Primal Fear

Primal Fear

Titill: Primal Fear.

Primal Fear kápan.

Primal Fear kápan.

 

Útgáfuár: 1996.

 

Útgáfufyrirtæki: Rysher Entertainment.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Gary Lucchesi & Howard W. Koch, Jr.

 

Lengd: 2:20 mín.

 

 Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 7,4 + 8,9* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Gregory Hoblit (Abilene, Texas, Bandaríkin, 1944- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Gregory Hoblit var áður þekktur sem sjónvarpsleikstjóri, t.d. vinsæla framhaldsþætti eins og Hill Street Blues (1981) og L. A. Law (1986). Gerði seinna Fallen (1998) með Denzel Washington, Hart's War (2002) með Bruce Willis og Fracture (2007) Anthony Hopkins og Ryan Gosling Jr. Loks myndina: Solving Charlie (2009). Seinustu ár hefur Hoblit leikstýrt þremur sjónvarpsseríum: Monday Mornings (2013), The Americans (2014) og loks The Strain (2015).

 

Primal_Fear_Cover

Bókin Primal Fear eftir William Diehl er frá árinu 1993.

 

Handrit: Steve Shagan, Ann Biderman, byggt á bók með sama nafni eftir William Diehl.

 

Tónlist: James Newton Howard.

 

Kvikmyndataka: Michael Chapman.

 

Klipping: David Rosenbloom.

 

Tekjur / Kostnaður: 102,600,000 / 30.000.000$ = Yfir 70.000.000$ í tekjur.

 

Slagorð: Why gamble with people's money when you can gamble with people's lives?

 

Trailer: Gerið svo vel:

 

Flokkun: Neo-noir, glæpir, tryllir, drama.

 


Leikarar / Hlutverk:

Martin Vail.

Richard Gere = Martin Vail, sjálfstætt starfandi lögfræðingur, sem áður vann hjá borginni, undir saksóknaranum, Shaughnessy. Vail er nú orðinn þekktur lögfræðingur í Chicago, sérhæfir sig í stórmálum, ekki sýst að verja stórglæpamenn. Slíkir lögfræðingar vilja stundum (til að friða samviskuna?) taka að sér svokölluð pro-bono mál, þ.e. vinna eitt og eitt mál frítt.

Stampler.

Edward Norton = Aaron Luke Stampler / Roy. Þessi stórleikari er hér í sínu fyrsta hlutverki. Vann Golden Globe verðlaun fyrir leik í aukahlutverki og Óskarsútnefningu (en vann ekki).

image.png

 

Laura Linney = Janet Venable, lögfræðingur, sem vinnur fyrir ríkið, þ.e. er saksóknari. Það kemur snemma fram að hún hefur áður verið í sambandi við verjandann Martin Vail.

Joh.

John Mahoney = John Shaughnessy, (faðirinn í Fraser sjónvarpsþáttunum) saksóknarinn, ekki eins saklaus og saksóknari á að vera.

Dómarinn Shoat (Alfre Woodard).

Alfre Woodard = Shoat, dómarinn.

 

Molly, sálfræðingurinn, leikinn af Frances McDormand, sem nýlega hafði fengið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Fargo (1996).


Francis McDormand (sem nýlega hafði fengið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Fargo (1996) og svo fékk hún aftur sömu verðlaun í ár (Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, 2018)) = Molly, sálfræðingurinn sem tekur viðtölin við Aron Stampler. Molly er sálfræðingurinn sem tekur viðtöl við Aron.

 

image.png

Reg Rogers = Jack Connerman. Blaðamaðurinn sem er alla myndina að reyna að klára viðtal við lögfræðinginn umdeilda, Martin Vail.

 

image.png

Stanley Anderson = Rushman erkibiskup, sá sem er myrtur á hrottafenginn hátt í byrjun myndarinnar.

 

image.png

Andre Braugher = Tommy Goodman, rannsóknarmaður, sem starfar fyrir Vail.

 

Bud Yancy.

Terry O'Quinn = Bud Yancy er aðstoðarmaður ákæranda, hennar Janet Venable.

 

image.png

Maura Tierney = Naomi Chance, rannsóknarkona, vinnur fyrir Vail.

 

Joey Pinero.

Steven Bauer = Joey Pinero, (sagður) glæpamaður, sem Martin Vail er lögfræðingur fyrir.

 

Abel Stenner.

Joe Spano = Abel Stenner, einn úr rannsóknarlögreglunni sem rannsakar málið.

 

Joe Seda

Joe Seda = Alex, annar kórdrengur, ofbeldishneigður - takið eftir hringnum á eyranu, þeim sem aðstoðarmaður lögfræðingsins náði af honum í slagsmálunum.

 

Azalea Davila = Linda, „kærasta“ Stamplers, sú sem hvergi sést nema á vafasama myndbandinu.


Mínútur = Atburðir:

0:01 = Lögfræðingur er að tala við blaðamann (án þess að þeir sjáist):

 

On the first day of law school my professor said two things:

First, from this day onwards, when your mother says she loves you, get a second opinion. (Blaðamaðurinn hlær kurteislega). 

And second: If you want justice, go to a horehouse, if you want to get fucked, go to a courtroom.

 

0:03 = Textinn.

0:05 = Allt fína fólkið er í boði til heiðurs biskupsins.

0:06 = Lögfræðingarnir (saksóknari og Martin Vail) hittast, vilja að Joey Pinero (Joe Spano) borgi sekt og fari svo úr borginni, því þeir vita að hann er glæpamaður en geta ekki sakfellt hann. Þeir geta ekki skipað þetta, en vilja gentleman's agreement.

0:10 = Martin Vail (Richard Gere), sjálfstætt starfandi lögfræðingur flytur skjólstæðing sínum Pinero það boð að taka boði saksóknara, en þá "á" hann líka að flytja úr borginni.

0:11 = Biskupinn er kominn á skrifstofu sína eftir veisluna, en er þá drepinn á hrottafenginn hátt. Eitthvað í líkingu við „B32.156" eða jafnvel "832156“ er skorið á líkamann. Hvað þýðir það?

0:13 = Lögreglan rannsakar morðið á staðnum og tilkynning kemur um að líklega sé morðinginn Aaron Stampler (Edward Norton) á hlaupum við járnbrautarstöðina.

Aaron Stampler virðist augljóslega sekur, handtekinn alblóðugur að flýja af morðstaðnum. Gæti þetta verið augljósara?
Aaron Stampler virðist augljóslega sekur, handtekinn alblóðugur að flýja af morðstaðnum. Gæti þetta verið augljósara?
 

0:15 = Inn á milli er blaðamaður að taka viðtal við Vail. Vail útskýrir að hann er bara að vinna vinnu sína, hann spyr skjólstæðinga sína ekki hvort þeir eru sekir, hann er ekki vinur þeirra, hann sér bara um að verja lögbundin réttindi þeirra. Í miðju blaðamannsviðtalinu sér Vail frétt í sjónvarpinu af því að verið sé að handtaka væntanlegan biskupsmorðingja, svo hann hættir snögglega viðtalinu og vill taka málið að sér. Þannig fær hann mikla athygli og auglýsingu.

0:18 = Vail mætir í fangelsið og býðst til að taka að sér málið pro bono, þ.e. ókeypis.

0:19 = Langt viðtal Vail við Stampler, sem st- st- st- stamar og virkar sakleysislegur - kvartar undan minnisleysi black-outamnesia - þ.e. að detta út og muna ekki eftir sér. Stampler segist ekki hafa drepið biskupinn, en að hann hafi verið inn í herberginu þegar það gerðist. Hann sá óljóst annan mann þar, sá hlýtur að vera morðinginn (trúlegt, eða þannig).

Samleikur lögfræðings og skjólstæðings. Mjög mikilvægt atriði í myndinni, sem sannfærir okkur um sakleysi Stamplers.
Samleikur lögfræðings og skjólstæðings. Mjög mikilvægt atriði í myndinni, sem sannfærir okkur um sakleysi Stamplers.
 

0:24 = Vail hittir samstarfsmenn sína, Tommy Goodman (Andre Baugher) rannsóknarmann og Naomi Chance (Maura Tierney). Þau trúa því ekki að hann taki að sér málið - drengurinn sé augljóslega sekur.

0:27 = Shaughnessy (John Mahoney) ræður undirmann sinn, lögfræðinginn, Janet Venable (Laura Linney) til að sækja málið fyrir rétti. Hann segist vilja dauðadóm yfir Stampler. Málið er augljóst, hann er sekur.

0:28 = Lögfræðingarnir tveir, Vail og Venable hittast á morðstaðnum, létt er á milli þeirra, þótt þau séu í sitt hvoru liðinu, þau voru einu sinni par.

0:30 = Vail hittir Stampler aftur í fangelsinu.

0:31 = Vail segir Stampler að þegja í réttarsalnum og líta sakleysislega út!

Vail lætur Stampler líta sakleysislega út. Primal Fear.
Vail (til hægri) lætur Stampler líta sakleysislega út.
 

0:33 = Vail fer með Stampler í réttarsalinn, en lætur hann klæða sig vel fyrst.

0:35 = Rannsóknarmaðurinn skoðar herbergi Stamplers og lendir þar í slagsmálum við strák. Strákurinn sleppur, en rannsóknarmaðurinn nær að rífa af honum eyrnalokk.

0:36 = Stampler þekkir eyrnalokkinn, eigandinn er annar kórdrengur: Alex (Joe Seda). Vail spyr líka hver Linda (Azalea Davila) sé. Stampler segir hana vera kærustu sína. Við sjáum hana aldrei í myndinni, nema á myndbandi.

0:38 = Molly (Frances McDormand - tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi) sálfræðingur, ráðin af lögfræðingnum Vail, til að finna orsök minnisleysis Stamplers. Molly segir að: the major causes of amnesia are:

 

  1. Substance abuse - efnamisnotkun (t.d. blackout vegna mikillar drykkju).
  2. Head injuries - höfuðáverki (algengt er að missa minni nokkrar mínútur bæði fyrir og eftir höfuðhögg).
  3. Seizures - flogaköst, sá sem fær smá eða sérstaklega stór flogaköst (grand mal) man yfirleitt ekki eftir því eftirá.
  4. Malingering - uppgerð, þ.e. viðkomandi gerir sér upp minnisleysi, t.d. vegna þess að hann vill ekki viðurkenna glæp (komast hjá lögsókn) eða til að þykjast veikur. Þetta gengur svo langt að það getur talist geðröskun að þykjast vera geðveikur!

 

0:41 = Vail hittir Venable og vill fá öll gögn sem þau hafa komist að (hann á rétt á því).

0:44 = Molly sálfræðingur tekur viðtal við Stampler, það er tekið upp.

0:45 = Molly finnur að Stampler er viðkvæmur fyrir spurningum um Lindu. Hann ranghvolfir augunum þegar hún spyr um hana.

Aron Stampler ranghvolfir augunum þegar hann er spurður um Lindu.
Aaron Stampler ranghvolfir augunum þegar hann er spurður um Lindu.
 

0:46 = Vail hittir Pinero og borgarráðsmann (alterman) til að fá útskýringu á því hvers vegna Shaughnessy saksóknari borgarinnar sé skráður fyrir byggingarlandi (með biskupnum myrta). Og ræða um land í eigu járnbrautanna. En landið er í raun í eigu kirkjunnar. Biskupinn og meira að segja saksóknarinn eru að kaupa land þar í kring og vilja byggja þar háhýsi. Miklir peningar.

0:48 = Vail hittir Shaughnessy og ræðir þennan mikla sjóð sem saksóknari og biskupinn eru tengdir í. Shaughnessy hótar Vail, segir honum að blanda þessu ekki í morðmálið.

0:51 = Málið tekið fyrir í réttarsal. Venable segir Stampler sekan, en Vail reynir að vekja efa. Hann er greinilega í erfiðri stöðu.

0:55 = B32156 vísar í bók Nathaniel Hawthorne, The Scarlet Letter: No man to any considerable period can for a long time wear one face and anther face, without becoming confused as to which is true.  Honum fannst hann vera Two faced.

0:58 = Vail skammar rannsóknarmenn sína fyrir að fatta ekki B321.56 tilvísunina. Vail segir þau vera að tapa málinu. Vail öskrar: I don´t think he did it.

0:59 = Molly tekur aftur viðtal við Stampler. Hún vill enn tala um Lindu, en Stampler virðist þá alveg fara úr lagi.

1:01 = Eltingaleikur, Vail lögfræðingur og aðstoðarmarður hans reyna að finna Alex, kórdrenginn sem Stampler þekkir.

1:04 = Þeir ná Alex. Þeir spyrja hann af hverju hann var í herbergi Stamplers. Alex segist hafa verið að leita að myndbandi um með klámfengnu efni með honum (Alex), Lindu og Stampler, skv. skipun biskupsins, sem sá um upptökuna.

1:07 = Vail fer að leita að myndbandinu og finnur það í gögnum biskupsins. Hann tekur kópíu af því.

1:10 = Vail ryðst inn í klefann til Stamplers og leyfir sálfræðingnum ekki að segja sér hvað er að gerst. Hann segir Stampler ekki segja sér alla söguna - ögrar honum. Stampler bregst þannig við að breyta um persónuleika, verður allt í einu aggressífur "Roy," sem þekkir lögfræðinginn ekki einu sinni.

Hvaða persónuleiki er þetta?
Hvaða persónuleiki er þetta?
 
Stampler við það að missa sig í réttarsalnum. Snilldarleikur hjá Edward Norton, sem færði honum Óskarsútnefningu í sínu fyrsta hlutverki.
Stampler við það að missa sig í réttarsalnum. Snilldarleikur hjá Edward Norton, sem færði honum Óskarsútnefningu í sínu fyrsta hlutverki.
 

1:59 = Stampler gefur sig ekki, en þegar Venable heldur yfirheyrslunni áfram þá breytist Stampler snögglega í Roy og ræðst á hana - sem sannar (eða hvað?) að hann er með rofinn persónuleika.

2:00 = Dómarinn býður Venable að ljúka málinu eins og hún vill. Hún vill ekki lengur sækja málið og dómarinn ákveður að senda kviðdómendur heim og breyta málinu í ósakhæfi. Stampler verður þá metinn sem Rofinn persónuleiki og verður síðan sendur á lokaða geðdeild (áður að Sogni í Hveragerði, nú á sérstakri lokaðri deild á Kleppsspítala). Þaðan mun hann svo sleppa þegar geðheilsa hans skánar (ef hún þá gerir það).

Dómarinn er sammála lögfræðingunum báðum að vegna þess að stórkostleg persónuleikabreyting á sér stað í réttarsalnum (þegar Aaron missir sig alveg og ræðst á lögfræðinginn) þá er hann ósakhæfur og á þá ekki heima í fangelsi, heldur á geðdeild.

Dómarinn er sammála lögfræðingunum báðum að vegna þess að stórkostleg persónuleikabreyting á sér stað í réttarsalnum (þegar Aaron Stampler missir sig alveg og ræðst á lögfræðinginn) þá er hann ósakhæfur og á þá ekki heima í fangelsi, heldur á geðdeild.

 

2:04 = Venable og Vail sættast, enda Venable rekin úr starfi hjá saksóknara og fer líklega að vinna með honum í framtíðinni.

Lögfræðingurinn að tilkynna Stampler að dómarinn hafi ákveðið að fella niður málið. Hann er frjáls maður!

Lögfræðingurinn að tilkynna Stampler að dómarinn hafi ákveðið að fella niður málið. Hann er frjáls maður! En hann verður þó að fara á geðdeild - þar til að hann verður heill á geði á ný. Athugið þó að það gerist ekki bara með ákvörðun geðdeildarinnar, heldur verður hún að leggja málið fyrir dómarann aftur - það er hann sem ræður því hvort Stampler losnar af geðdeildinni.

 

2:05 = Myndin endar á því að Vail fer í fangaklefann að tilkynna Stampler að morðákæran gegn honum verði felld niður, þar sem hann er geðveikur með Rofinn persónuleika. Eða hvað?

Lokaatriði myndarinnar.

Lokaatriði myndarinnar.

 

2:06 = THE END.

 


4 + 1 SPURNING:

 

  1. Umbreytingin. Þegar Aaron Stampler umbreyttist hverju tókstu þá helst eftir (skoðaðu t.d. myndirnar að ofan) útlitslega (nefndu 2 atriði)?
  2. Tvískiptingin. Einbeittu þér fyrst að því þegar Aaron skiptist í annan karakter. Nefndu hér nokkur klassísk dæmi um það þegar viðkomandi skiptist á milli tveggja persóna. Augljós dæmi er t.d. myndirnar um Dr. Jekyll & Mr. Hyde. Nefndu tvær ofurhetjumyndir sem byggja á sama þema.
  3. Geðröskunin. Geðröskuninni sem Aaron sýnir er oft ruglað saman við: Geðklofa (schizophrenia), sem er langalvarlegasti geðsjúkdómurinn. Eða við Klofinn heila (split brain), sem er heilauppskurður framkvæmdur til að minnka flogaveiki. En þetta er ekki geðklofi, klofinn heili, heldur geðrænt vandamál sem á ensku heitir 2 nöfnum, annars vegar gamla nafnið og hins vegar er formlega rétta heitið í dag. Hver eru þessi nöfn (enska og íslenska)?
  4. Orsök þessa geðræna vandamáls (og ástæða að þetta eru nánast alltaf konur) er sögð vera?
  5. Mundu svo gefa þitt persónulega álit á myndinni.

Skilaverkefni:

  1. Hlutverk Aarons “stamandi” Stamplers lék nýliðinn, sem þú hefur síðan séð í góðum myndum eins og (nefndu 2).
  2. Aaron kallaði sig líka öðru nafni, sem var?
  3. Umkvörtunin. Þegar Aaron Stampler var að lýsa fyrir lögfræðingi sínum, sálfræðingi og í réttarsalnum, hvaða atriði nefndi hann helst, nefndu 2 atriði.
  4. Umbreytingin. Þegar Aaron Stampler umbreyttist hverju tókstu þá helst eftir (skoðaðu t.d. myndirnar að ofan) útlitslega (nefndu 2 atriði)?
  5. Tvískiptingin. Einbeitu þér fyrst að því þegar Aaron skiptist í annan karakter. Nefndu hér nokkur klassísk dæmi um það þegar viðkomandi skiptist á milli tveggja persóna. Augljós dæmi er t.d. myndirnar að ofan um Dr. Jekyll & Mr. Hyde. Nefndu tvær ofurhetjumyndir sem byggja á sama þema.
  6. Geðröskunin. Geðröskuninni sem Aaron sýnir er oft ruglað saman við: geðklofi (schizophrenia), sem er langalvarlegasti geðsjúkdómurinn. Eða við klofinn heila (split brain), sem er heilauppskurður framkvæmdur til að minnka flogaveiki En þetta er ekki geðklofi, klofinn heili, heldur. Hvað geðrænt vandamál sem heitir? Á ensku heitir þetta 2 nöfnum, annars vegar og hins vegar er formlegaréttaheitið í dag?
  7. Orsök þessa geðræna vandamáls (og ástæða að þetta eru nánast alltaf konur) er vegna?
  8. En svo þegar við skoðum lokaatriðið þá er Aaron alls ekki með Rofinn persónuleika, heldur bara þykist vera með hann. En það að gera sér upp geðröskun getur verið geðröskun! Hvað heitir hún?
  9. Hvaða kvikmynd er í bíóhúsunum núna sem fjallar í raun um sama efni og Primal Fear?
  10. Mundu svo gefa þitt persónulega álit á myndinni.