Patty Hearst og SLA hópurinn

Kara Björk Sævarsdóttir, Lilja Rut Finnbogadóttir & Sara Ósk Jóhannsdóttir

Nafn hópsins

1.Symbionese Liberation Army (SLA) og United Federated Forces of the Symbionese Liberation Army.

1. Myndun hópsins

SLA hópurinn myndaðist með samstarfi á milli dæmdra afbrotamanna og aðgerðarsinna. Strokufanginn DeFreeze stofnaði hópinn og fékk svo sjö aðra einstaklinga með sér í lið. Hópurinn samanstóð af bæði karlkyns og kvenkyns einstaklingum, sem voru öll í millistétt. Þau tóku öll upp ný nöfn af svahílí uppruna, sem dæmi má nefna svahílí nafn leiðtogans sem var Mtume. SLA hópurinn var með slagorð en það hljómaði svona: Death to the fascist insect that preys upon the life of the people.

SLA borgarskæruliðarnir frá Los Angeles.

2. Glæpur hópsins

Hópurinn framdi sinn fyrsta glæp þann 6. nóvember árið 1973 þegar að þau myrtu Marcus Foster. Foster var fyrsti svarti forstöðumaðurinn í skóla í Oakland en hann vildi innleiða kerfi þar sem nemendur skólans þurftu að sýna skilríki til þess að komast inn í skólann. SLA hópurinn var ósammála þessu kerfi og stimpluðu hann sem fasista, sem síðar varð til þess að þau myrtu hann. Árið 1974 handtók lögreglan tvo meðlimi hópsins vegna morðsins sem ýtti undir fleiri glæpi. Frægasti glæpur SLA hópsins var að þau rændu stúlku að nafni Patty Hearst, en hún kom af auðugum ættum og vildi hópurinn fá lausnargjald (ekki pening, heldur mat handa fátækum) frá fjölskyldu hennar fyrir að sleppa henni. Margir trúa því að hún hafi verið heilaþvegin af SLA hópnum þar sem hún gekk til liðs við hópinn eftir að hafa verið læst inn í skáp af hópnum í margar vikur, nauðgað af tveimur hópmeðlimum og hótað dauða margoft. Henni var síðan boðið að ganga til liðs við hópinn og tók hún því tilboði. Hér fyrir neðan má sjá mynd (til vinstri) af Patty Hearst með merki hópsins.

Eftir ránið á henni Patty Hearst, þá virðist hún hafa gengið í hópinn og tók sér upp nýtt nafn: Tania borgarskæruliði.

Endanlega sönnun þess að Patty var gengin í lið með mannræningjunum var það þegar hún sést á öryggismyndavél, vel vopnuð að taka þátt í bankaráni.

3. Mælikvarði 5: CCM

Glæpirnir sem að SLA frömdu flokkast undir “Öfgahópsmorð,” eða nánar tiltekið “Pólitískt morð.” Þar sem að þau voru á móti valdhöfum í Bandaríkjunum og vildu fella kapítalíska ríkið sem var við völd.

4. Mælikvarði 3: Heilaþvottur

Patty Hearst, fórnarlamb SLA hópsins, fór í gegnum öll þrjú stig heilaþvotts. Hún byrjaði á fyrsta stigi þar sem henni var rænt af heimili sínu og seinna lokuð inn í skáp með bundið fyrir augun og hendur bundnar saman. Því næst fór hún í gegnum skref tvö þar sem það var haldið henni innilokaðri í skáp og hópurinn þvingaði hugmyndafræði sinni á Patty. Ef hún myndi ekki verða hluti af hópnum yrði hún drepin. Patty fór því næst í gegnum þriðja stig heilaþvotts þar sem hún fékk að velja á milli þess að sleppa frá hópnum og fara aftur til fyrra lífs eða verða hluti af hópnum. Hún valdi að verða eftir hjá hópnum og fékk því loks að koma út úr skápnum eftir að hafa verið innilokuð þar í margar vikur. Þá tók við kennsla á hennar hlutverki sem hópmeðlimur og tók hún upp nýtt nafn sem var: “Tania.” Á þessum tíma fékk hún að sjá aðra hópmeðlimi í fyrsta skipti og fékk að verða hluti af hópnum.

5. Mælikvarði 4: 25 Norris atriði

01. Sjarmerandi andfélagslegur leiðtogi: Passar illa. Það sem við vitum um leiðtogann sýnir okkur ekki fram á að hans markmið séu að skyggja á markmið og trú annarra meðlima hópsins. Þau virðast öll vera með sama markmið, að fella kapítalíska ríkið sem var við völd í BNA. 

02. Þörf fyrir dramatíska og eldfima útrás: Passar nokkuð vel þar sem að leiðtoginn fékk útrás fyrir reiði sína með því að skjóta úr byssum og skjóta úr flugeldum í kjallaranum á heimili sínu. Þegar hann var yngri var samt aldrei markmiðið að særa eða drepa neinn. Auk þess að vera alltaf vopnaður sem unglingur og skemmdarverk sem hann gerði vegna reiði. Hins vegar var hópurinn sem heild ekki með þessa þörf.

03. Vaxandi reiði: Passar mjög vel. Við teljum að reiðin sem bjó innan DeFreeze hafi byrjað í æsku þar sem faðir hans beitti hann ofbeldi. Síðan hafi þessi reiði stigmagnast eftir því sem hann varð eldri og beinst meira að stjórnvöldum.

04. Andfélagslegur persónuleiki sem skapaður er vegna einhvers konar höfnunar frá einhverjum sem stendur manni nærri. Passar mjög vel. Í æsku hefur DeFreeze fundið fyrir mikilli höfnun frá föður sínum þar sem hann útilokaði DeFreeze sem barn.

05. Afstaða fjölskyldu til ósveigjanlegrar, óeftirgefanlegrar bókstafstrúar. Passar illa. Ekkert bendir til þess að glæpir hópsins og það sem hann stóð fyrir tengdist neinni trú.

06. Þörf einstaklings til að ná völdum í óvinveittum heimi: Passar nokkuð vel þar sem hann var einfari á yngri árum en varð svo hluti af hóp í fangelsinu og fann þá líklegast fyrir þörf til þess að stofna sinn eigin hóp og ná þannig frekari völdum og markmiðum sínum.

07. Þörf fyrir öruggt umhverfi til að prófa lyf saman og að nota þau á einstaklingsgrundvelli: Passar illa. Það er ekkert sem bendir til þess að hann né hópurinn hans hafi verið að notast við lyf að neinu tagi. Því var þess ekki þörf að finna öruggt umhverfi fyrir lyfjanotkun.

08. Þörf fyrir dópsölu: Passar illa. Hópurinn var aldrei að neyta einhverskonar lyfja, né selja stolna vöru eða byrja samstarf við önnur glæpasamtök.

09. Þörf að stunda ódæmigerða, andfélagslega hegðun og kynfrávik: Passar illa. Ekkert bendir til þess að hópurinn hafi étið úrgang manna/dýra hvað þá stundað mannát.

10. Þörf fyrir útrás neikvæðra skapandi hvata. Passar illa. Hópurinn framdi enga glæpi af skapandi toga.

11. Skortur á framtíðartrú: Passar nokkuð. Hópurinn hafði litla framtíðartrú á samfélaginu miðað við hvernig þeirra sýn á samfélagið ætti að vera.

12. Þörf á að eiga við innri djöfla: Passar illa þar sem hópurinn var ekki að upplifa þessa þætti, þar að segja ofskynjanir, ólæknandi ranghugmyndir og áráttukennda hugaróra/fantasíur.

13. Áráttukenndir helgisiðir. Passar illa, hópurinn stundaði enga áráttukennda helgisiði.

14. Þörfin á að losna undan sektarkennd. Passar illa. Hópurinn framdi glæpi aðallega vegna pólitískra skoðana.

15. Þörf til að æfa töfrahugsun. Passar illa. Ekkert sem kemur fram um hópinn bendir til þess að þeir hafi verið að stunda einhverskonar töfra.

16. Þörf fyrir mikla samkennd með öðrum hópmeðlimum. Passar nokkuð vel, hópurinn stóð alltaf saman og sýndi hvort öðru samkennd og hjálpuðu hvort öðru í gegnum margt.

17. Dramatísk breyting á persónuleika eða geðlagi. Passar illa. Hópurinn starfaði ekki lengi saman og á þessum stutta tíma urðu engar dramatískar breytingar á persónuleika eða geðlagi.

18. Uppteknir af dauða. Passar illa, hópurinn framdi skemmdarverk og/eða rændi peningum frekar en að myrða fólk. Hópurinn drap tvo einstaklinga. Einn vegna pólitískra ástæðna og annan í bankaráni sem var viðskiptavinur bankans og því verulega ólíklegt að það hafi verið planað morð.

19. Tapa frelsi viljans. Passar nokkuð vel þar sem einn hópmeðlimur Patty Hearst komst í hópinn eftir að hann rændi henni og héldu henni innilokaðri í margar vikur. Eftir að hafa verið innilokuð samþykkti hún að verða hluti af hópnum. Þarna missti hún töluvert frelsi frá fyrra lífi sínu. Aðrir hópmeðlimir misstu ekkert eða mjög lítið frelsi.

20. Stöðug hlustun á þungarokk, speed metal, dauðarokk eða iðnaðartónlist. Passar illa miðað við upplýsingar sem við höfum fundið.

21. Mikill áhugi á nýaldar lesefni eða á yfirnáttúrulega sviðinu. Passar illa, ekkert bendir til þess.

22. Stöðugur áhugi á hlutverkaleikjum, hópmeðlimir taka á sig hlutverk í leiknum og gera að sínum: Passar illa. Þau voru ekki í neinum hlutverkaleikjum og ekkert sem bendir til þess að hópmeðlimir hafi svo mikinn áhuga á þeim leikjum að það innhverfist í þeirra persónuleika.

23. Ýkt samsömun við hugmyndir um yfirburði ákveðinna kynþátta: Passar illa þar sem það bendir ekkert til þess að þau hafi litið á einhvern ákveðin kynþátt sem æðri öðrum. Allir hópmeðlimir fyrir utan leiðtogann voru hvít í millistétt. En leiðtoginn var svartur.

24. Dramatísk breyting á fjárhagsstöðu: Passar vel. Einstaklingar í hópnum voru óhæfir til að haldast í stöðugri vinnu. Þeir rændu banka og náðu þá að stela fullt af peningum en urðu svo handtekin.

25. Hatur á kristinni trú: Passar illa þar sem ekkert bendir til þess að þeir hafi verið á einhvern hátt á móti kristinni trú eða neinni trú yfirhöfuð.

6. Mælikvarði 6: Félagsleg áhrif

Undanlát

Eftir að Hearst var rænt af SLA hópnum var hún læst inn í skáp og látin vera þar í margar vikur. Með því að læsa hana inn í skáp og halda henni fangri náðu hópmeðlimir SLA að þvinga hana til að samþykkja allar hugmyndir og fleira sem SLA hópurinn studdist við án þess að vera í raun sammála því sem þeir sögðu.

Innhverfing

Skoðanir Hearst breyttust og hún var farin að trúa og styðja þær hugmyndir sem hópurinn stóð fyrir. Hennar gömlu viðhorf, trú og hegðun var ekki lengur til staðar sem gefur frá sér vísbendingar um að Hearst hafi verið heilaþvegin og margir sem trúðu því.

Samsömun

Hearst hafði samsamað sig hópnum og tímabundið hafði hún sett alla sína trú á hugmyndafræði SLA og breytti sínum viðhorfum og hegðun sinni í samræmi við þau gildi til þess eins að líkjast hinum hópmeðlimunum. Hún bar ómælda virðingu fyrir hópnum og tók öllu því sem þau gerðu og sögðu sem heilögum sannleik.

7-8. Mælikvarði 1: DSM-5

Áfallastreituröskun

DeFreeze varð fyrir miklu ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu frá föður sínum frá unga aldri. Til dæmis braut faðir hans hendi DeFreeze þrisvar sinnum fyrir 14 ára aldur og lendir hann þá í áfalli. DeFreeze flúði heimili sitt aðeins 14 ára gamall og ástæðan er líklegast sú að hann vildi flýja föður sinn og allt ofbeldið sem með honum fylgdi, sem er einkenni í flokki C.

DeFreeze glímdi greinilega við mikið af sálrænum erfiðleikum þar sem hann framdi allskyns glæpi, þar á meðal morð og beitti fólki ofbeldi rétt eins og faðir hans gerði gagnvart honum. Það að hann hafi beitt öðru fólki ofbeldi, rétt eins og faðir hans gerði, er einkenni í flokki B.

Annað einkenni sem DeFreeze sýndi var neikvæð breyting á hugarstarfi. Hann var duglegur í skóla þegar hann var yngri og samviskusamur en um leið og hann flúði þegar hann var 14 ára byrjaði hann að fremja skemmdarverk, finnast hann vera einn í heiminum og fann fyrir miklu hatri gegn sér, bæði frá sjálfum sér og öðrum, sem er einkenni í flokki D. Lengd truflunnar sem Áfallastreituröskunin hafði á DeFreeze var mikið lengri en einn mánuður og var þessi truflun að valda verulegri þjáningu í félagslífi, atvinnu og mörgu öðru í hans lífi.

Geðklofarófsröskun

Lögregluskýrsla sem var tekin af DeFreeze þegar hann var ungur vitnaði í að hann væri hugsanlega með Geðklofa. Hann gæti hafa verið með ranghugmyndir um til dæmis yfirvöld, og því sannfærður um að hugmyndir og skoðanir hans um samfélagið og yfirvöld væru réttar. Okkur finnst líklegt að tilfinningaleg svörun hans hafi minnkað með árunum sem er einnig eitt af einkennum geðklofa. Hann endaði einnig líf sitt með sjálfsvígi, en einstaklingar með geðklofa eru líklegri en aðrir til að fremja sjálfsvíg.

Hegðunarröskun

DeFreeze ásamt hópnum sínum stundaði margskonar glæpi eins og morð, skemmdarverk og rán. Leiðtogi hópsins, DeFreeze, stundaði samskonar glæpi frá 14 ára aldri. Einkenni Hegðunarröskunnar sem DeFreeze sýndi voru: að hóta fólki, valda öðrum líkamlegum sársauka, þvinga aðra til kynlífsathafna, að skemma eigur annarra meðvitað, að brjótast inn í byggingu annarra, að stela verðmætum annarra og hann strauk að heiman ungur að aldri. Fleiri einkenni eiga mögulega við hann en ekki er hægt að staðfesta það.

9.-10. Mælikvarði 2: Persónuleikaraskanir

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Vegna þess að hann vanvirti og braut á réttindum annarra, virti ekki lögin og var með skort á eftirsjá.

Geðklofalík persónuleikaröskun

Hann átti í slæmum samskiptum við foreldra sína í æsku sem og skortur á vinum þar sem hann var mjög einangraður fyrstu árin, sem er eitt af einkennum Geðklofalíkrar persónuleikaröskunar. Einnig sem það var skortur á tilfinningum sem virtist minnka með árunum.

Hér er mynd af leiðtoganum, Donald DeFreeze.