Adam Lanza

Kara Björk Sævarsdóttir, Lilja Rut Finnbogadóttir & Sara Ósk Jóhannsdóttir

Kynning

Adam Peter Lanza var fæddur 22. apríl 1992 í Bandaríkjunum. Hans eini glæpur var að myrða 52 ára móður sína og síðar sama dag 26 einstaklinga í skólaárás árið 2012 í skólanum Sandy Hook. Hann drap móður sína með byssu sem hún átti á meðan hún svaf og notaði síðan bílinn hennar til að keyra í skólann þar sem hann drap unga nemendur skólans auk nokkra kennara. Adam Peter Lanza endaði á því að taka sitt eigið líf í einni skólastofunni áður en lögreglan kom á vettvang.

Adam Lanza.

Glæpurinn

Þann 14. desember árið 2012 framdi Adam sinn fyrsta og eina glæp, þá 20 ára að aldri. Hann hóf skotárás í grunnskóla sem kallast: Sandy Hook elementary school sem er staðsettur í Connecticut í Bandaríkjunum. Fyrr um daginn skaut hann mömmu sína fjórum sinnum í hausinn með riffil sem hún átti. Stuttu eftir, klukkan 9:30 að morgni skaut Adam í gegnum glerglugga á skólanum til þess að komast inn, en dyrnar voru læstar. Hann byrjaði á því að skjóta skólastjórann, skólasálfræðinginn og tvo kennara, síðan lá leið hans inn í tvær kennslustofur barna sem voru í fyrsta bekk. Í fyrstu kennslustofunni skaut hann alls 15 börn og tvo kennara. Í þeirri seinni 5 börn og tvo kennara. Kynjahlutfallið á börnunum var 8 strákar og 12 stelpur. Alls voru þetta 27 einstaklingar sem létu lífið, 26 í skólanum og svo móðir hans. Klukkan 9:40 framdi hann svo sjálfsmorð, hann skaut sjálfan sig í einni af kennslustofunum þegar hann frétti að lögreglan væri á leiðinni.

Lanza tilbúinn.

Persónan

Adam fæddist í bænum Exeter í New Hampshire, 22. apríl árið 1992. Adam ólst upp með foreldrum sínum og eldri bróður til 16 ára aldurs en þá skildu mamma hans og pabbi. Lanza átti það sameiginlega áhugamál með móður sinni og bróður að fara á skotsvæði að æfa sig að skjóta úr byssum. Á yngri árum var hann mjög feiminn og átti í erfiðleikum með félagsleg samskipti. Hann var með mjög mikinn kvíða, en þó góður í skóla. Vegna kvíða og vanlíðunar var hann tekinn úr skóla og mamma hans tók við kennslunni heima. Við þriggja ára aldur sýndi Adam frávik í þroska, þar á meðal mál- og skynjunarörðugleika og endurtekna hegðun (e. repetitive behaviors). Adam var svo greindur með einhverfu og áráttu- og þráhyggjuröskun en hann átti það meðal annars til að skipta um sokka tuttugu sinnum á dag og gat ekki snert hurðahúna án þess að nota pappír.

Persónuleikaröskun:

​​Við teljum að Adam Lanza hafi verið með Einhverfa persónuleikaröskun. Við greinum hann með hana þar sem Lanza var mjög einangraður, átti enga nána vini, leitaðist ekki eftir nánum samskiptum, var mikill einfari, virtist áhugalaus um flest og sýndi ekki miklar tilfinningar. Adam Lanza glímdi við mikinn kvíða og endaði á því að stunda nám heima hjá sér þar sem móðir hans kenndi honum. Það gerði það að verkum að Adam varð mjög einangraður og áður en hann framdi glæpinn var hann ekki búinn að fara út úr húsi í nokkra mánuði.

Hér er Adam Lanza ásamt föður sínum, Peter Lanza.

Endirinn

Adam framdi sjálfsvíg í einni af kennslustofunum eftir rúmlega 10 mínútur inni í skólanum þegar hann heyrði að lögreglan væri að koma í skólann. Þá var hann búinn að myrða nemendur, móður sína og starfsfólk skólans. Það er því ekki vitað hvað olli þessari hörmung sem glæpurinn er, það er að segja hvers vegna Adam ákvað að skjóta saklaust fólk í gamla grunnskólanum sínum. Grunur liggur samt um að Adam Lanza hafi framið glæpinn vegna geðræna erfiðleika.

 Hér er stutt myndband sem lýsir Adam Lanza og glæpnum hans vel: https://www.youtube.com/watch?v=qhtfQqKh7dE

 

Mælikvarðar

Mælikvarði 8: Cleckley 16 atriði

Okkur finnst Lanza passa undir fá einkenni sem listuð eru upp í mælikvarða 8, Cleckley 16. Þó eru nokkur einkenni í mælikvarðanum sem lýsa honum vel. Hann hafði litla félagslega svörun og engar upplýsingar um ástarsamband voru til staðar. Okkur finnst líklegt að hann hafi skort tilfinningaviðbrögð þar sem hann skaut mömmu sína og fór svo í gamla grunnskólann sinn að skjóta saklausa nemendur og kennara. Sagt var að Adam hafi staðið sig vel í skóla og verið greindur strákur þrátt fyrir að hann hafi ekki haft mikinn metnað fyrir skóla og var kvíðinn fyrir náminu ásamt öðru. Hann var einnig greindur með einhverfu og er eitt af einkennum einhverfu að eiga erfitt með félagsleg samskipti.

Mælikvarði 11: Hare kenningin

Okkur finnst Adam Lanza passa best undir Faktor 2 sem kallast lífsstíll. Meðal annars er það vegna þess að Lanza sýndi fram á hegðunarerfiðleika frá unga aldri, bar litla sem enga ábyrgð í lífinu og var líklegast ekki með nein sértæk markmið fyrir framtíð sína. Faktor 2 skiptist í tvo hluta sem eru lífstíll og andfélagsleg hegðun. Þar passar hann betur undir andfélagslega hegðun þar sem félagslega geta hans var lítil sem engin. Hann valdi það frekar að vera einn heldur en að umgangast annað fólk og sýndi mikla hegðunarerfiðleika frá ungum aldri.

Mælikvarði 15: ccm flokkunin

Okkur finnst flokkur 126 í mælikvarða 15 lýsa honum best. Það er ekki á hreinu hvað fékk hann til þess að fremja þennan glæp og myrða saklaust fólk en við höldum að það sé líklega vegna geðraskana og var einnig grunur um það þegar glæpurinn átti sér stað. Adam var greindur með Einhverfu en auk þess sýndi hann einkenni sem hægt er að sjá í mörgum geðröskunum. Til dæmis valdi Adam frekar að vera einn heldur en að vera með öðrum og þróaði engin náin sambönd nema við mömmu sína sem hann síðar drap.

Mælikvarði 18: emerick hringkenningin

Okkur finnst mælikvarði 18 eiga ágætlega við Adam Lanza. Við vitum ekki með vissu hvort hann hafi verið hræddur við höfnun en vegna þess að hann átti erfitt með félagsleg samskipti er hægt að ímynda sér að hann hafi átt við það vandamál að stríða að vera hræddur við höfnun. Vegna kvíða og erfiðleika með félagsleg samskipti fór hann að einangra sig og upplifa einmanaleika, sem er hluti af öðru stigi. Af verknaðinum að dæma virðist hann vera komin í þessa fórnarlambs hugsun og er orðinn smá sama um eigið líf, sbr. sjálfsmorðið. Það bendir allt til þess út frá þeim upplýsingum sem við höfum að hann hafi verið með neikvæða sjálfsmynd vegna greininga og erfiðleika með samskipti. Við vitum ekki hvort hann hafi haldið veikleikum sínum leyndum en þó er vitað að hann hafi einangrað sig verulega og varla talað við neinn. Glæpurinn sem hann framdi hefði geta verið til þess að fá athygli og ná hefnd en við getum ekki sagt með fullri vissu að það sé ástæðan. Það eru engar upplýsingar um hversu vel glæpurinn var planaður og engin merki um að hann hafi verið að “æfa sig” eða undirbúa hann á einhvern hátt. Hann var þó í þessum tiltekna skóla svo hann væntanlega þekkti bygginguna ágætlega þó það hafi verið langt síðan hann hafi verið nemandi þar. Adam framdi svo glæpinn og að lokum fremur hann sjálfsvíg inni í einni kennslustofunni. Það gæti verið að hann hafi verið að upplifa eftirsjá og þess vegna hafi hann ákveðið að skjóta sig en það gætu líka verið aðrar ástæður.

Mælikvarði 14: mindhunter kenningin

Það eru nokkur atriði í mælikvarða 14 sem að passa við Adam. Hann var einhleypur hvítur karlmaður sem var góður í skóla og með góða greind en átti þó í erfiðleikum með að eignast vini vegna kvíða og erfiðleika með félagsleg samskipti. Það bendir ekkert til þess að það hafi verið vandamál í fjölskyldunni og engin saga um geðræn vandamál, glæpi eða alkóhólisma á heimili hans. Adam var ekki misnotaður í æsku og ólst hann upp með bæði mömmu sinni og pabba þó hann hafi ekki búið með föður sínum síðustu árin. Hann var greindur með Einhverfu og Áráttu- og þráhyggjuröskun og var með kvíða en lenti þó ekki í neinum útistöðum við kerfið. Hann var mjög einangraður en ekki er vitað hvort hann hafi verið með sjálfsvígshugsanir á unglingsárum. Það bendir heldur ekkert til þess að hann verið með einhver kynfrávik.

Mælikvarði 13: holmes & deburger flokkunin

Okkur finnst Adam Lanza passa best undir morð vegna hugsjóna. Adam framdi sjálfsmorð áður en hægt var að taka skýrslu af honum og meta glæpi hans. Okkur grunar að hann hafi mögulega verið dæmdur ósakhæfur ef hann hefði lifað. Hann var mjög einangraður í langan tíma og því ekki ólíklegt að hann hafi heyrt raddir eða haldið að einhver hafi sagt honum að fremja þennan glæp. Einnig er það góð vísbending um geðræn vandamál að Lanza hafi drepið sína eigin móður sem var hans eini náni aðili.

Heimildaskrá

  1. Adam Lanza. (2020). Criminal Minds Wiki. https://criminalminds.fandom.com/wiki/Adam_Lanza#The_Shooting

  2. Ryser, R. (2015, 28. janúar). Psychologist says Lanza likely a schizophrenic. News Times.https://www.newstimes.com/local/article/Psychologist-says-Lanza-likely-a-schizophrenic-6046709.php

  3. Sandy Hook Elementary School shooting. (2023). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Sandy_Hook_Elementary_School_shooting

  4. Katersky, A og Kim, S. (2014, 21.nóvember). 5 Disturbing Things We Learned Today About Sandy Hook Shooter Adam Lanza. ABC News. https://abcnews.go.com/US/disturbing-things-learned-today-sandy-hook-shooter-adam/story?id=27087140