sé að henni – nema hárið!

1:49 = Graham fær að lesa dagbók Dolarhyde.

1:50 = Graham aftur kominn heim til fjölskyldunnar.

1:51 = Lögreglan kemst að því að hinn látni í brunanum er ekki Dolarhyde, heldur starfsmaðurinn Ralph.

1:52 = Graham fattar að Dolarhyde er lifandi og líklega í húsinu hans. Hann sér brotna spegla.

1:53 = Dolarhyde er með soninn og ætlar að drepa þau öll.

1:54 = Graham er sniðugur og fer að rífast við son sinn og segir allt það sem hann las í dagbókinni um Dolarhyde sjálfan sem barn. Dolarhyde verður svo reiður að hann hendir syninum og ræðst á Graham sjálfan.

1:55 = Dolarhyde nær ekki Graham og syni, en ræðst þá á eiginkonuna. Graham og Dolarhyde skjóta hvorn annan, en Dolarhyde deyr ekki. Graham segir konu sinni að skjóta Dolarhyde. Hún gerir það.

1:56 = Ung kona, sem vinnur hjá FBI vill fá viðtal við Hannibal. Hver ætli það sé?

1:57 = THE END.


skilaverkefni 5+1 spurning:

  1. Red Dragon var kvikmynduð á eftir The Silence of the Lambs, en bókin var skrifuðá a undan. Hvaða samlíkingar sérðu í handriti. Nefndu a.m.k. tvennt sem er alveg eins í handriti.

  2. Hvað er Dr. Hannibal Lecter alltaf að segja að sé líkt með honum og Will Graham? Hvað eiga þeir sameiginlegt?

  3. Hver er ástæða þess að Dr. Hannibal Lecter drepur? Og hver er ástæða þess að Francis Dolarhyde drepur? Sérðu núna hvers vegna við segjum að bara annar þessara persóna er geðveikur (þ.e. veit ekki hver er munurinn á réttu og röngu)?

  4. Francis Dolarhyde talar í sífellu um transformation, umbreytingu, sem hann er að fara í gegnum. Hvað er hann fyrir umbreytingu og hvað eftir umbreytingu?

  5. Ekki gleyma að segja að lokum þitt persónulega álit á myndinni.


umræðuspurningar:

  1. Hvaða starfi var Will Graham í áður og er fenginn aftur í úr Flórída fríi sínu?

  2. Hvað er Dr. Hannibal Lecter alltaf að segja að sé líkt með honum og Will Graham? Hvað eiga þeir sameiginlegt?

  3. Hver er ástæða þess að Dr. Hannibal Lecter drepur? Og hver er ástæða þess að Francis Dolarhyde drepur?

  4. Francis Dolarhyde talar í sífellu um transformation, umbreytingu, sem hann er að fara í gegnum. Hvað er hann fyrir umbreytingu og hvað eftir umbreytingu?

  5. Af hverju lætur Francis Dolarhyde blaðasnápinn Freddy Lounds horfa á bakið á sér?

  6. Af hverju segir hann að konurnar sem hann drepur séu reborn? Hvað gerir hann við þær og hvers vegna?

  7. Er einhver fyrirmynd fyrir því að geðlæknar eða heimilislæknar drepi (gúglaðu Harold Shipman og Nidal Malik Hasan)?

  8. Er eihnver fyrirmynd til fyrir því að dæmdur raðmorðingi í fangelsi sé sérstakur ráðgjafi lögreglunnar til að leysa nýrri og óleyst mál (gúglaðu Ted Bundy og Robert Keppel)?

  9. Hvers konar morðingi er Dr. Hannibal Lechter, sbr. kenningum þeim sem finna má á Laupnum í kraftglærunni sem heitir: Morð kenningar?