Angels Landing

Ástrós Óskarsdóttir & Kolfinna Pétursdóttir

Heiti Kult hóps

Angels Landing er sértrúarhópur, þar sem leiðtoginn heitir Daniel Perez, en breytti nafninu síðan í Lou Castro. Hópmeðlimir voru: Patrisha Gomez, sem breytti nafninu sínu síðan í Patrisha Hughes, Mona Griffit, Lindsy Griffed, James R. Chase, Brain Hughes, Katherine, Jennifer Hutson, Emily Hutson og Sara Hutson. Það eru ekki til myndir af Mona eða Lindsey Griffit, James R. Chase, Morgan, David Hiring, Alice Castor og Katherine. Heildar fjöldi hópsins var 14 manns.

Myndir af helstu meðlimum Angel Landing, leiðtoginn er lengst til vinstri.

  1. Myndun hópsins

Skömmu fyrir árið 1996, kynntist Daniel Perez konu sem hét Mary. Hún átti son og dóttur, Maggie, sem var 11 ára. Þau fengu húsaskjól hjá honum, á þessum tíma í íbúðinni hans á meðan Mary var að undirbúa flutning á nýjan stað. Maggie segir frá því að henni var nauðgað margoft af Perez og þegar móðir hennar kærði Perez, þá var útlit fyrir að hann væri að fara í fangelsi, nema það féll um sjálft sig vegna dauða hans, þar sem skilríki hans fundust á látnum manni, rétt við landamæri Mexíkó. Perez hafði hins vegar játaði á sig sökina en hvarf síðan. Nafnið sem Perez valdi sér sem nýr maður var Lou Castro. Lou Castro sagði fólki að hann væri með yfirnátturulega krafta og þeir kraftar breyttust eftir því við hvern hann talaði. Hann sagði einum að hann sæi inn í framtíðina, öðrum hann gæti lífgað dýr og manneskjur upp frá dauða, hann gæti sent fólk til himnaríkis og hann gæti einnig vitað hvenær þú myndir deyja, hann gæti haft áhrif á veðrið og ýmislegt fleira. Hann sagðist vera með þrjá engla inni í sér; Arthur, Daniel og Amber. Arthur: var vondi engillinn, og beitti ofbeldi. Daniel: var góði engillinn. Amber: var engill dauðans.1.

Sara 17 og 24 ára.

Í apríl árið 1996 kynntist Hann Patrishu Gomez, var í kringum 17 ára aldur, þegar þau kynntust, hún seinna meir breytti nafninu sínu í Patrisha Hughes, og ástæðu fyrir því var aldrei vitað. Patrisha Hughes er fyrsti alvöru fylgjandinn í kultinu Angels Landing. Perez/Lou og Patricia fara til North Dakota og þar kynnist Perez, 15 ára ára stelpu sem heitir Katherine. Hann var 36 ára á þessum tíma. Perez segir henni að hann sé töluvert yngri heldur hann í raun væri og hún trúði honum. Hann sagði henni frá kröftum sínum og hún trúði honum. Hann og Katherine byrjuðu að sofa saman og 3 mánuðum eftir það var hann handtekinn heima hjá henni og var vísað úr fylkinu, pabbi Katherine líkaði ekki það sem hann sá og hringdi á lögregluna. Hann kom aldrei aftur til North Dakota og fór úr fylkinu með Patrishu. En Katherine og hann voru áfram í símasambandi og seinna meir kemur hún og byrjar að búa með þeim. Á árunum 1996 til 1997 flytur hann aftur til Texas og býr þar með Patrishu. Hann kynnist þá Mona Griffith, 33 ára og var næsti fylgjandi, einnig dóttir hennar Lindsey 8 ára. Mona og dóttir hennar flytja með Perez og Patrishu í íbúð. Á þessum tíma var hann að misnota Lindsey. Perez og Patrisha voru einnig í kynferðislegu sambandi. Eftir nokkra mánuði flytur þessi hópur með Perez til Withata. Mona var að ganga í gegnum skilnað og var mjög tilfinningalega viðkvæm. Þau flytja til South Dakota í nokkur ár, en koma svo aftur til Wichita. Á þessum tíma, en hefur ekki verið staðfest, er því haldið fram að Patrisha var orðin “of gömul fyrir Parez” og hún kynnist manni að nafni Brain Hughes, sem verður meðlimur hópsins. Mona kynnist manni að nafni James Chase og þau trúlofast. Parez leggur pressu á Monu til að sækja um líftryggingu, að virði 75.000 dollar, og skráir Patrisha sem forráðamann hennar Lindsay ef eitthvað skyndilegt mundi gerast fyrir Monu. Þau sækja um trygginguna og stuttu seinna sækja þau líftrygginguna, þá eru Mona, Lindsey sem var 12 ára og James Chase í flugvél, sem hverfur, James var að fljúga henni og var lærður flugmaður. Perez var til staðar og var mjög leiður yfir þessu og hvatti lögregluna til að leita meira. Við rannsókn á braki flugvélinnar,  kom í ljós að ekkert fannst að. Það eru margir sem halda að Perez hafi gert eitthvað við flugvélina, verandi flugvélvirki eða að hann hafi sannfært Monu um að taka við stýrinu og drepa þau öll. Patrisha og Brain eignast dóttur, sem heitir Nora. Þau búa öll saman ásamt þeim Lou og Katherine, sem er 20 ára gömul. Þau flytja til Missouri í stuttan tíma áður en þau fara aftur til Wichita. Þar kynnast þau 41 árs Jennifer Hudson, sem átti tvær dætur. Hún trúði á engla og Perez notfærði sér það. Patrisha sannfærir Jennifer að hætta með manni sínum og koma og búa með þeim og þau væru fjölskyldan hennar, Sara er 17 ára og Emily er 10 ára. Söru líkar ekki við Perez fyrst en hann leggur sig fram við að vingast við stelpurnar. Eftir útborgun líftryggingar,  þá kaupa þau land í Wichita og byggja 3 hús fyrir þau til að búa í og fjórhjól og sport bíla. Perez byrjaði að þjálfa (e. groom) stúlkurnar strax. Stelpurnar áttu sig ekki á því þegar þeim var nauðgað í fyrsta sinn, því hann sagði við þær að hann væri að laga þær. Emily er nauðgað í fyrsta sinn. Hann segir við hana að hann mun deyja ef að hann fær hana ekki, því englar verða að gera það til að lifa. Hann túlkaði Biblíuna fyrir Emily til að styðja við gjörðir sínar. Emily verður ástfangin af honum, hann er þá 42 ára. Hún fylgir í einu og öllu því sem hann segir, meira segja þó henni finnst það óþægilegt. Sara segir frá því að Emily hafi verið nauðgað, og Perez og Emily gista í sama herbergi, mömmu hennar dettur það alls ekki í hug því hann sé engill. Sara segir síðar frá því að þegar þau voru ein heima, þegar hann nauðgaði henni í fyrsta sinn og sagði að hann væri að “laga” hana og þegar atvikið var búið spurði hún hvort að hún væri núna löguð, þá sagði hann, bara tímabundið og þau þyrftu að halda þessu áfram svo hún myndi lagast varanlega. Þegar Sara hlýddi Perez ekki, þá öskraði hann á hana og sagði að hún væri brotin og beitti hana andlegt ofbeldi. Hann sagði að ef hún myndi einhvern tímann segja einhverjum hvernig hann væri að laga hana, þá mundi hann drepa pabba hennar. Perez nauðgaði Söru frá aldrinum 17 til 24 ára, sem sagt í 7 ár. Sara segir frá því hvernig ofbeldið þeirra gekk fyrir sig á kvöldin þegar móðir hennar var sofnuð. Emily hins vegar segir hann hafi tekið hana afsíðis og nauðgaði henni líka á daginn. Emily og Perez voru í sama svefnherbegi, Jennifer móðir hennar hélt að hann væri engill svo hún bjóst aldrei við að hann myndi vera að misnota dóttur sína á hverjum degi í 7 ár. Angels Landing væri bara frekar góður staður það voru flott hús, dýrir bílar, hestar og fjórhjól. Þessi staður leit út fyrir að vera paradís ef þú varst utanaðkomandi.

Daniel Perez sannfærði hópmeðlimi Angels Landing sértrúarhópsins sem var staðsettur í Kansas í Bandaríkjunum. Að hann hefði yfirnáttúrlega krafta, og hann væri hundruð ára gamall engill, væri með þrjá engla inn í sér, hann gæti læknað sjúkdóma, vissi hvenær fólk væri við það að deyja hann sæji í framtíðina, hann gæti lífgað dýr og manneskjur upp frá dauða, einnig gæti hann sent fólk til himnaríkis og hann gæti framkallað rigningu. Hann sagðist vera með 3 engla inn í sér Arthur, Daniel og Amber. Arthur; var vondi engilinn sem var mikið í því að beyta ofbeldi, Daniel; var góði engillinn og Amber; var engill dauðans, þegar Amber tók yfir mundi Daniel Perez hætta að blikka og setja á sig illan svip, tala í skrímslarödd og hóta að senda fólk á stað eða ástand þjáningar þar sem sálir syndara sem eru að friðþægja fyrir syndir sínar áður en þeir fara til himna. Til þess að lifa áfram á jörðinni þurfti hann að nauðga og misnota börn safnaðarmeðlima, og hann vissi hvenær fólk myndi deyja, því það var hann sem var í raun og veru að drepa þau. Þetta gekk yfir í mörg ár og í hvert skipti sem að peningurinn var að klárast dó skyndilega meðlimur safnaðarins og líftryggingagreiðsla myndi koma.

2. Glæpur hópsins

Daniel Perez naugaði börnum sértrúarsafnaðarins og sagði við stelpurnar að þær þurftu að að sofa hjá honum, annars myndi engillinn í honum deyja. Einnig sagði hann sig vera að laga þær með því að þær svafu hjá honum en þetta væri bara tímabundið, þess vegna þurfi þetta að viðhaldast svo þær myndu vera lagaðar. Hann var líka að myrða safnaðarmeðlimina sína, hvernig hann gerið þetta var að hann settist niður með meðlimunum og sagði: Ég var að sjá inn í framtíðna og það er Patrishu tími til að fara, sem sagt deyja og þá sagði Emily að hún vildi ekki kveðja hana, en þá sagði hann að hann mundi sjá til þess að hún væri þarna. Í raun var það þá að hann drap Patrishu og lét það líta út eins og óvænt banaslys og Emily fann hana fjótandi í sundlauginni, en í raun og veru myrti Daníel Perez hana og tók út arfinn hennar. Þá náði hann að sannfræa meðlimina um að hann væri með yfirnátturlega krafta því að hann sagði að hún mundi deyja og hún dó. Þá trúðu þau frekar að hann væri engill.

Þegar peningurinn fór að klárast var hann búinn að sannfæra safnaðarmeðlimi að sækja um líftryggingu og skrá að hann mundi erfa peningnn ef að viðkomandi mundi skyndilega kveðja. Áður en hann framdi morðin, voru yfirleitt sett upp sem banaslys sem geriðst alveg óvart. Fyrir peninginn sem hann fékk frá lífstryggingunum keypti sér land sem dreif yfir 20 akra, marga sport bíla, fjörhjól, hesta og sundlaug. Fornarlöbin sögðu að við áttum allt sem okkur langaði í, en það kom með kostnaði. Þau bara vissu það ekki þá.

Angels Landing búgarðurinn, sem fjármagnaður var af líftryggingarfé eins meðlimanna.

Daniel Perez var sakfelldur fyrir 20 ákærur um kynferðislega misnotkun á börnum, en fórnarlömb voru á aldrinum 8 ára til 16 ára, samkvæmt Kansas Sex Offender Registry. Ákærurnar eru meðal annars nauðgun, gróf glæpsamleg sódóma, kynferðisleg misnotkun á barni, gróf líkamsárás með banvænu vopni og morð.

3. Mælikvarði 5: CCM

Morðin sem Daniel Perez framdi á meðlimum Angels landing hópsins flokkast sem Sértrúarmorð samkvæmt CCM mælikvarðanum. Meðlimir hópsins sýndu ýkta trú á Daniel Perez sjálfum og sögunum sem hann sagði þeim um sig og sína hæfileika. Þau trúðu því meðal annars að hann væri með þrjá engla inn í sér og að hann gæti séð í framtíðina, lífgað fólk upp frá dauða og sent það til himnaríkis. Eitt það merkilegasta sem meðlimir hópsins virtust trúa á var það að Daniel Perez þyrfti að sofa hjá ungum stelpum til að engilinn í honum myndi ekki deyja. Helstu markmið Perez voru kynlíf og peningar. Hann vildi sofa hjá börnunum í hópnum og misnotaðu þau kynferðislega í mörg ár. Peningar eiga einnig stóran þátt í glæpum Perez þar sem hann myrti meðlimi hópsins og tók út arf þeirra og seinna líftryggingar sem hann hafði sannfært þau um að sækja um. Meðlimir hópsins áttuðu sig þó líklega ekki á að þetta væru markmið Perez. Hann notaði trú hópsins á sig og lygasögurnar til að fela það að hann væri að nauðga börnunum og myrða til að græða. Morðin í Angels landing sértrúarsöfniðnum voru framin af Daniel Perez einum en hann drap fjölda meðlima og lét morðin líta út eins og slys.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Perez þvær heila meðlima Angels landing fyrst og fremst með andlegu ofbeldi. Hann lýgur og hótar að eitthvað hræðilegt muni gerast ef meðlimir gera ekki eins og hann vill og þvingar þannig fram þá hegðun sem hjálpar honum að ná sínum markmiðum. Hann velur markvisst fólk sem á ekki sterkt félagslegt umhverfi og þegar það flytur til hans einangrast það alveg. Svo lætur hann þau trúa að eina leiðin til að forðast að eitthvað hræðilegt gerist, eins og til dæmis að einhver í hópnum deyji, sé að gera eins og hann segir. Meðal annars telur hann stelpunum sem hann nauðgar trú um að það þurfi að laga þær og að hann sé sá sem geti gert það. Perez “sannar” að hann hafi sérstaka hæfileika og þess vegna verði að hlusta á hann, með því að segja að einhver muni deyja og drepa svo þá manneskju og fær meðlimi hópsins þannig til að trúa sér.

5. Svo Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

Flokka má Daniel Perez sem sjarmerandi andfélagslegan leiðtoga samkvæmt atriðum Norris. Honum hefur verið lýst sem “irresistible” af fyrrverandi meðlimum Angels landing. Það var ekki skýr birtingamynd af markmiðum Perez, en hann vildi ekki vinna, þess vegna drap hann fylgjendur en áður en hann drap þau var hann búinn að láta þau sækja um lífstryggingu, þó að tryggingin gat ekki verið skráð á hann þá fékk hann samt fyrr heldur en síðar að komast í peninginn. Perez var með barnagirnd svo hann vildi komast í ungar stelpur, þess vega fann hann leið til þess að sannfæra mömmur þeirra leyfði ungu stelpunum að vera í kringum hann og þar kom hann upp með engla söguna. Annað atriði sem á við um Angels landing söfnuðinn er þörf til að æfa töfrahugsun. Daniel Perez er talinn vera engill og hafa yfirnáttúrulega krafta sem eru fjarri öllum raunveruleika.

Hópurinn einkennist líka af ákveðni þörf fyrir samkennd með öðrum hópmeðlimum og beindist þessi samkennd sérstaklega að Daniel Perez. Til dæmis lýsir kona að nafni Sara McGrath því í viðtali að móðir hennar hefði liðið eins og hún þyrfti að vernda Perez.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Perez notar lygar og beitir valdi með því að halda því fram að hann sé engill og hafi sérstaka hæfileika, að hann sé eini sem geti „lagað“ stelpurnar og að hann einn viti hvað muni gerast í framtíðinni og geti stjórnað því sem gerist. Þannig þvingar hann meðlimi hópsins til undanláts og fær þau til að gera það sem hann vill að þau geri.

Innhverfing

Meðlimir Angels‘ landing trúa því sem Perez segir af því að hann getur „sannað“ það. Hann segir til dæmis hver muni deyja næst og þegar sú manneskja dó svo raunverulega, voru meðlimir hópsins sannfærð um það að hann væri að segja satt. Hræðslan um að einhver myndi deyja eða eitthvað annað hræðilegt gerast leiddi meðlimi hópsins til að fylgja því sem Perez sagði og vildi.

Samsömun

Perez valdi fólk sem hafði veikt félagslegt umhverfi og sumt engan samastað sem hann gat boðið heimili og fjölskyldu. Til að geta tilheyrt þessari fjölskyldu urðu meðlimirnir að samsama sig hugmyndum Perez og fylgja honum í einu og öllu.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

19.4. Barnahneigð (gagnvart kvenkyni)

Við ályktum að Daniel Perez sé með Barnahneigð gagnvart kvenkyni (19.4.). Hann misnotaði margar ungar stelpur, sú yngsta var 8 ára þegar Perez misnotaði hana fyrst og hafði þá líklega ekki náð kynþroska. Perez misnotaði stelpurnar í mörg ár og stundum oft á dag.

2.1.2. Hugvilluröskun

Við myndum einnig greina Perez með Hugvilluröskun með mikilmennskuæði (2.1.2.) þar sem hann sýnir skýr merki ranghugmynda yfir margra ára tímabil. Hann virðist vera með mjög sterkar mikilmennskuhugmyndir en fyrir utan þessar ranghugmyndir um eigin mikilmennsku sýnir hann engin einkenni sem benda til þess að hann sé með Geðklofa (2.1.5.).

8.1. Hugrofssjálfsmyndarröskun (Rofinn persónuleiki)

Spurning er hvort Daniel Perez hafi sjálfur trúað því að það væru þrír englar í sér eða hvort hann hafi verið að ljúga til að ná fram sínum markmiðum. Okkur finnst líklegra að þessar sögur hafi allar verið lygasögur af því að sögurnar voru alltaf að breytast og hann virtist segja hvað sem er sem hentaði honum á því augnabliki. Ef svo er ekki og hann hafi virkilega haldið sjálfur að hann deildi líkama með þremur englum þá myndum við greina það sem Hugrofssjálfsmyndarröskun (8.1.). Skap, rödd og hegðun hans breyttust eftir því hvaða engill kom fram og englarnir birtust sem sjálfstæðir persónuleikar.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

18.2.4. Sjálfhverf persónuleikaröskun (e. narcissistic)

1. Ofvaxið sjálfsálit.

3. Trúir því að hann sé sérstakur/einstakur.

4. Þarfnast ýktrar aðdáunar.

5. Tilfinning fyrir forréttindum (of miklar væntingar um sérstaka meðferð og sjálfkrafa hlýðni).

6. Notar sér persónuleg sambönd til að ná eigin markmið.

Perez í réttarsal.

Ef við værum að greina Perez þá myndum við greina hann með Sjálfhverfa persónuleikaröskun (e. narcissistic), það er skýr greiningarmynd hvernig hann spáir einungis bara út frá sinni líðan og hvað muni hagnast honum sem best. Það skiptir ekki máli hver var særður eða þurfti að deyja svo hann gæti komi'ð sínu á framfæri. Þetta segir okkur bara eitt, hann er með Sjálfhverfa persónuleikaröskun.