The Wolfman

The Wolfman

 

The Wolfman 2010 kápan.

 

The Wolfman, 2010.

Leikstjóri: Joe Johnston.

Handrit: Andrew Kevin Walker, David Self, og svo viðurkenna þeir að handritið byggi á handriti frá 1941 eftir Curt Siodmak.

Leikarar:

Benicio Del Toro = Lawrence Talbot, sonurinn.

Benedicio Del Toro í hlutverkinu í The Wolfman.

Emily Blunt = Gwen Conliffe, eiginkona bróður Lawrence, þess sem er nýdáinn.

Anthony Hopkins = Sir John Talbot, faðirinn.

Anthony Hopkins sem WolfMan í myndinni frá 2010.

Art Malik = Singh, þjónninn í kastalanum.

Simon Merrills = Ben Talbot, þegar bróðirinn var ungur, sá sem er nú dáinn.

Mario Martin-Borquez = Ungi Lawrence, þ.e. Lawrence þegar hann var ungur.

Christina Contes = Solana Talbot, móðirinn, sem núna er dáin.

Hugo Weaving = Abberline, lögreglumaður.

Th Wolf Man kápan frá 1941.

The Wolfman, 1941.

Leikstjóri: George Waggner.

Handrit: Curt Siodmak.

Leikarar:

Lon Chaney Jr. = Lawrence Talbot, sonurinn.

Lon Chaney Jr í varúlfagefinu í myndinni frá 1941.

Evelyn Ankers = Gwen Conliffe, trúlofuð, en verður hrifin af Lawrence.

Varúlfurinn með Conliffe í lokaatriðinu. Á hvað er hann að horfa?

Claude Rains = Sir John Talbot, faðirinn.

Warren William = Dr. Lloyd, læknirinn.

Bela Lugosi = Bela, sígauninn, upprunalegi úlfmaðurinn. Leikarinn frægur í hlutverki Dracula.

Maria Ouspenskaya = Maleva, sígaunakonan.

Ralph Bellamy = Colonel Montford, maðurinn með pípuna, sá sem lék Morse fyrirtækjaeigandann í Pretty Woman! Þann sem Richard Gere reynir að kaupa.

Fay Helm =Jenny Williams, vinkona Gwen.

Patric Knowls = Frank Andrews, kærasti Gwen, trúlofaður henni.

The Wolfman, mínúturnar:

002 = Lawrence Talbot (Lon Chaney Jr.) kemur aftur í þorpið eftir 18 ára fjarveru.

004 = Lawrence og faðir Sir John Talbot (Claude Rains) takast í hendur.

005 = Talbot feðgarnir skoða nýjan stjörnukíki. Sonurinn fer fljótlega að skoða fólk - hann sér Gwen Conliffe (Evelyn Ankers), þar sem hún er í svefnherberginu að máta eyrnarlokk (munið eftir áhorfs ánægju og gægjuhneigð frá því í Pretty Woman!).

007 = Lawrence verður æstur og fer í búðina sem er á jarðhæðinni. Vill kaupa eyrnalokk, ekki hvern sem er, heldur þann sem: looked so well on you in your dressing table up in your room ... they looked so well on you. Conliffe vill ekki selja eyrnarlokkinn sinn, svo Lawrence kaupir göngustaf með silfurhnúð af úlfi.

009 = Conliffe segir honum að göngustafurinn sem með tákn af úlfi og fimmstjörnu, og hún bætir við að: werewolf, a certain kind of man that at certain times of the year turns into a wolf. Lawrence svarar með tilvísun í Rauðhettu og Conliffe svarar að sú saga sé í raun varúlfasaga.

011 = Lawrence spyr föður sinn, sem svarar að fólk segi að í þessu héraði hafi menn breyst í varúlfa á fullu tungli, en að þetta sé bara flökkusaga.

012 = Lawrence mætir aftur í búðina við lokun og vill labba með Conliffe. Hún segist vera að fara með vinkonu sinni, Jenny Williams (Fay Helm) til sígaunanna, sem ætli að lesa í lófa þeirra.

014 = Williams fer inn til sígaunans Bela (Bela Lugosi - þessi frægi Drakúla leikari), sem les í lófa, á meðan eru Lawrence og Conliffe að spjalla saman. Conliffe varar Lawrence við og segir honum að hún sé trúlofuð.

015 = Williams spyr sígaunann hvenær hún muni giftast, hann skoðar hægri hönd hennar sem sýnir framtíðina. Bela sér fimmstjörnu táknið og verður mjög hræddur. Hann segir Willims að fara strax. Hann óttast eitthvað!

016 = Allt verður ókyrrt, Lawrence heyrir óhljóð og fer með stafinn. Hann sér úlf drepa Williams.

017 = Lawrence nær að drepa úlfinn með silfurstafnum sínum, en hann nær þó að bíta Lawrence Talbot í bringuna.

018 = Sígaunakonan Maleva (Maria Ouspenskaya) segir við Lawrence Talbot: Whoever is bitten by a wolf and lives becomes a werewolf himself.

019 = Faðirinn og Colonel Montford (Ralph Bellamy) eru í kastalanum og fá fréttir af því að einhver sé dáinn.

Bela Lugosi í frægasta hlutverki sínu, Dracula frá 1931.

020 = Þeir fara út í skóg og finna Williams látna, bitna af úlfi. Við hliðina á henni finna þeir ekki dauðan úlf, heldur sígaunann Bela, berfættann og dáinn. Við hliðina á honum finna þeir silfurstafinn hans Lawrence. Við áttum okkur á því að Bela var varúlfur.

022 = Lawrence er heima í kastalanum sofandi. Faðir hans og Montford vekja hann og spyrja um stafinn. Lawrense skilur ekki í neinu, segist hafa barið úlf til dauða með stafnum, ekki neinn sigauna.

024 = John ver son sinn og segir þetta allt hugarburð. Lawrence hafi ruglast í myrkinu og þurfi bara hvíld til að átta sig á hlutunum.

025 = Lawrence fylgist með kistu sígaunans, vill endilega sjá ofan í kistuna. Hann hittir þar sígaunakonuna, sem fer með sígaunaljóð.

028 = Kjaftakellingar koma í búðina til Conliffe og saka hana um að fara út að labba með einum manni þegar hún var trúlofuð öðrum. Lawrence kemur inn í búðina og rekur kjaftakerlingarnar út.

030 = Lawrence talar við Conliffe og huggar hana við missi vinkonu sinnar. Sá Frank Andrews (Patric Knowls) sem er trúlofaður henni kemur inn með hundi sínum sem geltir á Lawrence. Andrews er heldur ekki hrifinn af veru Lawrence nálægt kærustu sinni.

033 = Allir fara að skemmta sér í karnivalinu hjá sígaununum, Lawrence skýtur hreyfanleg dýr, en getur ekki skotið þegar næsta dýr er úlfur.

034 = Lawrence ætlar heim, en hittir sígaunakonuna á leiðinni út. Hún vill endilega tala við hann og hún segir honum að hann hafi drepið úlf, sem var raunar Bela, maðurinn hennar. Hún segir að þá sé bara hægt að drepa með silfri. Hún gefur honum hálsfesti, sem muni verja hann. Hún veit að úlfurinn beit hann í brjóstið, en að sárið sé horfið. Hann fer og hún kveður hann með orðunum: Go now and heaven help you.

037 = Sígaunarnir skynja að eitthvað hryllilegt sé að fara að gerast. Þeir pakka saman og yfirgefa borgina. Lawrence hittir Conliffe og ákveður að gefa henni hálsfestina. Hann segir henni að hann sé varúlfur, og að hálsfestin muni bjarga henni.

038 = Draumasena.

039 = Lawrence fer heim en finna að hann er að byrja að breytast. Árið 1941 er engin tölvutækni og því láta þeir umbreytinguna koma fram á löppunum. Hann klæðir síg úr og sér að öll sár eru horfin og að fætur hans eru að verða loðnari og loðnari.

040 = Lawrence verður smám saman varúlfur.

041 = Lawrence - eh - varúlfurnn - æðir út í skóg og finnur þar manninn sem er að grafa sígaunann. Hann ræðst á hann og drepur.

043 = Nýlátinn maðurinn finnst, en Lawrence vaknar í rúminu sínu morguninn eftir og man ekki neitt, hann er orðinn samur, en hárið er tætt.

045 = Lawrence er alveg orðinn ruglaður og spyr föður sinn: What is this story of a man turning into a wolf? John faðir hans svarar: You mean a werewolf? It´s an old legend. You´ll find it in every nation. A scientific term for it is Lycantropia, it is a variety of schizoprehnia. Lawrence skilur enn ekki neitt og segir: It´s all greek to me. John svarar: It is greek (þ.e. orðið lycanthropia) og bætir við að þetta sé tæknilegt orð fyrir eitthvað sem sé mjög einfalt: The good an evil in every man´s soul. In this case evil takes the shape of an animal. Sonurinn spyr hvort pabbinn skilji þetta. Hann segist gera það þannig að í stað þess að allt sé svart og hvítt, þá sé flest grátt. Maður verði ekki bókstaflega varúlfur, heldur að hann geti svo sterkt ímyndað sér það að hann fari að trúa því sjálfur.

048 =Allir fara í kirkju daginn eftir, nema Lawrence, sem ætlar inn, en kemur sér ekki inn fyrir dyrnar (af því að hann er varúlfur eða af því að hann ímyndar sér það?).

049 = John talar við vini sína í Talbot kastalanum og Lawrence tilkynnir að bæði morðin (á vinkonunni og grafarmanninum) séu vegna varúlfa. Þeir spyrja lækninn hvort hann trúi á varúlfa, en hann svarar að maður getir orðið svo geðveikur að hann ímyndi sér það með mental suggestion og mass hypnotism (dáleiðslu).

052 = Þeir ákveða að best sé að setja upp gildru út í skógi og athuga hvort þeir geti ekki veitt varúlfinn (eða manninn sem trúi því að hann sér varúlfur). Lawrence breytist aftur í úlfmann, lendir í gildru heimamanna.

054 = Áður en heimamenn finna hann þá rekst sígaunakonan á hann, á leið sinni frá borginni. Hún losar hann úr gildrunni. Hann breytist þá til baka í Lawrence. Hann finnst á staðnum, en segist þá sjálfur hafa verið að leita að úlfinum.

057 = Lawrence heimsækir Conliffe og segist ætla að yfirgefa staðinn. Hún tekur í hönd hans, en hann sér í lófa hennar tákn fimmstjörnunnar. Conliffe segist ekki trúa honum og svo sé hún með hálsmenið sem hann gaf henni.

060 = Lawrence talar við föður sinn sem vill ekki að hann fari, bindur hann og læsir hann inni. John fer svo út í skóg að vinna úlfinn. Lawrence segir honum að taka silfurstafinn með sér.

061 = Við sjáum ekki hvernig, en eftir að John er kominn út í skóg aftur með vinum sínum þá breytist Lawrence aftur í varúlf.

062 = John hittir sígaunakonuna sem segir hann öruggan með silfurstafinn. Hann heyrir skothríð og hleypur af stað. Þeir segja honum að því miður séu þeir ekki með silfurkúlur, annars hefðu þeir drepið úlfinn.

064 = Lawrence er aftur kominn út í skóg sem varúlfur og sér þar Conliffe. Hann ræðst á hana og reynir að drepa, hálsmenið bjargar henni og svo John faðir hans, sem ræðst á varúlfinn með silfurstafnum. Mikil slagsmál, en John hefur sigur og lemur varúlfin til dauða (er hann sjálfur bitinn í slagsmálunum?).

065 = Sígaunakonan kemur enn og fer með ljóð. Á meðan hún heldur minningarræðu yfir varúlfinum þá beytist hann til baka, í seinasta sinn. Nú sáum við umbreytinguna á sjálfu andlitinu. Vel gert! Veiðimennirnir koma og þeir álykta að úlfur hafi drepið Lawrence.

067 = THE END.

Texti sem sést við upphaf myndarinnar:

Lycantropy = (Werewolfism). A disease of the mind in which human beings imagine they are wolf-men. According to an old LEGEND which persists in certain localities, the victims actually assume the physical characteristics of the animal. There is a small village near TALBOT CASTLE which still claims to have had gruesome experiences with this supernatural creature (bein tilbitnun í The Wolf Man frá 1941).